Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ PÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1989
41
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
7t TIL FÖSTUDAGS
Þessir hringdu ...
Ónæðissamt við Eiðistorg
íbúi á Seltjamamesi hringdi:
í Velvakanda sl. miðvikudag
lýstu Fastagestur og S.K. ánægju
sinni með krána Rauða ljónið á a
Eiðistorgi. Ég vil koma á framfæri
annarri hlið á málinu, þeirri sem
snýr að íbúunum á Eiðistorgi. Hafi
fólki fundist vanta Iíf á torgið var
það kannski ekki þessi tegund af
lífi sem bæjarstjómin hefði átt að
útvega. Það er mikil umferð í
kringum krána og gestir hika ekki
við að nota einkastæði íbúanna við
Eiðistorg sem bflastæði. Þar er líka
mikið um glerbrot um helgar.
Hreinsun á svæðinu hlýtur að þýða
aukin útgjöld fyrir bæjarbúa en
óvíst er að allir kæri sig um að
taka þátt í þeim. Ég veit að eigend-
umir gera það sem þeir geta, en
þetta veldur þeim líka ónæði sem
leggja leið sína í verslunina Litla
bæ. Fólk kemst varla þangað um
helgar fyrir mannmergð.
Símaþjónusta
sparisjóðanna
Viðskiptavinur sparisjóðs
hringdi:
Sparisjóðimir hafa verið að
kynna nýja símaþjónustu og einn
forsvarsmanna þeirra var að dá-
sama hana í sjónvarpi nýverið.
Þeir segja að í þessu sé fólginn
mikill vinnuspamaður og að þeir
komi til með að geta borgað þetta
upp á einu ári. Nú senda þeir út
bíað með kynningu á þessu og þar
segir á einum stað að símaþjónust-
an verði veitt fyrst um sinn án
endurgjalds. Það hlýtur að þýða
að fijótlega þurfi maður að borga
fyrir þessa þjónustu. Ég skil ekki
að fyrst þeir segjast geta greitt
kostnaðinn á einu ári þá hlýtur hún
að skila hagnaði á næsta ári. Ég
ætla ekki að notfæra mér þessa
þjónustu. Nóg borga ég sparisjóð-
unum samt.
Gullúr tapaðist
Seiko-gullúr, kvenúr, með hvítri
skífu og gylltri ól, tapaðist sl. laug-
ardag i miðbænum eða á Hótel
íslandi. Finnandi vinsamlegast
hringi í síma 33399.
Besta sólbaðsstofan lokuð
Margrét hringdi:
Ég var búinn að boiga fimm tíma
hjá Bestu sólbaðsstofunni í Faxa-
feni 5 og taka einn tíma þegar hún
er allt í einu aldrei opin þegar ég
kem þangað. Ég hef því ekki kom-
ist í fleiri tíma. Mig langar til að
vita hvort einhver getur sagt mér
hvort hún er flutt eða búið að ioka
henni?
Gullhringur í Suðurveri
Gullhringur fannst í Gjafa- og
snyrtivömbúðinni í Suðurveri í
páskavikunni. Nánari upplýsingar
á staðnum eða í síma 83235.
Ólæti við Eiðistorgið
Seltimingur hringdi:
Ég var að lesa í Velvakanda á
miðvikudag um Eiðistoigið. Ég er
íbúi við toigið og hef áhuga á að
það komi fram að fólkið sem skrif-
ar á ekki heima þar. Þetta er búin
að vera martröð á föstudags- og
laugardagskvöldum, en hefur þó
batnað síðan Rauða ljónið hætti
að selja úti á torginu. Það varð
allt yfirfullt af bílum og svo söfnuð-
ust þama saman unglingar sem
ekki fengu að vera inni. Þetta er
búið að vera eins og hallærisplanið
þegar það var upp á sitt besta.
Umferð byijar um ellefuleytið og
er til kl. fjögur á morgnana. Síðan
veigrar fólk sér ekki við að pissa
þama fyrir utan svo það er hland-
lykt út um allt. Þeir sem koma inn
í glerhúsið á sunnudagsmorgnum
hafa kvartað yfir þessu. Og krökk-
unum sem er vísað út fara ekki
af staðnum heldur hanga fyrir utan
og valda fbúunum ónæði.
Taska tapaðist
Svört leðurhandtaska tapaðist á
Hótel íslandi síðasta vetrardag.
Finnandi vinsamlegast hringi í
síma 51878.
Skiiríki töpuðust
Ein sem saknar skilríkja sinna
sárt hringdi:
Mig langar til að biðja þann sem
tók seðlaveski úr bflnum mínum
fyrir utan bókasafnið í Bústaða-
kirkju sl. mánudag vinsamlegast
um að skila veskinu, því varla hef-
ur hann mikil not af skilríkjunum.
Ég skora á þann sem þetta gerði
að senda a.m.k. skilríkin til eigand-
ans í pósti.
Skíðastöfúm víxlað
Skiðakona hringdi:
Skfðastöfum va_r víxlað í Bláfiöll-
um á þriðjudag. Ég fékk staf sem
er 10 sm styttri en minn. Þetta er
óþægilegt fyrir mig og væntanlega
líka þann sem tók minn staf. Vin-
samlegast hafðu samband í síma
624645.
