Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1989næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 06.05.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.05.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1989 RAMMSKOKK LÖGREGLU S AGA Kvikmyndir SATAN KEMUR TIL ST. RAYMAND Arnaldur Indriðason Beint á ská („The Naked Gun: From the Files of Police Squad“). Sýnd í Háskólabíói. Leikstjóri: David Zucker. Aðal- hlutverk: Leslie Nielsen. Bandarísku kvikmyndagerðar- mennimir David Zucker, Jim Abrahams og Jerry Zucker hafa þá köllun að brengla gamla og nýja Hollywoodstæla og breyta þeim — þegar vel tekst til — í lífshættuleg hláturköst. Gaman- myndir ZAZ-hópsins em venju- legar Hollywoodmyndir með ór- áði. í þetta sinn er skotmarkið lögguþættir sjónvarpsins en Beint á ská er bíóútgáfan af sjónvarps- þáttum ZAZ-hópsins („Police Squad“) og ólæknandi brenglun- arþörfm sér okkur fyrir mörgum góðum hlátmm á meðan ramm- skökk lögreglusagan vindur ofan af sér. Einhveijum gæti fundist nýja- bmmið vera farið af ZAZ-brönd- urunum en Beint á ská ber í raun- inni engin merki þreytu í hug- myndaflugi eða geggjun. Myndin er uppfull af frábæriega hlægileg- um atriðum og stjamfræðilega mgluðum samtölum sem öll líta einstaklega eðlilega út í frábæm látbragði leikaranna, sem aldrei haga sér öðmvísi en eins og við öll séum galin og þeir einir heil- brigðir. 0g enginn er eðlilegri í allri ringulreiðinni en Leslie Nielsen í hlutverki kauðalegu súperlögg- unnar sem flettir ofan af ósvífnu samsæri um að ráða háttsettan erlendan þjóðhöfðingja af dögum. Nielsen er gersamlega óborgan- legur ólukkuriddari hvort sem hann brýst inná samsærisfund Arafats, Amins, Gaddafis, Gor- batsjovs og Kómeinís og kýlir þá í klessu eða laumast inná homa- boltaleik sem dómari og gerir út um leikinn. P.s. Ég gerði þau leiðu mistök í frásögn um kvikmyndir og gagn- rýni í síðasta laugardagsblaði Morgunblaðsins að tala um hlut- lægni þar sem skyldi standa hlut- drægni. Skaðinn verður ekki bættur en ég biðst velvirðingar á mistökunum. Slæmir draumar (Bad Dreams). Sýnd í Bíóhöllinni. Leikstjóri: Andrew Fleming. Slæmir draumar er svona hroll- vekja þar sem blóðgusur gegna aðalhlutverkinu en leikstjórnin byggist á smekkleysu sem oft er aðalsmerki þessara metnaðar- lausu blóðslettumynda í B-dúr. Þrjátíu meðlimir sértrúarhóps fremja sjálfsmorð með því að kveikja í sér og það er sýnt í lang- dregnum smáatriðum. Tveir geð- sjúklingar drepa sig í risastórri loftræsiviftu geðsjúkrahússins þar sem atburðarás myndarinnar Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Franska kvikmyndavikan Regnboginn Gróa FM 8,8 — „Radio Corbe- au“ Leikstjóri og handrit Yves Bois- set. Aðalleikendur Claude Brasseur, Pierre Arditi, Christ- ine Boisson, Evelyn Bouix. Boisset mun vera kunnur fyrir að blanda saman lögreglumálum og þjóðfélagsgagnrýni í myndum fer að mestu fram og leifar þeirra spýtast um alla stofnunina í gegn- um loftræsikerfið. Myndin er öll gerð með hugar- fari subbuskaparins en það er sárasjaldan sem hún