Morgunblaðið - 06.05.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAI 1989
Minning:
Gunnlaugur Lárus
Magnússon
Fæddur 24. febrúar 1950
Dáinn 28. apríl
Gulli hennar Stínu er dáinn, þessi
fregn kemur eins og þruma úr
heiðskíru lofti. Ég neita að trúa
þessu þetta getur ekki verið satt
hver er tilgangurinn þegar ham-
ingjusólin skín sem hæst hjá þeim,
litla dóttirin, draumurinn þeirra
nýfædd. Hún kom í heiminn núna
í janúar, ég var stödd í Reykjavík
þennan dag, en vissi að til stóð að
stilla átti upp til fæðingar hjá Stínu
þennan dag. Hringdi ég uppeftir
um 5 leytið til að fá fréttir hvernig
gengi og fæ samband inn á fæð-
ingastofu. Gulli kemur í símann,
sælli mann hef ég ekki talað við
þegar hann sagði mér að þau væru
búin að eignast heilbrigða yndislega
stúlku. Gulla kynntist ég fyrst fyrir
um 4 árum, þegar Stína og hann
byija að vera saman. Þar sannast
eins og oft áður að sækjast sér um
líkir, því að yndislegri manneskjur
en Gulla og Stínu þekki ég ekki.
Öðlingurinn hann Gulli minn átti
ekki síður mikla kímnigáfu en
manngæsku sem kom oft fram þeg-
ar við spjölluðum um hin ýmsu
mál, vorum við ekki alltaf sammála
og hafði hann gaman af þegar hann
gat hleypt mér aðeins upp. Gulli
átti við veikindi að stríða, en fyrri
2mur árum gekkst hann undir upp-
skurð úti í Danmörku, þar sem Ein-
ar bróðir hans gaf honum nýra.
Tókst aðgerðin vel og var horft
björtum augum til framtíðarinnar.
Reiðarslagið er því mikið þegar
hann er tekinn burtu frá þeim.
Maður spyr sig hver sé tilgangur-
inn, en vegir Guðs eru órannsakan-
legir, okkur er ekki ætlað að skilja
tilganginn en verðum að trúa að
Gulla hafi verið ætlað eitthvað ann-
að og meira. Guð veri með Gulla
mínum þar sem hann er nú. Elsku
Stína mín, Guð veri með þér og
veiti þér styrk. Mínar innilegustu
samúðarkveðjur til þín Stína, Lenu
litlu og ykkar allra. Guð veri með
ykkur.
Agústa S. Bjömsdóttir
í dag kveðjum við góðan bróður
og vin.
Gulli eins og hann var kallaður
lauk prófi frá Tækniskólanum í
Reykjavík árið 1980. Þá fluttist
hann til Akraness og hóf störf hjá
Þorgeiri og Ellert þar sem hann
starfaði alla tíð síðan. Þetta er ekki
skrifað sem tæmandi ævisaga Gulla
heldur til að minnast góðs bróður
og vinar sem við eigum mikið að
þakka, bæði fyrir vináttu og leik í
æsku og ekki síst fyrir það hve vel
hann reyndist okkur og börnum
okkar en til Gulla sóttu þau mikið
og var hann uppáhaldsfrændi
þeirra.
Árið 1985 urðu kaflaskipti í lífi
Gulla er hann kynntist Kristínu
Aðalsteinsdóttur, indælli stúlku frá
Akranesi og giftust þau í ágúst
árið 1986. Arið 1987 fór Gulli til
Kaupmannahafnar í læknisaðgerð
sem tókst vel og hamingjan blasti
við þeim. Þau eignuðustu fallegt
heimili og í júní 1987 fluttu þau
að Esjubraut 9.
Okkur fínnst svo stutt síðan
Gulli og Stína eignuðust heimili og
lífið virtist bjart framundan ekki
síst eftir að augasteinninn þeirra
hún Lena fæddist í janúar sl. og
er hún aðeins þriggja mánaða göm-
ul þegar hún missir föður sinn.
Elsku Stína og Lena, nú þegar
Gulli hefur verið kvaddur tii ann-
arra starfa og á öðrum vettvangi
vitum við að góður Guð mun styrkja
okkur öll og varðveita. Sá sem hann
hefur nú kallað til sín hefur gefið
okkur svo mikið, þó svo við hefðum
viljað hafa hann mikið lengur hjá
okkur.
