Morgunblaðið - 06.05.1989, Page 14

Morgunblaðið - 06.05.1989, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1989 Fossvogsdalur — Fossvogsbraut eftir Stefán Hermannsson Tilefni þessara skrifa er auðvitað ágreiningur sá sem er tilkominn vegna tilraunar bæjarstjórnar Kópa- vogs til að rifta einhliða samningi frá 1973 um breytingu á mörkum kaupstaðanna o.fl. Hér er ekki ætlunin að rekja sögu málsins ítarlega eða fjalia um laga- lega hlið þess, heldur minnast á nokkur atriði sem tengjast skipu- lags- og umferðarmálum höfuð- borgarsvæðisins. Þegar unnið var að gerð aðal- skipulags fyrir Reykjavík á árunum eftir 1960 var í fyrsta sinn reynt að gera heilstætt umferðarskipulag með flokkuðu gatnakerfi fyrir Reykjavík. Samkvæmt eðli máls varð einnig að líta til nágranna- byggða fyrir Reykjavík. Samkvæmt eðli máls varð einnig að líta til ná- grannabyggða því Reykjavík verður ekki klippt úr úr samhengi við um- hverfi sitt. Eitt af því sem þetta merkilega starf leiddi af sér var hugmyndin um Fossvogsbraut, sem bæjarstjórn Kópavogs samþykkti 1964. A árinu 1973 er ákveðið með samningi milli sveitarfélaganna að mörkin milli þeirra flytjist til suðurs þannig að brautin verði í Reykjavík, ef nauðsynlegt reynist að leggja hana, þ.e. að í ljós komi, „að ekki finnist aðrar viðunandi lausnir á umferðarkerfi höfuðborgarsvæðisins að dómi beggja aðila“. I samningn- um er svo kveðið á að Kópavogur fái án endurgjalds 30,6 ha úr landi Reykjavíkur, en Reykjavík keypti hins vegar fullu verði 33,6 ha úr landi Fífuhvamms og er lögsögu breytt í samræmi við þetta. Samskipti sveitarfélaganna á síðustu misserum út af þessum samningi hafa nýlega verið rakin opinberlega og skal það ekki endur- tekið hér. Óbreyttar forsendur Því er haldið fram að forsendur séu nú breyttar, t.d. að það breyti málinu að framhald brautarinnar upp Elliðaárdal hafi verið fellt niður og að tilkoma „Kópavogsbrautar" komi í stað Fossvogsbrautar. Allt er þetta rangt, þó áherslur í skipu- lagsmálum og skoðanir fólks á um- hverfismálum hafi breyst á síðustu tveim áratugum. Ekkert hefur breyst á síðustu árum sem eykur líkur á því að Fossvogsbraut reynist ekki nauðsynleg, þvert á móti hefur aukning umferðar orðið mun meiri heldur en búist var við. Stofnbraut í Elliðaárdal var felld niður í aðalskipulagi Reykjavíkur vegna þess að umferðarspár sýndu að þar yrði mjög lítil umferð. Þessar spár eru áreiðanlegar, miðað við forsendur. Það erfiðasta í því dæmi er að spá um þróun þjóðfélagsins og það kemur ekki að sök þegar verið er að bera saman valkosti, eins og stofnbrautakerfi með eða án veg- ar upp Elliðaárdal. Spárnar sýndu einnig að væntan- legt umferðarmagn á Fossvogsbraut var lítið breytt, hvort heldur sem þessi braut væri lögð eða ekki. Þetta hefur því engin áhrif á spurninguna um Fossvogsbraut. Hitt er annað að mér þótti eftirsjá í veginum um Elliðaárdalinn, hann væri góð viðbót við þá „aukaleið" út úr borginni og höfuðborgarsvæðinu öllu sem svo- kölluðum Ofanbyggðarvegi er ætlað að vera í núverandi skipulagi. Hugmyndin um Kópavogsbraut sunnan við Kópavogsháls er góðra gjalda verð en sú leið er verulegur krókur fyrir langflesta sem ella færu um Fossvogsbraut og áform Kópa- vogskaupstaðar um byggð í Fífu- hvammslandi valda því að umferð um Fossvogsbraut verður meiri held- ur en ella svo ekki eru