Morgunblaðið - 06.05.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.05.1989, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐE) IÞROTTIR LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1989 43 KNATTSPYRNA / UEFA-KEPPNIN Diego Maradona hefur verið þekktur fyrir að nota hendur jafnt sem fætur á knattspyrnuvellinum. Maradona reyndi að físka vífið - hefur minnst fimm sinnum áður leikið sama leikinn DIEGO Maradona hefur við- urkennt í samtaii við fjölmiðla á Ítalíu að hann hafi reynt allt til að f iska vítaspyrnu fyr- ir Napólí gegn Stuttgart í fyrri úrslitaleik liðanna í UEFA- bikarkeppninni í Napólí á mið- vikudaginn. ikið hefur verið rætt og rit- að um hina umdeildu víta- spymu sem dæmd var á Stuttg- art. Maradona lagði greinilega knöttinn fyrir sig með vinstri hendi áður en hann skaut í hönd Schmálers, vamarmanns Stuttg- art. Dómarinn dæmdi vítaspyrnu á Stuttgart, en lét annað eiga sig. „Ég sá vamarmann Stuttgart koma á móti mér með aðra hönd- ina útrétta. Ég reyndi því að sendi knöttinn í hendina á honum og fiska vítaspyrnu," sagði Mara- dona við fréttamenn eftir leikinn. Fyrirsögn ítalska íþróttablaðs- ins Gazzetta dello Sport“ eftir leikinn var svohljóðandi: „Þegar sigur virðist útilokaður, veitir Maradona hjálparhönd.“ í blaðinu var einnig skýrt frá því að þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn sem Maradona handleikur knöttinn á þýðingarmiklum augnablikum. Hann hefur minnst fimm sinnum áður ieikið þennan leik, þar á meðal í hinum umdeilda leik milli Argentínu og Englands í heims- meistarakeppninni í Mexíkó 1986. Stuttgart ætlar að senda inn kæru til UEFA: Dómaranum mútað? Lofuðu forráðamenn honum húsi á eyju í Grikklandi? ÞAÐ er allt brjálað í Stuttgart út af vítaspyrnudómnum í leik Napolí og Stuttgart - þegar Diego Maradona handlék knöttinn áður en hann spyrnti honum í hendi Gúnther Schá- fer. Þá eru menn ekki á eitt sáttir við gula spjaldið sem Buchwald fékk, sem varð til þess að hann verður í banni í seinni leik liðanna. Einnig hvað dómarinn var fljótur að reka leikmenn Stuttgart á fætur þegar þeir féllu við eftir sam- stuð. Forráðamenn Stuttgart ætla að kæra gríska dómarann Geras- simos Germanakos, en sterkur grunur leikur á að Napolí hafi FráJóni Halldóri Garöarssyni ÍV-Þýskalandi mútað honum fyrir leikinn - lofað hon- um húsi á eyju í Grikklandi, ef hann væri hliðhollur Nap- olí í leiknum. Stuttgart ætlað að kæra framkomu dómarans til Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) og mun leið að láta rann- saka orðróminn um húsið á grísku eyjunni. Grunurinn um mútur eru sterk- ari vegna þess að þetta var síðasti leikurinn sem Germanakos dæmdi - hann er hættur sem dómari og segja gárungar að nú ætli hann að setjast í helgan stein á lítilli eyju í Grikklandi og njóta elliáranna. Allar umræður um mútur hafa orðið til þess að menn hafa rifjað upp ýmis dómarahneyksli, sem eiga það allt semeiginlegt að hafa verið í sambandi við ítölsk félagslið. Knattspymutímaritið World Soocer sagði frá þessum hneykslum fyrir nokkrum árum og birti myndir af húsum á sólarströndum Ítalíu, þar sem hinir ýmsu dómarar, sem höfðu dæmt Evrópuleiki hjá ítölskum lið-, um, ættu óg notuðu sem sumarhús. Þá hefur Gerhard Mayer-Vor- felder, forseti Stuttgart, kært starfsmenn Napolí fyrir að hafa hindrað að hann kæmist til að ræða við eftirlitsmann leiksins, en forset- inn vildi óska eftir að seinni hálfleik- urinn hæfist ekki fýrr en allur reyk- ur væri farinn af vellinum - við mark Stuttgart. Reykurinn hafði slæm