vekur spennu eða hrylling. Hún gerist mikið í ofskynjunum og draumum og inná milli er slegið á léttari strengi eins og tíðkast í nútíma unglinga- martraðarmyndum. En hún gerir út á ódýrar og ógeðfelldar áhrifsbrellur og af- raksturinn er eftir því ódýr og ógeðfelldur. Léleg þýðingin átti vel við. sínum, en þetta eru einmitt uppi- stöðurnar í hinni margslungnu mynd hans Gróa FM 8,8. Allt fer á annan endann er leynileg út- varpsstöð fer að senda út bæjar- slúður og launungarmál þorpsbúa í líflitlum smábæ. Til að byija með hafa allir gaman að — uns farið er að fletta ofan af einkalífi .þeirra sjálfra. Ofsareiði, ótti og hatur tekur að eitra samfélagið, lögregla og blaðamenn leita stöðv- arinnar. Fjandinn er laus. Rennur í gang sem forvitnileg, vel uppbyggð þjóðfélagsádeila þar sem skoða má smábæinn St. Ra- ymond sem samfélagið í heild. Sparlökin rifin af pólitískum fra- magosum og óprúttnum iðnjö- frum og verkalýðsfrömuðum. Gróusögur um náungann blómstra eins og púkinn á fjós- bitanum. Þorpið og íbúar þess er raun- verulegt fyrir augum manns og ríkt áhrifamikilla smáatriða. Mér hefði þótt meiri fengur í að leik- stjórinn hefði haldið sig meira við meinfyndna skoðunina á innri mönnum íbúana en leysa myndina uppí harðsnúna löggusögu og hefndargloríu, en það breytir engu um að Gróa... er vönduð skemmtimynd með alvarlegum undirtón, prýdd öguðum leik og leikstjórn. MARTRÖÐ HOTEL SAGA M* avararniriAriJónsson.Finnur joriannsson.JónOlafsson.Kan Waage, Reynir Guðmundsson og iyjólfur Kristjánsson ásamt donsurum og öðru aöstoðarfolki. Kátir piltar skemmta og leika fyrir dansi. Húsiðopnað kl.19 Borðapantanir í dag i sima 687111 Andrea Gylfadóttir i Cafe Island. TfmRLMD Éwisiriwww SRMJG 23.30-03 HÖRKUBALL HEIGAMÖUER CGEINSDÆMI holl^mooð OPIÐ 22-03 hollljwood aldurstakmark 20 ÁRA holwood alltafeitthvaðad gerast holumood mundu röðina holunnood MIÐAVERÐ8S0,- LOMA- B A L L kl. 22 stundvislega Glæsileg sýning frá World Class ásamt Qölda annarra skemmtiatriða allt kvöldið. HERRAÍSLAND 1989 EIÐUR EYÞÓRSSON KRÝNIR BLÓMADROTTNINGU KVÖLDSINS Frjáls klæðnaður Sjáumst í Broadway Miðaverð kr. 850,- LICCAIL WAT iVi* ■ a i i i a aai i a a a a a i a a a l I BRAUTARHOLTI 20. SÍMAR: 23333 OG 23335. x C» cn Q» o X3 13 Q) O* I kvöld: ásamt Björgvini Halldórssyni leikur fyrir dansi fram á rauða nótt. Fyrir matargesti Hin rómaða gleðidagskrá sem slegið hefur í gegn!! Nú fer hver að verða síðastur - Tvær sýningarhelgar eftir. Forsala aðgöngumiða hjá veitingastjóra alla virka daga frá kl. 14-18. ☆ ☆ STAÐUR VANDLÁTRA ☆ ☆ BINGO! Hefst kl. 13.30 Aðalvinninqur að verðmæti ________100 þús. kr._______ Heildarverðmæti vinninqa um _________300 bús. kr,_______ TEMPLARAHOLLIN Eiríksgötu 5 — S. 20010

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55740
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.09.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 100. tölublað (06.05.1989)
https://timarit.is/issue/122497

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

100. tölublað (06.05.1989)

Aðgerðir: