Morgunblaðið - 06.05.1989, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1989
Fundur foreldra, nemenda og kennara:
Þungar áhyggjur vegna
röskunar á skólastarfi
Á útifiindi sem foreldrar, nemend-
ur og kennarar efndu til við Höfða
síðdegis í gær var samþykkt álykt-
un þar sem lýst er þungum áhyggj-
um af þeirri röskun sem yfirstand-
Nemendur þriggja
framhaldsskóla:
Kröfur um að
skólastarfi
ljúki í maí
NEMENDUR Verslunarskóla ís-
lands, Menntaskólans í Reykjavík
og Menntaskólans við Sund gera
þá kröfii að skólastarfi þessara
skóla Ijúki í maí þ.e. að síðasta
próf verði haldið fyrir maílok.
Þessir skólar eiga það sameigin-
legt að í þeim er bekkjakerfi í
stað áfangakerfis. Verði ekki unnt
að halda prófin i maí fara nemend-
umir fram á að prófin verði felld
niður og útreiknuð einkunn frá
fyrri prófúm gefin í staðinn. Fyr-
ir löngu sé orðið ljóst að stúdents-
próf við þessa skóla verða ekki
tekin á hefðbundinn hátt í ár.
Tveir af forystumönnum nemerida,
Aðalsteinn Valdimarsson úr VÍ og
Þórir Auðólfsson úr MR, segja
ástæðumar fyrir þessum kröfum þær
að hagsmunum nemenda sé best
borgið með þessu fyrirkomulagi og
einnig yrði komist hjá deilum nem-
enda og skólayfirvalda þegar verk-
fallinu lýkur. Benda á að flestir nem-
endur þessara skóla hafi ráðið sig í
sumarvinnu frá 1. júni.
andi kjaradeila hefiir valdið í skól-
um landsins, og hvatti fúndurínn
til að fúndin yrði raunhæf lausn
sem tryggði stöðugleika í starfi
skólanna. Um 100 manns voru á
fúndinum en veður var óhagstætt
meðan hann stóð yfir. Að fúndin-
um loknum var gengið að húsnæði
ríkissáttasemjara við Borgartún,
þar sem deiluaðilum var afhent
ályktun fundarins.
Á fundinum fluttu fulltrúar Sam-
taka foreldra- og kennarafélaga í
Reykjavík, nemenda og Bandalags
kennarafélaga ávörp, en á fundinn
bárust fjölmörg hvatningarskeyti frá
kennarafélögum utan af landi. I
máli þeirra sem ávörp fluttu kom
meðal annars fram að þeir lýstu full-
um stuðningi við baráttu kennara
fyrir bættum kjörum, og að þeir teldu
ríkisvaldið hafa sýnt kennurum ótrú-
legt skeytingarleysi í samningamál-
um. Þá hafi ríkisvaldið sniðgengið
skólana allt of lengi, en þar væru
óviðunandi starfsskilyrði fyrir bæði
kennara og nemendur. Fulltrúar
nemenda lýstu yfir stuðningi við
væri íjarri lagi að hefði gerst ennþá,
gæti sú aðstaða komið upp.
Miðlunartillaga
I lögum um sáttastörf í vinnudeil-
um segir að sáttasemjara beri að
ráðgast við samninganefndir aðilja
áður en hann ber fram miðlunartil-
lögu og hann ákveður í samráði við
þær hvenær og hvernig atkvæða-
greiðsla skuli fara fram. Ef tvö eða
fleiri félög eiga saman í deilu getur
hann í samráði við samninganefndir
borið fram eina miðlunartillögu er
taki til fleiri en eins deiluaðila eða
þeirra allra. Atkvæðagreiðsla og
talning atkvæða fer þá fram í sam-
einingu og sameiginlegt atkvæða-
magn ræður úrslitum. Sáttasemjari
getur einnig efnt til sameiginlegrar
atkvæðagreiðslu, þótt hann beri fram
fleiri en eina miðlunartillögu. Talning
atkvæða fer fram undir stjórn sátta-
semjara og og telst miðlunattilaga
felld ef að minnsta kosti 35% atkvæð-
isbærra manna taka þátt í henni og
meirihlutinn er andvígur. Ef færri
en 35% taka þátt í atkvæðagreiðsl-
unni þarf mótatkvæðaijöldinn að
hækka um einn af hundraði til að
fella tillöguna. Ef 20% atkvæðis-
bærra taka ekki þátt í atkvæða-
greiðslunni skoðast tillagan sam-
þykkt. Sáttasemjari getur borið fram
miðlunartillögu eins oft og þurfa
þykir.
