Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 14
14 MÖRGÚNBLAÐÍÓ' FÖá'ftbAGÚR & APRÍi: 1989 Ábyrgðarleysi að láta undirstöðuatvinnuveg- inn sökkva svo djúpt — sagði Jón Ingvarsson stj órnarformaður SH á aðalfimdi samtakanna í gær Hér fer á eftir í heild ræða Jóns Ingvarssonar, stjómar- formanns SH, á aðalfhndi sam- takanna sem hófst í gær. Arið 1988 var heildarframleiðsla frystihúsa og frystiskipa innan SH 91.870 tonn eða 1,7% minni en árið áður. Þorskframleiðslan var nánast sú sama bæði árin, eða um 29.000 tonn, en nokkur aukning varð á framleiðslu annarra botnfiskteg- unda. Verulegur samdráttur varð á framleiðslu loðnu og loðnuhrogna. Síldarfrysting jókst hins vegar um 80% og varð 9.000 tonn og hefur hún ekki orðið jafn mikil síðan 1967. Ástæða er til að nefna verulegan samdrátt í humarframleiðslu, sem nam 35%, en humaraflinn var minni sl. ár heldur en mörg undanfarin ár. Auk þess leiddi aukin samkeppni um útflutning og sölu á humri til nokkru minni hlutdeildar SH í humaraflan- um. Af heildarframleiðslunni var framleiðsla frystiskipa 12.800 tonn eða 13,9% og hafði aukist um 2.400 tonn. Af einstökum félagsaðilum innan SH var mest framleitt hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf. eða tæp 8.700 tonn að verðmæti 960 milljónir króna miðað við útborgun- arverð. Heildarútflutningur frystra sjáv- arafurða frá íslandi árið 1988 var 159.000 tonn á móti 177.000 tonn- um árið áður og hafði dregist saman um rúm 10%. Þar af var útflutning- ur SH 79.200 tonn eða 50%, að verð- mæti 10.400 milljónir króna. Er því um 14% samdrátt að ræða í magni en 6% aukningu í krónum. Af útflutningi SH 1988 fóru um 73.100 tonn eða 92% til sex landa en þau eru: Bandaríkin með Japan með Bretland með Frakkland með Sovétríkin með V-Þýskaland með 23.800 tonn 16.000 tonn 11.500 tonn 7.800 tonn 7.100 tonn 6.900 tonn Helstu breytingar á árinu 1988 voru þær að útflutningur til Banda- ríkjanna dróst saman um 7.300 tonn eða 23%, til Sovétríkjanna um 700 tonn eða 9% og til Bretlands um 400 tonn eða 3%. Þá dróst útflutningur til Japans saman um 5.700 tonn eða 26%, en þar var eingöngu um að ræða samdrátt í framleiðslu og þar með útflutningi á loðnu og loðnu- hrognum. Hins vegar jókst útflutn- ingur til Frakklands um 500 tonn eða 7% og til V-Þýskalands um 700 tonn eða 11%. Fyrsta ársfjórðung þessa árs jókst heildarframleiðsla innan SH um 1.200 tonn eða 7% miðað við sama tíma í fyrra. Aukning varð í fram- leiðslu loðnu og loðnuhrogna en lítilsháttar samdráttur í botnfisk- framleiðslunni. Útflutningur á fyrsta ársíjórðungi þessa árs var 24.200 tonn að verðmæti 2.800 milljónir króna sem er 62% aukning að magni og 56% að verðmæti, og er fyrst og fremst um að ræða aukinn útflutn- ing á Sovétríkin svo og síldar- og loðnuafurðum. Starfsemin erlendis Ég mun nú fara nokkrum orðum um starfsemina erlendis. Á sl. ári seldi Coldwater 47.000 tonn að verð- mæti 202 milljónir dollara og dróst saman um 6% að magni og 8% að verðmæti. Sala verksmiðjufram- leiddrar vöru dróst saman um 2% en sala flaka um 13%. Sala þorsk- flaka var þó óbreytt eða um 12.000 tonn en samdráttur var á sölu ýsu- flaka um 10%, ufsaflaka um 20% og karfaflaka um 30%. Fyrsta árs- íjórðung þessa árs var sala félagsins 13.400 tonn að verðmæti 55,4 millj- ónir dollara sem er samdráttur um 3,6% að magni en 8,4% að verð- . mæti. Á árinu varð halli á rekstrin- um og nam hann tæpum fjórum milljónum dollara. Sá halli stafaði nær einvörðungu af miklum verð- lækkunum sem urðu á árinu. Svo virðist sem sala þorskflaka sé nú í nokkuð góðu jafnvægi og er vonandi að hún muni haldast þannig áfram. Það sem veldur þó áhyggjum er sá áhugi sem vaknað hefur á Alaskaufsa hjá ýmsum kaup- endum, og ekki síst vegna þess að stærsti viðskiptavinur