áhrif á Eike Immel, sem not- ar sjónlinsur. Það er reiknað með að heitt verði í kolun þegar Maradona mæti til leiks í Stuttgart. Stuðningsmenn Stuttgarts eiga eftir að láta van- þóknun á honum í ljós. UEFA- PUNKTAR f « k B KARL Allgöwer, varnarleik- maður Stuttgart, segir að það sé knattspymunni til skammar að einn ákveðinn maður (Maradona) fái einn knattspyrnumanna í heiminum að nota hendur jafnt á við fætur í knattsgyrnuleik. B JURGEN Hartmann, sem gætti Maradona, segir að það hafi ekki verið erfítt. „Maradona er bæði feitur og seinn.“ fl ÍTALIR vottuðu besta knatt- spyrnuliði landsins virðingu sína á fimmtudaginn. Þá voru 40 ár síðan 18 leikmenn Tórínó fórust í flug- slysi rétt við samnefnda borg, en liðið var að koma frá vináttuleik í Lissabon i Portúgal. Umrætt lið varð fímm sinnum Italíumeistari á ámnum 1943-1949. 10 leikmann- anna vom landsliðsmenn. B ÍTÖLSK blöð segja að Stuttgart hafí leikið ítalskari knattspyrnu heldur en Napolí og áttu blöðin þá við vel skipulagðan varnarleik Stuttgart. fl MICHAEL Schröder, vamar- leikmaður Stuttgart, tilkynnti fé- lögum sínum það í flugvélinni frá Napolí, að hann hafi ákveðið að fara aftnr til Hamburger - eftir tvö ár hjá Stuttgart. Schröder er frá Hamborg og vill fjölskylda hans fara aftur heim. ■ ÞAÐ er nú ljóst að Júrger Klinsmann fer til Inter Mílanó frá Stuttgart. Inn í myndinni er að félagið láni hann til FC Flórens næsta keppnistímabil, því að fyrir þar em þrír útlendingar hjá Inter - þeir Brehme, Mattháus og Arg- entínumaðurinn Dias. Spumingin er hvort að Klinsmann sætti sig við að leika með Flórens? ■ LEIKUR Stuttgart og Napólí í úrslitum Evrópukeppni félagsliða, sem fer fram í Stuttgart miðviku- daginn 17. maí, verður sýndur beint í íslenska ríkissjónvarpinu. Eþróttir helgarinnar Blak ísland og Færeyjar leika tvo landsleiki í karlaflokki í blaki um helgina. Fyrri leikur- inn fer fram í Hagaskóla í dag kl. 17.00 og síðari í Digranesi kl. 14.00 á morgun. Frjálsíþróttir Ftjálsíþróttadeild KR efnir í samvinnu við Miðbæjarsam- tökin til götuhlaups í dag, laugardag. Hlaupið hefst kl. 16.00 við Kolaportið og verða hlaupnir 10 mislangir sprettir. Keila Öskjuhlíðarmótið í keilu fer fram í keilusalnum Öskjuhlíð kl. 20.00 í kvöld. Knattspyrna Víkingur og Fylkir leika um 3. sætið í Reylqavíkurmótinu í meistaraflokki karla á gervi- grasinu á morgun, sunnudag, kl. 20.30. Fimleikar Innanfélagsmót Gerplu í fimleikum fer fram í Digra- nesi frá kl. 09:30 til 17.00 í dag. Keppt verður í öllum flokkum. _ . Sund Garpamótið í sundi sem fram átti að fara í Sundhöll Reykjavíkur um helgina hefur verið frestað. BLAK Tveir leil ■ slenska karlalandsliðið í blaki 1 spilar tvo landsleiki við Færey- inga um helgina. Leikimir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir smá- þjóðaleikana á Kýpur 17. til 20. maí. Sigurfinnur Viggósson úr ÍS er eini nýliðin í íslenska landsliðinu. Zhao Shanwen, landsliðsþjálfari, hefur valið eftirtalda leikmenn fyrir kir við Fa leikina: (Fjöldi iandsleikja í sviga) Jon Árnason, Þrótti (34) Leifur Harðarson, Þrótti (54) Þröstur Friðfinnsson, Þrótti (12) Þorvaldur Sigfússon, ÍS (16) Sigurður Þráinsson, ÍS (23) Sigfinnur Viggósson, ÍS ( 0) Bjami Þórhallsson, IS (11) Arngrímur Þorgrímsson, ÍS (10) ^reyinga Stefán Magnússon, KA ( 6) Haukur Valtýsson, KA (17) Stefán Jóhannesson, KA (20) Vignir Hlöðversson, HK ( 6) Þjálfari liðsins er Zhao Shanwen. Fyrri leikurinn verður í Hagskóla í dag kl. 17.00. Á morgun, sunnu- dag, mætast liðin í Digranesi kl. 14.00. NBA-DELILDIN