Morgunblaðið - 06.05.1989, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1989
Björn Jónsson
í fífp — Minning
Bjöm Jónsson í Bæ lést 24. apríl
sl. á 87 aldursári, og í dag verður
hann jarðsunginn frá Sauðárkróks-
kirkju og borinn til hinstu hvíldar
í heimagrafreit að höfuðbóli sínu
Bæ á Höfðaströnd. Vel á sjötta
áratug var hann nátengdur Morg-
unblaðiriu þar sem hann gerðist
fréttaritari blaðsins árið 1934 og
var það til dauðadags þótt tvö
síðustu árin hafí hann slakað nokk-
uð á, er heilsan fór að bila. Óskaði
hann þá eftir að hætta alveg þar
sem hann vildi engan hlut taka að
sér nema þann, sem hann gæti vel
gert. Á hinn bóginn fannst blaðinu
það heiður að hafa hann áfram á
fréttaritaraskrá — og við það sat.
Tryggð Björns í Bæ við blaðið
allan þennan tíma var mikil, tryggð,
sem í upphafí átti rætur að rekja
til vináttu hans og Valtýs Stefáns-
sonar. Við aðrir fengum síðan notið
þeirrar vináttu og tryggðar — og
það ríkulega því trygglyndari mann
getur vart. Þar var gott að eiga
slíkan mann að vini og kynnast
sterkum persónuleika hans. Það
hefur sín áhrif, kannski meiri en
menn gjunar.
Alltaf var hressilegt að fá Björn
í Bæ í heimsókn. Það gustaði af
honum, þegar hann vatt sér inn og
hristi hönd manns með föstu og
hlýju taki, höfðinglegur í fasi, kvik-
ur á fæti og teinréttur. Bjöm breytt-
ist aldrei. Þótt árin hlæðust á hann
varð hann aldrei gamall — eldmóð-
ur æskumannsins var svo ríkur í
fari hans.
Hólar í Hjaltadal voru honum
sérstaklega hugleiknir. Ófáar ferðir
átti hann „heim að Hólum“ og sendi
þaðan pistla, og sennilega hefur
hann aldrei komið svo á Morgun-
blaðið að hann minnist ekki á stað-
inn. Honum var mjög annt um að
hann héldi reisn sinni. Ekki er ég
frá því að Hólar og Skagafjörður
hafí verið heilög orð í huga hans.
Þá var Birni mjög í mun að
bjarga frá glötun minningum aldr-
aðs fólks — og skráði hann margar
þeirra í kompur sínar. Hafði hann
oft orð á því að sér hrysi hugur við
ef allur sá fróðleikur ætti eftir að
fara í gröfina með þessu fólki. Þar
færi forgörðum verðmæti, sem aldr-
ei yrðu bætt. Nokkrar slíkar endur-
minningar birtust m.a. í Lesbók
Morgunblaðsins.
Fáir menn verða mér minnis-
stæðari en Björn í Bæ, eða betra
að vera samvistum við. Það var
eins og góðvildin og hlýjan geislaði
frá honum — og aldrei heyrði ég
af vörum hans hnjóðsyrði um nokk-
um mann. Hafði hann stundum orð
á að hann tæki nærri sér, ef hann
þyrfti að senda „vondar" fréttir.
Það var engin tilviljun að „Okkar
menn“, félag fréttaritara Morgun-
blaðsins, kusu hann heiðursfélaga
sinn og fetuðu þar í fótspor ýmissa
félaga í heimabyggð. Sýnir það vel
hvern mann hann hafði að geyma
og hvers starf hans var metið.
Við Morgunblaðsmenn kveðjum
Bjöm í Bæ með söknuði og þakk-
læti í huga — og sendum eiginkonu
hans, bömum og öðmm aðstand-
endum innilegar samúðarkveðjur.
Þorbjöm Guðmundsson
Með andláti Bjöms í Bæ er til
moldar hniginn einn merkasti og
skemmtilegasti bændahöfðingi
Skagfírðinga. Hann átti heldur ekki
langt að sækja höfðingsskapinn og
fýrirmennskuna; sonur merkishjón-
anna Jófríðar Björnsdóttur og Jóns
Konráðssonar bónda og hreppstjóra
í Bæ á Höfðaströnd, sem mikið orð
fór af sökum virðuleiks og göfug-
mannlegrar framkomu til orðs og
æðis. Man ég að hafa heyrt talað
um „lordinn í Bæ“ í léttum tón, en
þó auðsærri virðingu. Björn var
verðugur arftaki föður síns og hélt
hátt á loft stoltu merki ættstofns
síns. Hann var óvenju félagslyndur
hugsjóna- og athafnamaður, sem
tók ríkan þátt í lifí, leik og starfí
samferðafólks síns langt útyfir
mörk sveitar sinnar og héraðs. Má
víða um allt það heyra og sjá, og
áreiðanlega ekki sízt nú að honum
látnum.
