Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1989 JMroguiifyfafrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Staða sjávarútvegs Um stjóm fískveiða við ísland: Mótbárurnar gegn gjaldi fyrir veiðileyfi Iræðu þeirri, sem Jón Ingv- arsson, stjómarformaður Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, flutti á aðalfundi samtakanna, sem hófst í gær, lýsti hann þeirri skoðun, að sl. ár hefði verið eitt hið erfíðasta, sem hraðfrystiiðnað- urinn hefði þurft að búa við varð- andi afkomu. Eigið fé velflestra fískvinnslufyrirtækja væri uppur- ið. Löggiltir endurskoðendur, sem að undanfömu hefðu unnið að reikningsskilum fyrirtækja í þess- ari grein, fullyrtu, að staða fyrir- tækjanna væri sú versta, sem þeir hefðu séð og „fyöldi þeirra í reynd gjaldþrota". Enginn dregur í efa, að þetta er í meginatriðum rétt lýsing á stöðu fyrirtækja í sjávarútvegi. Menn greinir hins vegar á um það, hvemig bregðast eigi við þessum vanda. Sumir em þeirrar skoðunar, að vemleg gengislækk- un sé óumflýjanleg til þess að koma rekstri sjávarútvegsfyrir- tækja á réttan kjöl og þá megi verðhækkunaráhrif slíkrar geng- isbreytingar hvorki koma fram í hækkuðu kaupgjaldi né hækkaðri lánskjaravísitölu. Aðrir telja, að halda eigi við fastgengisstefnu og stuðla þannig að því, að beztu fyrirtækin í sjávarútvegi standi upp úr en hin verstu leggi upp laupana. Hver sem skoðun manna kann að vera á þessu er eftirtektarvert, að á því ári, sem stjórnarformaður SH lýsir með þessum hætti, em tvö í hópi stærstu sjávarútvegs- fyrirtækja landsmanna, Útgerðar- félag Akureyringa og Síldar- vinnslan á Neskaupstað, rekin með hagnaði. Hann er að vísu ekki mikill og þyrfti að vera margfalt meiri, en hagnaður er það samt. Útgerðarfélag Akur- eyringa skilaði 5,8 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Þrír af tog- umm fyrirtækisins vom reknir með hagnaði en aðrir þrír með tapi. Hins vegar varð 76 milljóna króna gróði á fiskvinnslu og þar af varð 55 milljóna króna gróði á rekstri hraðfrystihússins. Eigið fé þessa fyrirtækis var rúmlega hálf- ur milljarður um sl. áramót. Sfldarvinnslan á Neskaupstað skilaði 11 milljóna króna hagnaði á sl. ári, þrátt fyrir, að eiginflár- staða fyrirtækisins hafí verið nei- kvæð um 30 milljónir og fjár- magnskostnaður hafí numið um 200 milljónum króna. Fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins gefur m.a. þá skýringu á þessari af- komu, að loðnuveiðar hafí gengið vel og að fyrirtækið hafí farið gætilega í fjárfestingar. Hér em tvö dæmi um sjávarút- vegsfyrirtæki, annað með sterka eiginfjárstöðu, hitt með neikvæða eiginfjárstöðu, sem bæði em rekin með gróða, í einhverju versta ár- ferði, sem yfír sjávarútveginn hef- ur gengið að mati stjórnarfor- manns SH. Það virðist full ástæða til að menn skoði mjög rækilega rekstur þessara tveggja fyrir- tækja og kanni, hvort einhvem þann lærdóm er hægt að draga af rekstri þeirra, sem komið geti öðmm fyrirtækjum í þessari at- vinnugrein að góðum notum. Erfiðleikar Sambands- ins að fer ekki á milli mála, að Samband ísl. samvinnufélaga og raunar samvinnuhreyfíngin í heild eiga við svo mikla rekstrar- erfíðleika að etja, að áhyggjum hlýtur að valda, og ekki einungis hjá