Morgunblaðið - 06.05.1989, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.05.1989, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1989 3 --------FLUGLEIDIR---- OFAROGOFAR NÝJUSTU FRÉTTIR FYRIR VIÐSKIPTAVINI • MAÍ 1989 „Betri stofa“ á Heathrow-flugvelli Nú í byrjun maí var opnuð níunda „Betri stofa“ Flugleiða. Þessi nýjasti landvinningur er á Heathrow- flugvelli í London. „Betri stofurnar' eru hugsaðar sem rólegur hvíldarstaður eða jafnvel vinnuaðstaða þar sem mikilvægustu farþegar félagsins, Saga Class farþegar, eru lausir við þann ys og þys sem gjarnan fylgir stórum alþjóðaflugvöllum. Nýja „Betri stofan" í London er rúmgóð og vistleg „vin“ á flugvellinum. Hún er staðsett hægra megin við gangveginn að hliðum 14-30 þar sem Flugleiðaþoturnar eru jafnan staðsettar. Örstutt er þaðan á fríhafnarsvæði flugvallarins. GOÐIRISLENDINGAR ALDÍS KEMUR í DAG! Tískusumar í Saga Boutique r Isumar kynnum við 36 nýjar vörur í Saga Boutique, toll- frjálsu versluninni fýrir alla um borð í millilandaflugvélum Flugleiða. Dior, Elisabet Arden, Orlane, Guerlain, Clarins, Fendi, Bucheron og Boss Sport eru allt heimsþekkt nöfn sem eru ný í snyrtivörulínu Saga Boutique í sumar. Tískuvarningur frá Chanel, Richel, Dior, Nina Ricci og Pierre Cardin verður einnig nýr í sumar. Auk þess skörtum við nýjum nöfnum eins og Cross, Philips, Swatch, Mary Quant og Ray-Ban. Nýr og glæsilega myndskreyttur Saga Boutique bæklingur liggur frammi hjá ferðaskrifstofunum og söluskrifstofum Flugleiða frá miðjum maí. Velkomin heim í dag, Aldís. Aldís heitir hún, nýjasta og fullkomnasta flugvél íslendinga, nýja Boeing 737-400 þota Flugleiða. Aldís er ein fullkomnasta þota í heimi. Fyrir farþega er Aldís draumaflugvél. Um borð eru 156 sæti, þar af 60 á Saga Class. Nýjasta hönnun í flugvélasætum þýðir bestu þægindi fyrir farþega og gefur aukið sætabil. Það er hátt til lofts og vítt til veggja hjá Aldísi. Farþegarýmið er hannað með það fyrir augum að gefa farþegum sem best rými og er undirstrikað með sérstakri lýsingu. Skápar fyrir handfarangur eru af stærstu gerð. Jafnþrýstibúnaður Aldísar er sá besti sinnar tegundar og loftræsikerfið sömuleiðis. Boeing 737-400, eins og Aldís, eru með hljóðlátustu þotum í heimi og farþegarými þeirra er sérstaklega hljóðeinangrað. Aldís er búin sjálfvirkum stýribúnaði, sjálfvirkri eldsneytisgjöf, sjálfvirkum hemlunarbúnaði, litaratsjá til að forðast ókyrrð, stýrikerfi til að velja hagkvæmustu flughæð miðað við veður og vinda, tölvubanka sem geymir upplýsingar um hundruð flugvalla og -leiða sem flugmennirnir geta valið um. Með tilkomu Aldísar og systurflugvélarinnar, nýjustu og fullkomnustu flugvéla í heimi, bjóða Flugleiðir aukna stundvísi í Evrópuflugi. Þessi flugvél er fyrsta skrefið í þeirri stefnu Flugleiða að vera með einn yngsta flugflota í Evrópu. Víðtækur undirbúningur hefur staðið yfir hjá Flugleiðum vegna komu nýju Boeing 737-400 þotnanna. Þrjátíu og sex flugmenn hafa hlotið tveggja mánaða þjálfun á flugvélarnar, þjálfun 80 flugvirkja hefur staðið yfir sl. 8 mánuði, 253 flugfreyjur eru að öðlast réttindi á flugvélamar, 20 