félagsins, Long John Silver’s, er farinn að nota þennan ódýra fisk í verulegum mæli. Eftirspum eftir ýsuflökum er mjög mikil og eru þau seld á verði sem er 30 centum hærra heldur en á þorskflökum. Öðru máli gegnir hins vegar um sölu á karfa- og ufsa- flökum. Veldur þar m.a. aukin sam- keppni frá kanadískum karfaflökum og Álaskaufsa. Miklir erfiðleikar eru nú almennt í rekstri fiskréttaverksmiðja i Bandaríkjunum og hefur verk- smiðjurekstur félagsins ekki farið varhluta af þeirri þróun. Af framansögðu er ljóst að staðan á Bandaríkjamarkaði gefur ekki til- efni til sérstakrar bjartsýni. Heildarsala Icelandic Freezing Plants Limited 1988 nam 41,6 milij. sterlingspunda, og var það nánast sama magn og árið áður. Þar af var sala verksmiðjuframleiddrar vöru 12,0 millj. sterlingspunda, sala flaka 14,4 millj. sterlingspund og sala Brekkes 15,2 milljónir. Fyrsta árs- fjórðung þessa árs nam sala félags- ins 3.600 tonnum að verðmæti 6,2 milljónir sterlingspunda og er það aukning um 24% að magni og 11% að verðmæti miðað við sl. ár. Rekstr- arhalli var á félaginu og nam hann 916 þúsund sterlingspundum. Hin erfiða rekstrarstaða átti að miklu leyti rætur að rekja til mikils vaxta- og fjármagnskostnaðar en vextir hækkuðu verulega í Bretiandi á árinu. Þá er þess að geta að mik- ill og skipulagslaus útflutningur á ísuðum fiski frá íslandi á uppboðs- markaðina á Humbersvæðinu á síðastliðnu ári hafði mjög skaðleg áhrif á samkeppnisstöðu og afkomu félagsins. Auk þess var miklum íjár- munum varið til margvíslegra vöru- þróunarverkefna sem fyrst nú eru að byija að skila sér. Stjóm SH ákvað því eftir að hafa fundað ítar- lega um málið að auka hlutafé sitt í félaginu um þijár milljónir sterl- ingspunda. Þótt enn sé nokkuð langt í land með að fyrirtækið sé búið að yfirstíga þá erfíðleika sem það hefur átt við að etja og án þess að ég vilji ýta undir of mikla bjartsýni þá virð- ast mér ýmis teikn á lofti um bjart- ari tíma. Má í því sambandi nefna stóraukna framleiðslu nýrra vöru- tegunda í verksmiðjunni síðustu vik- ur sem byggjast á pöntunum við- skiptavina fyrirtækisins. Til þess að geta annað eftirspum hefur þurft að fjölga starfsfólki verksmiðjunnar um 170 manns. Félagið hefur m.a. unnið að þróun tveggja vörutegunda sérstaklega ætluðum fyrir japanska markaðinn í samstarfi við japanska fyrirtækið Nicherei en það fyrirtæki er stærsti dreifingaraðili frosinna matvæla í Japan. Þessar vömr hafa vakið verð- skuldaða athygli japanskra kaup- enda og hlotið góðar móttökur þar í landi og hafa pantanir orðið mun fleiri heldur en áætlanir stóðu upp- haflega til. En þrátt fyrir meiri umsvif og aukningu hlutafjár og þar með minni fjármagnskostnað er ljóst að félagið þarf á öllu sínu að halda til að stand- ast þá hörðu samkeppni sem ríkir á þessum markaði. Heildarsala VIK í Hamborg var nánast Sú sama og árið áður og nam 47 milljónum marka og 9.800 tonn- um að magni. Fyrsta ársfjórðung þéssa árs var salan 3.300 tonn að verðmæti 12,8 milljónir marka sem er 54% aukning að magni og 31% að verðmæti. Rekstur skrifstofunnar gekk vel á árinu og skilaði 1,2 millj- ónum króna í tekjuafgang. Á sínu fyrsta starfsári seldi sölu- skrifstofa SH í Bolougne sur Mer 8.700 tonn í Frakklandi og Belgíu að verðmæti 130 milljónir franka. Árið áður voru seld til þessara landa 8.100 tonn að verðmæti 130 milljón- ir franka. Markaðs- og sölumál Ég vík nú nokkrum orðum að öðrum þáttum í markaðs- og sölu- málum. Framleiðsla fyrir Sovétríkin gekk vel á síðasta ári og í Iok desem- ber var lokið við framleiðslu og af- skipun á 7.150 tonnum en það var hluti SH af samningnum við Sov- étríkin fyrir sl. ár. I desember sl. var undirritaður samningur um sölu á 9.700 tonnum af flökum og heilfrystum físki til Sovétríkjanna