Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUÐAG.UR 28. ABRÍL 1989 19 Dagheimili Morgunblaðið/ KG RE Y_KJ AlVJK_ "fossvogsIT \dalur KÓPAVOGSDALUR ! UTIVISTARSVÆÐI I KOPAVOGSDAL A\ \' \ j\\ — -J r I •• BæíísÆÍ c . Bækistöö garöyrkju • .■óg yinnuskóla Kópavogö Æfingasvæði BREIÐABUKS , ^V’kOPAVQGSVOLLIJI ^ Tennis- blakvellir ''Minni / æfingavelljr. \Kyg.jn(;l.).\ð Ki, fyri skólagörðum og smíðavelli í grend við dagheimilislóð. í tillögu að íþróttasvæði Breiðabliks er með- al annars gert ráð fyrir gervigra- svelli, tveimur stórum æfingarvöll- um auk valla fyrir tennis, blak og körfubolta. Þar verður einnig fé- lagsheimili U.B.K ásamt íþróttahúsi og skólahúsi í tengslum við fyrir- hugaðan grunnskóla. Vísa yfirlýsingnm borgar- stjóra algerlega á bug - segir Heimir Pálsson forseti bæjarstjórnar Kópavogs „ÉG lít á það sem mistök hjá borg- arstjóranum að setja firam svona marklausar yfirlýsingar og vísa þeim algerlega á bug. Ég tel þær einungis sýna hvað hann hefur af fáum rökum að taka í þessu efiii, og fróðlegt væri að vita hvort það er afstaða meirihluta borgar- stjómar Reylqavíkur að ekki. séu til önnur svör í þessu máli,“ segir Heimir Pálsson forseti bæjar- stjóraar Kópavogs um þau um- mæli Davíðs Oddssonar borgar- stjóra að ef Kópavogur ætli ein- hliða að slíta samningi um lagn- ingu Fossvogsbrautar þá verði allir samningar sem Reykjavíkur- borg hefiir gert við Kópavog tekn- ir til skoðunar. Heimir sagði að varðandi samn- inga Reykjavíkurborgar og Kópa- vogs um heitt og kalt vatn, rafmagn og slökkvilið, þá væri um að ræða þjónustu sem Kópavogur hafi greitt fyrir fullu verði. „Það sem kátlegast er í þessari upptalningu borgarstjór- ans er að við eigum okkar hlut í Hitaveitunni, og hann er því ekki að tala um einkaeign sína. Ég lít því á það sem mistök af hans hálfu að leyfa sér að slengja svona framan í fólk. Varðandi það að borgin hafi borgað fyrir það land sem þurfi und- ir Fossvogsbrautina þá er það ein af þeim rangfærslum sem menn leyfa sér í þessu sambandi, því í samningn- um frá 1973 stendur efnislega að þegar brautin hefur verið lögð þá afhendi Kópavogur Reykjavík kvaða- laust og án endurgjalds það land sem verði Reykjavíkurmegin við brautina. Það sem ég ímynda mér að villi um fyrir borgarstjóranum í þessu sam- bandi er að samhliða samningnum um Fossvogsbrautina áttu sér stað makaskipti á landi úr Fífuhvamms- landi og því landi sem nú er undir Smiðjuhverfinu í Kópavogi. Þetta er eina landið úr Kópavogi sem Reykjavíkurborg hefur greitt fyrir, og það hefur alla tíð verið túlkun Kópavogskaupstaðar að það komi Fossvogsbraut ekkert við. Meginatriði þessa máls er að það samkomulag var gert á sínum tíma um lagningu Fossvogsbrautar var gert miðað við allt aðrar aðstæður en nú eru til staðar, og vegna þeirra breyttu aðstæðna og jafnframt þess að ekkert hefur verið gert í þessu máli svo sem til stóð í upphafi, þá teljum við augljóst að þetta sam- komulag er ekki í gildi lengur. Við erum því ekki að lýsa yfir riftun á samkomulagi sem frá okkar bæjar- dyrum séð væri gilt, heldur lýsum við því einungis yfir að við teljum það ekki í gildi. Við sáum ástæðu til þess að birta þessa yfirlýsingu okkar til þess að enginn þurfi að velkjast í neinum vafa um hvað við eigum við þegar við ítrekum fyrri samþykktir okkar um að þarna skuli verða útivistarsvæði. Davíð Oddsson hefur vitað það mjög lengi hver af- staða allrar bæjarstjómar í Kópavogi er til þessa máls, og hann hefur al- veg neitað að ræða um Fossvogs- dalinn sem útivistarsvæði," sagði Heimir Pálsson. Olíuviðskipti við Sovétmenn: Abyrgðum Alþýðu- bankans