Morgunblaðið - 06.05.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.05.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1989 Tíu sækja um Dómkirkjuna TÍU prestar hafa sótt um starf Dómkirkjuprests, en umsóknar- frestur rann út í gær. Fjórtán kjörmenn kjósa á milli umsækj- enda, en kjörfundur verður væntanlega haldinn innan tveggja vikna. Einn umsækjenda óskaði nafn- leyndar en hinir eru: Auður Eir Vilhjálmsdóttir, Guðmundur Öm Ragnarsson, Gunnar Bjömsson, Hjálmar Jónsson, Jakob Ágúst Hjálmarsson, Karl Valgarður Matt- híasson, Kristinn Ágúst Friðfinns- son, Sigfús Jón Árnason og Sigurð- ur Pálsson. Kjörmenn em aðal- og varamenn sóknamefndar, en dómprófastur, Ólafur Skúlason, stýrir kjörfundi þegar kosið verður. Kosið verður leynilegri kosningu. Húsnæðislán; Þak sett á vexti við 4,5% VEXTIR af húsnæðislánum verða ekki hærri en 4,5% að kröfu Alþýðubandalagsmanna. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra segir það vera í samræmi við sína stefhu, að Ríkisendur- vaxtamunur á lántökum ug lán- veitingum húsnæðislánakerfisins verði ekki meiri en eitt prósentu- stig. Jóhanna kveðst ekki enn viss um að frumvarpið geti orðið að lögum á þessu þingi. „Ég er samt bjartsýn á að þetta mál geti orðið að lögum og þingi ljúki þá ekki fyrr en það er orðið,“ sagði hún. Tvísköttun lífeyrisiðgjalda: Banaslys í Kópavogi Rúmlega tvítugur maður úr Garðabæ lést þegar mótorhjól, sem hann ók, skall aftan á kyrr- stæðri bifreið á mótum Kringlumýrarbrautar og Hafti- arQarðarvegar á fimmtudags- kvöld. Slysið varð skömmu fyrir klukkan 19. Maðurinn ók mótor- hjóli sínu suður Kringlumýrar- braut. Skammt sunnan við brúna yfir Kársnesbraut í Kópavogi var kyrrstæð bifreið á vinstri akrein. Bifreiðin hafði verið skilin eftir með blikkandi aðvörunarljósum, þar sem sprungið var á einu dekki. Mótorhjól mannsins skall aftan á bifreiðinni og kom eldur upp í báðum ökutækjunum. Mað- urinn kastaðist af hjólinu og var meðvitundarlaus þegar að var komið. Hann var fluttur í slysa- deild, þar sem hann var úrskurð- aður iátinn. Ekki er unnt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu. Frá slysstað á fimmtudagskvöld. Morgunblaðið/Júlíus skoðun geri úttekt á sölu Siglósíldar NÍU þingmenn Sjálfstæðis- flokksins hafa óskað eftir því við forseta Sameinaðs þings að hann feli Ríkisendurskoð- un að gera sérstaka úttekt á sölu Siglósíldar til Sigló hf. Tilefhi þessa eru ásakanir Ólafs Ragnars Grímssonar, Qármálaráðherra, í fyrir- spumartíma í gær, á hendur fyrrverandi Qármálaráð- herrum Sjálfstæðisflokksins, um að þeir hafi gefið ríkis- fyrirtæki flokksgæðingum sínum. Þingmennirnir fóru fram á það að úttekt yrði gerð á sölu- verði og ástandi eigna við sölu, tapi fyrirtækisins 10 ár aftur í tímann fyrir sölu þess og upp- lýsingar um skuldbreytingar til þess, í samanburði við skuld- breytingar og niðurfellingu gjalda til Nútímans og fyrir- tækisins Svarts á hvítu. Einnig var farið fram á úttekt á trygg- ingum Landsbanka íslands vegna skulda Sambands íslenskra samvinnufélaga, svo og stöðu ríkissjóðs, fyrstu fjóra mánuði ársins. Sjá bls. 24: „Óskað þingvíta á fjármálaráð- herra.