Morgunblaðið - 06.05.1989, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1989
Afstaða til aðildar íslands að Evrópubandalaginu. Hlutfall stuðningsmanna hvers flokks % sem telja aðild Islands æskilega
30 40 ' 30- 20- 10- !||||P
jjjjtÉ 1' mm ilfffi ifÉfl
o-i Alþýöuflokkur Framsóknarfl. SjálfsUcBisfl. Alþýöubandalag Kvennalisti ABrir
Afstaða til umsóknar um EB-aðild:
MeiriMutastuðningur
hjá yngsta hópnum
MEIRIHLUTI íslendinga á aldrinum 18-24 ára, eða 52%, er fylgj-
andi umsókn um inngöngu íslands í Evrópubandalagið, samkvæmt
niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar, sem Félagsvísindadeild Há-
skólans hefur gert fyrir Morgunblaðið. í yngsta aldurshópnum eru
jafnframt fæstir óákveðnir í afstöðu sinni, eða 24,2%. 23,5% telja
aðild óæskilega. í eldri aldurshópum er stuðningur við umsókn
minni, og er hann minnstur meðal fólks á sextugsaldri, eða 21,7%.
Könnun Félagsvísindastofnunar
var gerð dagana 27. apríl til 2. maí
sl. Hringt var í 1.500 manns á aldr-
inum 18 til 75 ára, af öllu landinu.
Úrtakið var valið af handahófi úr
þjóðskrá, og alls fengust svör frá
1046 manns, eða 70%. Úrtakið er
stórt og gefur því mikla möguleika
til greiningar á niðurstöðum að
mati umsjónarmanna könnunarinn-
ar, þeirra Stefáns Ólafssonar og
Ólafs Harðarsonar. Spumingin,
sem lögð var fyrir svarendur, var
svohljóðandi: „Telur þú æskilegt
eða óæskilegt að ísland sæki um
aðild að Evrópubandalaginu?"
Er litið er á afstöðu til EB eftir
búsetu, kemur í ljós að Reyknesing-
ar eru umsókn hlynntir í mestum
mæli, eða 45,4%. 33,7% Reyk-
víkinga telja hana æskilega, en
30,3% svarenda í öðrum landshlut-
um.
Telur þú æskilegt eða
óæskilegt að ísland sæki um
aðild að Evrópubandalaginu?
Fjöldi Hlutfall
Mjög æskil. 92 8,8
Frekaræskil. 268 25,6
Óviss 363 34,7
Frekaróæskil. 171 16,3
Mjög óæskil. 130 12,4
Neitar 22 2,1
Alls 1046 100%
Afstaða til aðtldar að Evrópu-
bandalaginu. Skipt eftir kyni.
Karlar Konur
% %
Æskil. 39,1 30,8
Óviss 27,7 43,9
Óæskil. 33,1 25,3
Alls 100% 100%
Fjöldi 534 490
Afstaða til aðildar að Evrópubandalaginu.
Skipt eftir stuðningi við flokka.
A B D G V Aðrir
Æskilegt 41,2 26,0 47,9 23,0 24,1 31,9
Óviss 32,4 36,6 28,5 29,5 36,7 41,2
Óæskilegt 26,5 37,4 23,6 47,5 39,2 26,9
Alls 100% 100% 100% 100% 100% 100%
Fjöldi 68 123 288 61 79 405
Afstaða til aðildar að Evrópubandalaginu.
Skipt eftir aldri.
18-24 25-39 40-49 50-59 60-75
Æskilegt 52,3 36,4 33,5 21,7 27,6
Óviss 24,2 37,8 35,7 38,0 37,9
Óæskilegt 23,5 25,8 30,8 40,3 34,5
Alls 100% 100% 100% 100% 100%
Fjöldi 153 415 182 12£ 145
Afstaða til aðildar að Evrópubandalaginu.
Skipt eftir búsetu.
Reykjavík Reykjanes Aðrir landshl.
Æskilegt 33,7 45,4 30,3
Óviss 34,9 29,5 39,4
Óæskilegt 31,4 25,1 30,3
Alls 100% 100% 100%
Fjöldi 341 251 432 '
Þrír í gæslu vegna
fíkniefnaafbrota
ÞRÍR menn eru nú í gæsluvarðhaldi, grunaðir um fíkniefnamis-
ferli. Tveir þeirra tengjast meintu kókaínsölumáli, en sá þriðji inn-
flutningi á hassi.
