Morgunblaðið - 06.05.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1989
15
ið og setja í gang stórkostlegt átak
í vegamálum. Fram að aldamótum
verða 700-800 milj. n.kr. settar í
vegakerfið í Osló á ári hverju. Ef
tekið er mið af fólksfjölda lætur
nærri að þetta svari til 1000 millj.
á ári í Reykjavík.
Margir hafa viljað draga af þess-
um vandamálum stórborga þær
ályktanir að takmarka þurfi bílaum-
ferð í Reykjavík. Ég tel svo ekki
vera, höfuðborgarsvæðið er ekki það
fjölmennt, og nágranni þess það
strjálbýlt að við eigum að geta leyst
þessi mál með viðunandi hætti. Það
sýna okkar áætlanir og spár einnig.
Til þess þarf að vísu átak í upp-
byggingu stofnbrauta, en hlutfalls-
lega mun minna en í Ósló — og stað-
an er ekki sú sama og þar, sem sé
að hætta sé á að uppbyggingin dugi
ekki til. Hér miða ég við, að lokið
verði við stofnbrautakerfi eins og
lýst er í aðalskipulagi Reykjavíkur
og nágrannabyggða. Sé þetta átak
ekki gert — eða því ekki lokið, því
það er í fullum gangi í Reykjavík —
verður umferð hér mjög hæg eftir
nokkur ár, tafir miklar og kerfið
viðkvæmt fýrir truflunum sem geta
valdið miklum stoppum.
í miðbænum mun Sætún og Geirs-
gata duga að norðan, Geirsgata ef
til vill í göngum, en Hringbraut að
sunnan í framhaldi af Bústaðavegi
og Hlíðarfæti sem aðal aðkomuleið-
ir. Aðrar götur verða eins og þær
eru í dag eða gerðar á forsendum
gamla bæjarins.
Menn gleyma því oft að margar
Evrópuborgir hafa fyrir löngu byggt
60-80% af hugmyndum 7. áratugar-
ins. Fossvogsbraut var vissulega
barn þess tíma en á að fá að lifa.
Aðrar hugmyndir hins gamla stór-
hugar urðu að víkja, s.s. gerð Suður-
götu gegnum Gijótaþorp og fleiri
umferðarmannvirki í miðbænum.
Aðlögun vegar
að aðstæðum
Mikill hluti vegagerðar byggir á
verkfræðilegri þekkingu, eða að
leggja veg í landslag eða aðlaga
hann sérstökum aðstæðum er miklu
nær því að vera list — einu sinni var
talað um „ingeniörkunst". Vegagerð
ríkisins hefur víða tekist n\jög vel til
í þessu efni, þó eflaust megi finna
dæmi um hið gagnstæða.
Oft er áformuðum framkvæmdum
mótmælt af því að menn sjá fyrir
sér slæma lausn. Mikið var mót-
mælt veginum um gróðurbelti skóg-
ræktarmanna í Vaðlaheiði austan
við Akureyrarpoll. En þegar hann
var fullgerður sjá menn fallegan veg
í fögru umhverfi, miklu fleiri sjá
skóginn en áður, miklu fleiri fara í
skóginn en áður, áningarstaðir eru
n\jög fagrir og ekki verður betur séð
en vel hafí til tekist. Sama má segja
um brúna yfir Elliðaár sem mikið
var deilt um á sínum tíma.
Borgarskipulag hefur gert tillögu-
uppdrætti sem sýna Fossvogsbraut
niðurgrafna, með hljóðmúrum á
báða vegu, og að hluta til yfir-
byggða. Um 30% af lengd brautar-
innar er þá hugsaður með yfírbygg-
ingu í einhveiju formi. Talið er að
brautin þannig gerð en án yfirbygg-
ingar muni kosta um 400 millj. kr.
að meðtöldum gatnamótum í báðum
endum að hálfu, en að meðtaldri
yfírbyggingu eins eins og hér var
lýst um 750 millj. Tillagan er ekki
ftillunnin eða hönnuð, einungis út-
spil. Við Kópavog hefur ekkert sam-
starf tekist sem væri eðlilegt til að
þróa slíka hugmynd frekar.
