Morgunblaðið - 06.05.1989, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAI 1989
„ þ-essi -hygg)npa.söLurr\ciður er énn
(X dyrcLpaUlnum l"
Ást er...
... að sýna henni samúð.
TM Reg. U.S. Pai Otf.—all rights reserved
• 1989 Los Angeles Times Syndicate
Ég get fullyrt að þú verður
orðinn troðfullur af kvefi
í kvöld ...
Með
morgunkaffínu
seðlana. Þetta er ekki Lax-
foss heldur innflytjenda-
skip á leið til Ástralíu ...?
Menntaskólakennara með 3
full réttindi svarað
Til Velvakanda.
Föstudaginn 28. apríl birtist í
Velvakanda grein eftir mennta-
skólakennara meó full réttindi (hér
eftir Mmfr eða mmfr) og þykir
mér ástæða til að svara henni.
1. Mmfr skirfar: Hjá okkur
framhaldsskólakennurunum er al-
gert samúöarleysi meó nemendum.
Vera má að þannig sé í skóla þínum,
en í skóla mínum hafa kennarar
fulla samúð með nemendum. Ef í
þessu sambandi er hægt að tala um
samúðarleysi verður að beina spjót-
um að yfirvöldum, sem virðist allt
vera mikilvægara en að semja við
BHMR.
2. Mmfr heldur því fram, aó
verkfallið sé á viókvœmasta tíma.
Það er að vísu rétt, en hefur ekki
alltaf verið efnt til verkfalla á við-
kvæmunr eða viðkvæmasta tíma?
Mmfr hefði kannski, eins og ýmsir
aðrir hugsauðir, viljað hafa verkfall
kennara í sumar, því að þá er eng-
in kennsla hvort sem er!
3. Mmfr segir, aó vafalaust séu
tiltölulega góó frí til að umbuna
okkur fyrir alla aukavinnu. Hann
er greinilega einn af alltof mörgum
kennurum, sem hafa ekki hugmynd
um upp á hvað þeir eru ráðnir. í
samningi okkar við ríkið er skjal-
fest, að 26 kennslustundir á viku
jafngildi 48 klukkutímum og 26
mínútum. Þannig vinnum við á
hverri viku 8 tíma og 26 mínútur
umfram lögboðna vinnuviku og er-
um þannig búin að vinna af okkur
rúmlega einn mánuð að sumrinu.
Við eigum síðan sumarfrí okkar
eins og allir aðrir starfsmenn og
um það bil þrem vikum skulum við
eyða til að undirbúa kennslu næsta
vetrar. Hvort sem almenningur trú-
ir því eða ekki, þá nota nánast allir
kennarar þennan tíma bæði beint
og óbeint til undirbúnings. Jólafrí
og páskafrí vinnum við einnig af
okkur að mestu, því að yfirvinna
er aðeins greidd fyrir fjórar vikur
í mánuði. Ef til vill veit mmfr, að
aðeins „febrúar tvenna fjórtán ber
(og frekar einn, þá hlaupár er“).
4. Mmfr: Þjóófélagiö getur ekki
greítt einni stétt svo gífurlegar
launahœkkanir o.s.frv. Mig rámar
í að hafa séð þessa fullyrðingu áð-
ur, en þá alltaf frá stjórnvöldum
eða öðrum atvinnurekendum. Enda
ber öll grein mmfr þess merki, að
hún sé skrifuð í anda Ölafs Ragn-
ars Grímssonar og Indriða H. Þor-
lákssonar.
5. Mmfr-. Hvaö ætla kennarar
að vera lengi í þessu tilgangslausa
verkfalli? Verkfalli er ekki lokið,
þegar þetta er skrifað (02.05.) og
ekkert verður fullyrt fyrr en að því
loknu, hvort það hefur borið árang-
ur eða ekki. Mmfr er greinilega
þeirrar skoðunar, að við eigum að
beygja okkur undir vöndinn. Fram-
koma fjármálaráðherra í þessu
máli minnir á aðfarir í austantjalds-
löndum, þar sem launþegum er
skammtað það, sem valdhöfum
þóknast. Undirritaður greiddi at-
kvæði gegn þessu verkfalli. En eft-
ir að út í baráttuna er komið er
einsýnt, að við verðum að standa
saman gegn hroka og ósanngimi
stjórnvalda og halda baráttunni
áfram, þar til sigur vinnst.