Bjöm í Bæ hafði virkan og
víðtækan áhuga á svo að segja öll-
um þáttum mannlífsins í kringum
sig. Hann var óbrigðull þátttakandi
og oftast líka samtímis forystumað-
ur í athafna- og menningarlífi
Skagfirðinga, og var á efri ámm
sínum kjörinn heiðursfélagi fjölda
samtaka í þakklætis- og viðurkenn-
ingarskyni fyrirgiftudijúgt framlag
sitt. Sýnir það ótvírætt þann hlý-
hug, sem samferðamennirnir bára
til þessa manns, sem þó lengi
ævinnar gekk ekki heill til skógar,
en átti oft við að etja slys og sjúk-
dóma sjálfs sín og sinna.
Það er til nokkurs marks um al-
hliða áhuga Björns fyrir lífínu í
kringum hann, hversu fljótt og af
miklum áhuga hann nálgaðist sam-
tök okkar í Klúbbunum öraggur
akstur, þegar við ýttum úr vör.
Reyndist hann þá skammt undan.
Við höfðum að vísu fyrir rás sér-
stakra viðburða kynnst nokkuð á
Siglufíarðaráram mínum, og við
alltaf síðan vitað hvor af öðram,
en náin kynni hófust ekki fyrr en
klúbbarnir komu til sögu. Frá upp-
hafí lét hann sér títt um þessi nýju
hálfgerðu „grasrótarsamtök“, enda
mikill áhugamaður varðandi um-
ferðaröryggi. Er skemmst af að
segja, að Bjöm frá upphafi gerðist
einn af okkar mikilsverðustu mátt-
arstólpum, bæði heimafyrir í
Skagafírði og á aðalfundum Lands-
samtaka klúbbanna öraggur akstur
hér syðra. Muni ég rétt, sat Björn
flesta landsfundi samtakanna með-
an ég veitti þeim forstöðu, í 17 ár,
þann síðasta 1981. Alla þá tíð setti
hann sinn virðulega svip á samkom-
ur okkar, bæði sem virkur fundar-
og nefndarmaður og stundum sem
fundarstjóri. Þær vora orðnar
margar tillögurnar og ályktanimar,
sem Björn hugsaði, samdi og fylgdi
úr hlaði, og við samþykktum.
Ávallt í lok hvers landsfundar
okkar höfðum við gleðskap og
slepptum svolítið fram af okkur
beizlinu. Þar var Björn jafnan hrók-
ur alls fagnaðar, gunnreifur og
glaður, fyndinn og ijörugur sem
ungur væri. Þar var vissulega
„löngum hlegið dátt, hent að mörgu
gaman“. Veit ég marga minnast
þessara stunda og telja með þeim
skemmtilegustu, sem þeir hafa lif-
að, svo ótrúlegt sem það kann að
virðast. Og þar bar Björn í Bæ hátt.
Til vora þeir, sem furðuðu sig á
því, hvað þessi aldni og lífsreyndi
bændahöfðingi þeirra Skagfirðinga
lét sér títt um samtök okkar klúbb-
manna, vitandi vel, hvaðan þau
vora „ættuð“, en Bjöm hins vegar
yfírlýstur og landskunnur sjálf-
stæðismaður, einn kunnasti frétta-
ritari Morgunblaðsins um áratuga
skeið. Þetta var þröngsýnum of-
stækismönnum bæði til hægri og
vinstri ofvaxið að skilja, því ekki
var örgrannt um, að einstaka
„sveitamenn" annarrar tegundar
litu Bjöm varfæmum tortryggnis-
augum í okkar hópi. En þessir fáu
menn, sem vitanlega heyrðu til
undantekninga, þekktu ekki frjáls-
lynda félagshyggju og heilbrigða
dómgreind bóndans í Bæ; þetta við-
horf hans og samneyti við hina á
allan hátt ólíklegustu menn, sem á
þessum vettvangi ekkert gekk
nema gott til; að stuðla að auknu
umferðaröryggi.