Ríkissáttasemjari hefur sjaldan í
gegnum tíðina gripið til þess ráðs
að leggja fram miðlunartillögu. Al-
'gengara er að lagðar séu fram svo-
nefndar innanhústillögur til að greiða
fyrir lausn í erfiðum kjaradeilum.
Það er hefð sem hefur skapast og
styðst ekki við ákvæði laga.
Morguriblaðið/Ámi Sæberg
Frá útifúndi foreldra, nemenda og kennara við Höfða í gær, en þar
komu saman um eitt hundrað manns í úrhellisrigningu.
kjarabaráttu kennara, en bentu á að
þeir væru þolendur í kjaradeilunni
og nagandi óvissa þeirra um hver
framvindan yrði varðandi nám þeirra
væri orðin óþolandi.
í ályktun sem samþykkt var í lok
fundarins segir að fundur foreldra,
nemenda og kennara lýsi þungum
áhyggjum af þeirri röskun sem yfir-
standandi kjaradeila hefur valdið í
skólum landsins. Leysist deilan ekki
á næstu dögum sé ljóst að skóla-
starfi geti ekki lokið með eðlilegum
hætti í vor, en það hafi ófyrirsjáan-
legar afleiðingar fyrir framtíð næstu
kynslóðar.
Guðlaugur Þorvaldsson, ríkissáttasemjari:
Tími formlegrar miðlunartillögn liðinn
„Mín skilaboð til samninganefiidanna voru þessi; deilan er í mjög
hörðum hnút og hefúr verið lengi. Ég vil ekki skilja við þetta mál fyrr
en það sé gerð lokatilraun til þess að ná samningum. Eina raunhæfa
leiðin til þess að leysa þetta mál er að ljúka því með sátt og samning-
um, þannig að ekki verði eftir sár sem ekki gróa. Ég vil að báðar
samninganefndimar hafi þessa hugsun að leiðarljósi á þeim fúndi sem
hefst á morgun (í dag) og ég treysti báðum aðilum til þess að leggja
sig mjög fram,“ sagði Guðlaugur Þorvaldsson, ríkissáttasemjari í sam-
tali við Morgunblaðið að loknum samningafundi BHMR og Samninga-
nefndar ríkisins á áttunda tímanum í gærkveldi.
Hann sagði að með lokatilraun unartillögu er liðinn. Það tekur það
ætti hann við að ef ekki næðist sam-
an á fundinum í dag, þá myndi hann
slíta fundi án þess að boða til ann-
ars. Þá væri hann skyldugur til þess
að boða fund innan 14 daga, en að
sjálfsögðu myndi hann boða fund ef
annar hvor aðila óskaði þess eða
hann mæti það þannig að ástæða
væri til þess.
Aðspurður um miðlunartillögu,
sagði Guðlaugur: „Ég held að öllum
sé það ljóst að tími formlegrar miðl-
langan tíma að afgreiða hana að
skólastarfið er búið í vetur ef ég
færi að bera slíkt fram. Það yrði
ekki ljóst fyrr en í fyrsta lagi um
aðra helgi hveijar viðtökur hún
fengi.“
Hvað innanhústillögu snerti, sagði
Guðlaugur að enginn grundvöllur
hefði verið fyrir því til þessa að bera
hana upp. Ef mál þróuðust þannig
að aðilar nálguðust eitthvað, sem
Morgunblaðið/Þorkell
Frá undirritun samningsins. Frá vinstri Leifur Magnússon, framkvæmdasljóri flugrekstrarsviðs,
Sigurður Helgason, fortstjóri Flugleiða, Borge Boeskov, aðstoðarsölustjóri Boeing fyir Evrópumark-
að og Sigurður Helgason, stjómarformaður Flugleiða.
