Morgunblaðið - 06.05.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1989
7
Silungsveiði í vötn
um hófst 1. maí
Stangaveiði fyrir silung í vötnum
hófst 1. maí síðast liðinn og sam-
kvæmt hefð fjölmenntu áhugasamir
Bandaríkin;
Markaða
leitað fyrir
lambakjöt
veiðimenn í Elliðavatn og Hellu-
vatn. Um 200 manns voru þar að
veiðum þegar mest var, enda
blíðskaparveður þótt nokkuð vetr-
arlegt væri enn um að litast eins
og meðfylgjandi mynd frá Hellu-
vatni ber með sér.
Veiðin var rýr, enda vötnin enn
köld, þó veiddust nokkrir urriðar,
allt að 3 punda. Betur gekk í Vífil-
staðavatni, enda hlýrra og minna.
Þar veiddist nokkuð vel, en þeir sem
lögðu leið sína að Þingvallavatni
komu að ísilögðu vatni og horfðu á
heiðlóur fljúgandi yfir hvítum hjarn-
breiðum.
Eigum að svara
bréfiim fljjótt og vel
- segir forsætisráðherra
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra hefiir falið ráðuneyt-
isstjóra forsætisráðuneytisins að kanna hvemig standi á því að erind-
um Gauks Jörundssonar, umboðsmanns Alþingis, til ýmissa ráðu-
neyta hefiir verið svarað seint og illa. Gaukur hefur sent forsætisráð-
herra bréf, þar sem hann spyr hvort ráðuneyti fylgi ekki ákveðnum
starfsreglum um svör við erindum,
lengi.
„Ég hef óskað eftir því að þetta
verði kannað í framhaldi af öðru
bréfi, sem umboðsmaður skrifaði
fyrir nokkru og sent var til ráðu-
neytanna, um afgreiðslu ýmissa
erinda umboðsmanns. í svörum við
því bréfi kom ekki fram svar við
þessari spurningu hans,“ sagði for-
sætisráðherra í samtali við Morgun-
blaðið. Hann sagði að enn hefði
sérstaklega ef afgreiðsla dregst
aðeins borizt svar frá einu ráðu-
neyti varðandi seinna bréf umboðs-
mannsins.
„Ég er þeirrar skoðunar að það
eigi að svara bréfum fljótt og vel.
Við íslendingar ættum að læra og
losa okkur við þá skömm að vera
seinir til að svara bréfum. Ég svara
alltaf bréfum,“ sagði forsætisráð-
herra.
Á næstunni verður úr því skorið
hvort um útflutning á lambakjöti
til Bandaríkjanna verður að
ræða á þessu ári, en bandarískt
þróunarfyrirtæki vinnur nú að
því fyrir Markaðsnefnd land-
búnaðarins og Útflutningsráð að
afla viðskiptatengsla og veita
leiðbeiningar um niðurhlutun
kjötsins og pökkun. Að sögn
Auðuns Bjama Ólafssonar fram-
kvæmdastjóra Markaðsnefndar-
innar er fyrst og fremst stefiit
að því að selja kjötið til veitinga-
húsa og hótela, en ekki era tald-
ar líkur á hagnaði af viðskiptun-
um að svo stöddu þar sem lágt
verð fáist fyrir lambakjöt í
Bandaríkjunum.
Auðunn Bjarni sagði að á annað
ár hefðu verið kannaðir möguleikar
á að selja íslenskt lambakjöt á
Bandaríkjamarkaði. Neysla á
lambakjöti væri þar hverfandi lítil
í samanburði við aðrar kjöttegund-
ir, en þó hefði hún eitthvað aukist
upp á síðkastið. Það þýddi þó ekki
að hærra verð fengist greitt fyrir
kjötið, og þrátt fyrir að lögð hafi
verið áhersla á að komast í við-
skiptasambönd við dýrari veitinga-
hús og hótel, þá virtist sem afrakst-
urinn af viðskiptunum yrði sáralít-
ill, og því ekki líklegt að útflutning-
urinn skilaði neinu umfram það sem
fengist fyrir kjötið annars staðar.
