Morgunblaðið - 28.04.1989, Síða 28

Morgunblaðið - 28.04.1989, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1989 ATVINNUAUGÍ YSINGAR Garðabær Blaðburðarfólk vantar í Bæjargil. Upplýsingar í síma 656146. Fóstrur Deildarfóstrur Erum að opna nýtt foreldrarekið barnaheimili í Hafnarfirði og vantar deildarfóstrur. Góð laun. Upplýsingar veitir forstöðukona í síma 652676. Skrifstofustjóri Einn viðskiptavina okkar úti á landi vill ráða skrifstofustjóra. Fyrirtækið fæst við útgerð, fiskvinnslu og verslun. Starfið felst í al- mennri umsjón bókhalds og fjármála, ásamt áætlanagerð o.þ.h. Góðir möguleikar fyrir réttan aðila. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 5. maí nk. Bókun sf. - endurskoðunarskrifstofa, Hamraborg 1 - 200 Kópavogi, Guðmundur Jóelsson, löggiltur endurskoðandi. Grindavík Blaðbera vantar í eitt hverfi 1. maí. Einnig til sumarafleysinga 1. júní. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 68207. Ólafsvík Umboðsmann vantar til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið. Upplýsingar í síma 91-83033. p|isrri0miMal>il> Vélamenn Vantar strax tvo vana vélamenn á traktors- gröfu og beltagröfu. Upplýsingar á skrifstofutíma. Dalverk sf., Bíldshöfða 16, sími 685242. Vefnaðarvöruverslun Fastan starfsmann vantar í vefnaðarvöru- verslun í Hafnarfirði í hálfs dags starf eftir hádegi. Upplýsingar í síma 686355. Leikskóli Vopnafjarðar auglýsir eftir fóstru til að veita forstöðu leik- skóla. Upplýsingar gefur sveitarstjóri í síma 97-31210. < rrn Hjúkrunarfræðingar Elli- og sjúkradeild Hornbrekku, Ólafsfirði, auglýsir eftir hjúkrunarforstjóra. Starfið er laust frá 15. maí nk. í óákveðinn tíma vegna forfalla. Allar upplýsingar varðandi starfið svo og um húsnæði og þess háttar gefur forstöðumað- ur í síma 96-62480 eða formaður stjórnar í síma 96-62151. KENNSLA Frá grunnskólum W Garðabæjar Innritun 6 ára barna (fædd 1983) í skólana í Garðabæ fer fram dagana 27., 28. apríl og 2. maí. Hofstaðaskóli sími 41103, börn sem eiga heima í Lundahverfi (neðan Karlabrautar), Hrísmóum, Kjarrmóum, Lyngmóum, Brekku- byggð og Hlíðabyggð. Foreldrar mæti með börn í vorskóla 19. maí kl. 10.00. Flataskóli sími 42756 eða 42656, börn sem eiga heima annars staðar í Garðabæ. Foreldr- ar mæti með börn í vorskóla 17. maí kl. 10.00. Það er mjög áríðandi að foreldrar láti innrita börnin á þessum tilgreinda tíma eigi þau að stunda forskólanám næsta vetur. Skólafulltrúi. FUNDIR - MANNFAGNAÐIR Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar Fundarboð Miðvikudaginn 3. maí verður haldinn almenn- urfundurtil að endurvekja Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar, en starfsemi þess hefur legið niðri í nokkur ár. Fundurinn verður haldinn í veitingahúsinu Gafl-lnn og hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Samþykkt endurskoðaðra laga. 2. Kosning stjórnar. 3. Ákvörðun félagsgjalds og styrktarfélags- gjalds. 4. Kosnincj fulltrúa á aðalfund Krabbameins- félags Islands. 5. Önnur mál. Drög að endurskoðuðum lögum liggja frammi í Hafnarfjarðarapóteki við Strandgötu til afhendingar þeim, sem óska að kynna sér þau fyrir fundinn. Allir Hafnfirðingar velkomnir. Undirbúningsnefndin. DA UGL YSINGAR HLAÐVARPINN 'Vésturgötu 3 Rauðsokkahreyfingin á íslandi Helga Sigurjónsdóttir fjallar um upphaf, þró- un og endalok rauðsokkahreyfingarinnar í laugardagskaffi Hlaðvarpans 29. apríl kl. 11.00 f.h. Landeigendafélag Sléttu- og Grunnavíkurhrepps heldur aðalfund sinn laugardaginn 29. apríl kl. 14.00 í Fóstbræðraheimilinu, Langholts- vegi 109-111, Reykjavík. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf. Félagsmenn eru hvattirtil að sækja fundinn. Stjórnin. HÚSNÆÐI í BOÐI Til leigu frá 1. júlí nk., skrifstofuhúsnæði á 5. hæð (lyfta) í húsinu Klapparstíg 25-27. Húsnæðið sem er 350 fm gæti leigst í tvennu lagi, 160 fm og 190 fm. Upplýsingar í síma 79400 á vinnutíma en á kvöldin í síma 10862. Skrifstofuhúsnæði til leigu Til leigu 130 fm skrifstofuhúsnæði á 2. hæð á Reykjavíkurvegi 66. Upplýsingar veitir Þorleifur Sigurðsson í síma 51515. Sparísjódur Hafnarl^jardar TILBOÐ - ÚTBOÐ Tilboð óskast í vélbátinn Þverfell ÓF 17 1239 í því ástandi sem hann er í eftir að hafa sokkið og síðan verið bjargað á land. Hægt er að skoða bátinn þar sem hann stendur á skipastæði Daníels Þorsteinssonar & Co. hf., við Bakkastíg í Reykjavík. Tilboð sendist Vélbátatryggingu Eyjafjarðar, Geislagötu 12, Akureyri, eða Samábyrgð ís- lands, Lágmúla 9, Reykjavík, fyrir 8. maí nk. Fram skal tekið að „kvóti“ fylgir ekki með væntanlegri sölu. Samábyrgð íslands. TILKYNNINGAR Orðsending frá Verkamannafé- laginu Dagsbrún Aðalfundur Dagsbrúnar verður haldinn 10. maí nk. Reikningar félagsins vegna ársins 1988 liggja frammi á skrifstofunni, Lindar- götu 9. Stjórn Dagsbrúnar. Almennt kennaranám til B.ED. - prófs Umsóknarfrestur um þriggja ára almennt kennaranám við Kennaraháskóla íslands er til 5. júní. Umsókn skal fylgja staðfest afrit af prófskír- teinum. Umsækjendur komi til viðtals dagana 8. - 14. júní, þar sem þeim verður gefinn kostur á að gera grein fyrir umsókn sinni. Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða önnur próf við lok framhaldsskólastigs svo og náms- og starfsreynsla sem tryggir jafngild- an undirbúning. Nánari upplýsingar ásamt umsóknareyðu- blöðum fást á skrifstofu skólans, Stakkahlíð, 105 Reykjavík, sími 91-688700. Rektor.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.