Morgunblaðið - 06.05.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.05.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1989 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Mengun og dauf físksala Ibaráttu þeirra George Bush og Michaels Dukakis um bandaríska forsetaembættið á síðasta ári sakaði Bush keppi- naut sinn meðal annars um slóðaskap í mengunarmálum og benti meðal annars á höfnr ina í Boston, þar sem Dukakis er ríkisstjóri, því til sönnunar. Komst það í hámæli eftir að hvölunum var bjargað úr ísnum við Alaska, að vonandi ætti leið þeirra ekki eftir að liggja til Boston því að þar biði þeirra bráður bani! Eftir hið mikla olíumengunarslys við strendur Alaska á dögunum hafa menn þar ekki lengur slíkt í flimtingum og með öllu er ástæðulaust fyrir okkur ís- lendinga að gera það. Þvert á móti ættu fréttir af ótta fólks við sjávarafurðir vegna meng- unar að vekja ugg í bijóstum okkar. Hér í Morgunblaðinu hefur verið skýrt frá umræðum um þessi mál vestan hafs. Á bak- síðu blaðsins hinn 18. apríl síðastliðinn er frá því sagt, að neikvæð umfjöllun hafi dregið úr sölu sjávarafurða í Banda- ríkjunum. Meðal annars er vitnað í bandarískt mánaðarrit um sölu sjávarafurða, The Erskins Seafood Letter, sem nefnir þijár meginástæður fyr- ir því að sala sjávarafurða hafí gengið verr í Bandaríkjun- um en menn væntu: Verð á flestum sjávarafurðum hafi verið of hátt miðað við verð á öðrum matvælum; auglýsingar og kynning á sjávarafurðum hafi verið minni en undanfarin ár, og neikvæð umfjöllun hafi farið vaxandi. Um síðasta at- riðið hefur ritið þau orð, að allir matvælaflokkar vestan hafs hafi orðið fyrir neikvæðri umfjöllun. Talað sé um skor- dýraeitur í ávöxtum, krabba- meinsvaldandi eiturefni í komi, mengun vatns og sjávar og slakt gæðaeftirlit á sjávar- afurðum og salmonellu í fugla- kjöti. Fiskiðnaðurinn verði að rísa upp gegn þessu neikvæða umtali með því að stærstu inn- flytjendur á fiski til Banda- ríkjanna leggi áherslu á þá staðreynd í auglýsingum og fréttatilkynningum að fiskur- inn frá þeim sé gæðaprófaður. Allt er þetta athyglis- og íhugunarvert fyrir þjóð sem á jafn mikið undir matvælafram- leiðslu og við íslendingar. Á síðasta ári töpuðu stóru sölufé- lögin íslensku Coldwater og Iceland Seafood 12,2 milljón- um dollara eða um 640 milljón- um króna á fisksölu í Banda- ríkjunum. Þar komu þeir þrír þættir til sögunnar sem nefnd- ir eru hér að ofan en einnig íslenska hvalveiðistefnan; hún hefur ekki orðið neinum utan Japans hvatning til viðskipta við íslenska fiskseljendur. Vegna hvalamálsins hefur íslenskum fiskseljendum vafa- lítið þótt óskynsamlegt að hafa sig mikið í frammi í auglýs- ingamiðlum, sem þó er bráð- nauðsynlegt til að minna fólk á, að sjórinn við land okkar er ekki mengaður eða að minnsta kosti ekki jafn mikið mengaður og hafið undan ströndum iðnríkja í Norður- Ameríku og Evrópu. Magnús Gústafsson, forstjóri Cold- waters, telur að skýra megi deyfð yfir fisksölu vestan hafs meðal annars með „mjög nei- kvæðri umfjöllun um sjávaraf- urðir vegna mengunar", eins og