hafiiað SOVÉTMENN hafa neitað að taka gildar ábyrgðir sem Alþýðubankinn hefur veitt Olís vegna hlutdeildar fyrirtækisins í þremur olíuförmum sem komið hafa hingað á undanförnum vikum. Sovétmenn vilja aðeins taka gildar ábyrgðir frá Landsbanka, Útvegsbanka, Búnaðarbanka eða Seðlabanka og hóta að öðrum kosti að lesta ekki skip með olíu hing- að. Að sögn Jóns Ogmunds Þormóðssoriar, skrifstofustjóra í viðskipta- ráðuneytinu, er tryggt að einn þessara banka veiti ábyrgðir vegna næsta farms taki Sovétmenn ekki til greina umsóknir frá Alþýðubank- anum um að öðlast viðurkenningu í viðskiptum landanna. Jón Ögmund- ur vildi ekki upplýsa hvaða banka væri að ræða en sagði niðurstöðu væntanlega fyrir 5. maí. Olíuviðskiptin eru ákveðin í fimm ára viðskiptasamningum landanna. Núverandi samningur gildir til loka 1990 og hefst endurskoðun hans um mitt næsta ár, að sögn Jóns Ög- munds. Samningurinn tekur til bensíns, gasolíu og svartoliu en magnið, sem keypt er, ákvarðast í árlegum viðræðum viðskiptaráðu- neytisins og sovéska rikisolíufélags- ins. Viðskiptaráðuneytið framselur samninginn til olíufélaganna þriggja sem skipta innflutningi á milli sín í samræmi við markaðshlutdeild. Að sögn Jóns Ögmunds hafa Olís og Skeljungur hvort um sig 25-30% við- skiptanna en Olíufélagið stærsta hlutann. í samningnum er gert ráð fyrir að tíu dögum fyrir lestun farms hafi verið lagðar fram tryggingar fyrir greiðslu fyrir milligöngu ein- hvers hinna viðurkenndu banka. Jón Ögmundur sagði að eftir að Lands- bankinn lokaði fyrir ábyrgðir til Olís hefðu Sovétmenn ekki hreyft mót- mælum fyrr en eftir að tveir farmar voru komnir hingað til lands og höfðu verið greiddir á gjalddögum. Síðan hefðu borist skeyti frá ríkisolíufélag- inu þar sem þess var krafist að farið yrði að samningi þjóðanna í einu og öllu og því hótað að lesta ella ekki fleiri skip. Jón Ögmundur sagði að þegar væri fenginn banki til að taka við hlutverki Alþýðubankans, neituðu Sovétmenn áfram að taka ábyrgðir hans gildar, en vildi ekki uplýsa um hvaða stofnun væri þar að ræða. Fréttin, sem birtist í Aftonbladet. „Það díoxín, sem finnst hér við land, má sennilega helzt skrifa á reikning Bandaríkjamanna og Evrópu- manna, en það er erfitt að segja hvorum má eigna það frekar,“ sagði Daníel. Hann sagði að Hollustu- vemd hefði samskipti við sambæri- legar stofnanir á Norðurlöndum, sem hefðu samband ef alvarleg at- vik kæmu upp hvað mengun eða eiturefnamælingar varðaði. Ekkert hefði heyrzt frá Svíþjóð varðandi díoxínmengun í lýsi og það benti til að Svíar kipptu sér ekki sérstak- lega upp við þessar fregnir. Frá fréttaritara Morgunblaðsins í Stokkhólmi bárust einnig þær frétt- ir, að sænskir fjölmiðlar hefðu ekki fjallað um málið í gær. Ein orsök selafársins Guðjón Atli Auðunsson, sérfræð- ingur hjá Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins, segir að díoxín sé þriðja eitraðasta efni, sem þekkt sé í heim- inum. Það geti valdið krabbameini, lifrarskemmdum, húðsjúkdómum, fósturskemmdum og haft áhrif á miðtaugakerfið. Efnið sé fítuleysið og safnist því einkum í fítuvefí, til dæmis í þorsklifur og í kjöt feitra físka, til dæmis lax og lúðu, sem safna fítunni ekki fyrir í lifur. „Mæl- ingar eru hins vegar ekki svo langt komnar að menn geti almennilega gert sér grein fyrir þessu,“ sagði Guðjón. „Hver mæling er flókin, þar sem díoxín er samsett úr 210 efnum, og hún kostar upp undir 100.000 íslenzkar krónur. Það er ekki nógu mikið vitað um magn- dreifingu á þessum efnum og alls ekki hvað varðar dreifingu milli ákveðinna fisktegunda. Að mæla díoxínmagn í sjó er gersamlega ómögulegt. Efnið safnast fyrir í fiskafitu og er þar um 21.000- 26.000 sinnum meira en í sjónum í kring.