félagsmönnum samvinnufé- laganna, svo mikill þáttur er rekstur samvinnumanna í at- vinnulífi okkar. í viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær birtist viðtal við Guðjón B. Ólafsson, forsljóra SÍS, þar sem hann ræðir vandamál Sambands- ins og dótturfyrirtækja þess. í viðtali þessu segir hann m.a.: „Hreint út sagt held ég, að þurfi að kippa vísitölubindingu á öllum hlutum úr sambandi... Við skul- um aðeins hugleiða neikvæða raunvexti. Hvort er raunhæfara til lengri tíma að hafa neikvæða raunvexti eða að þurrka upp eigið fé í atvinnurekstri? Þetta er sam- hangandi. Um leið og sagt er, að það beri að tryggja jákvæða raun- vexti, þá verður að hugleiða af hveiju er að taka. Ef ekki auknum útflutningstekjum, ef ekki minnk- uðum launum, þá af eigin fé at- vinnurekstursins, ekki satt?“ Þessi sjónarmið forstjóra Sam- bands ísl. samvinnufélaga stand- ast ekki. Ef hann er með þessum orðum að gefa til kynna, að rekstrarvandamál samvinnu- hreyfíngarinnar verði ekki leyst nema með neikvæðum raunvöxt- um, felst i því uppgjöf. Það er ekkert vit í nokkrum atvinnu- rekstri, sem lifir ekki nema með neikvæðum raunvöxtum. í annan stað er fráleitt að líta svo á, að jákvæðir raunvextir jafngildi því, að eigið fé fyrirtækjanna verði þurrkað upp. Atvinnurekstur, sem byggður er upp með heilbrigðum hætti, getur auðvitað greitt já- kvæða raunvexti af lánsfé. Hitt er svo annað mál, að vandi íslenzkra fyrirtækja er m.a. fólg- inn í því, að þau eru að of litlu leyti rekin fyrir eigið fé og að of miklu leyti fyrir lánsfé. Það vandamál á sér langa sögu og á .,bvL.bgrf eftir Gylfa Þ. Gíslason I. Mótbárurnar, sem bomar hafa verið fram gegn gjaidi fyrir veiði- leyfí, eru fyrst og fremst fems kon- ar. í fyrsta lagi er því haldið fram, að með heimtu gjalds fyrir veiði- leyfí væm útvegsmenn og sjómenn sviptir hefðbundnum rétti til þess að stunda atvinnuveg sinn. í öðra lagi er talið, að með þessu móti yrði sjávarútvegurinn skattlagður umfram aðra atvinnuvegi. í þriðja lagi er sagt, að með þessu móti yrðu sérstakar byrðar lagðar á dreifbýli og efnt til varhugaverðrar byggðaröskunar. Og í fíórða lagi er sagt, að gjald fyrir veiðileyfi tíðkist hvergi. n. Þeir útvegsmenn og sjómenn, sem nú stunda sjávarútveg eða hafa gert það á undanfömum áram, eiga ekki að hafa neinn einkarétt á því að gera það áfram. í því væri fólgið misrétti gagnvart öðram þegnum þjóðfélagsins. Kvótakerfið, eins og það er nú framkvæmt, felur í sér misrétti. Það veitir þeim, sem bjuggu við vissar aðstæður á vissum tíma, fyrst og fremst þær, að eiga þá skip, réttindi umfram aðra, sem áhuga hafa á að stunda útgerð. Það er því einmitt núverandi kerfi, sem skapar óviðunandi misrétti milli þegnanna, einkum og sér í lagi, þegar það er haft í huga, að um er að ræða hagnýtingu á sameigin- legri eign allrar þjóðarinnar. Engin ákvæði í stjómskipun nokkurs ríkis, sem ég þekki, veita vissum stéttum eða einstaklingum einkarétt til þess að stunda þá at- vinnu, sem þeir eða forfeður þeirra hafa stundað. Bóndasonur á ekki rétt á því að stunda áfram búskap, þótt forfeður hans hafí búið á erfða- jörð hans öldum saman. Þjóðfélags- aðstæður geta gert það nauðsyn- legt, að búskap sé hætt á