hann komst að orði í Morg- unblaðsfrétt á föstudag. í umræðum um mengun höfum við gjaman viljað und- anskilja land okkar og sagt að fjarlægðin veitti okkur þar dýrmæta vernd. Þess vegna vöknuðu margir upp við vond- an draum þegar upplýst var að mengun í Reykjavík væri hættulega mikil'. Slíkar yfirlýs- ingar hafa ekki verið gefnar um sjóinn við landið. Á hinn bóginn hlýtur að vera áhyggju- efni að grindhveli í Færeyjum eru talin óhæf til matar vegna eiturefna í kjöti þeirra. Og‘ nýlega var sagt frá því með nokkrum bægslagangi í Svíþjóð, að þar teldu menn varasamt að taka inn íslenskt lýsi vegna eiturefnis. Með vísindalegum rann- sóknum þarf að fylgjast náið með mengun hafsins við landið. Raunar ættu upplýs- ingar um hana að vera á pakkningum utan um fisk, svo að kaupendur sjái svart á hvítu að hverju þeir ganga. Það hef- ur löngum verið aðalsmerki okkar að gæði íslenska fisksins væm óumdeilanleg. Vaxandi mengun í höfunum verður von- andi ekki til að breyta þeirri staðreynd. Meiri loforð o g stærri svik eftir Þorstein Pálsson í byijun þessarar viku voru gerðir kjarasamningar á almenn- um vinnumarkaði. Þessir samn- ingar eru gerðir við þau skilyrði að útflutnings atvinnugreinamar og samkeppnisiðnaðurinn búa við verulegan hallarekstur. Um það er á hinn bóginn ekki ágreiningur að tryggja varð launafólki á al- mennum vinnumarkaði sömu kjarabætur og opinberir starfs- menn höfðu fengið. í kjölfar þess að fjármálaráð- herrann sótti sjö miljarða króna í nýjum sköttum ofan í vasa al- mennings og niður í kassa at- vinnufyrirtækjanna í vetur var unnt að hækka laun opinberra starfsmanna án þess að raska mjög verulega fjárhagsáætlunum ríkissjóðs. En kjarasamningamir skila þó ekki nema broti af þeirri kaupmáttarrýmun sem fólst í skattahækkunum Ólafs Ragnars Grímssonar. Samið um rýrnun kaupmáttar Allir bera þessir kjarasamning- ar þess merki að forystumenn verkalýðsfélaganna telja óhjá- kvæmilegt að semja um kaup- máttarrýrnun þegar vinstri stjórn situr að völdum. Það er raunsætt mat. Afleiðingar vinstri stefnu em ávallt þær að lífskjör versna og kaupmáttur minnkar. Þegar vinstri stjómin fer svo frá mun forysta verkalýðsfélaganna á ný telja tímabært að hefja sókn til þess að auka kaupmátt. Við þessar aðstæður hafa há- skólamenntaðir ríkisstarfsmenn verið í einhveiju lengsta verkfalli sem um getur. Fjármálaráðherra hefur haldið þannig á samninga- málum af sinni hálfu að hann á nánast enga möguleika á að stuðla að lausn þessarar deilu. í raun og veru hefur ríkisstjórn- in komið sér í blindgötu. Stað- reyndin er sú að fjármálaráðherra hindraði samninga Alþýðusam- bandsins og Vinnuveitendasam- bandsins sem voru á döfinni í marsmánuði. Það gerði hann með því að knýja á um niðurstöðu í viðræðum við Bandalag starfs- manna ríkis og bæja. Með tiltölulega litlum launa- hækkunum féllust forystumenn ríkisstarfsmanna á umtalsverða kjaraskerðingu á þessu ári. En til þess að ná samningum af þessu tagi varð fjármálaráðherrann að gefa opinberum starfsmönnum fyrirheit um að engar efnahags- ráðstafanir yrðu gerðar sem