Kveðjuorð:
*
Pétur Arnason
Fæddur 6. maí 1927
Dáinn 5. júlí 1988
Lifið er stutt, og líðun manns
líkt draumi hverfur skjótt,
finnst þó mjög langt í hörmum hans,
hjartað nær missir þrótt,
kristileg frelsun krossberans
kemur aldrei of fljótt,
erfiðisdagur iðjandans
undirbýr hvíldamótt.
Ó, að sérvert mitt augnatár,
undir hörmungar vígt,
gæti, miskunnar Herrann hár,
hjarta þitt blessað mýkt,
svo þú mín styttir angursár,
auðmjúkur bið um slíkt,
fyrst það blæðir svo ríkt
Skal ég svo kvíða nokkm? Nei.
Nærri’ er útmnnið skeið.
Senn ber að höfnum hrakið fley,
huggun gefst lengi þreyð,
og hvort ég lifi eða dey,
eilífs lífs von er greið.
Guð minn, Guð minn, mig einan ei
yfirgef þú í neyð.
(Bólu-Hjálmar)
Eiginkona og dóttir
t
Ástkær sonur okkar og bróðir,
ANDRÉS MARKÚS ÞORLEIFSSON,
Efstasundi 2,
Garðabæ,
lést af slysförum þann 4. maí.
Þorieifur Markússon, Gunnhildur Ágústa Eiriksdóttir,
María Guðbjörg,
Soffi'a Dagmar,
Guðrún Ólafía.
33
Guðlaugur Vigfus-
son - Minning
Megi Guð styrkja ykkur í sökn-
uði ykkar og varðveita um alla
framtíð.
Einar, Guðrún og börnin
Dýpsta sæla og sorgin þunga,
svífa hljóðlaust yfir storð
þeirra máli talar tunga
tárin era beggja orð.
(Ólöf frá Hlöðum)
Þegar sólin hækkar á lofti og
náttúran öll vaknar til lífsins, kveðj-
um við góðan vin, sem burt er kall-
aður í blóma lífsins. Við kynntumst
Gulla fyrir rúmum þremur árum,
þegar hann og Stína frænka mín
ákváðu að ganga saman æviveginn.
Við samglöddumst þeim innilega í
hamingju þeirra. Þau voru bæði
þannig gerð að fólk laðaðist að
þeim og bömin dýrkuðu þau og
fáum hef ég kynnst sem vom vand-
aðri til orðs og æðis. Gulli var sann-
kallað náttúrubarn, elskaði lífið og
kunni að meta það betur en margir
aðrir. Allt gerðist hratt í lífi þeirra
eftir að þau kynntust, þau giftu
sig, stofnuðu fallegt heimili, þar
sem gott var að koma. 31. janúar
sl. fæddist þeim svo dóttir, yndisleg-
ur sólargeisli sem hlaut nafnið
Lena. Lífið brosti nú við þeim og
miklar framtíðaráætlanir voru
gerðar. Allt í einu dregur ský fyrir
sólu og klippt er á þau bönd sem
tengdu litlu fjölskylduna saman.
Við erum harmi slegin og biðjum
guð að leggja líkn með þraut.
Að leiðarlokum vil ég og fjöl-
skylda mín þakka fyrir að fá að
kynnast Gulla. Elsku Stína, Lena
litla, aldraður faðir og aðrir ástvin-
ir, við vottum ykkur dýpstu samúð
í sorg ykkar.
Blessuð sé minning um mætan
mann.
Hulda Óskarsdóttir
Tengdafaðir minn, Guðlaugur
Vigfússon, er látinn. Með nokkrum
orðum vil ég minnast hans með
þakklæti og virðingu. Margs bera
að minnast, margt ber einnig að
þakka.
Guðlaugur var Vestmannaeying-
ur að ætt og uppruna. Hann fædd-
ist 16. júlí 1915 á Holti í Vest-
mannaeyjum, sonur Vigfúsar Jóns-
sonar útgerðarmanns og Guðleifar
Guðmundsdóttur. Árið 1943 hóf
Guðlaugur útgerð ásamt bræðrum
sínum þeim Guðmundi og Jóni.
Guðlaugur festi ráð sitt 6. nóvem-
ber 1943 og átti Jóhönnu K. Kristj-
ánsdóttur frá Flatey á Skjálfanda.
