Morgunblaðið - 06.05.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1989
19
Frá æfingu á óratóríunni Elía í Hailgrímskirkju. Verkið verður flutt í fyrsta sinn i fullri lengd á kirkju-
listahátíð í Hatlgrímskirkju í dag.
Hallgrímskirkja:
Oratórían Elía flutt á
kirkjulistahátíð í dag
KIRKJULISTAHÁTÍÐ í Hallgrimskirkju var sett í gær kl. 18, en
þá var einnig opnuð sýning á vatnslitemyndum eftir Karólinu Lárus-
dóttur í forkirkju Hallgrímskirkju. í dag kl. 15 verður flutt óratór-
ían Elía eftir Mendelssohn-Bartholdy í Hallgrímskirkju af Qórum
einsöngvurum, Mótettukór Hallgrímskirkju og Sinfóníuhljómsveit
íslands, en stjórnandi er Hörður Áskelsson.
Fj ölsky lduskemmt-
un á vímuefiiavarn-
ardegi Lionsmanna
FJÖLSKYLDUSKEMMTUN verður á vegum lionsmanna í Há-
skólabíói i dag i tilefiii af vimuefnavamardegi Lions. Tilgangurinn
er að benda á „vágest þann sem er fylgifiskur vimuefnaneyslu ungl-
inga,“ en að þeim beinast sérstaklega varnaðarorð og fræðsla Lions-
manna á öllum Norðurlöndunum á þessum degi, að því er fram
kemur í fréttatilkynningu frá Lions. Á skemmtuninni koma fram
margir listamenn, sem leggja málefninu lið endurgjaldslaust. Þá
mun Svavar Gestsson menntamálaráðherra taka við kennslugögnun-
um Lions-quest, „Að ná tökum á tilverunni", sem islenskir lionsmenn
hafa látið þýða og steðfæra til kennslu í grunnskólum hér á landi.
Formaður Listvinafélags Hallgr-
ímskirkju, Dr. Þór Jakobsson, setti
kirkjulistahátíðina í gær, en auk
hans flutti Halldór Ágrímsson
kirkjumálaráðherra ávarp. Að lok-
inni setningu hátíðarinnar var opn-
uð sýning á tíu vatnslitamyndum
eftir Karólínu Lárusdóttur í for-
kirkju Hallgrímskirkju, en myndim-
ar sem hún gerði sérstaklega fyrir
þessa sýningu, og allar tengjast lífi
Krists, hefur hún gefið kirkjunni.
Á kirkjulistahátíðinni í dag kl.
15 verður óratórían Elía eftir Felix
Mendelssohn-Bartholdy flutt í
fyrsta sinn í fullri lengd hér á landi.
Stjórnandi er Hörður Áskelsson, en
flytjendur eru einsöngvararnir Sil-
via Herman, sópran, Ursula Kunz,
alt, Andreas Schmidt, bassi og Aldo
Baldin, tenór, Mótettukór Hall-
grímskirkju og Sinfóníuhljómsveit
Islands. Tenórsöngvarinn Aldo
Baldin hleypur í skarðið fyrir Deon
van der Walt, sem forfallaðist á
síðustu stundu. Vegna mikillar að-
Heinz bama-
matur frá
Englandi
ekkií
verslunum
Morgunblaðinu hefur bor-
ist eftirfarandi fréttatil-
kynning frá Ó. Johnson &
Kaaber hf.
„í fjölmiðlum hafa birst
fréttir þess efnist að fjárkúgar-
ar hafi sett aðskotahluti í
barnamat framleiddan af
Heinz-verksmiðjunum í Eng-
landi.
Aðalumboð Heinz-verk-
smiðjanna á Islandi, O. Johnson
og Kaaber hf., hafa af þessu
tilefni beðið blaðið að upplýsa,
að Heinz-barnamatur frá Eng-
landi hefur ekki verið fluttur
til landsins í áratugi.
Sá Heinz-barnamatur sem
seldur er í íslenskum verslunum
kemur allur frá Bandaríkjunum
eða Kanada, en í þessum tveim
löndum er við engan vanda að
glíma, eins og þann sem upp
hefur komið á Bretlandseyj-
um.“
sóknar hefur verið ákveðið að órat-
órían verði einnig flutt á sunnu-
dagskvöldið kl. 20.
Á morgun, sunnudag, verður sér-
stök hátíðarmessa kl. 11 í
Hallgrímskirkju. Dómprófastur, Sr.
Ólafur Skúlason vígslubiskup préd-
ikar, og kór Akureyrarkirkju ásamt
hljóðfæraleikurum flytur messu eft-
Sagnfræðingafélag íslands
heldur opna ráðsteíhu um
gagnrýni í Odda, húsi félagsví-
sindadeildar Háskóla íslands, í
dag laugardaginn 6. maí. Ráð-
stefiian hefst klukkan 14 og
stendur til klukkan 18.
Sagnfræðingum hefur lengi
fundist rit þeirra verða utanveltu
í umflöllun um bækur og menning-
armál í fjölmiðlum. Af þessum
sökum þótti stjórn Sagnfræðinga-
félags íslands vel við hæfi að helga
aðra ráðstefnu sína á þessu vori
ir Haydn. Margrét Bóasdóttir syng-
ur og Björn Steinar Sólbergsson
leikur á orgel.