jörðinni. Ef svo er, vaknar spuming um, hvort samfélagið eigi að aðstoða unga manninn til þess að leita sér annarrar atvinnu. Enginn iðnaðar- maður á rétt á því að stunda óbreytt þau störf, sem hann lærði á náms- áram sínum, né með þeim tækjum, sem þá tíðkuðust. Sé ekki lengur þörf fyrir þau störf, verður hann að breyta til. Með sama hætti eiga þeir útvegsmenn, sem áttu skip á einhveiju ári eða árabili, engan einkarétt á því að halda áfram veið- um. Allir eiga rétt á því að hagnýta sameiginlegar auðlindir þjóðarinn- ar. Geti sú hagnýting ekki verið fijáls og ótakmörkuð, eins og al- mennt samkomulag er nú orðið um, að ekki megi eiga sér stað varðandi hagnýtingu fiskistofnanna, eiga sams konar takmörkunarreglur að gilda um alla, sem hug hafa á út- gerð, og allir þegnar landsins að fá sinn hluta af arði eða rentu þess- arar auðlindar. Hvoragt á sér stað undir núverandi kerfí. Aðili, sem áhuga hefur á áð stunda útgerð, á nú ekki kost á leyfí frá sjávarút- vegsráðuneytinu, hafí hann ekki átt skip. Hann getur ekki einu sinni keypt slíkt leyfí, nema hann eigi skip eða hafí átt skip. Og þeir, sem ekki stunda útgerð, fá enga hlut- deild í þeirri rentu, sem fiskistofn- amir auðvita skila af sér, af því að þeir, sem veiðileyfín fá, hljóta rentuna ókeypis. Því er oft haldið fram, að væri tekið að innheimta gjald fyrir veiði- leyfí, væri gert upp á milli t.d. út- vegsmanna og bænda. Hinir síðar- nefndu greiði ekkert gjald fyrir hagnýtingu jarðanna, sem séu ein af náttúraauðlindum landsins. En það er grandvallarmisskilningur, að bændur greiði ekki gjald, jarðrentu, fyrir hagnýtingu bújarða sinna. Bóndi, sem stundar búskap á jörð sinni, hefur annaðhvort keypt hana eða erft af einhveijum, sem keypti hana á sínum tíma. Það fjármagn, sem bundið er í kaupverði jarðarinn- ar, verður auðvitað að skila af sér arði, sem í aðalatriðum svarar til þess, sem fjármagnið gæti skilað af sér við aðra notkun. Sé jörðin góð bújörð, hefur kaupverð hennar væntanlega verið hærra en lélegrar bújarðar. Arðurinn verður þá að vera þeim mun hærri, sem því svar- ar. Mismunurinn á rót sína að rekja til umframgæða jarðarinnar. Hér er einmitt fólgin sönnunin fyrir því, að góð bújörð skilar af sér meiri arði, hærri jarðrentu, en lé- legri bújörð. Einhvem tíma hefur það komið fram í hærra kaupverði. Það hefur m.ö.o. verið greitt fyrir verðgildi auðlindarinnar, Iandgæð- in. Það sem villir mönnum sýn í þessu efni er annars vegar hversu langt er síðan í fyrsta sinn var greitt verð fyrir bújörð, og hins vegar, hversu langt er síðan lang- flestar jarðir urðu einkaeign. En fyrir þjóðjarðir er auðvitað greitt afgjald, misjafnlega hátt eftir því, hversu góð bújörð þjóðjörðin er, þótt slíkt afgjald sé hér af söguleg- um ástæðum óveralegt. Það er langt síðan land var fyrst keypt á íslandi. En sú var tíðin, við upphaf landnáms, að ekkert verð þurfti að greiða fyrir jarðnæði. Hins vegar vora því takmörk sett, hversu mikið land menn máttu helga sér. En fljótlega komust allar jarðir í einkaeign. Og eftir það gat enginn hafíð búskap án þess að kaupa sér jörð, sem síðan varð að skila ábú- andanum arði, jarðrentu, af kaup- verðinu. Þeir, sem stunduðu útgerð á ár- unum 1981-1983, era að