Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1989
fclk í
fréttum
MÚ SÍKTILRAUNIR
„Laglausir“ sigruðu
Sigurvegari í
Músíktil-
raunum Tónabæj-
ar í síðastliðinni
viku var hljóm-
sveitin „Laglaus-
ir“ úr Hafnarfirði.
Þeir sem sveitina
skipa eru frá
vinstri á mynd-
inni, Ellert Magn-
ússon bassaleik-
ari, Sigurður.
Gissurarson
hljómborðsleikari,
Bjöm Óskarsson
söngvari, Hilmar
Gunnarsson
gítarleikari, Guð-
mundur Ö. Hilm-
arsson trommu-
leikari og Ás-
mundur H. Ólsen
gítarleikafi.
Gary Hart býr sig undir að árita sjálfsævisögu sína eftir að hafa
unnið einn Qölmargra sigra sinna í forkosningum Demókrata-
flokksins.
Nú erum við komin í sumarskap og af því tilefni höfum
við fengið þátttakendur í keppninni um fegurðardrottningu
íslands til að taka þátt í sumarhátíðinni í kvöld.
Þátttakendur sýna vor- og sumartískuna frá tískuversluninni
Sautján.
Heiðursgestur kvöldsins er Linda PétllfSdÓttír, ungfrú Heimur
og ungfrú ísland 1988.
Magnús Scheving sýnir nýtt hrollvekjuatriði — eitt það allra
svæsnasta sem sést hefur hér á landi.
Kynnir: Jón Axel Ölalsson.
Fjöldinn allur af/aufléttum uppákomum alltkvöldið.
Fegurðardrottningarnar taka á móti gestum kl. 22.
BIPOAIDWk'y
- eitt fyrir alla -
GARY HART
Sporhundarnir hafa
fundið sér ný verkefiii
Washington. Frá Ivari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins
eary Hart, fyrrum öldungar-
deildarþingmaður frá Col-
orado, sem vildi verða forseti
Bandaríkjanna, en missti af emb-
ættinu m.a. fyrir meint léttúðar-
brot, kom til Washington nú fyrir
skemmstu. Ekki var minnst á komu
hans í fiölmiðlum og öryggisverðir
ríkislögreglunnar, sem fyrr á tímum
fylgdu hveiju fótspori hans, voru
nú víðs fjarri.
Gary Hart hafði þegið hádegis-
verðarboð Félags erlendra blaða-
manna í Washington.
Hádegisverðurinn fyrir Gaiy
Hart var haldinn í litlu veitinga-
húsi, sem býður upp á tælenskan
mat. Það hafði verið gert ráð fyrir
50 manns, eða svo til borðs. Gestur-
inn kom einn síns liðs í bíl, sem
kominn var til ára sinna.
Blaðamaður frá Líbanon kvaðst
hafa átt erfitt með að skilja hvað
gerst hefði er Hart var hafnað sem
forsetaefni Demókrataflokksins
eftir að hafa sigrað í forkosningum
flokksins. „Égþóttist sjá nýjan
John F. Kenndy í þér. Hvað kom
fyrir?“ spurði hann. „Flokkurinn
vildi mig ekki“, svaraði Hart. „Ég
var álitinn uppreisnarmaður. Gömlu
varðhundamir í nærri öllum stjóm-
málaflokkum vilja ekki slíka menn.
Flokkurinn vildi heldur ekki John
Kennedy á sínum tíma. En hann
hafði það, sem mig skorti, fjár-
muni, og gat þess vegna þraukað.
Það gerði gæfumuninn".
Skrif bandarískra blaða um
einkalíf frambjóðenda komu að
sjálfsögðu til tals. Gary Hart varð
illilega fyrir barðinu á nærgöngul-
um blaðamönnum, sem sátu um
heimili hans dag og nótt. Einkalíf
manna, sem bjóða sig fram til for-
ystu í þjóðfélaginu er mikilvægt,
hvort sem það er til fyrirmyndar,
eða til skammar," sagði Gary Hart
og bætti við að hann teldi að her-
ferð fjölmiðla gegn honum hefði
opnað augu manna fyrir því að of
langt væri gengið í þessu efni í
Bandaríkjunum.
Blaðamenn, sem áður sátu fyrir
honum hvar, sem hann fór og lágu
á svefnherbergisglugga hans að
næturlagi til að komast að hveijir
væru gistivinir hans eða rekkjufé-
lagar, hafa misst áhugann á því
hvar eða með hveijum Gary Hart
hvílist. Þeir voru líka hvergi sjáan-
legir er Hart kvaddi og hélt einn
síns liðs út í umferðina í miðborg
Washington.
COSPER
10695 COSPER
Þér þarfiiist loftslagsbreytingar. Viyið þér ekki flytja
yður að hinum glugganum.