Morgunblaðið - 06.05.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.05.1989, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1989 Svavar Gestsson um lok skólahalds í framhaldsskólum: Engar ákvarðanir tekn- ar fyrr en eftir verkfall SVAVAR Gestsson menntamála- ráðherra mun ekki taka neinar ákvarðanir um lok skólahalds í framhaldsskólum fyrr en verk- falli félaga í HÍK er lokið. Þetta kom fram í svörum ráðherrans við fyrirspumum Birgis ísleifs Gunnarssonar í utandagskrár- umræðu í Sameinuðu þingi í gær. Fjöldi nemenda og kennara var viðstaddur umræðuna. Það voru þingmenn Sjálfstæðis- flokksins sem fóru fram á utandag- skrárumræðuna og reið Birgir Isleifur Gunnarsson (S/Rvk) á vaðið. Birgir benti á að fjórar og hálf vika væri síðan verkfall kenn- ara í Hinu íslenska kennarafélagi skall á og að mikil hætta væri á því að dýrmætt ár glataðist. Vitn- aði Birgir þessu til stuðnings til ummæla nokkurra skólameistara og nemenda. Birgir benti a'að verk- fallið snerti aðallega þijá hópa nem- enda; stúdentasefni og aðra er væru að útskrifast, nemendur sem væru að færast milli bekkja og nemendur sem í haust innrituðust í fram- haldsskóla. Birgir taldi ýmsar yfirlýsihgar ráðherra menntamála og fjármála ekki hafa verið til þess fallnar að stuðla að lausn þessarar deilu, þvert á móti og þar að auki hefðu þær verið um margt misvísandi. Birgir beindi eftirfarandi spumingum til menntamálaráðherra: Hroki flármálaráðherra Guðrún Agnarsdóttir (K/Rvk) átaldi harðlega hroka og einstreng- ingshátt fjármálaráðherra, sem hún taldi hafa hleypt hörku í deiluna. Einnig taldi hún ráðherra hafa í tilraunum sínum til að deila og drottna reynt að sá fræjum tor- tryggni milli menntafólks og verka- fólks. Um vanda framhaldsskólanema sagði Guðrún að hann væri mikill og að það stafaði af tregðu stjórn- valda til að viðurkenna mikilvægi kennarastarfsins. „Ég skora á ríkis- stjórnina og ráðherra Alþýðubanda- lagsins að gefa samninganefnd ríkisins umboð til þess að ganga til samninga með opnari og betri huga.“ Kristín Halldórsdóttir (K/Rnes) sagði að í raun ætti þing- ið að ræða vantraust á ríkisstjóm- Birgir ísleifiir Gunnarsson ina. Hún bæri ábyrgð á vanefndum loforða um kjarabætur og seina- gangi í kjaraviðræðum; á fjómm vikum hefði verið fundað í 10 klukkustundir. „Hvað ætla ráða- menn sér með þessu? Á að bijóta fólk niður andlega? Ætlar ríkis- stjórnin að setja lög á háskóla- menntaða starfsmenn?" Lýsti Kristín eftir ábyrgðartilfinningu hjá ráðherram. Tímasetning verkfalls engin tilviljun Sighvatur Björgvinsson (A/Vf) kvað vanda nemenda ekki stafa af því að stjórnvöld hefðu lokað skól- unum, heldur vegna þess að kennar- ar hefðu ákveðið að fara í verkfall. Sagði Sighvatur það enga tilviljun að HÍK hefði ákveðið að fara í verk- fall, rétt undir lok skólaárs. Sig- hvatur taldi það og ekki rétt að ekki væri vilji til samkomulags hjá ráðherram og ríkisstjórn; fjármála- ráðherra hefði ítrekað boðið kenn- uram samning, sem væri svipaður og yfir 80% launþega hefði sam- þykkt. Sagði Sighvatur það vera kjarna málsins hvort menn sem gagnrýndu teldu rétt að háskóla- menntaðir starfsmenn ríkisins fengju meiri Iaunahækkanir en lág- launafólkið í landinu. „Yrði það til þess að auka samstöðu stétta menntafólks og launafólks?" Birgir ísleifur kvað það