rösk- uðu forsendum þjóðhagsáætlunar. Þetta fól í raun og veru í sér fyrir- heit um að kjör myndu ekki skerð- ast vegna gengisbreytinga eða gengissigs. Það mátti glöggt merkja á ræð- um forystumanna opinberra starfsmanna 1. maí, að þeir ætlast til þess að ríkisstjórnin raski ekki þessum forsendum. Það er nokkuð augljóst að það myndi grafa undan trúnaðartrausti þeirra innan sinna eigin samtaka ef ríkisstjórnin með efnahagsaðgerðum gerði kjara- skerðinguna meiri en samningarn- ir gera ráð fyrir. Ögranir flármálaráðherra Það var við þessar aðstæður sem fjármálaráðherrann byijaði að ögra atvinnufyrirtækjunum og launafólki á almennum vinnu- markaði. Hann vissi að vegna að- gerðaleysis ríkisstjórnarinnar var verulegur halli á útflutningsfram- leiðslunni og samkeppnisiðnaðin- um. En skilaboðin sem hann lét ríkisstjómina gefa út vom þau að fyrirtækin skyldu semja svo sem þau hefðu efni á. Engin ríkisstjórn hefur gert jafn lítið úr gildi út- flutningsatvinnugreinanna og iðn- aðarins eins og þessi stjóm undir forystu Ólafs Ragnars Grímsson- ar. Vinnuveitendur tóku á hinn bóginn þá ákvörðun að tryggja starfsfólki sínu sambærilega launahækkun og opinberir starfs- menn höfðu fengið. Flestir höfðu vænst þess að ríkisstjómin væri tilbúin með aðgerðir til þess að rétta við stöðu útflutningsgrein- anna og iðnaðarins þegar kjara- samningar lágu fyrir. Það kom því jafnvel þeim sem minnsta trú hafa á ríkisstjóminni nokkuð á óvart að hún skyldi engar lausnir leggja á borðið á þeirri stundu. Þvert á móti gerði hún það eitt að opin- bera úrræðaleysi sitt. Miðað við núverandi ástæður gerir Þjóðhagsstofnun ráð fyrir því að halli á rekstri sjávarútvegs- ins verði 10% næsta haust. Það er tvöfalt meiri halli en var á rekstri sjávarútvegsins haustið 1988. Forsætisráðherrann hefur gefið til kynna að gengið verði látið síga til þess að mæta vax- andi verðbólgu. Engin önnur svör hafa verið gefin utan þau að hald- ið verði áfram að taka erlend lán til þess að standa undir millifærsl- um yfir til frystingarinnar sem síðan á að færa á reikning ríkis- sjóðs eftir þijú ár þegar þessi ríkis- stjórn er farin frá. Aumleg ásjóna Aumkunarverðari getur ásjóna ríkisstjómar tæpast orðið. Hvor- ugt þetta getur komið rekstri sjáv- arútvegsins í viðunandi stöðu. Og full ljóst er á hinn bóginn að geng- issig mun bijótas gegn þeim fyrir- „Er nokkur í kór- ónafötum hér inni?“ eftir Kristin Björnsson Um daginn var ég að laga til í bókaskápnum mínum og rakst þá á lítið kvæðakver eftir Einar Má Guðmundsson, rithöfund og skáld. Kver þetta var gefið út árið 1981 og heitir: „Er nokkur í kórónafötum hér inni?“ Þegar ég var að blaða í gegnum kverið og riíja upp með sjálfum mér hugmyndaríkan mál- flutning höfundar, kom til mín vin- ur minn, þrettán ára að aldri og fór að Iesa yfir öxlina á mér. „Hvaða bók er þetta?