Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1989 Samtök um jafiirétti og félagshyggju; Svipan á loft til að fá ríkisstjómina til verka „Á ALÞINGI er ákaflega ein- kennilegt andrúmsloft. Það fer ekki á milli mála að það er ókyrrð, sundurþykkja í öllum stjórnmála- flokkum, en minnst áberandi hjá Kvennalistakonum. Ef taka ætti mið af þvi hvemig andrúmsloftið er og frammi fyrir hvaða vanda- málum ríkisstjóm og þing standa nú, þá bendir flest til þess að hún muni ekki sitja lengi enn. Eg get ekki séð annað en kosningar verði Morgunblaðið/Rúnar Þór I verksmiðju Sæplasts hf. á Dalvík er unnið allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Nú hefúr verið ákveðið að sameina Sæplast og Pla- steinangmn hf. á Akureyri og verður þegar í stað hafíst handa við um endurskipulagningu á rekstrinum, en þær fela m.a. í sér sam- þjöppun starfseminnar, sölu eigna, fækkun starfsmanna og aukið hlutafé. ___________________ Sæplast hf. og Plasteinangrun hf. sameinast: Fyrirtækin eru að framleiða ‘vörur fyrir sömu kaupendur - segir Pétur Reimarsson framkvæmdastj óri STJÓRNIR Sæplasts hf. og Plasteinangrunar hf. hafa ákveðið að sam- eina fyrirtækin, en samningur félaganna felur í sér að Sæplast hf. kaupir öll hlutabréf Plasteinangmnar hf. en lætur í staðinn 35% hlut í Sæplasti. Þegar í stað verður hafíst handa við endurskipulagningu á rekstri fyrirtækjanna og verður Pétur Reimarsson framkvæmdastjóri Sæplasts einnig framkvæmdastjóri Plasteinangmnar. Pétur sagði að á síðustu ámm hefði mikið verið rætt um sameiningu, en fyrirtækin tvö hafa starfað saman að markaðsmálum og em saman í útflutnings- hópi með áherslu á Bandaríkin, Kanada og Grænland. Samningur um sameiningu er háð- andi kröfum sínum um síðustu ára- ur staðfestingu hluthafafundar hjá Sæplasti, sem Pétur sagði að yrði fljótlega og einnig hluthafa Plastein- angrunar, sem er í eigu Kaupfélags Eyfírðinga og Sambandsins. Ástæður sameiningarinnar sagði Pétur margar, fyrirtækin væru að framleiða vörur fyrir sömu kaupend- ur og bæði hafa flutt mikið af sinni framleiðslu á erlendan markað, auk þess að starfa saman í áðumefndum útflutningshópi. Pétur sagði að menn fyndu mjög fyrir þeim rekstrarvanda sem væri í fískvinnslunni og útgerð- inni, en hann hefði haft í för með sér samdrátt og veruleg vanskil. Fyrirtækin afskrifuðu samtals tæp- lega 20 milljónir króna af útistand- mót. Auk þess hafa almenn rekstrar- skilyrði verið erfíð og gengið hefur á eigið fé fyrirtækjanna. Endurskipulagning rekstursins felur í sér margvíslegar aðgerðir, uppsagnir og fækkun starfsmanna, sölu eigna, samþjöppun starfseminn- ar, endurskipulagningu fjárhagsins og jafnframt verður hlutafé aukið til að styrkja stöðu félagsins. Sæplast hf. er nú með starfsemi á tveimur stöðum, á Dalvík og á Akureyri, en starfsemi Plasteinangr- unar fer fram á Akureyri. Samtals starfa 53 starfsmenn hjá fyrirtæk- inu, 23 hjá Plasteinangrun, 22 hjá Sæplast á Dalvík og 8 við einingar- framleiðslu Sæplasts á Akureyri. Pétur sagði að öllum starfsmönnum Plasteinangrunar yrði sagt upp um mánaðamótin, en hluti þeirra endur- ráðinn aftur. Hann sagði að fyrir- hugað væri að hafa einungis tvær verksmiðjanna í gangi í stað þriggja nú. Áætluð velta hins nýja fyrirtækis er tæpar 500 milljónir á ári og verð- ur það með fjölbreytta framleiðslu fyrir fískvinnslu, útgerð og aðrar atvinnugreinar. Eigendur og stjóm- endur fyrirtækisins vona að með sameiningunni takist að skapa traust og öflugt fyrirtæki sem geti með auknum þunga sótt á erlendan mark- að og skapað starfsmönnum sínum góða og örugga atvinnu. Nú er unnið allan