Morgunblaðið - 06.05.1989, Page 29

Morgunblaðið - 06.05.1989, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1989 29 Hátíðarmessa í Hallgrímskirkj u Sunnudaginn 7. maí kl. 11 verður hátíðarmessa í kirkjunni. Séra Ólaf- ur Skúlason, vígslubiskup og ný- kjörinn biskup íslands, prédikar. Kór Akureyrarkirkju syngur við messuna og flytur ásamt hljóð- færaleikurum messu eftir Haydn. Margrét Bóasdóttir söngkona syng- ur og Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel. Sóknarprestarnir þjóna fyrir altari og altarisganga fer fram í messunni. Ég hvet fólk til að fjölmenna og býð þessa góðu gesti velkomna, sumir þeirra eru komnir um langan veg til þess að veita þjónustu sína. Þá hvet ég fólk til að sækja aðra liði listahátíðar: tónleika og leiksýn- ingar, en hátíðin stendur fram yfir hvítasunnu. Ragnar Fjalar Lárusson Hallgr ímskir kj a. Dagiir aldraðra í Fríkirkjunni DAGUR aldraðra verður hald- inn í Fríkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 7. maí. Guðsþjón- usta verður í kirkjunni klukkan 14 og er öldruðum saíhaðarfé- lögum sérstaklega boðið til hennar. Einsöngvari við guðsþjónustuna verður Guðlaugur Tryggvi Karls- son. Að guðsþjónustunni lokinni býður kvenfélag safnaðarins ti! kaffidrykkju. Undir borðum verða sungin sumarlög með aðstoð org- anistans, Pavel Smid og félaga úr kór kirkjunnar. Þeir sem óska eftir akstri til og frá kirkju eru beðnir að hafa sam- band í síma 14579 á föstudag klukkan 17 — 18 og á sunnudag klukkan 10 — 11. OPIÐ BRÉF til Önnu Guðnýjar Aradóttur, fram- kvæmdastjóra Ferðaskrifstofiinnar Útsýnar Þau hafa vakið mikla athygli ummæli þín í Ríkissjónvarpinu 1. maí sl., að innan skamms verði ekki aðrar ferðaskrifstofur á mark- aðnum en Útsýn, Samvinnuferðir— Landsýn og Úrval. Þeir sem trúa þessu hljóta þá jafnframt að trúa því að varasamt sé að bóka ferð með öðrum ferðaskrifstofum. Þama er ekki lítið sagt og eðli- legt að menn velti fyrir sér á hveiju það er byggt. Hvort afkoma Útsýn- ar, Samvinnuferða—Landsýnar og Úrvals hafi verið svona skínandi góð undanfarin 3 ár, meðan aðrar ferðaskrifstofur töpuðu öllu sínu. Eða hvort söluaukning hinna út- völdu hafi verið svona myndarleg á fyrstu mánuðum þessa árs meðan salan hmndi hjá okkur, sem ekki er hugað líf. Þó hér sé vegið að fleirum get ég aðeins svarað fyrir mitt fyrir- tæki. Hvað ferðaskrifstofuna Pólar- is varðar, get ég upplýst að rekstr- arhagnaður síðustu 3 árin hefur nánast tvöfaldað eigið fé fyrirtækis- ins og að hluthöfum var greiddur 10% arður öll árin. Sömuleiðis að velta Pólaris fyrstu 3 mánuði þessa árs hefur aukist um 30% frá fyrra ári. Nú væri fróðlegt ef þú upplýstir okkur á sama hátt um rekstraraf- komu Útsýnar síðustu 3 árin og þróun í sölu það sem af er þessu ári. Mig gmnar nefnilega að þær tölur gefi ekki tilefni til stóryrtra yfirlýsinga. Og ef spádómar þínir um langlífi eða dauða tiltekinna ferðaskrifstofa em ekki byggðir á rekstrarafkomu eða sölu, á hverju byggjast þær þá? Karl Sigurhjartarson, forstjóri Ferðaskrifst. Pólaris AUGL YSINGAR FUNDIR - MANNFA GNAÐIR Verkamanna- félagið Dagsbrún Félagsfundur verður haldinn mánúdaginn 8. maí kl. 13.00 í Bíóborginni (áður Austurbæjarbíó). Fundarefni: Nýir kjarasamningar. Dagsbrúnarmenn, komið beint úr vinnu og sýnið styrk ykkar með því að hafa fullt hús. Stjórn Dagsbrúnar. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Félagsfundur Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur fé- lagsfund mánudaginn 8. maí kl. 20.30 á Hótel Sögu, Átthagasal. Fundarefni: Nýgerður kjarasamningur. Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn. \/erzlunarmannafélag Reykjavíkur. Félagsfundur um kjarasamningana Félagsfundur Iðju, félags verksmiðjufólks, verður haldinn í Sóknarsalnum, Skipholti 50A, þriðjudaginn 9. maí kl. 17.00. Fundarefni: 1. Kjarasamningarnir. 2. Önnur mál. Iðjufélagar, fjölmennum á fundinn. Stjórn Iðju. SJÁLFSTJEÐISFLOKKURINN FÉLAGSSTARF Dalvík Kvöldverðarfundur í Sæluhúsinu sunnudag- inn 7. maí kl. 18.00. Fundarefni: Reikningar Dalvíkurbæjar 1988. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins mæta. Allt sjálfstæöisfólk velkomið. Sjálfstæðisfélag Dalvikur. Egilsstaðir - Fljótsdalshérað Aðalfundur í Sjálfstæðisfélagi Fljótsdalshéraðs verður haldinn i Vala- skjálf sunnudaginn 7. maí kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Nýir félagar velkomnir. . . Stjornm. Sjálfstæðismenn Suðurnesjum Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins i Reykjaneskjördæmi boð- ar hér með til fundar með stjórnum sjálfstæöisfélaga og fulltrúaráða i Grindavík, Njarðvíkum, Keflavik, Sandgerði, Garði og Vogum í Flug- hótelinu, Keflavík, mánudaginn 8. maí kl. 20.30. Dagskrá: 1. Kynning styrktarmannakerfis. 2. Önnur mál. . Stjornm. Sjálfstæðisfólk Sauðárkróki Sameiginlegur fundur sjálfstæðisfélaganna á Sauöárkróki verður í Sæborg mánudaginn 8. mai kl. 20.30. Fundarefni: 1. Styrktarmannakerfið. 2. Afmæli Sjálfstæðisflokksins. 3. Önnur mál. Kaffiveitingar. Stjórnirnar. Akureyri Sjálfstæðiskvennafélagið Vörn Fundur verður laugardaginn 6. maí kl. 12.00 á Hótel KEA. Dagskrá fundarins: Kosning fulltrúa á landssambandsþing sjálfstæð- iskvenna. Umræða um öldrunarmál á Akureyri. Framsögu hefur Birna Sigurbjörnsdóttir. Sjálfstæðiskonur, fjölmennum á þennan síðasta fund vetrarins. Stjórnin. smó auglýsingar Wélagslíf ps fnmhjólp [ dag kl. 14-17 er opiö hús í Þríbúðum, Hverfisgötu 42. Lítið inn og rabbið um vorið og veðr- ið. Heitt kaffi á könnunni. Við tökum saman lagið og syngjum kóra kl. 15.30. Takið með ykkur gesti. Allir velkomnir. Samhjálp. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn bænasamkoma i kvöld kl. 20.30. I5ÍJ Útivist Sunnudagur 7. mai Útivistardagur fjölskyldunnar - pylsuveisla Létt fjölskylduganga í Heiðmerk- urfriðlandi (ca 2 klst.). Brottför kl. 13 og heimkoma uppúr kl. 16.00. Ekið að Silungapolli og gengiö frá Höfuðleðurshól um Hraun- slóð að fallegri hringhlaðinni fjár- borg (Hólmsborg) og þaðan um Jaöarslóð og Heiðarveg að Sauðási þar sem pylsuveisla verður haldin. Það er orðið snjó- laust í Heiömörkinni og náttúran er að vakna til lífsins með fugla- söng og gróðurilm úr skógi. Verð 