“ spurði hann. Ég sagði honum það. „Kórónaföt? Hvemig föt eru það eiginlega?" spurði hann þá. Ég skal ekki neita því að mig setti hljóðan eitt andartak. Síðan hefur þetta samtal okkar félaganna oft komið upp í huga mér. íslensk iðnaðarsteíría Eftir á að hyggja átti það auðvit- að ekki að koma mér á óvart, að þessi ungi piltur myndi ekki eftir Kórónafötum. Þó svo íslenskir karl- menn hafi fyrir tveimur áratugum eða svo varla klæðst öðmm fötum en frá Kóróna, Gefjun, Últíma, Andersen & Lauth, Karnabæ eða frá öðrum íslenskum iðnfyrirtækj- um, þá er það því miður að mestu liðin tíð. Fataiðnaður á íslandi er ekki svipur hjá sjón. En þetta á ekki bara við um fataiðnaðinn, held- ur standa margar aðrar iðngreinar höllum fæti. Þannig má nefna tréiðnað og húsgagnaiðnað, prjóna- vömiðnað og áfram mætti lengi telja iðngreinar sem hafa mátt þola umtalsverðan samdrátt á undan- fömum ámm og missemm. Að margra áliti hefur þetta ástand skapast vegna þess, að ákveðna, opinbera iðnaðarstefnu hefur skort á íslandi nú um margra ára skeið. Félag íslenskra iðnrekenda hefur að vísu ávallt sett og mótað sér skýr markmið í stefnuskrá á hveij- um tíma, en mikið virðist skorta á, að stjórnvöld undanfarinna ára hafí borið gæfu til að sveigja stefnu sína í málefnum iðnaðarins að stefnuskrám samtaka iðnaðarins. íslensk iðnfyrirtæki hafa nefnilega um langt árabil ekki getað treyst því, að stefna stjómvalda vari út misserið eða árið, hvað þá út kjörtímabilið. Um hvað er beðið? Á það hefur verið bent, að iðnað- urinn sé ein af undirstöðuatvinnu- greinum Islendinga vegna þess, að hann framleiði vörur til útflutnings og vömr, sem spara gjaldeyri. Auk þess, sem hann veiti mjög mörgum Islendingum atvinnu. Það, sem far- ið er fram á er, að iðnaðurinn búi við eðlilegan starfsgmndvöll og njóti jafnréttis á við aðrar atvinnu- greinar og sömu starfsskilyrða og erlendir keppinautar. í samtölum em flestir sammála um, að þetta séu ekki bara eðlileg- ar óskir, heldur sjálfsagðir hlutir. En rétt eins og blómin fölna á einni hélunótt, þá getur ýmislegt gerst í skjóli nætur niðri við Austurvöll og jafnvel um hábjartan dag í Arnar- hváli. Síðustu aðgerðir Á síðustu jólum var það sam- þykkt með atkvæði fyrrverandi formanns Verkakvennafélagsins Sóknar, að breyta lögum um vöm- gjald þannig, að fjölmargir vöm- flokkar, þ.m.t margar almennar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1989 23 Þorsteinn Pálsson „ Aumkunarverðari get- ur ásjóna ríkisstjómar tæpast orðið. Hvorugt þetta getur komið rekstri sjávarútvegsins í viðunandi stöðu. Og fúll ljóst er á hinn bóg- inn að gengissig mun bijóta gegn þeim fyrir- heitum sem opinberum starfsmönnum vom gefín við gerð kjara- samninganna. Þannig blasir það við að ríkis- stjórnin ætlar sér að svíkja fyrirheit sín bæði gagnvart launafólki og atvinnufyrirtækjunum í landinu.“ heitum sem opinberum starfs- mönnum vom gefin við gerð kjara- samninganna. Þannig blasir það við að ríkisstjómin ætlar sér að svíkja fyrirheit sín bæði gagnvart launafólki og atvinnufyrirtækjun- um í landinu. Þó að æskilegast sé að aðilar vinnumarkaðarins semji um kaup og kjör án íhlutunar eða afskipta stjórnvalda verður oft ekki hjá því komist að þau taki þátt í endanleg- um niðurstöðum. Fullyrða má að afskipti stjórnvalda hafa aldrei verið jafn kauðaleg sem