flugumsjónar- menn hafa réttindi og fjölmargir stjórnendur Flugleiða hafa undirbúið sig fyrir komu Aldísar. Aldís er fyrsta dísin í flugflota íslendinga. Flugleiðir hafa gert hana þannig úr garði að hún er draumadís farþeganna. Sjáumst um borð í sumar! Flugleiðir tilkynna brottför til Strumpalands Strumpaland, stærsti og glæsilegasti skemmti- garður Evrópu, var að opna skammt frá einum aðaláfangastað Flugleiða á meginlandinu - Luxemborg. Þessi nýi ævintýra- heimur Strumpanna er líka skammt frá París og Frankfurt. Það er tilvalið að heimsækja Stmmpana í Strumpaþorp, koma við í Vdliálfu, skoða Vatnaborgina, ferðast um Málmplánetuna eða taka þátt í gleðinni á Evróputorginu. Fjörutíu hektarar þar sem allt úir og grúir af leiktækjum, furðu- fyrirbærum, verslunum og veitingastöðum. í Strumpalandi er stærsti rússibani í Evrópu. Allir Flugleiðafarþegar til Evrópu, ungir og gamlir, stórir sem smáir, eiga erindi við Strumpana. Eftir ánægjulega flugferð með okkur er aðeins um klukkustundar akstur frá Luxemborg í áttina að Metz í Frakklandi. Þar er Stmmpaland. P.S. Allir íslendingar fá kærar kveðjur frá Æðsta stmmp sem stmmpaðist til íslands að kynna Stmmpálandið sitt. Lónið - nýjung í veitingalífi Reykjavíkur Eftir nokkra daga verða allir sem koma á Hótel Loftleiðir undrandi á þeim miklu endurbótum sem verið er að gera á anddyri hótelsins. Glæsileiki þess mun gefa hótelinu nýjan svip. En við emm ekki bara að breyta breytinganna vegna. Nú er aðeins að Ijúka fyrsta áfanga í mikilli áætlun sem miðar að þvi að sníða þetta trausta hótel sem best að þörfum kröfuharðra ferða- manna. Gamli góði þjónustuandinn hjá starfsfólkinu ríkir enn sem fyrr. Nýja anddyrið sem verður tilbúið eftir nokkra daga heitir Lónið og verður framvegis hjarta Hótels Loftleiða. Þar veitum við morgunverðarþjónustu í garðskála, þar verður stór setustofa með þægilegustu leðurhúsgögnum og stór bar ásamt veitingasal með hagstætt verðlag. Blómasalurinn ■góðkunni með sína rómuðu þjónustu verður á sínum stað. Nýir matseðlar í tilefni af þessum tímamótum. Mikið af gróðri, marmari, teppi og parket setja lokapunktinn yfir hið víðáttumikla en hlýlega og notalega anddyri. Það verður gaman að sjá þig á Hótel Loftleiðum. Helgi í Helsinki - Stokkhólmur í kaupbæti Flugleiðir bjóða sérstaklega ódýrar helgarferðir til Finnlands í sumar. Helsinki er góð heim að sækja og hún býr yfir sérstæðum karakter. Helgarferð með flugfari og hóteli frá fimmtudegi til mánu- dags kostar frá 24.000.- kr., miðað við tvo í tveggja manna herbergi. Þetta er ódýr sumarauki í listafagurri borg! Við eigum líka góða hugmynd fyrir væntanlega Finnlandsfara sem aðeins kostar 3.000.- kr. meira fyrir manninn ef tveir ferðast og búa í sama herbergi. Það er sama fjögurra daga helgarferðin en tveir sólarhringar um borð í lúxus- ferju sem siglir til Stokkhólms. Skipið er í rauninni fljótandi borg með nokkrum veitingastöðum, börum, diskóteki, skemmtistað með lifandi tónlist, sundlaug, sauna og tónlist. Þetta er uppskrift að draumaferð á lofti, láði og legi AUK/SlA k110d98-377

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.