sólarhringinn í verksmiðju Sæplasts á Dalvík alla daga vikunnar. Pétur sagði að hlut- deild fyrirtækisins á erlendum mörk- uðum hefði aukist ár frá ári, en á síðasta ári fór um 30% af framleiðsl- unni á markaði erlendis og reiknaði Pétur með að aukinni hlutdeild á þessu ári, eða um 40% framleiðslunn- ar. á næsta hausti," sagði Stefán Val- geirsson þingmaður Samtaka um jafiu-étti og félagshyggju á íúndi Samtakanna sem haldinn var í Eyjafirði síðastliðið föstudags- kvöld. Á fúndinum var lagt fram vinnuplagg Samtakanna, sem leggja á fyrir viðræðunefiid á vegum Þjóðarflokksins annars vegar og Samtaka um jafiirétti og félagshyggju hins vegar. Stef- án og fleiri samtakamenn kváðust bjartsýnir á árangur í þeim við- ræðum. Stefán sagðist hafa tekið þá af- stöðu að reyna yrði til þrautar að fá ríkisstjómina til að taka á málum og til þess þyrfti að hafa svipuna á lofti. Ef það hins vegar sýndi sig að hún væri þess ekki umkomin, þá væri það ábyrgðarhluti að styðja hana nema einn til tvo mánuði í við- bót. Stefán sagðist myndu gera allt sem í hans valdi stæði til að koma stjórninni til verka. Á fundinum gerði Stefán grein fyrir viðræðum milli Samtakanna og Þjóðarflokksins um sameiginlegt framboð. Hann sagði að samtaka- menn hefðu sest niður og komið sam- an vinnuplaggi að stefnuskrá er lagt yrði til grundvallar frekari viðræðum. „Það eru verulegar líkur á, að þeir menn sem tilnefndir voru í viðræðu- nefndina af hálfu flokksins og marg- ir aðrir muni reyna sitt til þess að samkomulag á milli okkar og þeirra náist,“ sagði Stefán. Hann sagðist ekki vilja greina að svo stöddu frá öðrum viðtölum en við aðila Þjóðar- flokksins, en slíkar viðræður hefðu farið fram. „Ég met það svo að við getum verið hæfílega bjartsýn." Ekki vildi Stefán spá neinu um hvort tæ- kist að bjóða fram í öllum kjördæm- um svo sem stefnt væri að, en hann teldi það ekki draumsýn. Gunnar Hilmarsson formaður At- vinnutryggingarsjóðs sagði á fundin- um að hann vonaði að viðræður bæru árangur. Ef tækist að fá fleiri aðila til liðs við sjónarmið Samtak- anna yrði um sterkt afl að ræða. Bjarni Guðleifsson og Jóhann A. Jónsson nefndu í erindum sínum á fundinum að ástæða væri til bjart- sýni á að sterkur landsbyggðaflokkur byði fram í næstu kosningum, en Jóhann sagði að menn yrðu að hugsa sinn gang áður en steinn yrði lagður í götu þessarar stjórnar. „Við vitum hvað við höfum, ekki hvað við fáum,“ sagði Jóhann. Gunnar Hilmarsson spáði viðreisnarstjóm næstu átta árin kæmi til kosninga nú. „Og guð hjálpi landsbyggðinni þá,“ sagði Gunnar. Fjórir menn voru tilnefndir til við- ræðna við Þjóðarflokksmenn, þeir Bjarni Guðleifsson, Eiríkur Hreiðars- son, Gunnar Hilmarsson og Tómas Gunnarsson. Lúðrasveitin fær 200 þús. BÆJARSTJÓRN Akureyrar sam- þykkti fyrir nokkru að hækka styrk til Lúðrasveitar Akureyrar úr 100 þúsund krónum í 200 þús- und. Lúðrasveitin tekur þátt í lúðrasveitamóti í Austur-Þýska- landi í sumar. Aðrar styrkveitingar sem sam- þykktar voru í bæjarstjóm voru 50.000 króna styrkur til Geðvemdar- félags Akureyrar vegna stofnbúnað- arkaupa í sambýli við Álfabyggð og 20.000 krónur til AFS á Akureyri vegna íjögurra skiptinema. Þá hefur Skíðaráði verið veittur 150.000 króna styrkur vegna kostn- aðar við alþjóðlegt skíðamót sem haldið var í Hlíðarfjalli nýlega. Að lokum má geta þess að bæjar- stjóm hefur fært blakdeild KA 100.000 krónur að gjöf í tilefni þess að liðsmenn deildarinnar urðu ís- landsmeistarar í blaki árið 1989. Atvinnurekendur vilja gjaman ráða fatlaða til vinnu ATVINNUREKENDUR á Akureyri virtust mjög jákvæðir gagnvart því að ráða