nú þegar fyrir liggur við gerð kjarasamning- anna að ríkisstjómin ætlar sér að svíkja báða samningsaðila. Og segja má að það sé enn furðulegra að mál skuli hafa lent í þessari blindgötu í ljósi þess að forystumenn verkalýðsfélaganna, og reyndar forystumenn atvinnu- rekenda einnig, hafa gert allt sem í þeirra valdi er til þess að hjálpa ríkisstjórninni við þessar aðstæð- ur. Sennilega hefur engin ríkis- stjórn fengið jafn mikla aðstoð aðila vinnumarkaðarins eins og þessi og engri ríkisstjórn tekist að klúðra þeirri aðstöðu jafn herfi- lega og þessari. Þora ekki að leiðrétta ekkju- og ekklaskattinn Til þess að láta sem svo að eitt- hvað hafi gerst á vettvangi ríkis- stjórnarinnar í tengslum við kjara- samninga viðurkenndu ráðherr- amir að þeim hefði orðið á mikil mistök með þeirri óhóflegu skatt- heimtu sem þeir ákváðu undir for- ystu Ólafs Ragnars Grímssonar um síðast liðin áramót. Um þá skattheimtu urðu harkalegar deil- ur. Ríkisstjórnarflokkarnir felldu til að mynda tillögu sjálfstæðis- manna um lægri skatt á skrif- stofu- og verslunarhúsnæði. Nú ætla ríkisstjórnarflokkamir að leiðrétta mistök sín að hluta. Sama á við um vörugjaldið en þar er þó einungis stigið tiltölulega lítið skref til baka. Það mikilvæga við þessar ákvarðanir er að ríkisstjórnin við- urkennir mistök sín þó að þær feli ekki í sér umtalsverða leiðrétt- ingu á því ranglæti sem sjö millj- arða skattheimta var. Alvarlegustu áhrifin af skatt- heimtunni era þó fólgin í þeirri miklu hækkun sem varð á eignar- sköttum og hefur komið með mest- um þunga niður á einstæðingum, einkum ekkjum og ekklum. Ragn- hildur Helgadóttir hefur í nafni sjálfstæðisþingmanna borið fram frumvarp á Alþingi sem gerir ráð fyrir því að leiðrétta þetta mesta ranglæti félagshyggju- skatt- heimtunnar. En ríkisstjórnarflokk- arnir ætla að koma í veg fyrir að framvarpið nái fram að ganga. Það sýnir af hversu skornum skammti vilji þeirra er til þess að bæta fyrir þau mistök sem þeir hafa þegar gert í skattamálunum. Treysti BHMR á Alþýðubandalagið? Ýmsum þykir það nokkuð sér- stætt að háskólamenntaðir ríkis- starfsmenn skuli heyja eitt lengsta verkfall í sögu samtaka sinna gegn fjármálaráðherra og formanni Al- þýðubandalagsins. Þetta á ekki síst við um kennara þegar fyrrver- andi formaður Alþýðubandalags- ins er á sama tima menntamála- ráðherra. Alþýðubandalagið hefur talið sig eiga meira fylgi í þessum starfshópum en aðrir stjórnmála- flokkar. Forystumenn Alþýðu- bandalagsins, einkum þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Svavar Gestsson, hafa á undanförnum áram verið háværastu pólitísku talsmenn kröfugerðar fyrir há- skólamenntaða ríkisstarfsmenn. Þeir hafa reynt að eigna sér, ef þannig má að orði komast, kjara- baráttu og kröfugerð þessara sam- taka. Flest bendir til þess að forystu- menn háskólamanna í ríkisþjón- ustu hafi farið fram með meiri kaupkröfur en aðrir og meiri bar- áttugleði en aðrir launahópar ein- mitt í ljósi þess að forystumenn Alþýðubandalagsins hafa á und- anförnum áram tekið svo einarð- lega undir kröfur