í byrjun vikunnar var maður
handtekinn á Keflavíkurflugvelli,
með um 800 grömm af hassi í fór-
um sínum. Maðurinn var að koma
frá Amsterdam. Honum hefur nú
verið sleppt úr haldi, en annar
maður var handtekinn í vikunni,
grunaðut um aðild að málinu. Hann
kom einnig frá Amsterdam, en ekki
fékkst upp gefið hjá fíkniefnalög-
"eglunni hvort hann hefði haft fíkni-
efni í fórum sínum.
Tveir menn sátu í gæsluvarðhaldi
fyrr í vikunni, grunaðir um sölu á
kókaíni. Öðrum hefur nú verið
sleppt, en í hans stað var þriðji
maðurinn úrskurðaður í gæsluvarð-
hald. Fíkniefnalögrelgan verst einn-
ig allra frétta af því hversu mikið
magn mennimir eru grunaðir um
að hafa selt.
Leitarstöð Krabbameinsfélags íslands 25 ára:
Meiri lílíiir á lækningu
því fyrr sem komið er
- segir Kristján Sigurðsson, yfírlæknir
LEITARSTÖÐ Krabbameinsfé-
lags íslands verður 25 ára á árinu
og verður haldið formlega upp á
afínælið í tengslum við aðalfund
félagsins, sem hófst í gær og lýk-
ur í dag. Haldið verður fræðslu-
þing, sérstaklega tileinkað af-
mælinu, í dag. Fyrirlestrar hefjast
kl. 9.00 og standa fram að há-
degp. Flutt verða erindi um sögu
og starfsemi félagsins og ætlunin
er að spá í framtíðina út frá stærð-
fræðilegum athugunum á sveifl-
um, sem orðið hafa á nýgengi og
dánartiðni af völdum legháls- og
bijóstakrabbameina frá upphafi
krabbameinsskráningar 1955. Af
þessu tilefni, ræddi Morgunblaðið
við Kristján Sigurðsson, yfírlækni
Leitarstöðvarinnar.
Skipuleg leghálskrabbameinsleit
hófst hérlendis þann 29. júní árið
1964 í núverandi húsnæði biskups-
embættis að Suðurgötu 22 og tak-
markaðist fyrstu fimm árin við konur
á aldrinum 25-59 ára sem búsettar
voru á höfuðborgarsvæðinu. Árið
1964 var fyöldi kvenna á öllu landinu
á þessu aldursskeiði 34.705. Frá
1969 náði leitin um land allt og til
kvenna á aldrinum 25-69 ára en í
árslok 1986 var fjöldi kvenna í þess-
um aldurshópi 60.014. Markmiðið
hefur verið að skoða konur á þessum
aldri og taka frumustrok frá þeim á
tveggja til þriggja ára fresti, að sögn
Kristjáns.
Yfírumsjón leitarstarfsins hefur
frá upphafí verið í höndum Leitar-
stöðvar Krabbameinsfélags íslands í
Reykjavík, en þar hafa jafnframt
farið fram flestar skoðanir á höfuð-
borgarsvæðinu. Stefnt hefur verið
að góðri samvinnu við heilsugæslu-
lækna og kvensjúkdómalækna á
þessu svæði með það að markmiði
að ná til sem flestra kvenna, er ekki
mæta til hefðbundinnar hópskoðunar
í Leitarstöðinni. Utan Reykjavíkur
fara skoðanir nú fram á 45 heilsu-
gæslustöðvum. Frumusýni og upp-
lýsingar um skoðun og heilsufars-
sögu hafa verið sendar Leitarstöðinni
í Reykjavík og öll frumusýni fram
til 1987 hafa verið skoðuð á fru-
murannsóknastofu Krabbameinsfé-
lagsins. Sérstök frumurannsókna-
stofa, óháð rekstri Krabbameins-
félagsins, var síðan sett á laggimar
1987 og hafa þar verið skoðuð fru-
musýni frá ýmsum sjálfstætt starf-
andi kvensjúkdómalæknum. Frá árs-
byijun 1986 hafa allar upplýsingar
um skoðun, heilsufarssögu og niður-
stöður frumusýna verið skráðar á
tölvu Krabbameinsfélagsins, hvort
sem konan hefur verið skoðuð hjá
kvensjúkdómalækni á stofu eða við
Kristján Sigurðsson, yfírlæknir
Leitarstöðvar Krabbameinsfé-
lags íslands.
venjulega hópskoðun á vegum
Krabbameinsfélagsins. Þannig
komst á skipuleg skráning á öllum
mætingum í leghálsskoðun. Samtím-
is varð kleift að hafa eftirlit með
öllum konum með frumubreytingar
eða afbrigðilega útkomu úr skoðun
og kalla þær inn til nýrrar skoðunar
eftir þörfum.