rétt að fram yfir elleftu stundu væri komið og því væri það vonbrigði að ráð- herra upplýsti ekki hvernig hann hygðist taka á málum varðandi lok á skólahaldi; það kynni að vera of seint að ræða slíkt eftir verkfall. Ekki sett lög á verkfallið Steingrímur Hermannson, for- sætisráðherra tók undir orð manna um skaðsemi verkfalls kenn- ara, sem og annarra háskólamennt- aðra ríkisstarfsmanna. „Ríkis- stjórnin hefur sett sér ákveðin markmið í launa- og kjaramálum og hafa tekist samningar við 80% af launafólki í landinu. Hlýt ég því að vara við því að samið verði á öðram nótum við aðra hópa,“ sagði Steingrímur; slíkt hlyti að hafa í för með sér kollsteypu. Steingrímur ítrekaði síðan að ekki væri ætlunin að setja lög til að koma í veg fyrir verkföll. Ólafiir Ragnar Grímsson, flár- málaráðherra kvað það ekki rétt að einungis hafi verið fundað í 10 klukkustundir frá því að verkfall hófst; það væru aðeins bókaðir fundir. Fundað hefði verið í hundruð klukkustunda, ef allt væri talið með. Morgunblaðið/Sverrir Framhaldsskólanemendur fylgjast með umræðum af þingpöllum. Hvað ætlar ráðherra að gera? í fyrsta lagi hvaða leiðir kæmu til greina að hans mati vegna út- skriftar nemenda og hvaða ákvarð- anir hann hygðist taka í þeim efn- um. í öðru Iagi hvaða ákvarðanir hann hygðist taka varðandi tilflutn- ing nemenda milli bekkjardeilda. í þriðja lagi hvað ráðherra hefði gert til að leysa málið. í fjórða lagi hvort ágreiningur væri um lausn málsins milli menntamálaráðherra og frjár- málaráðherra. Danfríður Skarphéðinsdóttir (K/VI) sagði það vera orðið tíma- bært að stjómvöld gæfu þeim þús- undum nemenda svör sem nám stunduðu í framhaldsskólum um það hvemig lokum skólahalds yrði háttað. Danfríður minnti á þijár skýrslur sem nefndir á vegum kenn- ara og stjórnvalda hefðu skilað frá sér um kjör kennara og taldi frá- Ieitt að bjóða kennuram enn eina nefndina. Rækilega rætt í ríkisstjórn Svavar Gestsson menntamála- ráðherra sagði að farið yrði í við- ræður við skólameistara, kennara og nemendur um lok skólahalds, þá þegar verkfalli væri væri lokið. Ekki væri rétt að gefa neinar yfir- lýsingar á þessari stundu. Þetta ætti bæði við um útskrift og færslu milli bekkja. Svavar kvað mál þessi hafa verið rækilega rædd innan ríkisstjórnarinnar og að samstaða væri innan hennar um þetta mál. „Ég hef mínar skyldur við skóla- og menntakerfið í landinu og ég held mig við þær,“ sagði Svavar og bætti því við að nú væru yfír- standandi úrslitatilraunir til sátta hjá sáttasemjara; lokatilraun, þar sem nú væri þegar komið fram yfír elleftu stundu. Halldór Blöndal (S/Nle) kvaðst ekki treysta núverandi mennta- málaráðherra eða ríkisstjóm til þess að gera endurmat á stöðu kennara; til þess hefðu þeir enga þekkingu. Halldór kvað háskólamenntaða ríkisstarfsmenn hafa talið sig éiga hauk í homi þar sem ráðherrar Alþýðubandalagsins væru annars vegar. Nú væri hins vegar deginum Ijósara að í stað trúnaðar væri nú trúnaðarbrestur. Harðar deilur í Sameinuðu þingi um Sigló hf.; Oskað þingvíta á § ármálaráðherra HARÐAR deilur urðu í Sameinuðu þingi í gær um málefni Sigló hf. Sakaði Ólafur Ragnar Grímsson fyrrum fjármálaráðherra Sjálfstæð- isflokksins um að hafa hyglað flokksgæðingum sínum með því að afhenda þeim ríkisfyrirtæki á silfurfati. Þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins svöruðu þessu með að fara fram á skýrslu Rikisendurskoðunar um málefhi Sigló og sérstakar umræður um hana í þinginu, svo og um fyrirgreiðslu núverandi fjármálaráðherra í garð fyrirtækisins Svart á hvítu og niðurfellingu skattaskulda Nútímans. Einnig um tryggingar Landsbanka íslands vegna skulda Sambands íslenskra samvinnufélaga og um stöðu ríkissjóðs fyrstu Qóra mánuði ársins. Geir Haarde fór firam á að forseti Sameinaðs þings vítti fjármálaráð- herra fyrir misnotkun á fyrirspurnartíma. í fyrirspurnartíma í Sameinuðu þingi í gær svaraði Ólafúr Ragnar Grimsson fjármálaráðherra fyr- irspurn-Jóns Sæmundar Siguijóns- sonar (A/Nlv) um afskipti fjármála- ráðuneytisins af gjaldþroti Sigló hf. og þeirrar ákvörðunar skiptaráð- anda að Ieigja fyrirtækinu Siglunes hf. eignir félagsins til áframhald- andi rekstrar. í svari Ólafs kom fram að skipta- ráðandi hefði ekki leitað álits fjár- málaráðuneytisins. Væri það mjög alvarlegt, sérstaklega í ljósi þess að eigendur fyrirtækisins hefðu reynt að fá hjá ráðuneytinu sams konar fyrirgreiðslu og þeir hefðu fengið hjá fyrrverandi ráðherram. Hins vegar hefði það ekki verið í valdi ráðherra að koma í veg fyrir þessa ákvörðun skiptaráðanda. Á næsta skiptafundi myndi fulltrúi ráðuneytisins mótmæla henni. Það kom fram hjá ráðherra að Sigló hf. hefði fengið eignir Sigló- síldar afhentar gegn 18 milljóna skuldabréfi sem byija skyldi að greiða af 1986. í október 1985 hefði hins vegar verið samið við þáverandi fjármálaráðherra um að breyta skuldinni í 15 ára lán, af- borgunaríaust fyrstu 5 árin. „Fyrir- tækið hefur greitt eitthvað af vöxt- um en engar afborganir hafa fallið í gjalddaga.“ Sagði ráðherra þetta væri skýrt dæmi um framkvæmd Sjálfstæðisflokksins á einkavæð- ingarstefnu sinni. Glaðhlakkalegur ráðherra Pálmi Jónsson (S/Nlv) kvað menn úr mörgum flokkum standa að fyrirtækinu Sigló hf., þannig að ásakanir um að verið væri að hygla flokksgæðingum væru út í hött. Pálmi benti á að á meðan fyrirtæk- ið var í ríkiseign hefði tap þess verið svo mikið að það svaraði öllum launagreiðslum fyrirtækisins. Sala fyrirtækisins til heimamanna hefði verið heiðarleg tilraun sem mistek- ist hefði, m.a. vegna þess að fyrir- tækið hefði fengið 50 milljónir greiddar úr Verðjöfnunarsjóði sem það ætti inni. „Glaðhlakkalegur tónn fjármálaráðherra bendir til þess að honum sé lítt um atvinnulíf á Siglufirði umhugað." Halldór Blöndal (S/Nle) taldi að forseta þings hefði borið að vísa frá hluta fyrirspurnarinnar, sem í kæmu fram ósæmilegar aðdróttanir þess efnis að viðkomandi aðilar væra að koma sér undan skuld- bindingum. Halldór taldi og auðséð ef menn skoðuð úthlutanir rækju- vinnsluleyfa að enginn ráðherra kæmi úr Norðurlandi eystra. Taldi Halldór að rekstur Sigló hf. hefði getað gengið ef gætt hefði verið jafnræðissjónarmiða við úthlutanir rækjuvinnsluleyfa. Ráðherra misnotar fyrirspurnartíma Þorsteinn Pálsson (S/Sl) taldi það undarlegt að kalla áhrifamenn í Framsóknarflokknum flokksgæð- inga Sjálfstæðisflokksins. Mót- mælti Þorsteinn og því að ráðherra notfærði sér fyrirspurnartíma þar sem hann hefði mun rýmri rétt til að tala en þingmenn, til þess að beina grófum aðdróttunum að þing- mönnum. Taldi hann óhjákvæmi- legt að fara fram á það við Ríkis- endurskoðun að hún gerði