engu leyti sambærilegir landnámsmönnunum. Þeir komu til sögu löngu eftir að fiskimiðin vora fullnumin og era mun fleiri en nauðsynlegt er til þess að fullnýta miðin. Ætti að hafa hliðsjón af landnámi, yrði að rekja útvegssöguna til baka til þess tíma, þegar ætla má, að miðin hafí skilað hámarksafrakstri. En það átti sér stað fyrir mörgum áratug- um. Úthlutun veiðiheimilda á grandvelli slíks sögulegs „land- námsréttar" væri gersamlega óframkvæmanleg. Aðstaðan í sjávarútvegi er ger- ólík þeirri, sem átt hefur sér stað og á sér stað í landbúnaði. Jarð- næði varð takmarkað á íslandi fyr- ir meir en þúsund áram. Á hinn bóginn varð ekki skortur á fiski í sjónum fyrr en á fyrstu áratugum þessarar aldar. Þangað til var eng- um verðmætum stefnt í hættu, þótt allir, sem vildu veiða fisk, veiddu eins og þá lysti. Þótt fiskveiðar hafi að skaðlausu mátt vera fijálsar og ókeypis í næstum þúsund ár eða þangað til í byijun þessarar aldar, færir það útvegsmönnum og sjó- mönnum nútímans engan rétt um- fram aðra þegna þjóðfélagsins. Ríkisvaldið hefur neyðst til þess að setja reglur, sem takmarka rétt manna til þess að sækja sjó. Þá er rétturinn orðinn verðmætur. Og þá verða þeir, sem fá hann, að greiða fyrir hann. Magntakmörkunin er „Þeir útvegsmenn og sjómenn, sem nú stunda sjávarútveg eða hafa gert það á undanföm- um ámm, eiga ekki að hafa neinn einkarétt á því að gera það áfiram. I því væri fólgið mis- rétti gagnvart öðmm þegnum þjóðfélagsins. Kvótakerfið, eins og það er nú fi*amkvæmt, felur í sér misrétti.“ nauðsypleg til þess að vemda stofn- ana. Greiðsla gjaldsins er nauðsyn- leg til þess að tryggja hagkvæma útgerð og til þess að skila þjóðar- heildinni rentunni af fiskistofnun- um. í raun og vera hefði átt að byija að greiða fyrir veiðiréttindi, þegar í ljós kom, að sóknin var orðin meiri en svaraði til hagkvæmustu sóknar. En fískihagfræðingar hafa sýnt fram á, að slík sókn er minni en svarar til hámarks varanlegrar sóknar frá fiskifræðilegu sjónar- miði. Þetta hefur líklega átt sér stað á íslandsmiðum á fyrstu ára- tugum aldarinnar. En þá var þekk- ing manna á fiskihagfræði enn svo takmörkuð, að menn gerðu sér þetta ekki ljóst. Þess vegna vora fijálsar fiskveiðar enn stundaðar í áratugi, til mikils tjóns fyrir þjóðar- búskapinn, eins og auðvelt er að sýna fram á. Það var fyrst, þegar fiskifræðingar höfðu fært rök fyrir því, að magntakmarkanir væra nauðsynlegar, og þær vora fram- kvæmdar, að fiskihagfræðingar tóku að rökstyðja hagkvæmni og réttlæti þess að láta gjald fyrir hin takmörkuðu veiðileyfi fylgja í stjórnkerfinu. En aðstæður í landbúnaði og sjávarútvegi era einnig gerólíkar að því leyti, að allar jarðir gátu á sínum tíma auðveldlega orðið eign einhvers. Það var auðvelt að greina eina jörð frá annarri. Nú era jarðir aðallega í einkaeign og skila eig- anda sínum rentu. Sumar jarðir era i eign ríkisins. Þá greiðir ábúandi samfélaginu afgjald, rentu. En fiskistofnar eða fiskimið geta ekki orðið einkaeign. Það er ekki hægt að einangra einn fískistofn frá öðr- um né ein fiskimið frá öðrum. Eign- arréttarreglur geta skilað eigendum jarða þeirri jarðrentu, sem þeir eiga rétt á, og gera það. En þær eiga ekki við í sjávarútvegi. Hins