Nýgengi leghálskrabbameins og
dánartíðni af völdum þess var hækk-
andi fyrir upphaf leitar 1964, en
lækkaði síðan marktækt milli tíma-
bilanna 1966-70 og 1976-80. Æ
fleiri krabbamein fundust á byijunar-
stigi og fimm ára lifun þeirra, sem
greindust með sjúkdóminn, tvöfal-
daðist. Dánartíðni meðal þeirra, sem
ekki mættu til leitar, hélst há þrátt
fyrir fallandi heildardánartíðni. Frá
1980 varð á ný hækkun á nýgengi
en síðustu tvö til þijú árin hefur það
lækkað aftur. Dánartíðni hefur lækk-
að marktækt með árunum frá því
að Leitarstöðin tók til starfa. Meira
en þriðjungur kvenna hefur ekki
mætt reglulega til leitar þriðja hvert
ár og í þeim hópi eru um tveir þriðju
hlutar þess leghálskrabbameins, sem
greinst hefur frá 1980. Á seinni árum
hefur hlutfall yngri kvenna með leg-
hálskrabbamein aukist. Jafnframt
hefur veruleg aukning orðið á for-
stigsbreytingum, en þó einkum með-
al kvenna á aldrinum 20-44 ára.
í máli Kristjáns kom fram að
bijóstakrabbameinsleit hafi tengst
leghálskrabbameinsleitinni árið 1973
þegar reglulega var farið að þreifa
bijóst kvenna, sem komu inn til leg-
hálsskoðunar á vegum félagsins. Ný
aðferð við leitina var síðan tekin upp
í árslok 1987 þegar farið var að leita
að bijóstakrabbameini með röntgen-
tækni. Sú tækni er álitin gefa betri
raun þannig að hægt sé að finna
æxii áður en það verður þreifanlegt.
Konur á aldrinum 40-69 eru hvattar
til að mæta í myndatökumar. Auk
þess eru 35 ára konur boðaðar.
Kristján sagði að íslendingar nytu
góðs af því að vera fámennir íbúar
á eylandi með tilliti til krabbameins-
rannsókna. Það auðveldaði allt eftir-
lit mun betur en ella og sérstaklega
hefði Leitarstöðin fagnað tölvutækn-
inni. Fyrsta krabbameinsskoðun
kvenna hefur lengst af verið miðuð
við 25 ára aldurinn, en í ársbyijun
1988 var sá aldur lækkaður niður í
20 ár með hliðsjón af þeirri miklu
aukningu forstigsbreytinga, sem orð-
ið hefur meðal yngri kvenna.
„Það er erfitt að skýra þessa aukn-
ingu. Hún gæti ef til vill tengst fijáls-
ari kynlífsháttum meðal yngri
kvenna á síðustu áratugum en áður.
Það hlýtur að vera eitthvað í sam-
bandi við kynlífíð sjálft sem veldur
frumubreytingum í konum og í því
sambandi hefur mönnum verið
tíðrætt um veirusmit frá veiru, sem
ber nafnið HPV. Álitið er að veirusm-
itið sé það sem upphaflega búi til
meinið og að veiran berist hugsan-
lega á milli við samfarir þó ýmsir
aðrir orsakavaldar geti átt hlut að
máli svo sem reykingar, lífsvenjur,
óhóflegur drykkjuskapur og annað í
þeim dúr,“ sagði Kristján.
Á árabilinu 1975-86 fengu 55
konur leghálskrabbamein og dóu af
völdum þess. Þar af höfðu 47 þeirra
mætt mjög óreglulega eða aldrei til
leitar. Menn hafa verið hræddir við
að tengja krabbameinsveiruna kynlífi
því allt, sem tengist því, fær ákveðin
stimpil á sig og það gæti ef til vill
fælt konur frá því að mæta. Hinsveg-
ar er alls ekki hægt að tengja konu,
sem fengið hefur forstigsbreytingar,
við óeðlilegar kynlífsvenjur eða laus-
læti. Veiran gæti hafa smitað fyrir
mörgum árum síðan og blundað í
líkamanum árum saman, jafnvel hjá
manninum. Það þarf tvo til eins og
stendur. Auk þess eru 10-15% til-
fella, sem ekki fínnast neinar skýr-
ingar á.