Verði nú Fossvogsbraut ekki gerð
hljóta allir að sjá hvað markalína
sveitarfélaganna eyðileggur skipu-
lag dalsins. Auðvitað ætti Víkingur
að fá svæðið yfir í Kópavogsland og
völlur íþróttafélags Kópavogs að ná
yfír í Reykjavík, ef menn á annað
borð vilja hafa íþróttavelli í dalnum.
Sama gildir ef brautin kemur, eink-
um ef hún er yfirbyggð að hluta.
Þetta þarf að pijóna saman.
Reyndar átti ég ekki von á hug-
mynd um íþróttavöll eftir tal bæjar-
stjórnarmanna undanfarin ár um
útivistarsvæði. íþróttavellir eru ekki
opnir almenningi, þeir eru fyrir félög
til æfinga og keppni. Ég átti von á
hugmynd um almenningsgarð. í
slíkum görðum erlendis eru oft ak-
vegir fyrir bíla, að vísu ekki hrað-
brautir. En íþróttavellir koma til
álita að mínu viti, ef þeir ekki loka
göngu- og hlaupaleiðum. Sannleik-
urinn er sá að í dalnum má auðveld-
lega teikna Fossvogsbraut með 4
akreinum, niðurgrafna með hljóðm-
úrum og skógarbeltum, yfírbyggða
að hluta, knattspyrnuvöll, skauta-
svell, sundlaug, göngustíga og al-
mennt útivistarsvæði. Samt þarf að
huga að friðsæld á lóðum þess fólks
sem þegar býr í dalnum, því ekkert
síður gæti það truflast af knatt-
spymukappleik eða bílaumferð.
Hvenær þarf að
taka ákvörðun?
Ef eingöngu er litið til fram-
kvæmdaáætlana í Reykjavík kemur
að Fossvogsbraut einhvern tíma eft-
ir 1995. Nægilegt er að ákveða slíka
framkvæmd með 2ja ára fyrirvara
og er því nægur tími til stefnu. Hins
vegar er ástæðulaust að bíða svo
lengi með forvinnu og þess vegna
ætti nú að hefja vinnu við þá hlut-
lausu könnun sem skipulagsstjóm
ríkisins lagði til að yrði gerð. Jafn-
framt ætti að gera samræmd kort
og teikningar sem sýndu Fossvogs-
braut og nýtingu á dalnum að öðru
leyti til útivistar til að slík hönnun
lægi til gmndvallar hinu hlutlausa
mati sérfræðinga. Eðlilegt er að
ætla þessari vinnu 2 ár.
Höfundur er aðstoðarborgarverk-
fræðingur.
BORG
Listmunir-Sýningar-Uppboð
Pósthússtræti 9, Austurstræti 10,101 Reykjavík
Sími: 24211, P.O.Box 121-1566
UPPBOÐ - UPPBOÐ - UPPBOÐ
Gallerí Borg heldur sitt 20. listmunauppboð í samvinnu við
Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar hf. á Hótel Borg á morgun, sunnudaginn 7. maí
1989, og hefst það kl. 16.30 stundvíslega.
Verkin hafa verið sýnd í Gallerí Borg, Pósthússtræti 9, fimmtudag og föstudag sl., og verða sýnd
í dag, laugardag, milli kl. 14.00 og 18.00.
Boðin verða upp 63 verk á skrá. Meðal verka sem boðin verða eru:
37. Sigurður Sigurðsson
38. Ólafur Túbals
39. Karl Kvaran
40. Benedikt Gunnarsson
41. Gunnar Örn
42. Pétur Friðrik
43. Kári Eiríksson
44. Sverrir Haraldsson
45. Jón Jónsson
46. Gunnlaugur Blöndal
47. Valtýr Pétursson
48. Karl Kvaran
49. Pétur Friörik
50. Gunnar Örn
51. Sveinn Þórarinsson
Uppstilling. Pastel. 33x43 cm.