Þotan formlega afhent
Seattle, Washington. Frá Valgerði P.
Hafstað, fréttaritara Morgunblaðsins.
BOEING flugvélaverksmiðj-
urnar héldu Flugleiðum glæsi-
lega veislu í Seattle á fimmtu-
dagskvöld, í tilefini af kaupum
Flugleiða á Boeing 737-400
þotu þeirri, sem væntanleg er
til Islands í dag, laugardag.
Þotan hefúr hlotið nafnið Aldis.
í kvöldverðarboði þessu, sem
haldið var á Sorrento-hótelinu í
Seattle, var vélin formlega afhent
Flugleiðum. Sigurður Helgason,
forstjóri Flugleiða, undirritaði
kaupsamninginn fyrir hönd Flug-
leiða og Borge Boeskov, aðstoðar-
sölustjóri Boeing fyrir Evrópu-
markað, sem er af íslenskum ætt-
um, undirritaði samninginn fyrir
hönd verksmiðjanna. Veislugestir,
sem voru um 60 talsins, fögnuðu
undirritun samningsins með dynj-
andi lófataki.
Seinna um kvöldið tók Borge
Boeskov til máls fyrir hönd Boeing
og kvaðst sannfærður um að nýja
þotan myndi þjóna íslendingum
vel. í tilefni af kaupunum færði
hann Flugleiðum kristalsstyttu að
gjöf, hauk með útbreidda vængi.
Þá tók til máls Leifur Magnús-
son, framkvæmdastjóri flug-
rekstrarsviðs Flugleiða. Hann af-
henti Sigurði Helgasyni, forstjóra,
lykil að þotunni. Sigurður rakti
síðan aðdraganda kaupsamnings-
ins og kvað félagið vera hið án-
ægðasta með kaupin.
Nýja þotan lagði af stað heim
klukkan 15 í gær að staðartíma,
klukkustund fyrr en áætlað hafði
verið. Fyrst flaug hún til Montre-
Á þessari mynd, sem tekin var í Vatnsmýrinni fyrir 50 árum, er
Bergur G. Gíslason, einn af friimkvöðlum flugs á íslandi, að að-
stoða og kveðja flugmanninn Örn Ó. Johnson, áður en hann fer
í eina af fyrstu flugferðum sínum á Klemm-vélinni.
al í Kanada og þaðan til Keflavík-
ur, þar sem hún lendir klukkan
10 í dag, á laugardagsmorgni.
50 ár frá því að landflug
hófst
Nú eru liðin rétt 50 ár frá því
að hið eiginlega landflug hófst
hér á landi. Þá var nýkominn til
landsins 23 ára nýútskrifaður
flugmaður, Örn Ó. Johnson. Hann
hóf þegar störf hjá áhugamanna-
félaginu Flugmálafélagi íslands.
Eina gangfæra tveggja sæta flug-
vél félagsins var þegar gerð flug-
fær. Þá var samið við póststjórn-
ina um að flytja bréfpóst á alla
staði sem hægt var að lenda á
og síðar boðist til að flytja far-
þega eftir getu. Þessu flugi var
haldið úti í mars, apríl og maí
1939 við erfið skilyrði og lent á
ýmsum þeim túnum og melum,
sem áður höfðu verið kannaðir.
Margir sjúklingar voru fluttir til
Reykjavíkur og ýmsir þingmenn
úr fjarlægari kjördæmum. Far-
þeginn var dúðaður í opnu fram-
sætinu. Þessi flugvél var af gerð-
inni Klemm og hangir hún nú í
lofti farþegaskýlisins í Vest-
mannaeyjum.
Þetta flug lagðist að mestu af
er Örn þurfti að taka við sjóvél-
inni TF-Öm, þegar flugmaðurinn
Agnar Kofoed Hansen réðst sem
lögreglustjóri í Reykjavík.