Eins og ég sagði hér fyrr, kynnt-
ist ég Birni nyrðra fyrir mörgum
áratugum. Hann var þá, að ég ætla,
nýsloppinn frá erfiðum veikindum,
og þá þegar kominn með sinn til-
komumikla skalla og búinn að missa
sitt þykka, mikla og dökka fax, sem
áður hafði prýtt þennan hugljúfa
sjarmör. Margar á ég bjartar endur-
minningarnar um góðar stundir
með þessum vini mínum í einrúmi
heima hjá okkur báðum, og hér og
þar með öðram norðan heiða og
sunnan. Og ég vil taka mér í munn
víðkunn orð Davíðs í þessu sam-
bandi: „Af öllum fundum okkar slær
ævintýraljóma." Yfir þeim öllum
hvílir birta og heiðríkja, sem staf-
aði frá hrífandi persónuleika þessa
hugþekka manns, sem stráði mann-
gæzku og karlmannlegri lífstrú á
veg samferðamannanna.
Nú að leiðarlokum á hinzta
kvöldi, hefði ég viljað geta vafið
hann örmum með tregafullum
kveðjukossi, segjandi sem svo: „Þitt
hlýja bros, þín hljóða, prúða ró“
snart alla og gleymist ekki þeim,
sem áttu Björn í Bæ að vini.
Baldvin Þ. Kristjánsson
Þegar þú svífur enn í norðurátt
indæla vor, þá mátt þú ekki gleyma
að gróðursetja í gömlu túni, hátt
í grænni hlíð, þann draum að ég sé heima.
(Líú Tsúng Jann)
Sár söknuður og tómleiki fyllti
hugann er hringt var og tilkynnt
að elskulegur afi minn Bjöm í Bæ
væri látinn, þó vitað væri að hveiju
stefndi, því heilsan var farin að bila,
þá er maður aldrei viðbúinn hinsta
kaliinu og var eigingjarnt að vilja
hafa allt eins og áður var og geta
gengið að því vísu að afí Bjöm í
Bæ væri alltaf tii.
Mig langar að minnast hans með
nokkram orðum um leið og ég
þakka þær yndislegu stundir sem
ég átti hjá honum og ömmu Kristínu
í Bæ.
Ég átti því láni að fagna að fá
að alast upp að miklu leyti og eyða
sumrum fram á unglingsár í Bæ
undir handleiðslu afa og ömmu og
mun ég búa að því alla ævi. Yndis-
legri, duglegri og samhentari hjón
var varla hægt að hugsa sér.
Ótal minningar skjóta upp kollin-
um. Ógleymanlegar era stundirnar
með afa er ég fékk að fara með
og vitja um silungsnetin í Höfða-
vatni, fyrst sem krakkakjáni sem
varla kunni að halda á ár hvað þá
að róa, síðar sem móðir með syni
sína. Alltaf var jafn gaman og allt-
af var afi jafn fræðandi gefandi og
innilega ánægður í því starfí er var
honum svo kært, ég tala nú ekki
um ef vel veiddist þá geislaði af
honum afa mínum stoltið, og betri
reyktan silung en þann sem hann
reykti var sjaldgæft að fá. Fróður
var hann og sagði skemmtilega frá
og nutum bæði ég og fjölskylda
mín góðs af. Fræddi hann okkur
um liðinn tíma og annað er hann
hafði viðað að sér í tímans rás. Nú
finnum við hve mikinn viskubrann
við áttum í honum afa og sárt er
að hugsa til þess að njóta hans
ekki lengur.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég elsku afa minn og þakka
honum allt það góða sem hann gaf
mér og fjölskyldu minni. Blessuð
sé minning hans. Við biðjum góðan
Guð að styrkja og blessa ömmu
Kristínu.
María Erla Geirsdóttir
og fjölskylda.
VORKVEÐJA
Vorboði í vetrarsnjó.
Gleðilegt sumar, góðir lesend-
ur.
Enn er Blóm vikunnar komið á
kreik og ekki seinna vænna fínnst
okkur sumum. Að jafnaði hefur
verið gert hlé á blómaskrifum í
svartasta skammdeginu en aldrei
jafniangt og nú. Og langt mál er
að útskýra orsökina, við skulum
bara segja að við höfum grafíst
undir öllum þessum snjó sem fall-
ið hefur í vetur. Við hér suðvest-
anlands höfum fjasað og fjarg-
viðrast yfir veðurfarinu eins og
okkar er vani en ég held að það
þurfí ekki að vitna til elstu manna
til að staðfesta að algjör undan-
tekning er að snjór liggi í
Reykjavík frá áramótum fram í
apríl, maí því víða eru enn skaflar
í görðum. En þetta era þó smá-
munir miðað við hvað aðrir lands-
hlutar hafa mátt þola, enn er allt
á kafí í snjó fyrir norðan og vest-
an og snjótraðir á annan tug
metra á Ströndum. En við trúum
því og treystum að bráðum komi
betri tíð með blóm í haga og vo-
rið bíði hinum megin við homið.