sérstaka úttekt á málinu og að sú skýrsla yrði tekin til sérstakrar umræðu. Einnig yrðu allar skuldbreytingar núverandi fjármálaráðherra athug- aðar. Þorsteinn beindi og þeirri fyr- irspurn til dómsmálaráðherra hvort verið gæti að skiptaráðandi hefði tekið einhveijar óeðlilegar ákvarð- anir í embættisfærslum sínum. Flokksgæðingum hyglað Jón Sæmundur Sigurjónsson (A/Nlv) taldi sölu Síglósíldar vera gott dæmi um klúðran á einkavæð- ingu, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði notfært sér aðstöðu sína til að gefa flokksgæðingum sínum ríkisfyrirtæki. Þegar fyrirtækið hefði verið í eigu ríkisins hefði það greitt öll opinber gjöld, en nú skul- daði Sigló hf. bæjarfélaginu, ein- staklingum og þjónustuaðilum 100 milljónir króna. Hefði það vakið almenna hneykslan, að tveimur tímum eftir að fyrirtækið hefði ver- ið lýst gjaldþrota, að eignir þess hefðu verið leigðar nýju fyrirtæki, Siglunesi hf. Friðrik Sophusson (S/Rvk) sak- aði Jón Sæmund um lygi, þegar hann segði að flokksgæðingum Sjálfstæðisflokksins hefði verið hy- glað. Taldi hann nær fyrir þing- manninn að reyna að gera eitthvað fyrir kjördæmið í stað þess að reyna að hagnast á gjaldþrotinu. Halldór Ásgrímsson, dómsmála- ráðherra, kvaðst ekki hafa kynnt sér þetta mál sérstaklega, en það myndi hann gera. Hann tók þó fram að hann bæri fullt traust til skiptar- áðanda. Gjaldþrot með glöðu geði Kristinn Pétursson (S/Al) lýsti yfir sérlegri ógleði sinni á þeirri afstöðu þingmanna að menn í at- vinnulífínu gengju í gegnum gjald- þrot með glöðu geði. „Lýsir þetta aðeins innræti viðkomandi manna.“ Eyjólfur Konráð Jónsson (S/Rvk) benti á að taprekstur fyrir- tækisins í ríkiseign hefði verið slíkt að ódýrara hefði verið að senda launin heim til fólks. Enn fremur benti hann á að húseign fyrirtækis- ins hefði verið seld Sigló hf. í mjög slæmu ástandi og hefði þurft að kosta miklu til að lagfæra það. „Ráðherrarnir ættu að líta sér nær. Af hveiju er atvinnulífið á hausn- um? Við lok þessarar umræðu fór Geir Haarde (S/Rvk) fram á það að forseti Sameinaðs þings vítti fjármálaráðheiTa fyrir að notfæra sér aðstöðu sína í fyrirspumartíma til að fara langt út fyrir fyrirspurn- ina og vera með dylgjur í garð þing- manna. Taldi Geir framkomu ráð- herra vera tilefni til þingvítis sam- kvæmt 68. gr. þingskaparlaga. For- seti sinnti ekki þessari málaleitan. Skýrslur Ríkisendurskoðunar Þess má geta að í gær sendu níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins bréf til forseta Sameinaðs þings. Fara þeir fram á eftirfarandi: Ríkisendurskoðun taki saman skýrslu um sölu Siglósíldar. Þar komi fram söluverð og ástand eigna við sölu, framlög ríkisins til fyrir- tækisins í 10 ár fyrir sölu og hvað það hefði kostað ríkissjóð ef þessi framlög hefðu haldið áfram, upplýs- ingar um skuldbreytingar til fyrir- tækisins og til samanburðar skuld- breytingar eða niðurfellingar gjalda til fyrirtækjanna Nútíminn og Svart á hvítu. Ríkisendurskoðun taki saman skýrslu um afkomu ríkissjóðs fyrstu fjóra mánuði þessa árs. Ríkisendurskoðun taki saman skýrslu um tryggingar Landsbanka íslands vegna skulda Sambands íslenskra samvinnufélaga. Óska þingmennirnir þess að allar skýrslurnar verði teknar til umræðu í Sameinuðu þingi í næstu viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.