Þrír einþáttungar eftir dr. Jakob
Jónsson verða frumsýndir á kirkju-
listahátíðinni í Hallgrímskirkju kl.
20.30 á mánudagskvöld, en þeir
nefnast Þögnin, Kossinn og Sjáið
manninn. Leikstjóri er Jakob S.
Jónsson, en leikendur eru Erlingur
Gíslason, Anna Kristín Arngríms-
dóttir, Þórunn Magnea Magnús-
dóttir og Hákon Waage. Tónlist er
eftir Hörð Áskelsson, leikmynd eft-
ir Snorra Svein Friðriksson og lýs-
ing eftir Árna Baldvinsson.
gagnrýni um sagnfræðirit, hvoru-
tveggja í almennum ijölmiðlum og
sérhæfðum fagtímaritum.
Dagskrá ráðstefnunnar er með
þeim hætti að Lisa von Schmal-
ensee, lektor, flytur erindi er ber
heitið: Gagnrýni - vísindi eða list?,
Margrét Guðmundsdóttir BA flyt-
ur erindi um gagnrýni sagnfræði-
rita í fjölmiðlum og Þórunn Valdi-
marsdóttir cand.mag. fjallar um
„gagnrýni íslenskra sagnfræðirita
og þjáningar fræðimannsins“.
Að loknu stuttu kaffihléi leiða
Aldís Yngvadóttir námstjóri í
fíkniefnavörnum segir að námsefn-
ið sé ætlað til kennslu í 5 til 8 bekk
grunnskóla. Bráðabirgðaútgáfa er
til af þessu kennsluefni og hafa til-
raunir verið gerðar í kennslu með
því í hálfan annan vetur sem Aldís
sagði að lofaði góðu. Hún segir
ætlunina að hafa kennsluefnið til-
búið til kennslu haustið 1990, þann-
ig að þá geti allir þeir grunnskólar
sem vilja notað efnið. Nú þegar
hafa 50 kennarar réttindi til að
kenna Lions-quest og að afloknum
námskeiðum í sumar er reiknað
með að 60-80 kennarar til viðbótar
öðlist þessi réttindi.
Tilgangur Lions-quest, sem þýtt
hefur verið: Að ná tökum á tilver-
unni, er ekki eingöngu að forða
fólki frá fíkniefnum, að sögn Aldís-
ar. Tilgangurinn er að hjálpa ungu
fólki til að þroska með sér félags-
lega eiginleika, sjálfsaga, ábyrgðar-
tilfinningu, dómgreind og hæfni til
samskipta við aðra. Einnig að
hjálpa ungu fólki til að efla tengsl-
in við fjölskyldu sína, skóla, jafn-
aldra og samfélagið, auk þess sem
þeir tileinki sér heilbrigðan og vímu-
lausan lífsmáta.
Fjölskylduskemmtun Lions er í
Háskólabíói í dag og hefst klukkan
14. Meðal skemmtikrafta verða
Ómar Ragnarsson, Bjartmar Guð-
laugsson, Rut Reginalds og Laddi
svo og hljómsveit Magnúsar Kjart-
saman hesta sína tveir höfundar
og gagnrýnendur fræðirita. Þeir
Gísli Ágúst Gunnlaugsson og
Eiríkur Guðmundsson ræða um rit
Gísla Sögu Ólafsvíkur og þeir Þor-
leifur Friðriksson og Sigurður Pét-
ursson ræða rit Þorleifs Gullnu
fluguna og Undirheima íslenskra
stjórnmála. Helgi Skúli Kjartans-
son, lektor, stýrir umræðum og
leggur dóm á niðurstöður í lokin.
Að lokum verða almennar umræð-
anssonar og Gildran. Kynnir verður
Hermann Gunnarsson. í fréttatil-
kynningu frá Lions kemur fram að
aðgangur er ókeypis og allir eru
velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Svend Carl-
senlátinn
LÁTINN er Svend W. Carlsen,
forstjóri, í Kaupmannahöfli á 77.
aldursári. Svend hafði um ára-
raðir mikil viðskipti við ísland
og var mikill íslandsvinur.
Hann var m.a. sæmdur hinni
íslensku fálkaorðu. Eftirlifandi
kona hans er Ane Birthe og áttu
þau þijú uppkomin börn.
Þrír fluttir
á slysadeild
HARÐUR árekstur varð á mótum
Reykjavíkurvegar og Hjallabraut-
ar í Hafiiarfirði aðfaranótt föstu-
dags. Þrír voru fluttir á slysa-
deild, en meiðsli þeirra eru ekki
talin alvarleg.
Fólksbíl, sem ekið var norður
Reykjavíkurveg, var beygt til vinstri
inn á Hjallabraut. Bíllinn fór þá í veg
fyrir annan, sem ekið var suður
Reykjavíkurveg. Bílarnir skemmdust
mjög mikið.
(Fréttatilkynning)
mmmm
VECNA 50111MIÐA 06 ENDURNÝJUNAR
ARSMIÐA 06 FIDKKSMIÐA ER
AÐAUIMBOÐIÐ ..
TJARNARCOTU 70
OPIDÍDAGFRÁ KL10TIU6.
HAPPDRÆTTIDVAIARHTIMILIS ALDRAÐRA SJÓMANNA
Eflum stuðning við aldraða. Miði á mann fyrírhvern aldraðan.
Ráðsteftia um gagnrýni