6. Mmfr: Aö sjálfsógóu ber aö
skipa nefnd, sem endurskoðaði alla
þá þætti, sem sneru aö kennurum,
o.s.frv. Eftir samninga vorið 1987
var skipuð nefnd, svokölluð starfs-
kjaranefnd, sem bera átti saman
kjör háskólamanna og starfsmanna
á fijálsum markaði. í nefndinni
voru fulltrúar frá kennarasamtök-
unum, menntamálaráðuneyti og
fjármálaráðuneyti. Hún skilaði
sameiginlegri niðurstöðu í septem-
ber 1987. Vom nú ýmsir bjartsýn-
ir, að kjör fengjust loks leiðrétt.
En þegar á reyndi varð heldur bet-
ur annað upp á teningnum, því að
þá var ekkert að marka þessa
skýrslu og þar við situr enn. Við
erum búin að fá nóg af alls konar
nefndaskipunum og viljum fá beina
samninga um kjör okkar.
7. Mmfr: Ég skora á alla fram-
haldsskólakennara að mótmæla
þessu verkfalli meó því aö krefjast
allsherjaratkvœðagreióslu um þaö,
hvort við viljum sætta okkur við
og semja á grundvelli þeirrar sátta-
tillógu, sem sáttasemjari mun von-
andi bera fram og mun gilda til
áramóta. Mér vitanlega tíðkast það
hvergi, að greiða atkvæði um til-
lögu, sem ekki hefur verið samin
og því ekki verið lögð fram. Þessi
tillaga mmfr sýnir, að ekki er nóg
að kennarar séu með full réttindi.
Þeir þurfa líka að vera með fullu
viti.
8. Mmfr: Vel menntað
fólk.......getur ekki krafizt þess (|
að vera forréttindahóþur i þjóó-
félagi, sem er illa statt fjárhags-
lega. BHMR hefur aldrei krafizt rj
þess, heldur eingöngu, að staðið sé
við gefín Ioforð og menntun og
ábyrgð séu metin til launa. Það er
kjaftæði, að ekki sé hægt að greiða
öllum launþegum mannsæmandi
laun. Viljinn hjá þeim sem ráða er
ekki fyrir hendi. Með valdahroka
sínum og eintijáningshætti er fjár-
málaráðherra á góðri leið með að
eyðileggja heila önn fyrir fram-
haldsskólanemum. Þótt ekki væri
gengið að öllum kröfum BHMR, þá
kostaði það samt ekki eins mikið
og að eyðileggja önnina og það er
aðeins sú hlið, sem að kennurum
snýr, en fleiri eru í verkfalli en
þeir og meira í húfí en skólastarfið.
Að lokum þetta, menntaskóla-
kennari með full réttindi: Það er
lítilmannlegt að ráðast á félaga,
sem eiga í kjarabaráttu og þora
ekki að segja til nafns. Það er
ekki nóg að framhaldsskólakennar- g
ar (og þar með menntaskólakennar- "
ar) séu með full réttindi; það er
ekki síður nauðsynlegt, að þeir séu
með fullu viti.
Matthías Frímannsson,
framhaldsskólakennari með
fiill réttindi,
kennari við Fjölbrautaskólann
í Breiðholti.
Víkverji skrifar
Svonefnd biðlaun alþingismanna
hafa verið mikið til umræðu
manna á meðal að undanförnu. Til-
efnið er það að tveir fyrrverandi
alþingismenn áttu rétt á sex mán-
aða launum frá Alþingi er þeir létu
af þingstörfum. Báðir hurfu til há-
launastarfa á vegum hins opinbera.
Samkvæmt lögum á þingmaður rétt
á biðlaunum í þijá mánuði eftir setu
í eitt kjörtímabil, en sex mánuði
eftir tíu ára þingsetu. Skýrt kemur
fram í Iagagreininni að engin tak-
mörk eru á rétti til biðlauna, hvort
sem menn hætta á þingi af sjálfs-
dáðum eða falla í kosningum, fari
í annað launað starf hjá hinu opin-
bera, í einkageiranum eða fara ein-
faldlega á eftirlaun.