“ Guðjón tók fram að mæl- ingar á díoxíni væru eina lengst komnar við háskólann í Umeá og stjórnandi þeirra, Kristofer Rappe, væri einn virtasti vísindamaður á sínu sviði í heiminum. „ Að sögn Guðjóns er díoxín talið geta veikt ónæmiskerfið, og sé því díoxínmengun ein orsök þess, að fjöidi sela í Norðursjó og við Nor- egsstrendur veiktist af vírusum síðastliðið sumar. „Díoxín er aðeins framleitt af manna völdum, en aldr- ei af ásettu ráði,“ sagði Guðjón. „Það er þriðja eitraðasta efni, sem menn þekkja, og það hefur meðal annars valdið mikilli hræðslu við efnið í Svíþjóð.“ Umdeilt hvað rnikið er hættulegt Guðjón sagði að það væri mjög umdeilt meðal vísindamanna hversu mikið af efninu væri hættulaust að innbyrða. Algengt væri að setja markið við 25 PPT af efninu í matvælum (25 píkógrömm í grammi), en mælingar sýndu að í íslenzka lýsinu væru um 6 PPT. Tilraunir hefðu verið gerðar með efnið á ýmsum dýrum og þau brygð- ust afar mismunandi við. í Svíþjóð hefðu hættumörkin verið sett lágt, og það hefði einnig verið gert í Danmörku, Hollandi og Kanada. Miðað væri við að ekki væru tekin inn meira en fimm píkógrömm á hvert kíló líkamsþunga manns á dag. Sem fyrr segir er efnið fitu- leysið, og er því í ýmsum matvælum sem innihalda fitu. Með móðurmjólk fá ungabörn til dæmis tuttugu sinn- um meira díoxínmagn á dag en Svíar telja æskilegt fyrir fullorðna, en kostir mjólkurinnar fyrir börnin á meðan þau vaxa sem hraðast, eru þó taldir vega upp áhrif díoxíns- magnsins. Hefur klórað vatn áhrif? Guðjón sagði að það væri sér- kennilegt, að miðað við tölurnar frá Umeá-háskóla væri díoxínmagn hér við land um helmingi minna en í Eystrasalti, en 5-10 sinnum minna væri hins vegar af eiturefnunum PCB og DDT, sem ætla mætti að dreifðust á svipaðan hátt og díoxín. „Þetta virðist benda til þess, að efnið berist ekki eingöngu utan úr heimi. Ég hef sett fram þá tilgátu, að hugsanleg orsök geti verið sú, að mikið er notað í fiskiðnaði af vatni, sem hefur verið sótthreinsað með klór. Við notum um sex tonn af vatni á hvert tonn af fiski. Ein meginuppspretta díoxíns er, auk sorpbrennslu, klórmeðhöndlun pappírs, sem er lífrænt efni. í físk- vinnslunni er líka verið að með- höndla lífrænt efni með klór,“ sagði Guðjón. „Klórið fer síðan út í hafið, þar sem getur haft áhrif á lífræn efni. Ég árétta þó að þetta er að- eins tiigáta." Ósáttir við að sérstaklega skuli ráðizt að íslendingum Haukur Már Stefánsson, verk- smiðjustjóri Lýsis hf., segir að sér þyki leitt, að þetta mál hafi komið upp, þar sem unnið hafi verið að því í samvinnu við ACO að losna við eiturefnið úr lýsinu með því að sía það í gegn um viðarkol. Tilraun- ir í þá átt hafi borið góðan árang- ur, og því verði hægt að selja íslenzkt lýsi sem tandurhreina afurð von bráðar. „Við erum ósáttir við að sérstaklega skuli vera ráðizt á okkur, vegna þess að díoxín er að finna í einhveijum mæli í mjög mörgum matvælategundum,“ sagði Haukur. „Það er til dæmis meira í mjólkurvörum, rauðsprettu og fleiri feitum vörum. Svo er það auðvrtað í til dæmis norsku lýsi, en í frétt Aftonbladet er eingöngu fjallað um íslenzkt lýsi.“ Haukur sagði að fjölmargir lýsis- neytendur hefðu hringt til Lýsis hf. vegna fregna um díoxín í lýsi. „Efn- ið er í mjög litlum mæli í lýsinu, og við höfum beint því til fólks að það eigi alls ekki að stofna heils- unni í hættu með því að hætta að taka lýsi, því að holl áhrif þess eru margsönnuð,“ sagði Haukur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.