vegar er fiskur ekki aðeins veiddur í sjó, heldur einnig í ám og vötnum. Þar getur orðið um eignarrétt að ræða. Laxveiðiár era í einkaeign. Engum dettur í hug, að afnot þeirra eigi að vera frjáls og ókeypis. Gjald er auðvitað greitt fyrir veiðileyfí í lax- veiðiám. Eigandinn innheimtir það að sjálfsögðu. En eigandi fískimið- anna í sjónum, þjóðarheildin, fær ekkert greitt fyrir lögvemdaðan eignarrétt sinn að þeim. III. Næstalgengasta mótbáran gegn innheimtu gjalds fyrir veiðileyfí er sú, að með því sé verið að leggja sérstakan skatt á sjávarútveginn. Þessi mótbára hefur sótt sér nokk- um styrk í þá staðreynd, að ýmsir, sem gera sér þess skýra grein, að ókeypis hagnýting sjávarútvegsins á auðlindum hafsins færir honum óréttmæta aðstöðu, sem nauðsyn- legt er að hann greiði fyrir, hafa nefnt gjaldið auðlindaskatt. En orðið „auðlindaskattur" er rangnefni í þessu sambandi. Hér er alls ekki um „skatt“ að ræða í sama skilningi og þegar rætt er t.d. um „eignarskatt“, sem öllum er ætlað að greiða. Eignaskatturinn er gjald, sem lagt er á eignir, sem fara umfram visst mark, allar nán- ar skilgreindar eignir. Gjald fyrir afnot af fiskistofnunum er afgjald fyrir hagnýtingu verðmætrar sam- eignar, algerlega hliðstætt því gjaldi, sem allir, er hagnýta eignir annarra, verða að greiða fyrir þau afnot. Er það skattur á bónda, að hann verður að greiða afgjald fyrir jörðina, sem hann býr á? Er það skattur á húsbyggjanda, að hann verður að greiða eiganda skógar gjald fyrir timbrið, sem hann notar úr skóginum hans? Er það skattur á frystihús, að þau verða að greiða fyrir fiskinn, sem þau frysta? Er það skattur á neytanda, að hann verður að endurgreiða bakaranum mjölið, sem fór í brauðið? Era for- eldrar að leggja skatt á ungling, sem byijar að vinna utan heimilis, ef þeir láta hann greiða eitthvað til heimilisins, þótt þeir hafi ekki gert það áður? Ég álít, að notkun orðs- ins auðlindaskattur hafi verið og sé mjög óheppileg og torveldi við- leitni til þess að vinna því skilning, að gjald fyrir veiðileyfi er allt ann- ars eðlis en innheimta skatts. Notkun auðlindaskattshugtaks- ins hefur stundum verið skýrð eða réttlætt með því að benda á, að í raun og vera sé og hafí löngum verið innheimtur nokkurs konar skattur af sjávarútvegi á þann hátt, að gengi krónunnar hafi verið hald- ið lágu í skjóli þess, að afkoma útgerðarinnar hafi verið góð, þ.e. gengið verið miðað við það, að hag- ur sjávarútvegs stæði í járnum. Þannig hafí arður af sjávarútvegi verið færður til neytenda í mynd ódýrrar erlendrar vöra og þjónustu. Þegar því hefur verið haldið fram, að útgerðin skili þjóðarheildinni ekki arði eða rentu af fiskistofnun- um, hefur því verið svarað þannig, að það hafí hún einmitt gert og geri með því að stuðla að ódýrari innflutningi á vöra og þjónustu en ella hefði átt sér stað. Talsvert er til í þessum sjónar- miðum. Það er ómótmælanleg stað- reynd, að allar götur frá því að farið var að skrá íslenzku krónuna sem sjálfstæða gjaldeyriseiningu um miðjan þriðja áratuginn, hefur skráningin fyrst og fremst verið miðuð við það, að sjávarútvegurinn bæri sig og rétt það. Hitt er svo annað mál, hvort þessi skipan sé og hafi verið skynsamleg. Það á ekki