Það kjöt sem um væri að ræða að
selja á Bandaríkjamarkaði þyrfti
að vera sérstaklega snyrt og með-
höndlað, og fyrir það fengjust að-
eins um 100-150 kr. að meðaltali
fyrir kflóið, en ef miðað væri við
verð á heilum skrokkum þá væri
um að ræða 70 króna grunnverð
fyrir hvert kíló.
Kópavogur;
Fundur um
verndun
Fossvogsdals
BÆJARSTJÓRN Kópavogs og
Samtök um veradun Fossvogsdals,
halda baráttuftind í íþróttahúsi
Snælandsskóla, í dag, laugardag,
kl. 14. Á fundinum verða kynnt
sjónarmið þeirra, sem vilja að
Fossvogsdalur verði útivistar-
svæði.
Ræðumenn fundarins verða Heim-
ir Pálsson forseti bæjarstjómar
Kópavogs, dr. Sigmundur Guð-
bjarnason rektor Háskóla íslands,
Magnús Harðarson formaður
íþróttafélags Kópavogs, Brynjólfur
Jónsson skógræktarfræðingur og
einn fulltrúi Samtaka um verndun
Fossvogsdals. Fundarstjóri er Kristj-
án Guðmundsson bæjarstjóri. Á
fundinum verða kynntar og skýrðar
skipulagshugmyndir að Fossvogsdal.
Hornaflokkur Kópavogs og Skóla-
hljómsveit Kópavogs undir stjóm
Össurar Geirssonar leika á fundinum
og fyrir utan fundarstað. Skólakór
Kársness undir stjóm Þórunnar
Bjömsdóttur og kór Snælandsskóla
undri stjórn Björns Þórarinssonar
syngja.
ALÞJÓÐLEG
MATVÆLASÝNING
í Laugardalshöll 5. — 12. maí.
IAIþjóölega matvælasýningin lcefood ’89 er hafin. Sýningin
stendur yfir til 12. maí n.k. Hér er á ferðinni átta daga
fjölskylduveisla þar sem bryddaö veröur m.a. upp á skemmtilegu
kynningarefni, bragöbætt meö Ijúffengum mat og drykk frá
fjölmörgum innlendum og erlendum fyrirtækjum.
Á sýningunni kennirýmsra grasa. Meðal annars sér Klúbbur
matreiðslumeistara um sýnikennslu í sérstöku sviðseldhúsi alla
sýningardagana frá kl. 18.30 til 21.30 (1/2 klst. í senn). Þarverða
daglega uppákomur og m.a. koma þarfram tveir heimsþekktir
matreiðslumeistarar, þeir Roland Czekelius og Bent Stiansen.
Einnig bregða ýmis þekkt andlit úr íslensku þjóðfélagi á sig betri
svuntuna og kenna landanum t.d. að sjóða velling á nýstárlegan máta.
Á hverjum degi verður dreginn út veglegur vinningur sem er kvöldverður
fyrir tvo á góðu hóteli eða veitingastað fyrir upphæð allt að kr. 6.000,-.
(lok sýningar verður dregið úr öllum seldum aðgöngumiðum og er t
verðlaun stórkostleg sælkeraferð til Parísar fyrir tvo.
í tengslum við sýninguna veröa eftirfarandi hótel og veitingastaöir með sérstaka
sjávarréttahátíð sem nefnist 'lceland seafood festival". Þau eru: Hótel Holt,
Hótel Saga, Café Ópera, Livingstone Mávur, Gaukur á Stöng, Arnarhóll og
Vetrarbrautin.
Þess skal getið að Flugleiðir bjóða sérstakan afslátt á innanlandsflugi
fyrir sýningargesti utan af landi (aðgöngumiði innifalinn). Nánari
upplýsingar fást hjá feröaskrifstofunum, söluskrifstofum og umboðs-
mönnum Flugleiða um land allt.
Sýningin er opin almenningi sem hér segir:
Föstudaginn 5. maí frá kl. 18.00 - 22.00.
Laugardaginn 6. maí og sunnudaginn 7. maí frá kl. 14.00 - 22.00.
Frá og með mánudeginum 8. maí til föstudagsins 12. maí verður
sýningin opin almenningi frá kl. 18.00 - 22.00.
„Et, drekk ok verglaðr!“