Hér var 1. maí eiginlega fyrsti
vordagurinn, hlýr og sólbjartur
og menn nutu veðurblíðunnar á
margvíslegan hátt, fóru í kröfu-
göngu, báru tað á völl, fóru á
skíði eða óku uppá Esjuna svo
nokkuð sé nefnt.
Nú er í hönd mesti annatíminn
hjá þeim sem hafa yfír að ráða
smágarðskika, með baráttu við
mosa, illgresi og túnfífla, flótta
undan randaflugum og köngulóm,
vangaveltum yfír hvað sé tíma-
bært að gera í garðinum, hvað
sé of snemmt, hvað sé of seint.
Þegar snjóa leysir kemur margt
í ljós. Það er ekki einungis Blóm
vikunnar sem hefur lent undir
snjó heldur alls kyns rusl, plast-
pokar og bréfasnifsi sem er til
mikillar óprýði. Fyrstu vorverkin
utanhúss hljóta að vera að hreinsa
þessa aðskotahluti úr görðunum
en annars er vissara að fara sér
hægt að hreinsa sölnaðar jurta-
leifar. Það vill oft gleymast að
vorhretin á Islandi geta verið
býsna ströng og visnuð lauf og
jurtaleifar skýla nýgræðingnum
meðan hann er viðkvæmastur.
Annars er gott að hafa tiltækar
einhveijar hlífar til að leggja yfir
þessa anga sem teygja sig upp
úr moldinni, ef horfur era á næt-
urfrosti. Það má miklu bjarga
með því að hvolfa yfír gömlum
blómapottum nú eða leggja striga
yfír beðin og fergja varlega svo
hann nái ekki að beijast í gjól-
unni. En þá er að muna eftir að
taka yfírbreiðsluna af þegar sólin
fer að skína og hitinn eykst.
En hvað er rétt að gera utan-
húss einmitt núna? Hreinsa raslið
um leið og það kemur undan
snjónum en láta jurtaleifar bíða
örlítið. Það fer hver að verða
síðastur að snyrta limgerðið
a.m.k. ef það er úr birki og brum-
in eru farin að þrútna. Þá er betra
að bíða þess að limgerðið laufg-
ist. Of seint er að sá fyrir þeim
sumarblómum sem vani er að
koma til innanhúss og gróðursetja
síðan fyrri hluta júní. Mörgum
tegundum má sá beint út og það
má gera þegar líkur á nætur-
fíosti hafa minnkað. Þau sumar-
blóm sem sá má beint út þarf
venjulega ekki að grisja a.m.k.
ekki ef aðgát er höfð við sáning-
una og gaman getur verið að
hafa svæði með blómastóði. Ekki
treysti ég mér til að telja upp ali-
ar þær tegundir sem sá má beint
út en nokkrar get ég ekki stillt
mig um að nefna: Skrautnál
(alyssum), eitt vinsælasta sumar-
blómið einkum hvíta afbrigðið er
fljótsprottið, ameríski valmúinn,
öðra nafni gullbrúða (eschcholtzia
califom.), augnablóm (gilia), aft-
anroðablóm (lavateria), garðasnót
(nemophiiia), sumarlín (linum),
strandrós (malcholmia) og þor-
skagin (linaria), allt eru þetta
plöntur sem ekki þarf að grisja
og mynda skemmtilegt blómastóð.
Nú og ekki má aðeins hugsa um
augað, maginn þarf sitt. Gulrótum
má sá strax og jörð er orðin þíð.
Þær era lengi að spíra og fræið
þolir smávægis næturfrost. Ágætt
er að breiða yfir gulrótabeðið
akrýldúk, hann hlífir vel á vorin.
En ekki má gleyma að grisja
gulræturnar, öfugt með þau sum-
arblóm sem ég nefndi áðan.
Ath. næsti fræðslufundur GÍ
verður mánudagskvöldið 8. maí
kl. 20.30 í Risinu, Hverfisgötu.
Hólmfríður Sigurðardóttir kenn-
ari við Garðyrkjuskóla ríkisins
ræðir um fjölærar plöntur og sýn-
ir myndir. Allir velkomnir.
Sigríður Hjartar