Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28, APRÍL 1989 t Ástkær eiginmaður minn og faðir, GUÐLAUGUR VIGFÚSSON, Kjarrvegi 15, lést í Landakotsspítala þann 27. apríl. Jóhanna Kristjánsdóttir og börn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA STEFÁNSDÓTTIR, Þrándarstöðum, Eiðaþinghá, andaðist 26. apríl í Landspítalanum. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhann Valdórsson. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SÓLVEIG ÞORLEIFSDÓTTIR, Grýtubakka 8, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 2. maí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Hjartavernd. Magnús Helgason, Helga Magnúsdóttir, Björn Ólafsson, Jóhanna Magnúsdóttlr, Páll Þ. Pálsson og barnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA ÓLAFSDÓTTIR, Hafnarbraut 49, Höfn I Hornafirði, sem lést í Landspítalanum 20. apríl sl., verður jarðsungin frá Hafnarkirkju í Hornafirði laugardaginn 29. apríl 1989 kl. 14.00. Einar Björn Einarsson, Ólafur Einarsson, Anna Benidiktsdóttir, Einar B. Einarsson, Sigrún B. Ásgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TRYGGVI KRISTJÁN EINARSSON frá Bjarnastöðum, vistmaður Garðvangi, Garði, verður jarðsunginn frá Útskálakirkju laugardaginn 29. apríl kl. 14.00. Einar Tryggvason, Helga T rygg vadótti r, Kristín Trygg vadóttir, Ólafur Tyrggvason, Tryggvi Björn Tryggvason, Finna Pálmadóttir, Eyjólfur Gfslason, Bjarni Böðvarsson, Berta Jakobsdóttir, Karitas Sigurvinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEFANÍA S. GUÐLAUGSDÓTTIR, Túngötul, Grindavfk, lést 22. apríl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum sýnda samúð og vinarhug. Sfmon Þorsteinsson, Erla Delberts, Jón Nikolaison, Bergþóra Sfmonardóttir, C.T. Pang, Hildur Sfmonardóttir, Þorsteinn Sfmonarson, Bryndfs Guðbrandsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Þakka innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður minnar, GUÐRÚNAR KRISTJÖNU OLGEIRSSON. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki Hrafnistu í Hafnarfiröi. Jón Olgeirsson. t Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför SIGURGEIRS GUÐBRANDSSONAR á Heydalsá. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki deildar 11 E á Landspítalanum fyrir frábæra umönnun og aðhlynningu. Halldóra Guðjónsdóttir, synir og systkini hins látna. Guðmundur Rósin- karsson - Minning Vorsins gyðja faðmar ijallahlíð, ptrar bresta, lifnar jarðarblómi, fógur engi, bændabýlin frið, birkihlíðar, ár með fossarómi. Syngja fuglar sumarlanga tið silfurskærum þúsundradda-hljómi. Þegar indæl, sólbjört sumarkvöld senda kveðju hæstu tindum fjalla eða morguns gullin geislavöld gylla fólvan Drangajökulsskalla. Hljóðabungu roðnar kinnin köld, kaiin tár af brúnum hennar falla. Fyrrum hér við dula drafnar braut drenginn snjalla syrgði mærin friða. Og við Lónið eins í sæld og þraut ennþá lifir minning fomra tíða. Ennþá svanir innst við jökulskraut ástarklökkvir hefja róminn blíða. (Árbók Barðastrandarsýslu, Lárus Þórðar- son) Þessi erindi úr kvæðinu Við Kaldalón koma okkur í hug, er við nú kveðjum mág okkar og tengda- bróður, Guðmund Rósinkarsson, hinstu kveðju, en hann lést í Landa- kotsspítala þann 19. apríl sl., eftir þungbær veikindi undanfama mán- uði. Guðmundur var fæddur þann 27. janúar 1924 að Snætjöllum við ísa- fjarðardjúp, sonur hjónanna, Rós- inkars Kolbeinssonar og Jakobínu Gísladóttur, en þau em látin. Var hann þriðji elstur 10 systkina og era nú 8 á lífi. Kvæntur var hann Sigurlínu Sig- urðardóttur, Siguijónssonar sem er látinn og Ingibjargar Jónsdóttur, bændum á Marbæli í Skagafirði. Þeim varð þriggja bama auðið sem era: Ingibjörg Rósa, heitbundin Aðalsteini Ólafssyni og eiga þau einn son, Guðmund Frey, Sigurborg Sólveig, nemi í Verslunarskóla ís- lands og Auðunn Már, nemi í Menntaskóla Kópavogs. Aður hafði hann gengið systursyni sínum, Hreini, í föðurstað. Guðmundur var menntaður vél- virki og vann að þeirri iðn lengst af. Um árabil var hann verkstjóri í Vélsmiðjunni Héðni og þar vann hann á meðan heilsan leyfði. Við sem þekktum Guðmund, þurfum ekki í löngu máli að lýsa kostum hans, þeir urðu öllum sem honum kynntust augljósir, enda vora upptalningar um eigið ágæti honum lítt að skapi. Þó getum við ekki á kveðjustund látið hjá líða að þakka honum fyrir framgöngu hans við byggingu á sumarhúsi fjölskyld- unnar á Marbæli, en þar fór hann fyrir eins og ávallt, þegar fjölskyld- Jónína H. Jóhanns- dóttir — Minning Fædd 4. nóvember 1900 Dáin 15. apríl 1989 Ástkær systir okkar, Jónína Hólmfríður Jóhannsdóttir, andaðist á Borgarspítalanum 15. apríl síðast- liðinn. Jónína var fædd 4. nóvember 1900, dóttir hjónanna Sigríðar Jónsdóttur, fædd 1877, frá Helgu- stöðum í Fljótum í Skagafirði og Jóhanns Baldvins Sigurðssonar, fæddur 1880, frá Skógum á Þela- mörk í Eyjaljarðarsýslu. Jónína ólst upp hjá foreldram sínum sem bjuggu lengst af í Fjörðu í Þorgeirs- firði í Suður-Þingeyjarsýslu. Jónína var elst af stóram systkinahópi, alls 10 að tölu. Ein systirin er látin fyrir tæpu ári og eftir lifa 6 bræður og 2 systur. Jónína yfirgaf æskuheimili sitt árið 1924, og gerðist kaupakona á ýmsum stórbýlum í Höfðahverfi. Árið 1930 giftist hún Jóel Sig- urðssyni frá Hvoli í Skaftafellssýslu og bjuggu þau hjónin þar í nokkur ár ásamt foreldram hans. Eignuð- ust þau 4 böm sem öll era á lífi. Fluttu þau til Reykjavíkur þa sem maður hennar var verkstjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands. Jónína vann þar einnig um 40 ára skeið, * Asdís Þorgilsdótt- ir - Kveðjuorð Fædd 28. janúar 1934 Dáin 9. apríl 1989 Eg vil með örfáum orðum minn- ast hins bjarta, prúða og hlýlega unglings, sem dvaldi á heimili mínu um nokkurra ára skeið, en er nú horfín frá okkur langt um aldur fram. Ásdís Þorgilsdóttir, þessi bjart- leita stúlka, var sá efniviður sem ávallt hélt vöku sinni, var fylgin sér og einörð við þau viðfangsefni sem hún tók að sér. Hún var mjög vel fær, sérstaklega heiðarleg og orð- heldin og tryggur vinur vina sinna. Það er bjart yfir minningu minni um Dísu eins og við kölluðum hana. Hún var góð mínum bömum sem era mun yngri en hún og hefur æ síðan fylgst með þeim og viljað veg þeirra sem bestan. Ásdís er af þekktum bændaætt- um komin, faðir hennar úr Rangár- þingi en móðir hennar úr Húna- þingi. Ég átti því láni að fagna að dvelja á heimili foreldra hennar stuttan tíma er ég var unglingur. Þar var gnægð góðra bóka á þess tíma mælikvarða og þótt Ásdís gengi ekki langskólaleiðina var hún alltaf áhugasöm og opin fyrir því að afla sér þekkingar enda ber starfsferill hennar hjá þekktum fyr- irtækjum þess gleggstan vott. Ég, böm mín og eiginmaður kveðjum Dísu með söknuði og þökk. Vottum eiginmanni hennar, Steini Magnússyni, og syni hennar, Steini Kára Steinssyni, innilega samúð. Gyða Þorsteinsdóttir Lokað Vegna jarðarfarar HÁKONAR BJARNASONAR, fyrrver- andi skógræktarstjóra, verða skrifstofur Skógræktar ríkisins og Skógræktarfélags íslands, Ránargötu 18, lokaðar föstudaginn 28. apríl frá kl. 9-13. an þurfti að sameinast um eitthvað sem gera þurfti. Nú sakna margir vinar í stað og skarð er fyrir skildi. Deyr fé, deyja frændr, deyr sjalfr it sama; en orðstírr deyr aldregi, hveim er sér góðan getr. Elsku Sigurlína og böm, megi minningin um elskulegan eigin- mann og föður verða ykkur til styrktar í þeirri þungbæra sorg, sem þið nú megið þola. Guð blessi ykkur og minningu hans. H.G. þessi góða og mikilhæfa kona var dáð og virt af öllum sem hana þekktu. Við systurnar áttum margar minnisstæðar samverastundir sam- an. Minnisstæðast er mér þó ferða- lag sem farið var austur um alla fírði með þeim hjónum, og mörg spilakvöld hjá þeim í Hraunbænum. Við systkinin viljum öll þakka þessari góðu og mikilhæfu konu allt sem hún hefur lagt á sig, sem elsta systirin, okkar vegna. Síðastliðin 3 ár hefur hún legið á Borgarspítalanum bæði vegna meiðsla og öldranar, nú hefur hún hlotið hvíld og senn líður að ævi- kvöldi okkar hinna systkinanna sem öll eram orðin háöldrað, yngsta verður 70 ára í haust. Ég vil þakka öllu starfsfólki og læknum á Borgarspítalanum alla þá hjúkran og umönnun sem henni var veitt þessi síðustu ár. Við systkinin vottum börnum hennar og fjölskyldum þeirra samúð okkar og óskum þess að hinn eilífi guð lýsi henni á þeirri leið sem hún hefur nú lagt út á. Blessuð sé minniiíg hennar. Ingibjörg Jóhannsdóttir Lína féll niður í afmæliskveðju Leós Löve til Odds Ólafssonar á Reykjalundi, í blaðinu á miðvikudag, féll niður ein lína í málsgrein. Því til Ieiðréttingar er málsgreinin birt hér. Hún átti að vera á þessa leið: Það er ekki skrýtið þótt allir þeir sem starfa með Oddi Ólafssyni hrífist með og virði þennan dóttur- son og nafna mannsins sem hvað mestan þátt átti í að Slysavamafé- lagið var stofnað, en átti síðar sjálf- ur mikinn þátt í stofnun og vel- gengni SÍBS og var framkvöðull að stofnun Öryrkjabandalagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.