þetta rök gegn því að halda möguleikanum opnum í Fossvogsdal. Umferðarkerfi höfuðborgarsvæðisins Bíllinn er kominn til að vera, á því er enginn vafi. Strætisvagnar þurfa að veita þjónustu þeim sem ekki eru á bíl, en þjónusta þeirra mun varla hafa merkjanleg áhrif á bílaumferð. Járnbraut þarf ekki að minnast á, Reykjavík og nágranna- byggðir samanlagt eru vissulega borg á meðal borga og ber að skoð- ast í því ljósi en stærðin er langt fyrir neðan þau mörk að járnbraut komi til álita. Af þessu leiðir að í Reykjavík og í nágrannabyggðum verður að vera gott stofnbrautakerfi fyrir bílaum- ferð. Eftir því sem stofnbrautakerfið er betra minnkar umferð á safngöt- um og ýmsum hliðargötum, slysa- tíðni lækkar og ferðatími styttist vegna hæfilegs ferðahraða og lítilla tafa og truflana á stofnbrautum. Umferðarkerfið hefur bein áhrif á vellíðan fólks í borginni, nýtingu þess á tíma sínum og ekki síður á afköst í atvinnulífi í borginni og í allri þjónustustarfsemi þar. Stofn- brautakerfí framtíðar á höfuðborg- arsvæðinu er betra með Fossvogs- braut en án, og þess vegna eiga menn að halda þeim möguleika opn- um. Umferðarspár Umferð jókst mjög mikið hér á árunum 1984-’88, miklu meira en spáð hafði verið. Þau atriði sem mest hafa áhrif á umferðarmagnið eru fólksfjöldi, bílaeign og atvinnu- líf, en verðlag á bílum og bensíni hefur einnig veruleg áhrif. Til eru þeir sem trúa því að hagvöxtur muni hér hverfa og bílaeign minnka. Fari svo þarf ekki að deila um Foss- vogbraut. Sé á hinn bóginn miðað við svipaða þróun og síðustu 10-20 ár, eða þá þjóðfélagsþróun sem yfir- leitt er búist við og vonast eftir, kemur upp sú staða sem við höfum miðað við í áætlunum um uppbygg- ingu stofnbrautakerfisins. í þeirri stöðu er mikil fórn að missa Foss- vogsbraut, mikilvægan hlekk í keðj- unni. Hvert liggja leiðir, lífgum miðbæinn Það skýtur skökku við að ríkið hefur frumkvæði um norður-suður- leiðirnar á höfuðborgarsvæðinu, en ekki austur-vestur-leiðimar, hvorki í Reykjavík né í Kópavogi. Þannig hefur Vegagerðin af myndarskap byggt Hafnarfjarðarveg (að mörkum Reykjavíkur) og síðan Reykjanes- braut frá Hafnarfirði og að Mjódd í Breiðholti (að mörkum Reykjavík- ur). Norður-suðurleiðin er því tiltölu- lega greiðfær í augnablikinu. Aust- ur-vesturleiðir verða heimamenn svo að hafa frumkvæði um. Að vísu telj- ast þær helstu til þjóðvega í þétt- býli en ríkissjóður skuldar nú Reykjavíkurborg yfir 600 millj. kr. vegna slíkra framkvæmda, og mun enn bætast við á þessu ári ef að líkum lætur. Sennilega eru rökin fyrir þessu þau að þessir vegir, sem eru þjóðveg- ir, liggja um mörg sveitarfélög. Kannski er skýringin sú að þjónusta þingmanna við heimabyggð nær allt til Reykjaneskjördæmis, en ekki til Reykjavíkur. Þess vegna væri nú þjóðráð að sameina vesturbæ Kópa- vogs Reykjavík, en færa Breiðholtin í Kópavog, taka svo Fossvogsbraut (sem þá liggur úr einu sveitarfélag- inu í annað, en ekki á mörkum þeirra) í þjóðvegatölu. í slíkri stöðu færum við létt með að byggja einn knattspymuvöll yfir Fossvogsbraut- ina, með góðri samstöðu um málið. Kópavogsmenn væru auk þess létt- ari í spori — því þeir væru orðnir 30.000 talsins. En hvar sem mörk sveitarfélaga liggja er miðstöð menningar og stjórnsýslu í miðbænum í Reykjavík. Hann þarf á öllum tímum að vera líflegur og vel byggður — betur en