“ Veð Arnar- flugs metin VEÐ sem eigendur Arnar- flugs hf. hafa lagt fram vegna væntanlegrar fyrir- greiðslu rikissjóðs við félagið em nú til athugunar hjá Ríkisábyrgðarsjóði. Þórhall- ur Arason skrifstofiisfjóri Qármálaráðuneytisins sagði að eftir helgi væri von á mati sjóðsins á þvi hversu góð þessi veð væm og yrði Amarflugi síðan svarað. Þotan sem ríkissjóður eign- aðist fyrr á þessu ári vegna ábyrgða fyrir Arnarflug stend- ur enn á Keflavíkurflugvelli. Þórhallur sagði að töluvert hefði verið um fyrirspumir vegna hennar og nú væru tveir kaupendur að athuga málin. i ' Jóhanna var spurð hvort enn væri jafn mikilvægt að frumvarpið yrði að lögum á þessu þingi, þar sem fresta á gildistöku þess um tvo og hálfan mánuð, frá 1. september til 15. nóvember. „Já, það hefur ekkert breyst í því efni,“ sagði hún. Jóhanna segir að það sé opið að milliþinganefnd vinni í sumar að lagfæringum á frumvarpinu. Tillög- ur nefndarinnar þurfa ekki að koma fyrir Alþingi nema þær kalli á laga- breytingu, segir hún. Alþýðubandalagið hefur krafist þess að vaxtahækkanir á húsnæðis- lánakerfinu sem fyrir er verði ekki meiri en um hálft til eitt prósentu- stig og komi vaxtabætur á móti því. Með því móti hækka vextir af lánunum ekki meira en í 4,5%. „Mér finnst eðlilegra að hafa vext- ina ekki eins mikið niðurgreidda til allra, án tillits til tekna, og mæta heldur þeim sem hafa minni tekjur með vaxtabótum,“ segir Geir Gunn- arsson. Hann segir skilyrðin um vextina ekki bundin tímamörkum. „Auðvitað getur næsta ríkisstjórn breytt lögum, nýr meirihluti getur gert það, við tryggjum auðvitað aldrei neitt fram yfir þann tíma sem við erum sjálfir í stjóm,“ segir hann. 4% launa oft tvísköttuð FARI lífeyrisgreiðslur til fólks yfir skattleysismörk, er framlag þess i lifeyrissjóð í mörgum til- vikum tvískattað. Framlagið nemur 4% af launum. Lagfæring á þessu er eitt af því sem heitið er í yfírlýsingu ríkisstjórnarinn- ar til Alþýðusambandsins vegna nýgerðra kjarasamninga. „Eins og kerfíð er í dag borga menn skatt af sínu framlagi, það er að segja þeim íjórum prósentum sem dregin em af þínum launum og mínum,“ segir Ásmundur Stef- ánsson forseti ASÍ. „Þegar síðan kemur til lífeyrisgreiðslu, úr lífeyr- Visa kærir Eurocard VISA ísland heftir kært Euro- card á íslandi og Auglýsinga- þjónustu GBB fyrir meint brot á siðareglum Sambands íslenskra auglýsingastofa og lögum um óréttmæta viðskiptahætti vegna auglýsinga sem að undanlomu hafa birst i flölmiðlum. Þess er krafist að birting auglýs- inganna sé tafarlaust stöðvuð og aðstandendur þeirra verði látnir sæta viðurlögum venjum sam- kvæmt. Kæran hefur verið send samkeppnisnefnd Verðlagsstofnun- ar og siðanefnd SÍA. Morgunblaðið/Júlíus Slapp án alvarlegra meiðsla Ekið var á þrettán ára dreng á reiðhjóli á mótum Háaleitisbrautar og Miklubrautar í gærkvöldi. Drengurinn var fluttur á slysadeild Borgarspítalans, en meiðsli hans vom ekki talin alvarleg. Telur stjóm Visa að auglýs- ingamar bijóti ótvírætt í bága við lög um óréttmæta viðskiptahætti vegna rangra og villandi upplýs- inga, óviðurkvæmilegra aðdrótt- anna, og einnig í bága við reglur um flutning auglýsinga í Ríkisút- varpi og sjónvarpi vegna megnrar ádeilu og ósanngjams samanburðar við aðra vöm og þjónustu. issjóðunum, þá em þær greiðslur skattlagðar, svo fremi þær fari yfir skattleysismörk. Því er að veruleg- um hluta um að ræða að skattur er lagður tvisvar á sama fé.