hvað sízt við, þegar sjávarút- vegur er ekki lengur jafnyfírgnæf- andi þáttur í þjóðarbúskap íslend- inga og átti sér stað á fyrstu ára- tugum aldarinnar. Nú aflar þjóðin aðeins rúmlega helmings af gjald- eyristekjum sínum með útflutningi sjávarafurða. Útflutningur iðnaðar- vöra og ýmiss konar þjónustu hefur stórvaxið á undanförnum áratug- um. Þegar svo er komið er auðvitað fráleitt að haga gengisskráningu fyrst og fremst með hliðsjón af af- komu sjávarútvegsins. Geri hún kleift að skrá gengið hátt, þ.e. gengi erlends gjaldeyris lágt, er með því lögð byrði á aðrar útflutningsgrein- ar, innlendan iðnað og þjónustu- greinar, sem keppa við erlendar vörar og þjónustu, samtímis því sem neytendum og notendum erlendrar vöra og þjónustu er ívilnað. Það er því nauðsynlegt að hverfa algjör- MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1989 lega. frá slíkum sjónarmiðum við gengisskráningu. Hana á að miða við, að heildaijafnvægi í þjóðarbú- skapnum náist, að helztu útflutn- ingsgreinar sé hægt að reka með góðri afkomu og að sæmilegt jafn- vægi sé í utanríkisviðskiptum þjóð- arinnar, þegar yfir nokkum tíma er litið. Arðinum eða rentunni af fiskistofnunum á ekki að skila til þjóðarheildarinnar í handahófs- kenndri verðlækkun á erlendum neyzluvöram, hráefnum og þjón- ustu, heldur á grandvelli markviss mats á því, hvað líklegt sé, að rent- an nemi miklu og hvemig hag- kvæmast og réttlátast sé að dreifa henni til þjóðarheildarinnar. Enn er rétt að vekja athygli á, að það era engin rök fyrir því, að útgerð geti ekki greitt fyrir veiði- leyfi, að hún sé talin rekin með heildartapi. Sé svo, er ein veiga- mesta ástæðan eflaust sú, að flotinn er alltof stór og þá um leið alltof dýr í rekstri. Afkoma útgerðarfyrir- tækjanna er og 'mjög misjöfn, og þrátt fyrir neikvætt meðaltal getur útkoma margra verið mjög góð, þannig að kaup þeirra skipa á veiði- leyfum myndi einmitt stuðla að minnkun flotans og hagkvæmum rekstri hans í heild. Engu að síður má vera, að á einhveijum tíma sé afkoma sjávarútvegsins óeðlilega léleg. Það ber þá einfaldlega vitni um, að gengið er skráð of hátt, erlendur gjaldeyrir keyptur og seld- ur fyrir of fáar íslenzkar krónur. En slíkt bitnar þá ekki aðeins á útgerðinni, heldur einnig á öðram útflutnings- og samkeppnisgrein- um. Gengislækkun er þá nauðsyn- leg og skynsamleg. Og þá á auðvit- að að miða hana við þarfír útflutn- ings- og samkeppnisgreina í heild. Afkomu útgerðarinnar á þá að reikna eins og allra annarra út- flutnings- og samkeppnisgreina, þ.e. gera ráð fyrir því, að hún greiði fyrir öll aðföng sín, að með- töldum arði eða rentu af fiskistofn- unum, rétt eins og t.d. fískiðnaður- inn verður að reikna með kaupverði fisks sem kostnaðarlið hjá sér. Út- gerðin á ekki og má ekki vera eina atvinnugreinin, sem ekki reiknar sem kostnað öll þau verðmæti, sem hún hagnýtir. Fiskistofnamir eiga ekki og mega ekki vera eina auð- lindin, sem ekkert kosti að hagnýta og engum arði skili til eiganda. í þessu sambandi er að síðustu rétt að vekja athygli á, að sagt hefur verið, að enn sé ekki tíma- bært að taka upp innheimtu gjalds fyrir veiðileyfí, þótt það verði eflaust gert síðar, þar eð slíkt sé í sjálfu sér