Morgunblaðið - 06.05.1989, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 06.05.1989, Qupperneq 44
JBTÆFJFÆAfÆSr Aukin þægindi ofar skýjum FLUGLEIÐIR LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 80 KR. Alhvítur steinbítur Dráttarbátur dregur TF-AFM til lands við Kristiansand. Morgunblaðið/Fædrelandsvennen Ekki talið að leki hafi komið að geymum Flugmennimir heppnir að vera á lífi, segja rannsóknarmenn í Kristiansand í Noregi FULLVIST er talið að flugvélin TF-AFM, sem nauðlenti í sjónum við Kristiansand í Noregi á mið- vikudagskvöld, hafí orðið benz- ínlaus. Að sögn rannsóknar- manns lögreglunnar í Kristian- sand, Tangstad að nafni, voru um 12 lítrar í geymum vélarinn- ar, afgangseldsneyti sem benzín- dælurnar ná ekki til. Nú er unn- ið að því að athuga hvort elds- neytismælir hafí verið bilaður, en að sögfn flugmanns vélarinnar sýndu mælar um 140 Iítra í tönk- unum, sem hefðu átt að nægja til klukkustundarflugs í viðbót. Rannsóknarnefíid lögreglunnar telur að ekki hafí komið leki að tönkunum. Vélin kom niður á grunnsævi, og dró dráttarbátur hana á land seint í fyrrakvöld. Að sögn Tang- stads er hún mikið skemmd. „Þeir eru heppnir að vera á lífi, flugstjórn- arklefinn er mölbrotinn," sagði hann. Hann taldi vélina ónýta að öðru leyti en því að hugsanlegt væri að nýta hreyflana. Gunnar Þorvaldsson, sem flaug vélinni, á að útskrifast af sjúkrahús- inu í Kristiansand í dag, en Stefán Árnason félagi hans verður í nokkra daga í viðbót. Gunnar slapp með skrámur úr slysinu, en Stefán hand- ar-, handleggs- og viðbeinsbrotnaði. Kjaradeiia BHMR og ríkisins; Aðilar nánast í sömu spor- um eftir mánaðarverKfell tilEyja Vestmannaeyjum. Náttúrugripasafíiinu í Vest- mannaeyjum barst í gær al- hvítur steinbítur en ekki er vitað til þess að hvítur stein- bítur hafi sést hér áður. Það voru skipveijar á Gandí sem veiddu hvitingjann. Tókst þeim að halda lífínu í honum og komu með hann til Vest- mannaeyja í gær. Fiskurinn var orðinn talsvert slappur þegar hann kom í safíiið, en þegar leið á daginn hresstist hann og var farinn að synda um í búri sínu. Kristján Egilsson safnvörður sagðist ekki hafa heyrt getið um hvítan steinbít áður. Hann sagði að hvít afbrigði af laxi, grá- sleppu og kola hefðu komið í safnið og hann hefði heyrt getið um hvíta ýsu og lúðu. Erfítt væri að fullyrða um hvort fiskur þessi væri einsdæmi, en alltjent hefðu þeir sem hann hefði haft samband við og vel þekktu til aldrei áður heyrt getið um hvítan steinbít. Grímur Morgunblaðið/Sigurgeir Steinbítshvítinginn í Vest- mannaeyjum ásamt frænda sínum sem telst eðlilegur á lit. -4ÍR0N flytur inn smjörlíki KAUPFÉLAG Reykjavíkur og ná- grennis hefur fengið leyfi við- skiptaráðuneytisins til að flytja inn 20 tonn af smjörlíki. Að sögn Snævars Guðmundssonar hjá KRON er þama um tilraun að ræða. Hann sagði að það færi eftir viðtökum viðskiptavina KRON hvort um frekari innflutning yrði að ræða. Þetta er sama magn og Hagkaup fékk leyfi til að flytja inn fyrir skömmu. GUÐLAUGUR Þorvaldsson, ríkis- sáttasemjari, sagði í gærkveldi að loknum samningafundi Bandalags háskólamenntaðra ríkisstarfs- manna og sljómvalda að það væri flarri lagi að deiluaðilar hefðu nálgast, en þeir skiptust á tilboð- um í gær og í fyrrinótt. Lokatil- raun verði gerð á fundi sem hann heftir boðað klukkan 14 í dag til að koma viðræðum á rekspöl. Beri það ekki árangur, muni hann slíta fundi án þess að boða til annars. Svavar Gestsson, mennta- málaráðherra, sagði við umræður á Alþingi í gær að um helgina yrði gerð úrslitatilraun til að ná samkomulagi. Hann upplýsti að hann hefði boðað skólameistara framhaldsskólanna og fræðslu- syóra umdæmanna til fundar við sig á mánudag, en ráðherra tók fram að engar ákvarðanir yrðu teknar fyrr en eftir verkfall um hvernig lokum skólahalds verður háttað. í dag er mánuður liðinn