Þau hjón eignuðust fimm börn. Þau
eru: Vigfús, giftur Rósu Siguijóns-
dóttur, Guðleif, gift Páli H. Guð-
mundssyni, Sigríður, gift Gústav
Einarssyni, Kristján, giftur Ásgerði
Halldórsdóttur, Guðrún, sambýlis-
maður Helgi Gunnarsson.
Árið 1960 fluttist íjölskyldan til
Reykjavíkur. Guðlaugur gerðist
netagerðamaður hjá Reykdal Jóns-
syni. Guðlaugur var hæglátur og
hlýr maður, og bar hag fjölskyldu
sinnar ávallt fyrir brjósti. Hann-
fylgdist alltaf af áhuga með því sem
fjölskyldan gerði og hafði ætíð tíma
til að hlusta og liðsinna eftir bestu
getu. Ófá handtökin hjálpaði hann
bömum sínum í gegnum árin við
að koma sér upp eigin húsnæði.
Hann var mjög verklaginn og var
sannkallaður þúsundþjalasmiður.
Guðlaugur vann hjá Hampiðjunni
er hann fékk hjartaáfall i febrúar
1988. Hann náði sér nokkuð vel af
þessu áfalli, enda hraustur maður
og var aldrei vanur að kveinka sér.
Hann veiktist síðan aftur í janúar
sl. og lagðist inn á Landakotsspít-
ala í febrúar sl. og átti þaðan ekki
afturkvæmt.
Ég vil þakka tengdaföður mínum
(eða Dadda eins og hann var alltaf
kallaður) samfylgdina og bið Guð
að blessa og styrkja tengdamóður
mína á_ þessum erfiðu stundum.
Ásgerður Halldórsdóttir
Nú er hann afi okkar á Austur-
brún, eins og við kölluðum hann,
dáinn. Minningarnar sækja að og
efst er okkur í huga þegar við vor-
um lítil hvað hann var alltaf tilbú-
inn að leika við okkur, tala og
hlusta á allt það sem við höfðum
að segja honum. Öll minnumst við
t
Móðurbróðir okkar,
JAKOB JÓHANN THORARENSEN,
andaðist í sjúkrahúsinu á Hólmavík fimmtudaginn 4. maí.
Elisabet Thorarensen,
Ólafur B. Th. Pálsson, Ragnhildur Pálsdóttir.
t
Eiginmaður minn,
HJÁLMAR S. THOMSEN
múrari,
Mánagötu 25,
Grindavík,
verður jarðsunginn frá Grindavikurkirkju í dag, laugardaginn 6.
maí, kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Margrét Thomsen.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts eiginkonu
minnar, móður, tengdamóður, ömmu, iangömmu og systur,
ÖNNU ÓLAFSDÓTTUR,
Hafnarbraut 49,
Höfn, Hornafirði.
Einar Björn Einarsson,
synir og fjölskyldur þeirra og systur hinnar látnu.
þess er hann kenndi okkur pelastik,
tafl og myllu.
Afi var góður við alla og aldrei
sáum vii hann reiðan eða bregða
svip. Hann var alltaf hress og kátur
og ánægður með lífið og tilveruna.
Afi var duglegur og það sem hann
tók sér fyrir hendur vann hann
vel. Alla sína tíð vann hann í sam-
bandi við útgerð. Þegar hann bjó í
Eyjum rak hann útgerð ásamt
bræðrum sínum. En eftir að hann
flutti til Reykjavíkur, vann hann
við netagerð.
Afi var ungur í anda og ekki
minnumst við þess að hann hafi
nokkum tímann verið veikur, þar
til í fyrra, en þá hrakaði heilsu
hans mjög. En þrátt fyrir veikindin
var hann alltaf sami góði afi á
Austurbrún.
Á kveðjustund langar okkur að
þakka afa fyrir allar góðu sam-
verustundimar sem hann veitti okk-.
ur o g alltaf mun hann ríkja í hugum
okkar.
Gleði vor er hin rauða rós,
er ijóðar veikan og bleikan,
og það er hún sem leiðir í ljós
lífið og ódauðleikann.
Guðlaugur Pálsson,
Arnþór Pálsson,
Jóhanna Kristín Gústavsdóttir,
Einar Gústavsson.
glens 00
HVERAGERÐi
OPNUNARTÍMAR MAÍ-SEPT.
ALLA VIRKA DAGA KL. 13-19
ALLAR HELGAR OG
FRÍDAGA KL. 12-20