skynsamlegur þáttur í heilbrigðri fiskveiðistjórn. En nú veiti staða útgerðarinnar ekki til- efni til þess. Hér er eflaust átt við, að há gengisskráning gleypi rent- una af fiskistofnunum eins og nú standa sakir. Það er rétt, að undanfarið hefur gengisskráning krónunnar verið sjávarútveginum í heild óhagstæð. Og innheimta gjalds fyrir veiðileyfi verður að fara fram samhliða skyn- samlegri skráningu á gengi krón- unnar. Varðandi ástandið undan- farið og nú um þessar mundir verð- ur samt að hafa í huga, að afkomu- tölurnar, sem birtar hafa verið, era meðaltalstölur, og að afkoma ein- stakra útgerðarfyrirtækja er mjög misjöfn. Um það bera órækt vitni þau viðskipti, sem átt hafa sér stað og eiga sér stað með veiðileyfi, en miðað við það verð, sem greitt er í þeim viðskiptum, nemur þjóð- hagslegt verðmæti heildarkvótanna mörgum milljörðum króna á ári, eins og rætt hefur verið í fyrri grein. Og á það verður að leggja sérstaka áherzlu, að léleg afkoma útgerðarinnar á ekki einvörðungu rót sína að rekja til rangrar gengis- skráningar, heldur einnig til hins, að flotinn er allt of stór. Megin- spumingin varðandi bætta afkomu útgerðarinnar er ekki eingöngu tengd gengisskráningunni, heldur einnig því, hvemig hægt sé að koma til leiðar minnkun flotans með skjm- samlegum hætti. En innheimta gjalds fyrir veiðileyfí er einmitt hagkvæmasta leiðin til þess að flýta fyrir minnkun flotans. Ennfremur verður að segja að mjög hæpið sé að bíða með ákvarð- anir um, hvort innheimta eigi gjald fyrir veiðileyfí eða ekki, vegna tíma- bundinna afkomuerfiðleika útgerð- arinnar. Meðan gengið er rangt skráð er auðvitað sjálfsagt að inn- heimta ekki fullt gjald fyrir veiði- leyfin. En að fresta allri gjaldtöku eða jafnvel einungis lögfestingu heimildar til gjaldtöku er bæði óskynsamlegt og ranglátt. Meðan ekkert er kveðið á um gjaldtöku eða heimild til hennar í lögum, er líklegt, að útgerðarmenn líti svo á, að sá hagnaður, sem smám saman myndast i útgerðinni vegna rent- unnar af fiskistofnunum, eigi að vera endanleg eign þeirra, sem fengið hafa veiðileyfí. Bent hefur verið á, að hann mætti auðvitað skattleggja eftir venjulegum leið- um. En engu að síður má telja ör- uggt, að þessi hagnaður yrði al- mennt talinn ranglega fenginn, enda væri hann það. Þess vegna væri heppilegra að boða innheimtu gjalds fyrir veiðileyfi, enda þótt hún yrði ekki hafm strax. IV. Þriðja atriðið, sem mótbárar gegn veiðileyfagjaldi hafa lotið að, er að þá muni hagsmunum lands- byggðarinnar vera stefnt í voða. Innheimta gjalds af veiðileyfum muni hafa það í för með sér, að útgerð muni flytjast af landsbyggð- inni til suðvesturhorns landsins. í þessu sambandi er í fyrsta lagi rétt að benda á, að ýmsir málsvarar útgerðar hafa talið, að nægilegt væri að endurbæta fiskveiðistjórn- 23 ina með því að lengja veralega gild- istíma veiðileyfanna og hafa við- skipti með þau sem frjálsust. En þessar tvær ráðstafanir gætu, engu síður en innheimta gjalds fyrir veiði- leyfi, leitt til þess, að útgerð flyttist að meira eða minna leyti frá þeim stöðum, sem hún er nú stunduð á. Ef það er talið óæskilegt — og svo er í sumum tilvikum, en engan veg- inn öllum — er um að ræða verk- efni fyrir stjórnvöld, það