núna. Til að það megi takast þurfa þangað að vera greiðar leiðir. Samt er það svo að miðbærinn skapar ekki mesta umferðina — hann er aðeins háður því að aðkoman sé greið. Tæplega þrír fjórðu af þeim sem koma að Sóleyjargötu úr austri fara vestur í bæ. Svona mun áfram 60 ÁRA AFMÆLI SUJ „Sannleikurinn er sá að í dalnum má auðveld- lega teikna Fossvogs- braut með 4 akreinum, niðurgrafna með hljóðmúrum og skógar- beltum, yfirbyggða að hluta, knattspyrnuvöll, skautasvell, sundlaug, göngustíga og almennt útivistarsvæði. Samt þarf að huga að frið- sæld á lóðum þess fólks sem þegar býr í daln- um, því ekkert síður gæti það truflast af knattspyrnukappleik en bílaumferð.“ verða. Þessu veldur uppbygging á Seltjarnarnesi, við Eiðisgranda, á BUR-lóð og á atvinnusvæðum í Ör- firisey og ekki síst í nútíð og framtíð á lóð Háskóla íslands. Gatnakerfi borga A 6. og 7. áratugnum voru teikn- uð stofnbrautakerfi við og inn í borg- ir í hinum vestræna heimi. Þau voru þá yfirleitt teiknuð eftir hraðbraut- arstaðli með mislægum gatnamótum alveg inn í miðborgir. Síðan var hætt við hluta af þessum fram- kvæmdum á 7. og 8. áratugnum, einkum næst miðborgum. Ástæðan var annars vegar minna fé til opin- berra framkvæmda en hins vegar og ekki síður, að erfitt er að aðlaga þessi mannvirki byggðinni í eldri borgarhlutum. í stórborgum er algengt að 80-90% þeirra sem koma inn í mið- borg komi í neðanjarðaijámbrautum og með öðrum opinberum flutninga- kerfum. Þar hafa menn sums staðar gefist upp á að hleypa bílaumferð óhindrað inn í elstu borgarhlutana. í þessum borgum hafa menn ausið gífurlegu fé í neðanjarðarjárnbraut- ir, bæði í stofnkostnað og í rekstur. í bílaborgum, eins og t.d. Washing- ton, sem eignaðist neðanjarðarkerfi fyrir u.þ.b. 10 árum, hefur mönnum nýlega tekist að auka hlutdeild al- mennings-flutningakerfísins úr 10 í 15%. Það er álíka og er í Reykjavík. Vandamál miðborganna er al- þekkt. Sums staðar leiddi það til mikillar hrörnunar. Annars staðar til mikilla takmarkana á uppbygg- ingu og á gerð bílastæða. Sú jafn- vægislist — að ætla að halda lífi í miðborginni en takmarka jafnframt aðgang að henni — hefur reynst erfið. Á síðustu árum hefur þróunin víða snúist við aftur, margar miðborgir í Bandaríkjunum hafa endurnýjast og í Evrópu er svipaða sögu að segja. í Ósló var umferðarástandið mjög slæmt og margir vildu tak- marka uppbyggingu miðsvæðis og einnig var reynt að takmarka bíla- stæði í miðborginni. En uppbygging- aröflin urðu ofanða að miklu leyti og þó bremsan sé alltaf tiltæk og skipulagningarákvæði ströng er nú bæði búið að styrkjajárnbrautakerf- <>r Frábær mynd- og tóngæði! Einstök ending! VHS: 60,120,180 og 240 mínútna. Beta:130 og 195 minútna. ^ Vö Úrí tsí HSNS PETERSEN HF UMBOÐSMENN UM LAND ALLT! KOMA STJÓRNMÁL UNGU FÓLKI VIÐ? Rœðumenn verða: í tilefni af 60 ára af- mæli Sambands ungra jafnaðarmanna verður haldin ráð- stefna um ungt fólk og stjórnmál í Borg- artúni 18, kjallara, sal Vélstjórafélagsins, laugardaginn 6. maí kl. 14.00—17.00. Ráðstefnustjóri verð- ur Magnús Arni Magnússon. Anna Margrét Arnór Birgir Guðmundsd. Benónýsson Árnason Vilhjálmur Þorlákur Þorsteinsson Helgason Karl Th. Birgisson Kristján Þorvaldsson Guðmundur Árni Stefánsson Magnús A. Magnússon Ragnheiður Björk Guðmundsd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.