Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 44
EINKAREIKNINGUR ÞINN í LANDSRANKANUM M k SJÓVÁ-ALMENNAR Nýtt félag með sterkar rœtur FOSTUDAGUR 28. APRIL 1989 VERÐ I LAUSASOLU 80 KR. Fjórði blóðþeginn smitaður af alnæmi FYRIR skömmu bættist Qórða konan í hóp þeirra, sem taldar eru hafa fengið alnæmissmit með blóðgjöf. Smit hefur greinzt í Morgunblaðið/Bjami Samiðvið háskóla- kennara FÉLAG háskólakennara undirritaði kjarasamninga við stjórnvöld í gærdag og hefur verkfalli félagsins því verið frestað, en það átti að hefjast á miðnætti í nótt. Háskólakennarar eru fyrst- ir háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna til þess að gera kjarasamninga, en tólffélög þeirra eru í verkfalli. Óformlegar viðræður voru í gær við félög háskólamennt- aðra ríkisstarfsmanna í verk- falli og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins þótti fundur- inn gagnlegur. Þess var vandlega gætt við upphaf fundar háskólakenn- ara að aðrir en félagsmenn kæmust ekki inn og höfðu dyraverðir lista yfir nöfn fé- lagsmanna uppi við eins og sjá má á myndinni. Sjá fréttir um kjaramál á bls. 2 og 18. þremur kvennanna á síðustu sex mánuðum, og eru þær taldar hafa smitazt árið 1984. Áður hafði alnæmissmit greinzt í ein- um blóðþega, sem fékk blóð úr alnæmissmituðum manni árið 1983. Alnæmissjúklingar, sem smitazt hafa með blóðgjöf, eru því orðnir Qórir, eða 7,8% af öll- um skráðum tilfellum, sem eru 51 samkvæmt nýjustu tölum landlæknisembættisins. Ein kvennanna er látin, og önnur með alnæmi á lokastigi. Allt blóð, sem Blóðbankinn tekur við, er nú skimað til að ganga úr skugga um að í því sé ekki að finna alnæmisveiruna eða veirur, sem bera aðra smitsjúkdóma. Skimun á blóði var hins vegar ekki hafin er konurnar fjórar sýktust. Guðjón Magnússon aðstoðar- landlæknir segir að óhætt sé að fullyrða að með skimun alls blóðs og fræðslu um alnæmi, sem síðan hafí komið til, séu hverfandi líkur á að hætta sé á að fá alnæmissmit með blóðgjöf. Guðjón segir að í kjöl- far tilkomu alnæmis hafi víða um lönd einnig verið dregið úr notkun blóðs á sjúkrahúsum, sums st'aðar um allt að þriðjung. Samkvæmt tölum landlæknis- embættisins hafði í byijun apríl greinzt alnæmi í 51 íslendingi. Þar af hafa 11 fengið sjúkdóminn á lokastigi og fimm þeirra eru þegar látnir. Sjá ennfremur bls. 12 og 13. Morgunblaðið/Guðbrandur Torfason Snjógjá á Ströndum Mikii snjóalög eru enn víða um land og í gær kyngdi niður snjó í blindbyl á Norðurlandi eystra. Sums staðar lenti fólk í erfíðleik- um, þótt vika sé liðin af sumri. Þessi snjógöng á veginum um Selströnd við SteingrímsQörð á Ströndum mældust þrettán og hálfiir metri á dýpt. Islenskir aðalverktakar: 244 milljóna hagnaður HAGNAÐUR íslenskra aðalverk- taka af varnarliðsframkvæmd- um á síðasta ári nam rúmum 224 milljónum fyrir skatta. Velta framkvæmdanna var um 2,8 milljarðar og auk þess hefur félagið tekjur af eignum. Eigið fé íslenskra aðalverktaka um síðustu áramót var 3.356 milljónir króna. Sjá fréttir á bls. 4. Trygginga- bætur ekki afgreiddar SAMKOMULAG náðist í gær við Eggert G. Þorsteinsson forsljóra Tryggingastofhunar um að hann og aðrir starfsmenn stoihunarinn- ar hætti að afgreiða trygginga- bætur á meðan verkfall BHMR- félaga stendur. Gísli ísleifsson, í undanþágunefnd Stéttarfélags lögfræðinga í ríkis- þjónustu, segir að gengið hafi verið á fund Guðmundar Bjarnasonar heil- brigðis- og tryggingaráðherra á mið- vikudag og málið rætt við hann. Guðmundur hafi þá lofað að ræða við Eggert að hann léti af afgreiðslu bótanna. Síðan var rætt við Eggert og þá varð að samkomulagi að af- greiðslu verði hætt. „í staðinn lítum við með velvilja á að veita undanþág- ur þegar um erfið tilvik er að ræða,“ sagði Gísli. Stjórn Sambands íslenskra samvinnufélaga: Krefiir forstjórann bréflega um áætlanir um rekstur SIS STJÓRN Sambands íslenskra samvinnufélaga ritaði Guðjóni B. Ólafssýni, forstjóra Sam- bandsins, bréf á síðasta fundi stórnarinnar, þar sem hann er krafinn um nákvæma útfærslu á því hvernig hann hyggist rétta af rekstur Sambandsins og koma honum i viðunandi horf. Tap af físksölu vestan hafs um 640 milljónir kr. í fyrra SÍÐASTA ár var