400,- kr., frítt f. börn 15 ára og yngri með foreldrum sinum. Kl. 10.30 Bláfjallaleiðin, 1. ferð. Fyrsta ferð af fjórum í ferða- syrpu, þar sem ætlunin er að ganga frá Bláfjöllum til Reykjavikur. Nú verður gengið i Heiðmörk. Verð 800,- kr. Brott- för f ferðirnar frá BSÍ, bensín- sölu. Sjáumstl Útivist, ferðafélag. Innanfélagsmót Skíða- deildar KR fer fram laugardaginn 6. maí (ath. breyttan tíma, áður auglýst 20. mai). Keppni hefst kl. 10. Nánari upplýsingar um dagskrá í símsvara deildarinnar, i síma 15015. Munið kaffisamsætiö að lokinni keppni. Stjórn Skíðadeildar KR. Krossinn Auðbrekku 2. 200 Kópavogur Samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Ath.: samkoma á morgun kl. 14.00. M Útivist Laugard. 6. maíkl. 10.30. Fugla- og náttúruskoðun- arferð á Suðurnes Fróðleg og skemmtileg ferð við allra hæfi og dálítiö sérstök. Leiðbeinandi verður að venju Árni Waag. Nú er timi umferöar farfuglanna. T.d. má búast við að sjá tildru, rauðbrysting, sand- erlu og margar aðrar áhugaverð- ar fuglategundir. Farið verður fyrst i Náttúrufræðistofu Kópa- vogs og síöan á Bessastaðanes (margæsir eru komnar). Þaðan er ekið til Suðurnesja og gengið frá Garðskagavita að Sandgerði og jafnvel Fuglavik (létt hress- ingarganga). Hugað að fleiru i náttúrunnar riki, t.d. sel. Þátt- takendur fá nafnalista og fjöldi tegunda verður talinn. Hafið sjónauka og fuglabók með- ferðis. Árleg ferð, tilvalin fyrir alla fjölskylduna. Brottför frá BSÍ, bensínsölu (i Hafnarfirði v/Sjóminjasafnið). Verð 1000 kr., frítt f. börn m. fullorðnum. Sjáumst. Útivist, ferðafélag. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Sunnudagur7. maí - Fuglaskoðunarferð á Suðurnes Kjörin fjölskylduferð. I fylgd sér- fræðinga geta þátttakendur lært að þekkja fugla og fræðst um lifnaðarhætti þeirra. Fuglaskrá Ferðafólagsins er merkileg heimild um þá fugla, sem sést hafa í þessum ferðum, en þetta er 19. ferðin síðan skráning hófst. í upphafi ferðar er far- þegum afhent Ijósrit af skránni og þykir mörgum afar áhugavert að sjá hvaða farfuglar eru komn- ir til landsins og bera saman við fyrri ár. Það verður viða staldrað við á leiðinni um Suðurnes og hugað að fuglum, m.a. á Álfta- nesi, i Hafnarfirði, á Garðskaga, í Sandgerði, Hafnabergi og víðar. Hafnaberg er athyglisvert fuglabjarg, þar sem sjá má allar bjargfuglategundir landsins að haftyrðlinum undanskildum. Af bjargbrúninni má sjá til Eldeyjar, þar sem þúsundir súlna halda sig, en þær fljúga oft nálægt bjarginu. Verð kr. 1.000,-. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin, kl. 10 f.h. Æskilegt er að taka með sjón- auka og fuglabók. Fritt fyrir börn 15 ára og yngri. Farmiðar við bíl. Fararstjórar: Gunnlaugur Pétursson, Haukur Bjarnason og Jón Hallur Jóhannsson. Fuglaskoðun er skemmtilegt tómstundagaman fyrir unga sem aldna. Að kunna skil á sem flestu í umhverfi okkar gefur lífinu lit. Deginum er vel variö í fuglaskoðunarferð með Ferðafé- lagi islands. Miðvikudaginn 10. mai verður næsta myndakvöid í Sóknar- salnum. Ferðafélag (slands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.