Meistaramir komnir á skrið LOS Angeles Lakers er nú komið í aðra umferð úrslita- keppninnar í NBA-deildinni. Lakers vann Portland í þriðja sinn í röð á miðvikudagskvöld- ið í Portland með 116 stigum gegn 108. Kareem Abdul-Jabb- ar átti sinn besta leik í langan tíma og skoraði 22 stig, mörg þeirra á dýrmætum tíma fyrir Lakers-liðið. Kappinn hefur verið mjög traustur í leikjunum í úrslitakeppninni og Ijóst er að hann ætlar að gefa allt sem hann á eftir í þessa keppni. Þess má geta að Jabbar er orð- inn42ára. Lakers hefur nú unnið 18 leiki í röð í fyrstu umferð úrslita- keppninnar eftir að vinni þurfti þijá leiki í stað tveggja til að komast- í Gunnar Valgeirsson skrifar aðra umferð. Lakers mætir annaðhvort Seattle eða Houston í naastu umferð. í keppni Seattle og Houston er staðan 2:1 fyrir Se- attle eftir sigur Houston á heima- velli á miðvikudag. Það var Eric „Sleepy“ Flloyd sem var aðalmaður Houston í leiknum. Hann skoraði 28 stig. Jordan fór hamfömm Chicagohefur nú náð 2:1 forystu gegn Cleveland eftir sigur á mið- vikudag á heimavelli, 101:94. Leik- urinn var mjög góður og hafði hei- maliðið ávallt forystu, en Cleveland minnkaði muninn í fáein stig í nokk- ur skipti. í hvert sinn sem það gerð- ist tók Michael nokkur Jordan sig til og jók muninn fyrir heimaliðið með frábærum körfum. Jordan skoraði 30 stig í seinni hálfleik, alls 44 stig í leiknum, og réðu leik- menn Cleveland ekkert við hann. Cleveland verður að vinna fjórða leik liðanna í Chicago til að eiga möguleika á framhaldi í keppninni. „Við verðum að spila mun betur ef við ætlum að komast áfram,“ sagði Lenny Wilkens, þjálfarj Cleveland, eftir leikinn. NBA-úrslit 8-liða úrslit: Asturdeild: Chicago Bulls—Cloveland.... (Chicago er yfir 2:1) Vesturdeild: ...101: 94 LA Lakers—Portland (Lakers vann 3:0) ...116:108 Houston Rockets—Seattle.... (Seattle er yfir 2:1) ...126:107 ípRÚmR FOLK Morgunblaðið/Úlfar Pétur Pétursson á Grænagarði, sem er 86 ára, var elsti keppandinn í Fossavatnsgöngunni sem fram fór á Islafírði 1. maí. Hann hefur tekið þátt í göngunni yfir 50 sinnum. Hér er hann að undirbúa sig fyrir gönguna. fl JOHN Toshak hefur verið nefndur sem næsti þjálfari Real Madrid. Spænska dagblaðið E1 Pais segir að Toshack hafí verið boðið 100 milljarða peseta (um 45 milljónir ísl. kr.) fyrir samning til eins árs en það eru rúmlega fíór- föld laun hans hjá Real Sociedad. Að auki myndi Real Madrid borga Sociedad um 25 milljónir ísl. kr. til að fá Toshack, en samningur hans við Sociedad rennur út árið 1991. Talsmenn Real Madrid vildu ekki staðfesta þetta en sögðust hafa grennslast fyrir um samning Toshack við Sociedad. ■ MÓNAKÓ sigraði annarrar deildarliðið Orleans í 8-liða úrslit- um frönsku bikarkeppninnar, 2:1, á útivelli. Auxcrre sigraði Beauva- is með sömu markatölu og Sochaux vann Mulhouse 3:1. MALEXANDER Mogilny lét ekki sjá sig, þegar sovéska landsliðið í íshokkí hélt heim á leið frá Stokk- hólmi eftir heimsmeistarakeppn- ina. Hann ætlaði að gerast atvinnu- maður með kanadísku eða banda- rísku liði. Viktor Tikhonov, þjálf- ari, sagði að ákvörðun Mogilnys gæti komið í veg fyrir að aðrir sov- éskir leikmenn fengju að gerast atvinnumenn utan Sovétríkjanna, en nokkrir hafa verið í viðræðuin við lið í NHL-deildinni. ■ FRANCK Sauzee skoraði sig- urmark Marseille í 1:0 sigri á PSG í toppslag frönsku 1. deildarinnar í gærkvöldi. Marseille komst þar með í efsta sæti deildarinnar, hefur tveggja stiga forskot á PSG. eftir 35 leiki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.