Merkt: Sigurður.
Úr hlíðinni. Vatnslitur. 46x59 cm.
Merkt: Ól Túbals.
Húm. Gvass. 85x66 cm.
Merkt: K. Kvaran.
Skipasmíðastöðin.. Olía á striga. 60x60 cm.
Merkt: Ben.G.
Fígúra. Olía á striga 1982. 35x30 cm.
Merkt: G. Örn '82.
Keilir. Vatnslitur 1954. 55x76 cm.
Merkt: Pétur Friðrik 1954.
Við ströndina. Olía á striga 1963.80x125 cm.
Merkt: Kári '63.
Fantasía. Olía á spjald 1963. 37x24,5 cm.
Merkt: S.H. '63.
Þingvellir. Olía á striga 1973. 65x80 cm.
Merkt: Jón Jónsson 1973.
Tvær konur. Penni og blýantur. 30x37 cm.
Merkt: G. Blöndal.
„Abstraktion". Olía á striga 1971.70x70 cm.
Merkt: Valtýr 71.
Snerting. Gvass. 106x71 cm.
Merkt: K. Kvaran.
Arnarfell. Olía á striga 1983. 80x100 cm.
Merkt: Pétur Friörik '83.
Jens August Schade. Olía á striga 1976.
130x145 cm.
Merkt: G. örn 76.
í Kelduhverfi. Olía á striga. 69x96 cm.
Merkt: S.Þ.
52. Sverrir Haraldsson
53. Eiríkur Smith
54. Jón Jónsson
55. Valtýr Pétursson
56. Karl Kvaran
57. Brynjólfur Þórðarson
58. Gunnlaugur Scheving
59. Gunnlaugur Blöndal
60. Ásgrímur Jónsson
61. Gunnlaugur Blöndal
62. Jóhannes S. Kjarval
63. Ásgrímur Jónsson
Uppstilling. Vatnslitur 1945. 24,5x24,5 cm.
Merkt: S.H. '45.
Rökkursaga. Olia á striga 1966. 65x60 cm.
Merkt: Eiríkur Smith '66.
Hekla. Olía á striga 1954. 65x80 cm.
Merkt: Jón Jónsson 1954.
„Abstraktion". Olía á striga 1962.100x40 cm.
Merkt: Valtýr '62.
Línuspil. Olía á striga 1988. 102x92 cm.
Merkt: K.K. '88 á baki.
Frá Mývatni. Vatnslitur 1918. 24x32 cm.
Merkt: B.Þ.
Úr Mýrdal. Vatnslitur. 33x46 cm.
Merkt: Scheving.
Á listaskólanum. Penni og túss 1924.
23x34 cm.
Merkt: G. Blöndal-París 1924.
Er á bls. 104 í bók um Gunnlaug Blöndal,
útg. Helgafell.
Tröllið og prinsessan. Penni og blýantur
1954. 26x35 cm.
Merkt: Ásgrímur J. 29. júní 1954.
Þingvellir. Vatnslitur. 53x73 cm.
Merkt: G. Blöndal.
Móskarðshnjúkar. Olía á striga. Ca. 1920-'30.
45x60 cm.
Merkt Jóh. S. Kjarval.
Frá Húsafelli. Vatnslitur. 55x69 cm.
Merkt: Ásgrímur J.
Við minnum á að uppboðið hefst kl. 4.30 og ráðlegt er að panta borð hjá þjónum á Hótel Borg.
Þeir sem ekki komast á uppboðið eru minntir á forboðin, sem starfsmenn Gallerí Borgar annast fýrir þá,
sem vilja bjóða í myndir en verða fjarverandi á meðan uppboðið fer fram.
BORG