Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 43
£PGÍ MQIQAJHMUOHOM
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 28. APRlL 1989
43
HANDKNATTLEIKUR
Forráðamenn Bidasoa gengu
aðóskum Sigurðar og Affreðs
„Tilboð félagsins er áhugavert, en óvíst hvort ég faril,,
segir Sigurður. Alfreð skoðar aðstæður í Frakklandi
Sigurður Gunnarsson
Aifreð Gíslason
BIDASOA, spænska fyrstu
deildar liðið í Irun, tilkynnti
landsliðsmönnunum Sigurði
Gunnarssyni og Alfreð Gísla-
syni, að það gengi að óskum
þeirra varðandi kjör og annað,
ef þeir vildu ganga til liðs við
félagið. „Tilboð félagsins er
áhugavert, en það er óvíst
hvort ég fari,“ sagði Sigurður
við Morgunblaðið í gærkvöldi.
Eins og kom fram hér í blaðinu
á þriðjudag hafa viðræður milli
leikmannanna og félagsins staðið
yfír að undanfömu, en nú er boltinn
hjá landsliðsmönnunum. „Þetta er
gott lið á góðum stað, en við tökum
okkur tíma. Þegar ég kom heim
fyrir tæpum tveimur áram var ég
ákveðinn í að vera alkominn. Spum-
ingin núna er hvort ég nenni að
rífa mig upp á ný. Okkur líður vel
hér í Eyjum og Eyjamenn viija allt
fyrir okkur gera,“ sagði Sigurður.
Alfreð Gíslason var einnig
spenntur fyrir tilboði Bidasoa, en
hann er nú í Frakklandi að kanna
aðstæður hjá frönsku fyrstu deildar
liði, sem vill fá hann í sínar raðir.
Alfreð er væntanlegur til landsins
í dag, þannig að þeir félagar ákveða
væntanlega fljótlega hvar þeir gera
næsta vetur.
ÍÞRÚmR
FOLK
■ KANADA vann Sviþjóð 5:3 í
úrslitakeppni heimsmeistaramóts-
ins í íshokkí í gærkvöldi. 14.000
Svíar hvöttu sína menn dyggilega
í Stokkhólmi,„en við vorum fastir
fyrir, lékum skynsamlega og
nýttum færin,“ sagði Dan
Maloney, aðstoðarþjálfari Kanada.
„Við vorum betri, en lánið lék ekki
við okkur. Nú stefnir í að Kanada
eða Sovétrikin verði heimsmeistar-
ar,“ sagði Tommy Sandlin, þjálf-
ari Svía. Sovétmenn unnu Tékka
1:0, en allir leika við alla.
B VALSMENN tryggðu sér 5.
sætið í Reykjavíkurmótinu í knatt-
spymu í gærkvöldi með 4:2 sigri á
Leikni.
■ LANDSLW stúlkna í blaki,
skipað leikmönnum 18 ára og yngri
mætir liði Lúxemborgar í þremur
landsleikjum hér á landi um helg-
ina. Fyrsta viðureignin verður í
kvöld í íþróttahúsi Hagaskóla kl.
21. Liðin mætast aftur á morgun á
sama stað kl. 14 og síðan í Digra-
nesi á sunnudag kl. 14.
I SAMHLIÐA S VIG Ármanns
fer fram í Bláfjöllum á morgun
og hefst keppni klukkan 13. Mótið
fer nú fram í þriðja sinn. Besta
skíðafólk landsins hefur sýnt þessu
móti mikinn áhuga og hefur þátt-
taka verið góð, en allir, sem em
15 ára og eldri, geta tekið þátt.
Skráning stendur yfír, en í dag kl.
20.30 verður fundur með keppend-
um. Þar fer fram útdráttur, af-
hending númera, farið verður yfir
reglur og dagskrá kynnt.
■ STUKUKVÖLD knatt-
s_pymudeildar KR verður haldið í
Arsal Hótel Sögu n.k. miðvikudags-
kvöld, 3. maí, og verður salurinn
opnaður kl. 19.30. Dagskrá, sem
hefst með borðhaldi, verður fjöl-
breytt, en miðafjöldi er takmarkað-
ur. Nánari upplýsingar er að fá hjá
framkvæmdastjóra deildarinnar í
KR-heimilinu.
ísl. - Danmörk
90 : 76
Norðurlandamótið í körfuknattleik,
iþróttahúsið i Keflavík, fimmtudaginn
27. aprfl 1989.
Gangur leiksins: 2:0, 9:10, 13:10,
24:18, 28:23, 35:28, 40:37, 48:40,
53:46, 57:46, 57:53, 61:57, 69:59,
80:68, 86:74, 90:76.
Stig íslands: Teitur Örlygsson 20,
Guðni Guðnason 17, Jón Kr. Gíslason
16, Guðjón Skúlason 13, Magnús Guð-
finnsson 11, Guðmundur Bragason 6,
Valur Ingimundarson 3 og Tómas Hol-
ton 2 stig.
Stig Danmerkur: Henrik Norre Niels-
en 22, Steen P Sörensen 17, Steffen
Reinholt 13, Brian Knudsen 9, Joachim
Jerichow 7, Ole Stampe 3, Henrik
Nerup 2, Flemming Danielsen 2 og
Jens Peter Olsen 1 stig.
Áhorfendur: 512.