frá því verkfall ellefu félaga í BHMR hófst og hið tólfta bættist í hópinn 11. apríl. Stjórnvöld gerðu BHMR tilboð í fyrrinótt eftir dægurlangan samn- ingafund og BHMR svaraði með gagntilboði seinnipartinn í gær. Til- boð ríkisins er um samning fram á mitt næsta ár. Samkvæmt því kemur 3,35% hækkun á laun 1. maí, 1,25% 1. september, 1,25% 1. nóvember og 2% 1. janúar. Breytingar eru gerðar á próf- og starfsaldurskerfi. Kemur það í stað flokkatilfærslna og er metið á liðlega 0,5%. Þá er gert ráð fyrir endurskoðun á námsmatskerf- inu, sem komi til framkvæmda í maí á næsta ári og er talið jafngilda 1,5% launahækkun að meðaltali. Ef al- mennar launahækkanir á fyrrihluta næsta árs verða meiri en kveðið er á um í tilboðinu er réttur til endur- skoðunar. Gerð er tillaga um breyt- ingu á endurmenntunarmálum þann- ig að til sameiginlegs endurmenntun- arsjóðs renni 1% af föstum launum. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur BHMR í gagntilboði sínu meðal annars lækkað kröfu sína um lágmarkslaun úr 71.500 krónum í 69.500 krónur og breytingar á hvernig menntun skuli metin til launa hafa verið færðar til síðari hluta árs- ins. Ekki var hægt að fá nánari upp- lýsingar um tilboð BHMR. Bent var á að samkvæmt lögum væri það sem fram færi á sáttafundum hjá ríkis- sáttasemjara trúnaðarmál. „í tilboði BHMR er ekkert nýtt sem gefur tilefni til þess að samning- ar takist. Það er öllum upphaflegu kröfunum í meginatriðum haldið til streitu og það er ennþá farið fram á marga tugi prósenta umfram það sem samið var um við aðra,“ sagði Indriði H. Þorláksson, formaður Samninganefndar ríkisins. Aðspurð- ur sagði hann tilboð BHMR alls ekki vera umræðugrundvöll. Wincie Jóhannsdóttir, formaður Hins íslenska kennarafélags, sagði að tilboð ríkisins hefði komið há- skólamönnum á óvart. Þau héldu að menn hefðu verið búnir að koma sér saman um að skoða möguleika á samningi til lengri tíma, en með því móti hefði verið hægt að liðka fyrir í sambandi við það sem kæmi á styttri tíma. Þetta tilboð hefði verið það sama og þau væru búin að fá þrisvar eða fiórum sinnum áður. Sjá ennfremur fréttir á bls. 4 og þingsíðu á bls. 24. Skoðanakönnun Félagsvísindastofiiunar: 54% þeirra sem taka afstöðu hlynntir umsókn um EB-aðild Þriðjungur óákveðinn - mestur stuðningur hjá ungu fólki ÍSLENDINGAR skiptast í þijá álíka stóra hópa hvað afstöðu til hugsanlegrar inngöngu íslands í Evrópubandalagið varðar. I nýrrí skoðanakönnun, sem Fé- lagsvísindastofhun Háskóla ís- lands hefur gert fyrir Morgun- blaðið, kemur I ljós að 35,2% te^ja æskilegt að íslendingar sæki um aðild að EB, 29,4% telja það óæskilegt og 35,4% eru óvissir í afstöðu sinni. Sé ein- göngu litið á þá, sem afstöðu tóku til spurningarínnar „telur þú æskilegt eða óæskilegt að Island sæki um aðild að Evrópu- bandalaginu?", telja 54% það æskilegt, en 46% telja það óæski- legt. I niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að stuðningur við umsókn íslands um aðild að EB er langmestur meðal yngsta hóps- ins. 52% aðspurðra á aldrinum 18-24 ára telja æskilegt að sækja um inngöngu, og voru jafnframt fæstir óákveðnir í þeim hópi, eða 24,2%. Hlutfall óákveðinna í öðrum aldurshópum var svipað, 35%-38%. Eldri hóparnir eru hins vegar í minna mæli hlynntir umsókn um aðild að EB og á hún minnstan stuðning meðal fólks á sextugs- aldri, eða 21,7%. Kjósendur Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks virðast hlynntastir EB. 47,9% kjósenda Sjálfstæðis- flokks töldu umsókn æskilega, en 41,2% Alþýðuflokkskjósenda. And- staða við EB var mest meðal kjós- enda Alþýðubandalags; 47,5%. Svör fengust frá alls 1.046 manns, en upphaflegt úrtak var 1.500 manns, valið af handahófí úr þjóðskrá. Svarendur eru á aldr- inum 18-75 ára, búsettir um allt land. Sjá ennfremur á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.