verkefni að koma í veg fyrir óæskilega byggðaröskun. Það ætti þá að gera með beinum og hagkvæmum hætti, en ekki með því að halda veiðileyf- um og þar með útgerð á stöðum, þar sem hún er ekki hagkvæm. Þótt innheimta gjalds fyrir veiði- leyfí yrði tekin upp, hefur ríkisvald- ið það algerlega í hendi sér að hafa áhrif á hvar byggð í landinu helzt, eykst eða minnkar. Stefna stjórn- valda í þeim efnum hefur verið langt frá því að vera hagkvæm eða skyn- söm á undanfömum áratugum. Inn- heimta gjalds fyrir veiðileyfí gæti einmitt orðið til þess að leiðrétta ýmis mistök, sem gerð hafa verið. En aðalatriðið er þó, að eftir sem áður hafa stjórnvöld framvindu byggðamála algerlega í sínum höndum. Það sjónarmið hefur heyrzt, að ef tekin væri upp sala veiðileyfa, myndu íjármagnseigendur á höfuð- borgarsvæðinu safna til sín leyfum og hefla útgerð. Um þetta er það að segja í fyrsta lagi, að í skjóli núverandi kerfis er ekkert því til fyrirstöðu, að slíkt gerist. Engin almenn ástæða er til þess að halda, að nýir eigendur skipa gerðu þau út á óhagkvæmari hátt en fyrri eig- endur. Utgerð verður alltaf í hönd- um þeirra, sem eiga eitthvert Qár- magn. Og fjármagnseigendur á höfuðborgarsvæðinu era eflaust ekkert lélegri útgerðarmenn en aðr- ir íjármagnseigendur. Ef stjómvöld vilja ekki, að þeir geri út frá þeim stöðum, sem þeir ætla sér, er þeim í lófa lagið, eins og getið var að framan, að hafa áhrif á það. Þótt tekið yrði að innheimta gjald fyrir veiðileyfi, yrði stjóm á byggðamál- um eftir sem áður í höndum ríkis- valdsins, sem annaðhvort fylgdi hagkvæmri og réttlátri byggða- stefnu eða óhagkvæmri og rang- látri. V. Fjórða og síðasta röksemdin gegn innheimtu gjalds fyrir veiði- leyfi er sú, að slíkt tíðkist hvergi nokkurs staðar. Jafnvel þótt sú full- yrðing væri rétt, hefði hún enga þýðingu í þessu sambandi. Era Is- lendingar búnir að gleyma því, að ein höfuðröksemd andstæðinga okkar í landhelgismálinu gegn út- færslunni í 12, 50 og 200 mflur var jafnan, að slíkt þekktist ekki í ná- lægum löndum? Sem betur fer héldu íslendingar fast við stefnu sína og urðu öðram þjóðum til fyrirmyndar. En þar á ofan er það alrangt, að innheimta gjalds fyrir veiðileyfi sé óþekkt annars staðar. Langt er síðan Kanadamenn tóku að inn- heimta gjald fyrir laxveiðileyfí í Kyrrahafi. Af opinberri hálfu er í Ástralíu innheimt gjald til að standa straum af kvótakerfínu þar. Á Nýja Sjálandi hefur tiltölulega nýlega verið sett víðtæk löggjöf, þar sem veiðileyfí, sem úthlutað er sem eign, era skattlögð, með breytilegum skatti frá ári til árs, og jafngildir það að sjálfsögðu opinberri sölu á veiðileyfunum. Og síðast en ekki sizt má minnast fiskveiðistefnu Evrópubandalagsins, sem m.a. byggist á mögulegum kaupum á fiskveiðiréttindum af öðram þjóð- um. Og skammt er síðan fregnir vora um það í blöðum hér, að íslenzk útgerðarfyrirtæki hygðust kaupa leyfi til loðnuveiða af landsstjórn- inni á Grænlandi. Því fer þess vegna víðs fjarri, að lagaákvæði hér á landi um inn- heimtu gjalds fyrir veiðileyfi yrðu einstakt nýmæli í fískveiðimálum heimsins. Höfvndur er fyrrverandí mennta- málaráðherra ogprófessor við Háskóla tslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.