þeirra. Alþýðu- bandalagið hefur fram til þessa ekkert séð athugavert við sérstak- ar launahækkanir til BHMR um- fram það sem aðrir hópar fá í þeim tilgangi að færa launin nær markaðslausnum eins og það er kallað. Ef marka hefði mátt fyrri orð átti að vera auðvelt að fá slíkum kröfum framgengt þegar núverandi og fyrrverandi formað- ur Alþýðubandalagsins sitja í helstu valdastólum núverandi ríkisstjómar. En niðurstaðan af langvarandi verkfalli er sú að Ólafur Ragnar Grímsson kemur fram með meiri hroka og stærilæti gagnvart þess- um hópi opinberra starfsmanna en nokkur dæmi era um af hálfu fjármálaráðherra í kjaradeilum. En sennilega hefur enginn maður kynnt jafn mikið undir þessari kröfugerð og einmitt fjármálaráð- herrann sjálfur. í þessu efni eins og öðram gerir hann hvort tveggja að lofa meir en aðrir og svíkja meir en aðrir. Höfundur er formaður Sjálfstæð- isflokksins. Þórarinn Eld- járn. FJÓRÐA efnisskráin úr „Nám- um“ Islensku hljómsveitarinnar verður flutt í Menningarmiðstöð- inni Gerðubergi á morgun, sunnudag, og hefst dagskráin kl. 16.00. Oldin sautjánda verður þá gerð að yrkisefhi. Ásgeir H. Steingrímsson tromp- etleikari og Oddur Björnsson bás- únuleikari, ásamt íslensku hljóm- sveitinni undir stjórn Guðmundar Emilssonar, framflytja tónverkið „Sinfonia Concertante; ferðalangur af íslandi" eftir Pál P. Pálsson. Tónverkið er samið út frá framortu ljóði Þórarins Eldjárns „Jón Ólafs- son slysast" þar sem segir af Jóni Indíafara. Á undan tónlistarflutn- ingi verður afhjúpað glerlistaverk, sem Leifur Breiðfjörð hefur gert, og nefnir „Perlan“, en svo hét það herskip danakonungs er Indíafarinn sigldi á um heimshöfin. Listaverkin þrjú, ljóðið, glerskúlptúrinn og tón- verkið, voru gerð að tilhlutan ís- lensku hljómsveitarinnar. Á tónleikunum verða einnig flutt innlend sönglög við hljóðfæraundir- leik. Fjórir óperusöngvarar, þau Elísabet F. Eiríksdóttir, Hrafnhild- ur Guðmundsdóttir, Viðar Gunnars- son og Júlíus Vífill Ingvarsson, flytja lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Emil Thoroddsen, Þórarin Guð- mundsson, Áma Thorsteinsson og fleiri. í undirleiknum verður líkt eftir hljómi útvarpshljómsveitarinn- ar gömlu sem skemmti landsmönn- um í beinum útsendingum fyrr á áram. Tónleikaröðin „Námur“ fjallar um tiltekin brot úr íslandssögunni, ýmist stóratburði eða daglegt líf, söguhetjur eða almúgafólk. „Ljóð- skáld, tónskáld og myndlistarmenn Leifur Breið- “ Guðmundur §örð. Emilsson. nema þjóðararfinn líkt og málm úr jörðu og beina sjónum að honum á öld sterkra erlendra rnenningar- áhrifa. Listaverkum þeirra er ætlað að túlka óblíða náttúru landsins, og glímu mannsins við hana og sjálfan sig,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Ljóðin verða jafnmörg öldum íslandssögunnar, tólf að tölu, sem og tónverkin og myndverkin. Alls verða því 36 listaverk framflutt og frumsýnd á tólf tónleikum. Þá era ekki talin önnur innlend tónvers, sem íslenska hljómsveitin flytur jafnframt. , Úr fréttatilkynningu Útívistar- dagnr Qöl- skyldunnar Ferðafélagið Útivist efiiir á sunnudaginn 7.mai til