fatlaða einstaklinga í vinnu. Þetta kom fram á fúndi sem Svæðisstjórn um málefni fatlaðra á Norðurlandi eystra og Félagsmálastofiiun boðuðu til með atvinnurekendum á Akureyri. A fúndinum kom fram að atvinnurekendur væri opnir fyrir því að veita fotluðum einstaklingum tækifæri á að spreyta sig. Jón Bjöms- son félagsmálastjóri sagði að verið væri að leita að þess konar vinnu sem fatlaðir gætu stundað til jafús við aðra. I rúmt ár hefur atvinnuleit fyrir fatlaða verið starfrækt á Akureyri og sagði Inga Magnúsdóttir starfs- maður atvinnuleitarinnar að á þeim tíma hefðu rúmlega fímmtíu manns skráð sig. Um þrjátíu hafa fengið starf, en leitað er að störfum fyrir um tuttugu fatlaða einstaklinga ýmist á vemduðum vinnustað eða á almennum vinnumarkaði. „Þetta fór vel af stað, en í vetur hefúr gengið heldur illa að útvega fólki vinnu. Það er kannski ekki undarlegt þegar fullfrískt fólk hef- ur gengið atvinnulaust, að fólk með hamlaða starfsgetu fái ekki vinnu. En sem betur fer er heldur að glæðast núna," sagði Inga. Á Akureyri eru starfandi tveir starfsskólar, báðir við Löngumýri, þar sem annars vegar unglingar og hins vegar fullorðnir eru búnir undir störf á vinnumarkaði. Magni Hjálmarsson í starfsskólanum við Löngumýri 15 sagði að frá því skólinn var stofnaður haustið 1985 hefðu sextán nemendur verið í skól- anum. Hluti af þeim er nú í starfi. sem skólinn hefði útvegað og sagði Magni að viðbrögð vinnuveitenda hefðu verið jákvæð er leitað var aðstoðar þeirra. 1 skólanum við Löngumýri 9 eru þrír sem gegna starfi á almennum vinnumarkaði, en fjórir eru í leit að vinnu. Sunneva Filipusdóttir sagði að það fólk sem Morgunblaðið/Rúnar Þór Atvinnurekendur eru jákvæðir gagnvart því að taka fatlaða einstaklinga í vinnu og reynsla þeirra af fötluðum starfsmönnum er yfirleitt góð. Þetta kom fram á fúndi sem Svæðisstjórn um málefni fatlaðra og Félagsmálastofiiun Akureyrar boðuðu til með vinnuveitendum. í skólanum væri vildi vinna og gæti unnið, en ekki hvaða starf sem væri. í máli vinnuveitenda kom fram mikil ánægja með störf þeirra fötl- uðu einstaklinga sem hjá fyrirtækj- um þeirra starfa. Brynleifur Halls- son frá Mjólkursamlaginu sagði að búið væri að ákveða að hafa ætíð eitt starf laust fyrir fatlaðan ein- stakling. Þórhalla Þórhallsdóttir frá Hagkaup sagði frá reynslu fyr- irtækisins af fötluðum, en hjá Hag- kaup starfa nú tíu andlega fatlaðir einstaklingar og tveir líkamlega fatlaðir. Á Kjötiðnaðarstöðinni vinna tveir fatlaðir einstaklingar og sagði Óskar Erlendsson að reynsla stöðvarinnar af þeim væri góð, fatlaðir væru mjög samviskus- amir starfsmenn. Fundarboðendur voru inntir eftir því hvort áætlanir þeirra hefðu gengið betur, verr eða jafnvel og upphaflega var haldið og svaraði Magni Hjálmarsson því til að í fyrstu hefði gengið ótrúlega vel. Bakslag hefði hins vegar komið í seglin í vetur. „Það er auðvitað erfltt að útvega fötluðum atvinnu þegar fullfrískir einstaklingar fá ekki vinnu. Ef atvinnuleysi verður varanlegt þá verðum við auðvitað að breyta okkar markmiðum í þá átt að búa fólk undir það að vera atvinnulaust,“ sagði Magni. Einnig kom fram fyrirspum varðandi það hvort ekki væri tíma- bært að kortleggja atvinnumarkað- inn á Akureyri með það í huga hvar fatlaðir einstaklingar hugsanT lega gætu fengið vinnu. Jón Bjöms- son sagði það vissulega ágætt markmið, en slíka kortlagningu þyrfti að endurskoða reglulega. Ifyrir nokkrum árum hefði vinnu- markaðurinn verið skoðaður gaum- gæfílega, en nú hefði óhemju mik- ið af störfum sem hentuðu fötluð- um horfíð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.