„Eftir aldaríjórðungsstarf, getum
við leitað að tvenns konar krabba-
meinum og beitt vörnum í því sam-
bandi, annars vegar í leghálsi og
hins vegar í bijóstum. Stúlkur ættu
að hafa það að leiðarljósi að koma
til okkar í leit alveg eins og þær
hugsa um að fylla á pilluna sína eða
fara í lykkjueftirlit. Það er örugglega
hægt að lækka dánartíðni krabba-
meinssjúklinga með góðu og virku
eftirliti, en þá þurfa konumar líka
að mæta til skoðunar."
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva:
„Gott - ekki endilega best“
Ziirich. Frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
yÞETTA er gott lag — en ekki endilega best,“ sögðu fúlltrúar frá
Israel þegar þeir dáðust að íslenska laginu, „Það sem enginn sér“,
eftir æfingu íslendinganna fyrir Söngvakeppni evrópskra sjón-
varpsstöðva í Lausanne gær. „Við komum hingað með ísraelska lag-
ið og teljum auðvitað að það muni vinna. En við erum tónlistarmenn
og kunnum að meta góð lög þegar við heyrum þau.“ íslenski hópur-
inn var ánægður með æfinguna, enda kom hún ágætlega út. Fram-
koma Daníels Á. Haraldssonar söngvara var óþvinguð og lagið hljóm-
sendinefndinni. Hún er ein sú
minnsta í keppninni. „Hér eru til
dæmis 30 Norðmenn og 40 Svíar,“
sagði Valgeir. „Þessi keppni er
orðin vettvangur þar sem sama
fólkið mætir ár eftir ár og hefur
gaman af. Fulltrúar sjónvarps-
stöðvanna nota tímann til að
aði vel.
Það hefur verið mjög kyrrt í
kringum keppnina í Sviss og lítið
fjallað um hana í fjölmiðlum.
Kanadíska stúlkan sem söng sig-
urlagið fyrir Sviss í fyrra er mætt
á staðinn en hún er ekki vinsælli
en svo að hún hætti við tónleika
vegna lítils áhuga almennings.
Sigur í keppninni skilar ekki eins
miklu og við mætti búast. Keppn-
in er orðin hálfgert innanhúsmál
sjónvarpsstöðva og flestir eru
sammála um að lítið sé varið í
lögin sem berast í hana. Stóru
hljómplötufyrirtækin sýna henni
engan áhuga en í stað þess að
nota ýmis tæknibúnaðarfyrirtæki
hana til að auglýsa sína vöru.
„Það sem við íslendingarnir
höfum helst áhyggjur af hér í
Lausanne er að það er ekki yfír
neinu að kvarta,“ sagði Valgeir
Guðjónsson, höfundur keppnis-
lags íslands. Daníel A. Haralds-
son, söngvari sagði: „Við erum
með undirleikinn með okkur á
bandi svo það er í rauninni lítill
munur á að syngja lagið hér eða
heima. Eini munurinn er að hér
komum við fram í stórum sal. En
það skiptir ekki máli fyrir flutning
lagsins hvort það er sungið fyrir
fimm hundruð manns eða fleiri,
ég geri mitt besta sama hversu
áheyrendumir eru margir.“
Það eru alls 12 manns í íslensku
funda en aðrir kunna líklega að
meta að komast í gott hvítvín."
Daníel og Valgeir voru sam-
mála um að tyrkneska lagið væri
einna best. „Það er þjóðlegast og
skemmtilegast," sagði Daníel.
„En það er ekki líklegt til sigurs.
Eg hef ekki hugsað út í hvaða lag
gæti unnið. Ekkert þeirra er
grípandi."
Daníel sagðist ekki leggja mik-
ið upp úr sigri. „Ég lít ekki á
þetta sem neina íþróttakeppni og
fínnst keppni sem þessi reyndar
heldur fáránleg. Það er mjög við-
kvæmt og erfítt að dæma Jög og
skipa þeim í gæðaröð. Ég hef
gaman af þátttökunni og hef ekki
áhyggjur af úrslitunum."