Sverrir Hermannsson fyrrverandi
alþingismaður og ráðherra skrifar
grein í Morgunblaðið sl. fimmtudag
um biðlaunamál alþingismanna
enda hefur hann orðið fyrir miklu
aðkasti, fyrstur manna, fyrir að
þiggja biðlaun skv. lögum eftir að
hann varð bankastjóri ríkisbankans.
f grein Sverris kemur fram að frá
því lögin um biðlaun alþingismanna
voru sett árið 1978 í tíð vinstri
stjómar Ólafs Jóhannessonar
(Framsóknarflokkur, Alþýðuflokk-
ur, Alþýðubandalag) hafa 51 al-
þingismaður hætt störfum. Þeir
hafa allir hlotið biðlaun að þremur
undanskildum (af óskýrðum ástæð-
um, segir Sverrir). Af þeim 48 sem
biðlaun hlutu hurfu 18 að fulllaun-
uðum störfum og 11 voru komnir á
eftirlaun hjá Alþingi og víðar. Það
voru því aðeins 19 þingmenn sem í
raun þurftu biðlaunanna með.
XXX
Mikið fjaðrafok varð í þingsölum
þegar biðlaunagreiðslur Sverr-
is komust í fjölmiðla. Þeim var lek-
ið af sjálfumglöðum ráðherra sem
sjálfur hlaut biðlaun 1983 þótt hann
hyrfi að hálaunastarfi hjá hinu opin-
bera. Þingmenn skelfdust reiði al-
mennings sem ekki skilur nauðsyn
þess að þingmenn fái biðlaun þegar
þeir hverfa að öðrum launuðum
störfum.
Tillaga hefur verið lögð fram á
Alþingi til að ráða hér bót á — og
nú fyrst, þótt þingmönnum hafi
verið fullkunnugt um þetta fyrir-
komulag í áratug. Fullyrðingar um
annað eru annað hvort hræsni eða
merki um vanrækslu í starfi.
Tillagan um endurbót á biðlauna-
kerfinu var m.a. lögð fram af fyrr-
verandi ráðherra, sem sjálfur hætti
á sex mánaða biðlaunum sem slíkur
1. apríl sl. Þar er komið annað og
enn verra dæmi um bruðl á opin-
beru fé. Ráðherra á rétt á sex mán-
aða biðlaunum eftir tvö ár — án
tillits til þess, hvort hann hverfur
að öðru launuðu starfi eða ekki.
Tvískinnunginn má best sjá á því,
að ráðherrar eru á fullu þingfarar-
kaupi á meðan þeir eru ráðherrar
(einnig ráðherrar, sem ekki eru
þingmenn, eins og t.d. núverandi
fjármálaráðherra) og eru það að
sjálfsögðu áfram sem óbreyttir
þingmenn. Ráðherrarnir hverfa því
að fullum launum hjá Alþingi.
Víkveija er spurn: Hvers vegna
þurfa þeir biðlaun í sex mánuði?
Þeir hafa ekki aðeins notið ráð-
herralaunanna heldur hverskyns
annarra fríðinda, sem meta verður
í milljónum (bílafríðindi, dagpen-
ingafríðindi, risnu, kostnað skv.
reikningi, eftirlaunafríðindi og fl.)
Ef alþingismönnum er einhver
alvara með því að endurbæta bið-
launakerfið þá eiga þeir ekki síður
að láta siðbæturnar ná til biðlauna
ráðherra.
XXX
Víkveiji telur að það sé aðeins
ein leið fær í þessu máli fyrir
þingmenn, ef þeir vilja hreinsa and-
rúmsloftið og firra sig reiði skatt-
greiðenda. Það er að setja einfald-
ar, auðskildar en umfram allt réttl-
átar reglur um biðlaun. Þeir einir
fái þau sem hafa að engu starfi að
hverfa, hvorki hjá því opinbera, í
einkageiranum eða eigi rétt á eftir-
launum. Þiggi þingmaður laun á
biðtímanum verði honum skylt að
skila biðlaununum aftur. Ráðherra
fái því aðeins biðlaun, að hann
hverfi launalaus úr því starfi.
í
í
í
i