“ Ásmundur kveðst ekki treysta sér til að meta hve stórar upphæð- ir sé um að ræða. „En þetta er mjög óréttlátt og það er auðvitað fleira í sambandi við þessa þætti sem þarf að skoða því að eins og lífeyriskerfíð er, leiðir greiðsla í lífeyrissjóð, ef hún fer yfir ákveðin mörk, til þess að sparast í tekju- tryggingu fyrir ríkissjóð og öll þessi mál þarf auðvitað að fara yfir og skoða,“ sagði hann. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra kveðst ekki heldur hafa tiltækar tölur yfir þessa tvísköttun. „Það veit í rauninni eng- inn á þessu stigi, það er líka bara mál sem á að athuga og skoða,“ sagði Ólafur. Hópur íþróttaáhugamanna: Rætt um framboð til borgarstjórnar Vilja byggja átta íþróttahús á kjörtímabilinu HÓPUR íþróttaáhugamanna í Reykjavík, einkum úr félögum sem ekki eiga eigið íþróttahúsnæði, hefur komið óformlega saman undan- farið og rætt ýmsar leiðir til þess að fá auknar fjárveitingar til byggingar iþróttahúsnæðis á vegum íþróttafélaganna í borginni. Eitt af því, sem hópurinn heftir rætt um, er að bjóða fram sér- stakan lista við næstu borgarstjómarkosningar til þess að berjast fyrir þessu máli. Rætt heftir verið um að helzta atriðið í stefnuskrá listans gæti þá orðið kð byggja tvö íþróttahús á ári á næsta kjörtíma- bili. Sigfús Ægir Árnason, formaður Tennis- og badmintonfélags' Reykjavíkur, staðfesti að umræður um borgarstjórnarframboð hefðu átt sér stað og að hann hefði tekið þátt í þeim. Hann tók hins vegar fram að það væri aðeins einn þeirra möguleika, sem væru ræddir. Mark- .miðið væri fyrst og fremst að vekja athygli á slæmri aðstöðu margra íþróttafélaga og ófullnægjandi fjár- veitingum, og reyna að fá fram úrbætur. Sigfús sagði að ákveðnar efa- semdir ríktu um vilja bæði minni- hlutaflokkanna og meirihluta Sjálf- stæðisflokksins til þess að gera eitt- hvað í húsnæðismálum félaganna. „Við sjáum ekki fram á að neitt verði gert á næstunni til þess að félög í nýrri hverfum geti komið sér upp húsum, til dæmis ÍR; Leikn- ir, Fylkir, Víkingur, Fram, Iþrótta- félag fatlaðra og nýja félagið í Graf- arvoginum. Það er óviðunandi að- staða að hafa aðeins upp á að hlaupa þá tíma í skólaíþróttahúsum, sem skólamir nýta ekki. Slíkt jafn- ast engan veginn á við það, sem félögin í eldri hverfunum njóta, til dæmis KR, Valur eða við hér í TBR,“sagði Sigfús. Sigfús sagði að í hinum óform- lega hópi, sem hefði rætt þessar hugmyndir, væri fólk úr öllum flokkum, sem ætti það sameiginlegt að koma úr hverfum, sem ekki ættu eigið íþróttahúsnæði, en utn- ræður um aðgerðir væru stutt á veg komnar. í*|/ . filjUllH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.