til afgreiðslu á fyrstu sjö mánuðum þessa árs. Verðmæti samningsins er rúmar 24 milljónir dollara og er hlutur SH af samningn- um 6.470 tonn eða um 70%. Af- greiðsla upp í þennan samning er nú langt komin og hefur þegar ver- ið leitað eftir þvi við Sovétmenn hvort um frekari kaup geti orðið að ræða á þessu ári. Ekkert liggur enn- þá fyrir um það hvort áhugi sé fyrir hendi af þeirra hálfu né heldur hvort fjárveiting til frekari kaupa fengist. Svars er ekki að vænta fyrr en tekst að koma á fundi með samningsaðil- um sem vonandi getur orðið fljót- lega. Útflutningur til Japans sem hafði nánast tvöfaldast á hveiju ári frá 1983 til 1987 dróst saman um 26% á sl. ári. Þessi samdráttur var eink- um vegna minni framleiðslu á loðnu og loðnuhrognum, en að þeirri fram- leiðslu undanskilinni var þetta þó metár því útflutningur annarra teg- unda til Japans jókst um 27%. Mun- aði þar mest um heilfrystan karfa sem jókst úr 2.100 tonnum 1987 í 5.000 tonn árið 1988. Töluverð aukning varð einnig á heilfrystri síld sem hefur á skömmum tíma náð mjög öruggri fótfestu á japanska markaðnum. Útflutningur til Taiwan var tæp- lega 1.500 tonn og jókst um 70% milli ára, og er þar fýrst og fremst um heilfrysta grálúðu að ræða og hefur Taiwan á aðeins tveimur árum orðið okkar mikilvægasti markaður fyrir stóra grálúðu. Þá voru og flutt út til Kóreu rúmlega 500 tonn af heilfrystum karfa. ' Útflutningur á skelflettri rælqu var um 1.200 tonn árið 1988 og jókst um 19% að magni miðað við árið áður. Verðlag fór heldur lækk- andi fyrri hluta ársins en hélst all- stöðugt síðari hluta árs. Um 620 tonn af rækju í skel voru flutt út til Japans á árinu og var það um 10% minna en árið áður. Verðlag hækkaði hins vegar veru- lega, einkum á stærri rækjunni, en hélst stöðugt á þeirri smærri. Undanfarin þijú til fjögur ár hefur sú breyting verið að eiga sér stað hér á landi að frystingin hefur í auknum mæli verið að færast út á sjó með fjölgun frystitogara. Á sl. ári var afli frystitogaranna 84.000 tonn eða 23% þess botnfiskafla, sem fór til frystingar alls. Svo ör hefur þessi þróun verið að árið 1986 var afli þeirra einungis 20.000 tonn. Framleiðsla frystihúsanna hefur dregist saman að sama skapi. Þessi breyting hefur leitt til þess að minni hluti aflans er nú fullsnyrtur fyrir Bandaríkjamarkað þar eð uppistaða í afla frystiskipanna er framleiðsla fyrir Bretland og Asíu. Skrifstofa í Tókýó Sölustarfið svo og skipulag þess hlýtur ávallt að vera til umfjöllunar og til endurskoðunar innan samtak- anna. Ef litið er aftur til ársins 1980 voru starfandi tvö dótturfyrirtæki SH erlendis, þ.e. Coldwater með sína mikilvægu starfsemi í Bandaríkjun- um og sölufyrirtækið Snax Ross í Bretlandi, sem annaðist einkum sölu í Bretlandi, Frakklandi og Belgíu. Nú verða sölufyrirtækin senn orð- in fimm auk verksmiðjureksturs í Grimsby. Söluskrifstofan í Hamborg hefur verið starfrækt frá miðju ári 1981 og skrifstofa í Boulogne sur Mer í Frakklandi síðan í janúar 1988. Báðar þessar söluskrifstofur eru sjálfstæð hlutafélög og hafa með höndum sölu á nánast öllum megin- landsmarkaði Evrópu ef undan er skilin Austur-Evrópa og hluti Norð- urlanda. Framkvæmdastjóri skrif- stofunnar í Frakklandi var ráðinn Lúðvík Börkur Jónsson en hann hafði áður starfað hjá SH. Samkvæmt ákvörðun er stjórn samtakanna tók fyrr á þessu ári verður markaðs- og söluskrifstofa opnuð í Tókýó í Japan í næsta mán- uði. Með stofnun þeirrar skrifstofu verður betur fylgt eftir þeim árangri sem náðst hefur í sölu í Japan og víðar í Asíu. Það er samdóma álit okkar helstu kaupenda í Japan að þessi ráðstöfun muni auðvelda við- skiptin og hafa þannig jákvæð áhrif. Helgi Þórhallsson sem gegnt hefur starfi sölustjóra á söluskrifstofu SH í Reykjavík hefur verið ráðinn