KÖRFUKNATTLEIKUR / NORÐURLANDAMÓTIÐ
„I sjöunda himni“
- sagði Néméth
landsliðsþjálfari
eftir öruggan sig-
urá Dönum
ÍSLENDINGAR gerðu sér lítið
fyrir og unnu öruggan sigur á
Dönum í Keflavík í gærkvöldi
90:76 - og kom sá sigur ekki á -
óvart eftir góða frammistöðu í
leiknum gegn Finnum kvöldið
áður. „Ég er í sjöunda himni
meö þessi úrslit, strákarnir
léku mjög vel, bæði í sókn og
vörn og náðu að útfæra sérlega
vel þau leikkerfi sem við höfum
verið að æfa að undanförnu,"
sagði Lázsló Néméth lands-
liðsþjálfari eftir leikinn.
skrifarfrá
Keflavík
Islenska liðið náði fljótlega foryst-
unni í leiknum og það var greini-
legt á leik okkar manna að þeir
voru komnir til að sigra. Jón Kr.
Gíslason, Guðjón
Bjöm Skúlason og Teitur
Blöndal Örlygsson áttu
glimrandi leik í fyrri
hálfleik og réðu
Danimir lítið við þá félaga. Danim-
ir mættu ákveðnir til leiks í síðari
hálfleik og náðu að minnka muninn
í 4 stig 57:53 og 61:57, en nær
komust þeir ekki og.undir lokin var
aðeins spurning um hve stór sigur
íslenska liðsins yrði. í síðari háfleik
bar mest á þeim Guðna Guðnasyni,
Magnúsi Guðfinnssyni og Teiti Örl-
ygssyni.
Henrik Norre Nielsen var besti
leikmaðurinn í danska liðinu, hann
skoraði 22 stig í leiknum og þar
af sex 3ja stiga körfur. Danimir
reyndu allt hvað þeir gátu til að
nýta sér hæðarmuninn á liðunum,
en þrátt fyrir að þeir væm flestir
höfðinu hærri þá dugði það ekki til
að þessu sinni.
ísland- Finnland.....;.............63:71
Danmörk - Noregur..................65:85
Svíþjóð- Danmörk..................103:77
Finnland- Noregur..................75:73
ísland - Danmörk...................90:76
16 stoðsendingar Jóns!
Jón Kr. Gíslason átti flestar stoð-
sendingar í íslenska liðinu í
gærkvöldi, hvorki fleiri né færri en
16. Magnús Guðfínnsson var með
11 vamarfráköst. Teitur Örlygsson
skoraði Qórar 3ja stiga körfur, Jón
Kr. Gíslason tvær og Guðjón Skúla-
son eina. Þeir Jón Kr. Gíslason og
Magnús Guðfinnsson léku flestar
leikmínútur, 34 hvor, Guðni Guðna-
son var 27 mínútur inni á og þeir
Guðmundur Bragson og Guðjón
Skúlason vora inni á í 26 mínútur
hvor.
ínéniR
FOLK
■ SIGUR Finna á Norðmönn-
um í gær hékk á bláþræði. Norð-
menn höfðu ömgga forystu þegar
skammt var til leiksloka, en Finnar
mörðu tveggja stiga sigur á síðustu
sekúndunum, 75:73.
B SVIAR sigmðu hins vegar
Dani mjög örugglega, 103,77.
B DANIR léku tvívegis í gær,
fyrst gegn Svíum kl. 14.00 og síðan
Sgn Islendingum kl. 20.00.
Hákon Austefjord frá Nor-
egi er stigahæsti maður mótsins
með 50 stig eftir 2 leiki. Tveir
Danir koma næstir, Flemming
Danielsson með 43 stig eftir 3 leiki
og Henry Nielsen með 40.
B Steffen Reinholt frá Dan-
mörku hefur tekið flest fráköst á
mótinu til þessa, 24, Flemming
Danielsson 20 og Magnús Guð-
finnsson 19. Danimir tveir hafa
lokið þremur leikjum en Magnús
tveimur. Steen P. Sörensen, Dan-
mörku, hefur einnig tekið 19 frá-
köst - í 3 leikjum.
B Torbjöm Gehrke frá Svíþjóð
er með bestu nýtinguna í þriggja
stiga skotum - hefur skorað úr 5
af 7 skotum, í einum leik. Flemm-
ing Danielsson frá Danmörku
hefur tekið 9 þriggja stiga skot og
skorað úr 6 og Teitur Orlygsson
hefur skorað 5 þriggja stiga körfur
í 10 tilraunum.
Morgunblaðiö/Einar Falur
Guðni Guðnason lék vel gegn Dönum í gærkvöldi. Hér er hann í skotstöði
— tveir Danir ná ekki að stöðva hann.
HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR SAMTALS
Lelkir u 1 T Mörk u T Mörk Mörk Stig
Finnland 2 1 0 0 75:73 1 O 0 71:63 146:136 4
Noregur 2 0 0 0 0:0 1 0 1 158:140 158:140 2
Sviþjóö 1 1 0 0 103:77 0 0 0 0:0 103:77 2
ísland 2 1 0 1 153:147 0 0 0 0:0 153:147 2
Danmörk 3 0 0 1 65:85 0 0 2 153:193 218:278 0
NMídag
Þrír leikir em á dagskrá Norð-
urlandamótsins í körfuknatt-
leik í dag. Svíar og Norðmenn
mætast kl. 14.00 í Keflavík,
kl. 18.00 eigast síðan við
Finnar og Danir í Grindavík,
og í Njarðvík mætast íslend-
ingar og Svíar. Viðureign
þeirra hefst kl. 20.00.