íslenzku fisksölufyrirtækjunum í Bandarikjunum þyngra f skauti en áður eru dæmi um. Samanlagt rekstrartap Cold- water og Iceland Seafood nam 12,2 milljónum dollara, um 640 milljón- um króna. Að auki varð tap á rekstri Icelandic Freezing Plants í Bret- landi um 80 milljónir króna. Aðrar söluskrifstofur SH og Sambandsins skiluðu lítilsháttar hagnaði. Meginástæða taprekstrarins vestra var verðfall á birgðum en mikill fjártnagnskostnaður í Bretlandi. Ofan á þetta mikla tap leggst svo erfíðasta ár í sögu hraðfrystiiðnaðarins á síðasta ári, rekstrartap nú um nálægt 4 til 6% og veruleg óvissa fram- undan. Þessar upplýsingar komu fram á aðalfundum Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna og Félags sambands- fískframleiðenda og dótturfyrirtækja þeirra í gær. Magnús Friðgeirsson, framkvæmdastjóri Iceland Seafood, dótturfyrirtækis Sambandsins, sagði að verðhrunið á sjávarafurðum á síðasta ári hefði reynzt fyrirtækinu ákaflega erfitt. Þegar það hefði átt sér stað, hefði Iceland Seafood verið með pinhveijar mestu blokkarbirgðir í sögu fyrirtækisins. Á sama tíma hefðu Grænfriðungar náð árangri í baráttunni gegn félaginu með þeim afleiðingum að ekki hefðu náðst samningar við Long John Silver’s. Samanlagður halli hjá fyrirtækinu hefði því orðið 6,7 milljónir dollara, þar af um 3 milljónir vegna verðfalls á blokkarbirgðum, en á móti kæmu 5.3 milljónir dollara úr svokölluðum birgðavarasjóði svo bókfært tap væri 1.4 milljónir dollara. Hvað árið í ár varðaði, liti ástandið betur út, því verðlækkanir væru ekki taldar vera framundan. Hjá Coldwater nam rekstrarhalli á síðasta ári 5,5 milljónum dollara fyrir skatta, en eftir skatta um 4 milljónum dollara vegna endur- greiðslu skatta og vegna þess að tapið kemur til frádráttar á tekju- skatti síðar. Magnús Gústafsson, for- stjóri Coldwater, segir að fyrirtækið hefði tapað miklu á fyrstu tveimur ársfjórðungum síðasta árs vegna verðlækkana. Á þriðja ársfjórðungi hefði verið komizt fyrir tapið og hagnaður orðið af þeim fjórða svo og fyrsta fjórðungi þessa árs og von- andi yrði árið jákvætt. Magnús sagði að nú væri nokkur deyfð yfir sölunni, sem skýra mætti, meðal annars, með mjög neikvæðri umfjöllun um sjávarafurðir vegna mengunar. Vonazt væri til að verð héldi á þessu ári, en landbúnaðar- ráðuneyti Bandaríkjanna reiknaði með um 3% verðhækkun á sjávaraf- urðum í heild, en í raun væri fyrst og fremst reiknað með verðhækkun- um á stórri rækju. Framundan væri opinber auglýsingaherferð vestra þar sem milljónum dollara yrði varið til þess að hvetja fólk til að borða fisk tvisvar í viku, en að meðaltali borð- uðu Bandaríkjamenn fisk aðeins einu sinni í viku. Tap Icelandic Freezing Piants í Bretlandi, dótturfyrirtækis SH, nam um 80 milljónum króna. Vegna sókn- ar inn á markaði EB og í Japan og mikils kostnaðar við vöruþróun var jafnframt ákveðið að auka hlutafé fyrirtækisins um 3 milljónir punda, um 250 milljónir króna, á þeim tíma. Sjá ræðu Jóns Ingvarssonar, sýórnarformanns SH, á bls. 14 og 15. Forstjóranum var veittur frest- ur til að svara bréfinu fram í byijun maímánaðar. Ólafur Sverrisson, formaður stjómar Sambandsins, staðfesti þetta í samtali vð Morgunblaðið í gær. „Við höfum ekki fengið svör Guðjóns B. Ólafssonar, forstjóra, við bréfí okkar, enda er ekki liðinn sá frestur, sem talað var um í bréfinu, en það var fram í byijun maí. Það er því ekki við því að búast að komin séu svör við bréf- inu nú,“ sagði Ólafur. Hann var spurður hvemig á því stæði, að stjórnin ákvæði að rita forstjóran- um bréf í þessa veru: „Það er þörf úrbóta í rekstrinum, og þess vegna er þetta bréf skrifað," sagði Ólafur. Ólafur var spurður, hvort sam- band stjórnar Sambandsins við forstjórann væri með þeim hætti, að það væri í formi bréfaskrifta, en ekki samræðna: „Ekki hefur það nú verið, en það er nú undan- tekning á flestum málum einhvern tíma og nú liggur mikið við að bæta reksturinn og okkur fannst rétt að fá heildaryfirlit yfir málið og áform um framtíðarreksturinn. Við höfum auðvitað miklar áhyggjur af rekstrinum og afkom- unni eins og gefur að skilja,“ sagði Ólafur Sverrisson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.