til að veita skrifstofunni í Tókýó forstöðu. Samstarfsnefhd Á síðasta ári gengust helstu hags- munasamtök í sjávarútvegi fyrir stofnun samstarfsnefndar atvinnu- rekenda í sjávarútvegi (SAS). Að- iragandi þess var sú umræða sem átt hefur sér stað á undanfömum irum um nauðsyn þess að hags- munaaðilar sjávarútvegsins í útgerð og fiskvinnslu sneru bökum saman og efldu með sér enn frekari sam- stöðu í stað þess að koma fram sem andstæðir pólar. Markmið þessa samstarfs í upphaf er þríþætt: I fyrsta lagi að móta sameiginlega afstöðu íslensks sjávarútvegs til þeirrar þróunar sem á sér stað innan Evrópubandalagsins og samskipta íslands á þeim vettvangi. í annan stað að efla umfjöllun og umræðu um mikilvægi sjávarútvegs fyrir íslenskan þjóðarbúskap. Og loks í þriðja lagi að byggja upp upplýsingabanka um þróun sjáv- arútvegs í samkeppnislöndum ís- lendinga og meta hvaða áhrif sú þróun hafí á íslenskan sjávarútveg. Stofnað er til þessa samstarfs í Jón Ingvarsson tilraunaskyni og er að því stefnt að starfið sé metið eftir þijú ár og þá ákveðið hvort ástæða sé til stofnun- ar formlegra samtaka atvinnurek- enda í sjávarútvegi. Þau samtök sem eiga aðild að samstarfsnefndinni eru auk Sölumiðstöðvarinnar, Lands- samband ísl. útvegsmanna, Sölu- samband íslenskra fiskframleiðenda, Samtök fiskvinnslustöðva, Félag Sambandsfrystihúsa og Síldarút- vegsnefnd. í mínum huga leikur ekki vafi á því að hér er um mikið hagsmunamál fyrir íslenskan sjávar- útveg að ræða og því afar mikilvægt að þessi tilraun geti borið þann árangur sem að er stefnt. Rekstrarfiðleikar útflutningsatvinnuvega Það fer ekki á milli mála að þeir rekstrarerfiðleikar sem útflutnings- atvinnuvegimir bjuggu við allt sl. ár yfirskyggja allt annað þegar litið er yfir efnahags- og atvinnulíf ársins 1988. Það er í raun bæði óskiljan- legt og óásættanlegt að hið efna- hagslega góðæri sem stóð síðari hluta árs 1986 og fram yfir mitt ár 1987 og rekja mátti til stöðugt hækkandi markaðsverðs á helstu sjávarafurðum okkar skuli ekki hafa skilað sér betur til sjávarútvegsins heldur en raun ber vitni. En í þessum efnum endurtekur sagan sig: erlendar hækkanir á sjáv- arafurðum okkar leysa úr læðingi aukna eftirspurn á öllum sviðum efnahagslífsins og það veldur hækk- andi verðlagi á vöru og þjónustu. Með sama hætti leiðir aukin eftir- spum eftir vinnuafli til launaskriðs. Því til viðbótar streymir inn í landið erlent lánsfé. Afleiðingamar eru kunnari en frá þurfi að segja: Vax- andi verðbólga með auknum vaxta- og fjármagnskostnaði auk mikils viðskiptahalla. Á meðan fiskvinnslu- fyrirtækin geta fjármagnað verð- bólguna með erlendum verðhækkun- um má segja að allt leiki í lyndi. En um leið og verðhækkana nýtur ekki lengur við, svo ekki sé talað um stórfelldar verðlækkanir eins og raun hefur orðið á láta erfíðleikamir ekki á sér standa. Ekki bætir úr skák þegar raungengi íslenskrar krónu hækkar eins og átt hefur sér stað á þessu tímabili. Ofan á allt þetta bætist sú hörmu- lega staðreynd, að stjómvöld ganga ætíð á undan með útþenslu sinni og taumlausri eyðslu og hella þannig olíu á þann verðbólgueld sem þau reyna að telja fólki trú um að þau séu að slökkva. En þrátt fyrir samdrátt í tekjum fyrirtækja og þjóðarbús er ekkert lát á kröfum á hendur atvinnulífinu eða ríkisvaldinu, enda fyrirstaðan næsta lítil hjá þeim sem velt geta hækkun- um út í verðlagið eða látið aðra borga brúsann með öðmm hætti. Á þetta bæði við um þá sem selja vöru og þjónustu svo og ríkisvaldið sem ein- faldlega leggur á aukna skatta. Þetta em þær staðreyndir sem hrað- frystiiðnaðurinn á íslandi hefur mátt horfast í augu við undanfarin miss- eri og þurft að láta yfir sig ganga án þess að fá rönd við reist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.