Óánægð með bjórsöluna
Nágranni Eiðistorgs hringdi:
Ég vil láta f ljós óánægju mfna
með bjósöluna og Rauða jjónið því
það er engan veginn svefnsamt í
nágrenninu. Það eru því varla sjón-
armið Seltiminga sem komu fram
í Velvakanda 25. apríl sl.
Stúdentseftii í stríðsleik
Til Velvakanda.
Dimmission er það kallað þegar
stúdentsefni kveðja skólann sinn í
hinsta sinn fyrir lokaprófín.
Þá bregða þau á leik og sú venja
hefur skapast á undanfomum ámm
að allir klæða sig upp í einhveijum
samræmdum stíl. Oft em þetta hinu
fmmlegustu búningar og velga al-
menna kátínu, en ekki alltaf.
Föstudaginn 21. apríl vom nem-
endur úr ónefndum skóla á Reykja-
víkursvæðinu að kveðja skólann
sinn og sýna sig á götum borgarinn-
ar. En með vali á búningum sínum
gerðu þeir svo rækilega í buxumar
að ekki verður orða bundist. íslensk
stúdentsefni breyttu sér í erlenda
hermenn og öxluðu sína platfret-
hólka.
Tilheyrandi fáni var hafður með-
ferðis og hersingin fylkti liði upp á
sturtuvagn. Svo var traktor látinn
draga liðið um götur og torg og
menntafólkið skemmti sér við að
plaffa á almenning með tilheyrandi
stríðsgóli. Sem sagt ekta bófahasar.
Yfírleitt hef ég ekki amast við
byssubófaleikjum bama en þegar
„fullorðin" böm, sem sumir kalla
menntafólk, er farið að iðka slíka
leiki þá segi ég ekki lengur pass ...
Bjarki Bjarnason,
kennari við Fjölbrautaskólann
f Garðabæ.
Athugasemd veg'na
skrifa Víkverja
Víkveiji gerir því skóna miðviku-
daginn 26. apríl að ég hafi með
lævíslegu myndavali viljað koma
höggi á ýmsa menn sem birtust á
skjánum í sjónvarpsþætti mínum á
sunnudagskvöldið; alþingsmenn
sem sifja við störf sín í þingsölum
og morgunblaðsmenn sem skrifa
blað sitt í Aðalstrætinu. Þetta er
misskilningur. Mér þykir miður ef
fleiri ætla mér svo leiðinleg vinnu-
brögð. Satt að segja er mér alltof
annt um sjálfa mig og áhorfendur
til að nota þessa þáttaröð mína í
ómerkilegt persónulegt eða pólitískt
skftkast.
Sfðar f pistli sínum fullyrðir
Víkveiji að umræddur þáttur hafi
verið „hörð árás á fréttastofur ríkis-
ins". Það er líka misskilningur.
Þátturinn var ekki árás á einn né
neinn, hvorki á fréttastofur ríkisins
né Morgunblaðið. Þama var ein-
faldlega gerð tilraun til að fialla
um mál sem öllum fréttamönnum,
blaðamönnum og stjómmálamönn-
um væri hollt að hugsa um annað
veifið; til dæmis um ofurvægi efna-
hagsmála í þjóðfélagsumræðum á
íslandi, um sérfræðimál sem bæði
pólitíkusar og fjölmiðlamenn em
alltof gjamir á að nota, og um skort
á sköpunarkrafti í fslenskum stjóm-
málum.
Ef til vill má setja út á það hvem-
ig til tókst, þáttinn sjálfan, en ann-
arlegri vora sjónarmiðin ekki.
Kær kveðja,
Egill Helgason.
UPPBOÐ
Ósóttar vörur sem komu til landsins 31. desember 1986
eða fyrr verða boðnar upp á almennu uppboði þann
27. maí 1989.
í Tollhúsinu v/Tryggvagötu kl. 13:30.
FLUGLEIDIR
Fmt
í AROMATHERAPY (þrýstinuddi með náttúrulegum
olíum). Leiðbeinandi verður dr. Anna Edström, lífefna-
fræðingur, sem haldið hefur fjölda slíkra námskeiða
erlendis. Námskeið þetta stendur yfir í næstu 8 mán-
uði (1 helgi á mán.) og öðlast nemendur áritað
prófskírteini í lok námskeiðsins sem viðurkenningu í
þessari fræðigrein. Haldin verða tvö námskeið, upp-
selt var á bæði námskeiðin en vegna forfalla eru nokk-
ur laus pláss á seinna námskeiðið sem byrjar 30. apríl.
Allar frekari uppl. veittar í síma 680630
milli kl. 9.00-17.00 á daginn.
Spennandi námskeið
STÚDÍÓ HILLAN
Fyrir réttu græjurnar,
hljómtæki, plötur,
sjónvarp og myndband.
Einnig mikið úrval af
sjónvarpsskápum á hagstæðu verði.
VAIHÚSGÖGN
ÁRMÚLA8, SlMI 82276