útivistar- dags Fjölskyldunnar og í tilefhi dagsins verður boðið upp á létta Qölskyldugöngu um gönguleiðir í friðlandi Heiðmerkur. Farið verður í Heiðmerkurferðina frá BSÍ klukkan 13.00, en áætlað er að heim verði komið upp úr klukkan 16.00. Göngunni lýkurmeð pylsuveislu, söng og leikjum. Á laugardaginn verður lagt af stað klukkan 10.30 í árlega fuglaskoð- unarferð um Suðumes og á sunnu- dagsmorgun klukkan 10.30 verður lagt upp í fyrstu ferðina af fjóram upp í Bláflöll, þar sem ætlunin er að ganga þaðan til Reykjavíkur. Á sunnudaginn verður gengið niður í Heiðmörkina.eins og segir í frétta- tilkynningu frá Útivist. Páll P. Páls- son. Menningarmiðstöðin Gerðuberg: Fjórða efnisskráin úr „Námum“ íslensku hlj ómsveitarinnar Kristinn Björnsson neysluvörur fólks, hækkuðu um- talsvert. Við þá breytingu hækkaði t.d. vörugjald á kexi og sælgæti, öli og gosi upp í 25 af hundraði. Iðnaðarráðherra lýsti því þá yfir, að þetta myndi á engan hátt skerða samkeppnisstöðu íslensku fyrir- tækjanna. í framhaldi þar af veitti viðskiptaráðherra hemild til þess, 1 að innflytjendur fengju 90 daga greiðslufrest á innfluttri vöra, þ.m.t. innflytjendur á sælgæti. Þetta gildir að sjálfsögðu einnig um innflutt hráefni, t.d. til sælgætisiðn- aðar. En vegna úreltrar landbúnað- arstefnu má alls ekki flytja inn sum hráefni, t.d. mjólkurafurðir. Sæl- gætisiðnaðurinn á Islandi notar „Er það ekki aldeilis óviðunandi, að innan bara einnar greinar iðnaðarins, matvæla- iðnaðar, geti gilt mis- munandi sjónarmið og steftiur ráðherra, svona nokkurn veginn eftir því hvaða fyrirtæki eiga í hlut? Jaftivel þó að þau séu að framleiða sömu vöruna? Að það skipti meira máli hvað fyrirtækin heita en hvað þau framleiða? Þegar af þessari ástæðu er ljóst, að sú dæmalausa röksemda- færsla, sem heyrðist á Alþingi á jólunum fyrir því, að verið væri að fylgja einhverri mann- eldissteftiu, er út í hött. Hér er verið að skatt- leggja framleiðslu sumra fyrirtækja, ekki framleiðsluna al- mennt.“ u.þ.b. 1.6 milljón lítra af mjólk á ári í framleiðslu sína, eða sem nem- ur um 40 af hundraði af heildar- framleiðslu mjólkurbúsins á Blönduósi. Það er svipað og nemur allri mjólkurframleiðslu í A-Skafta- fellssýslu. Þetta hráefni er selt til framleiðendanna fyrir milligöngu Osta- og smjörsölunnar. Eins og títt er um einkasölufyrirtæki hirða þau ekkert um almennar viðskipta- venjur heldur móta sér sína eigin stefnu. Þannig er íslensku framleið- endunum gert að greiða sínar út- tektir hjá Osta- og smjörsölunni þijátíu dögum eftir að úttéktarmán- uði lýkur. Þetta þýðir, að lánstími íslensku framleiðendanna er alltaf 30 dögum styttri en innflytjendanna og getur orðið allt að 60 dögum styttri. Annan fastan kostnað verða framleiðendur einnig að greiða á umsömdum tíma, t.d. launakostnað við framleiðslu o.s.frv. Þannig að af og frá er hægt að halda því fram, að íslenskir framleiðendur njóti sömu starfsskilyrða og erlendir keppinautar. Ofangreint vöragjald var ekki lagt á framleiðsluvörar bakaríanna, þrátt fyrir augljósan skyldleika þessara vara og í sumum tilvikum