Morgunblaðið - 06.05.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1989
Stiörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
í dag er' það umfjöllun um
ástamál Tvíbura (21. maí —
20. júní) og Krabba (21. júní
- 22. júlí).
Daöur
Hinn dæmigerði Tvíburi er
daðurgjam. í samkvæmum
gengur hann á milli manna
talar mikið og brosir í allar
áttir. Hann hefur áhuga á
fólki en er samt sem áður
ekki lauslátur því áhugi hans
beinist fyrst og fremst að því
að ræða við fólk. Að vísu er
sagt að Don Juan hinn frægi
elskhugi hafi verði Tvíburi,
en það segir þó ekki margt.
Casanova var til dæmis Hrút-
ur.
Umræöa
Það sem skiptir Tvíbura aðal-
máli er að ná hugmyndalegu
sambandi við fólk. Hann vill
fyrst og fremst tala og segja
sögur. Hann er þegar allt
kemur til alls ekki líkamlega
sinnaður. Tvíburinn getur því
talað mikið um ástina og það
sama gerist þegar í rúmið er
komið. Hann vill ræða málin
og því komast ástvinir hans
iðulega seint í draumalandið
þegar ástarævintýri með hon-
um eru annars vegar.
Skemmtilegar sögur
Það sem heillar Tvíbura eru
skemmtilegar sögur úr ólíkum
áttum. Ef við segjum honum
frá leit að demöntum í Amaz-
on-frumskóginum. Listagall-
eríi í New york, nýjum og
spennandi skemmtistað í
Hafnarfírði og bætir við
nokkrum nýju sögum úr
stjórnmála-, íþrótta- eða lista-
lífínu, þá eigum við Tvíbur-
ann. „Aha, þetta er „sexý“
gæi, hann veit margt.
Frelsi
A ástalífínu er Tvíburinn
hress og léttur. Hann vill tala
um ástina, segja brandara og
prófa sig áfram með nýjar
aðferðir. Sagt er að við þurf-
um að gefa honum langt reipi,
eða varast að ætla okkur að
eiga hann eða hefta frelsi
hans.
Kertaljós
Krabbinn er tryggur í ást og
vináttu. Á þeim sviðum sem
öðrum leitar hann öryggis og
varanleika. Það tekur nokk-
urn tíma að komast nálægt
honum. Þegar hann verður
ástfanginn er ástæðan yfir-
leitt sú að hann fínnur já-
kvæðan tilfínningastraum
liggja á milli sín og væntan-
legs maka. Það sem átt er við
er að Krabbinn elskar fyrst
og fremst vegna tiifínninga,
en ekki vegna þess að hann
hrífíst af gáfum, ættemi, pen-
ingum eða vöðvum. Krabbinn
er tilfínningamerki og er sem
slíkur veikur fyrir rómantík
og kertaljósum.
Kelerí
Hinn dæmigerði Krabbi er
kelinn og töluvert gefínn fyrir
kossa og faðmlög. Sem elsk-
hugi er hann næmur, nær-
gætinn og verndandi. Því er
vissara að skapa rólegt og
Ijúft andrúmsloft þegar koma
á Krabbanum til, setja mjúka
tónlist á fóninn og þá helst
gömul lög sem vekja upp
sælar minningar. Tunglið hef-
ur sterk áhrif á Krabbann og
því er pottþétt að bjóða honum
niður í fjöru á fullu tungli og
flytja honum ástarljóð. Þetta
er kannski einu of mikið af
því góða en ætti samt að
varpa Ijósi á ástaiíf Krabbans.
Karlmenn í Krabbamerkinu
eru hijúfari en konurnar og
setja oft upp skel til að vemda
sig. Þeir sem lenda í ástaræv-
intýri með Krabbanum geta
þurft að gæta sín. Krabbinn
er ekki merki sem stofnar til
skyndikynna. Það er því hæg-
ara að komast í en úr þegar
hann er annars vegar.
GRETTIR
BRENDA STARR
LJÓSKA
FERDINAND
THERE AREN'í ANV LAKE5
AROUN(7 HERE, 5IR..
Komdu, Magga, við skulum fara
að veiða!
Það eru engin vötn hér um slóðir,
herra ...
Segðu hattinum mínum það ...
hann verður fyrir sárum vonbrigð-
um ...
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Það er nokkuð tvíbent að spila
út trompi frá ÁKx, því sagnhafí
gæti grætt á því mikilvægt
tempó. En í þessu tilfelli var
útspil vestur vel hugsað.
Suður gefur; allir á hættu.
Vestur
♦ K10963
VÁK7
♦ G8
♦ 532
Norður
♦ 872
¥65
♦ ÁKD109
♦ G97
Austur
♦ G54
¥43
♦ 5432
♦ D1086
Suður
♦ ÁD
¥ DG10982
♦ 76
♦ ÁK4
Vestur Norður Austur Suður
— — — 1 hjarta
1 spaði 2 tíglar Pass 4 hjörtu
pass Pass Pass
Útspil: hjartakóngur.
Kosturinn við að spila út frá
ÁK er auðvitað sá að útspilarinn
fær tækifæri til að endurmeta
vörnina eftir að hafa séð blind-
an. Hættan, á hinn bóginn, er
að missa tempó. En eftir sagnir
býst vestur við að það sé nokkuð
langt í það að sækja tvo slagi á
svörtu litina, því varla lumar
austur á mörgum háspilum.
Með sömu rökum fínnur vest-
ur líka besta framhaldið — spilar
tígli. Nú er orðið of seint að
ráðast á lauf eða spaða, og besta
vonin er sú að sagnhafi eigi
aðeins tvo tígla. Vestur spilar
svo aftur tígli þegar hann kemst
inn á trompásinn og þar með
er sá litur úr sögunni. Sagnhafi
gefur því óhjákvæmilega tvo
slagi til viðbótar.
Þessa sömu vöm mátti svo
sem vinna með laufi út, en það
er sennilega sísta útspilið samt.
Það kom vel til greina að spila
út spaða í þeirri von að félagi
ætti DX og liturinn skiptist 3-3
á milli handa sagnhafa.
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á opna mótinu í New York um
páskana kom þessi staða upp í
skák kólumbíska stórmeistarans
Alonso Zapata, og hinnar tólf ára
gömlu Júdit Polgar, sem hafði
svart og átti leik. Zapata var að
enda við að leika af sér skákinni,
síðasti leikur hans, 34. b2-b3?
kostaði hann mikilvægt peð:
34. - Bxb3! 35. Df6 - Be6 36.
h3 - He2 37. Dd4 - De5 38.
Dxe5 — dxe5 og Júdit vann enda-
taflið örugglega. Hún stóð sig
bezt Polgarsystra í New York,
hlaut 5 Vi vinning af 9 mögulegum.
Ef henni hefði tekist að sigra
bandaríska stórmeistarann Dzind-
zindhashvili hefði hún náð áfanga
að stórmeistaratitli, en þeirri við-
ureign lauk með jafntefli. Systur
hennar ollu nokkrum vonbrigðum,
þær Szusza, sem er orðin tvítug
og Zsofía, 14 ára, hlutu báðar
fjóra vinninga. Þær systur vöktu
að vonum mikla athygli í stórborg-
inni og sást stundum bregða fyrir
í sjónvarpi, þar til hinn 14 ára
gamli Sovétmaður Gata Kamsky
stal frá þeim senunni með því að
biðja um pólitískt hæli ásamt föð-
ur sínum.