er hreinlega um sömu vöra að ræða. Ekki var mikið veður gert út af því á sínum tíma, en hinn 31. mars sl. birtist reglugerð í Stjórnartíðindum um jöfnunartoll á innfluttar kökur og majones. Þar tilkynnti fjármála- ráðherra að leggja skyldi 24 af hundraði jöfnunartoll á innfluttar kökur og 16 af hundraði jöfnunar- toll á innflutt majones!! Hér virðist því eiga að vemda þessar tvær iðn- greinar fyrir innflutningi á meðan aðrar beijast í bökkum. Þessi ákvörðun um jöfnunartoll- ana er einkar athyglisverð í ljósi þess, sem svo gerðist nokkra síðar, þegar iðnaðarráðherra ákveður að heimila Hagkaupum að flytja inn 20 tonn af smjörlíki. Innflutningur á smjörlíki hefur ekki verið leyfður um áratugaskeið. Ástæðan fyrir heimildinni var m.a. sú, að sögn ráðuneytismanna, að skerpa á sam- keppninni og lækka verðlag. Ekki var innlendum framleiðendum gefin nein aðvöran um væntanlegan inn- flutning og ekki heldur veittur ein- hver aðlögunartími, sem þó er eðli- legt. Fróðlegt er að velta aðeins fyrir sér samræminu á milli þessara þriggja stjórnvaldsákvarðana, sem að ofan greinir. í fyrsta lagi er lagt sérstakt 25 af hundraði vöragjald á sælgæti, innlent og erlent, en 90 daga greiðslufrestur veittur á inn- kaupsverði erlendu vörannar. í öðru lagi er ekkert sambærilegt gjald lagt á bakaríssælgæti, en sérstakur jöfnunartollur, 24 af hundraði, lagður á innfluttar kökur! (Til að skerpa á samkeppni og ná niður verði, eða hvað?) Og í þriðja lagi er heimilað að flytja inn smjöríki án allra gjalda og án þess að inn- lendir framleiðendur fái nokkra aðlögun, í þeim tilgangi að lækka verðlag. Ég fæ ekki séð samræmi í þessum ákvörðunum. Þvert á móti er hér um alvarlega mismunun að ræða. Niðurlag Hér sýnist vanta nauðsynlega ákveðna, opinbera stefnu i málefn- um iðnaðarins. Er það ekki aldeilis óviðunandi, að innan bara einnar greinar iðnaðarins, matvælaiðnað- ar, geti gilt mismunandi sjónarmið og stefnur ráðherra, svona nokkurn veginn eftir því hvaða fyrirtæki eiga í hlut? Jafnvel þó að þau séu að framleiða sömu vörana? Að það skipti meira máli hvað fyrirtækin heita en hvað þau framleiða? Þegar af þessari ástæðu er ljóst, að sú dæmalausa röksemdafærsla, sem heyrðist á Alþingi á jólunum fyrir því, að verið væri að fylgja ein- hverri manneldisstefnu, er út í hött. Hér er verið að skattleggja fram- leiðslu sumra fyrirtækja, ekki fram- leiðsluna almennt. Á það var minnst áður, að íslend- ingar klæðast ekki lengur Kóróna- fötum, nema þá allra nýtnustu menn. Enn eru á íslandi rekin mörg fyrirtæki í matvælaiðnaði. Sum þeirra njóta algjörrar vemdar fyrir innflutningi, önnur engrar. Við, sem vinnum við matvælafyrirtækin, sem eram í samkeppninni, hljótum að vilja trúa því, að það sé vilji fyrir hendi hjá ráðamönnum til að þessi fyrirtæki megi líka lifa og halda áfram að afla þjóðfélaginu tekna og veita fólki atvinnu. Aðgerðir stjórnvalda undanfarið auka okkur að vísu ekki bjartsýni í þeim efnum, en vonlaus megum við aldrei verða. Höfundur er framkvæmdasijóri Nóa-Sírius hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.