Morgunblaðið - 06.05.1989, Side 13
?13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDApUR, MAÍ 1989
Smúrtsinn í
sjálfum þér
_________Leiklist_____________
Jóhanna Kristjónsdóttir
Þíbylja frumsýndi í gamla Vest-
urbæjarskólanum
Að byggja sér veldi
eða
smúrtsinn
eftir Boris Vian
Þýðing: Friðrik Rafiisson
Leikmynd: Guðrún Sigríður Har-
aldsdóttir
Lýsing: Egill Örn Árnason og
Egill Ingibergs
Hljóð: Hilmar Öm Hilmarsson
Sviðsbardagar og hreyfing: Mic-
hael Kryzman
Förðun: Kristín Thors
Framkvæmdastjóri: Krisiján
Franklín Magnús
Leikstjóri: Ása Hlín Svavars-
dóttir
Þegar hávaðinn brestur á, leggur
fjölskyldan á flótta; faðirinn, móðir-
in, vinnukonan og dóttirin. Með
poka sína og pjönkur troðast þau
upp á við, leita sér þrengri vistar-
vera þar sem þau geti fengið skjól
frá þessum ógnvaldi, sem ekki er
vitað hver er. Eigur þeirra týnast
fleiri og fleiri í flutningunum, en
smúrtsinn lætur sig ekki vanta,
hvert sem þau leita er hann fyrir
eða með í för. Á smúrtsinum fá þau
að dótturinni undanskilinni útrás
fyrir vanlíðan sína með barsmíðum
og misþyrmingum. Smúrtsinn sem
er hvað sem þú vilt að hann sé,
samviskan, blekkingin, illskan,
hræðslan í sjálfum þér.
Það er augljóslega faðirinn sem
fyrst og fremst þjáist af hávaða-
skelfingunni og hún yfirfærist. á
fjölskylduna. Dóttirin er orðin þjök-
uð af þessum eilífa flótta, hún rifjar
upp liðna daga þegar þau bjuggu
í stórri íbúð og hún átti plötuspilara
og hafði samskipti við vinina, sem
nú eru ekki lengur. Og smúrtsinn
var ekki þá. Foreldrar hennar kann-
ast ekki við þessar fortíðarminning-
ar, og standa lengi vel saman um
að hlú að ótta sínum. í lokin er
sem síðan var felit saman í leikverk
og tókst öldungis ágætlega. Leik-
hópurinn hefur nú fært sig ögn
vestar og sýnir í gamla Vesturbæj-
arskólanum og í þáttunum þremur
eru leikarar og áhorfendur færðir
milli minni og minni herbergja, það
hefur sína plúsa og gefur meiri
nálægð við efni verksins, en rýfur
þó að mínu viti ákveðna stemmn-
ingu að hafa jafn langt hlé milli
annars og þriðja þáttar.
Leikarar gera þessu athyglis-
verða, kaldhæðna og þó um margt
fyndna verki góð skil. Þór Túliníus
eins og íklæðist hlutverki föðurins
og tekur ótta hans inn i sig og tekst
að skila honum yfir til áhorfenda á
áreynslulausan og blæbrigðaríkan
hátt. Mér fannst hann þó eiga í
nokkrum erfiðleikum undir lokin,
þegar hann er einn og reynir að
komast að því af hverju hann er.
Ólafía Hrönn Jónsdóttir var móðirin
og dró upp listilega mynd af henni,
fáránlega og átaknlega í senn. Fas
Þór Túliníus, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir og
Ingrid Jónsdóttir í öðrum þætti.
og hreyfmgar sýndu ótvírætt að
Ólafía Hrönn hefur grætt á að
leggja rækt við spunann og ekki
má gleyma vel unnum svipbrigðum.
Samleikur Ólafíu og Þórs var af-
bragðs góður.
Ingrid Jónsdóttir var dóttirin og
sýndi vandaðan og hófsaman leik
og náði þannig sterkum áhrifum.
Rósa Guðný Þórsdóttir var Bulla
vinnukona og „illúderaði" ágæt-
lega, en framsögn ekki alveg í takt
við þau hin, sérstaklega í öðrum
þætti. Barði Guðmundsson náði
góðu taki á nágrannanum og Erla
Ruth Harðardóttir var smúrtsinn.
Hún sýndi leikni í svipbrigðum og
hreyfingum og náði aumkun
smúrtsins.
Þýðing Friðriks Rafnssonar hef-
ur tekist mæta vel og leikmynd
Guðrúnar Sigríðar Haraldsdóttur
nær að undirstrika ömurleikann og
angistina. Gervi leikaranna eru
óvenjulega vandvirknislega unnin
og þeim öllum til hjálpar. Ása Hlín
Svavarsdóttir á lof skilið fyrir góða
leikstjórn og hugmyndaríka. Sýn-
ingin er þeim sem að henni stóðu
til hróss, ein allra fagmannlegasta
og fysilegasta sýning leikársins að
mínum dómi.
SJAVAR
RETTIR
HINIR GOMSÆTU
BLÖNDUÐU SJÁVAR
RÉniR Á AÐEINS
KR. 490.-
POTTURINN
OG
PRNI
V. NOATUN
ÓTRÚLEG VERÐ
KYNNINGARVERÐ
faðirinn einn í þakherberginu,
vinnukonan, dóttirin og móðirin
hafa annaðhvort bjargast af eða
glatast. En smúrtsinn er hjá honum
og loks fer faðirinn að bijóta heil-
ann um óttann, hvernig hann vakni
og af hveiju. En hann er of seint
á ferð með hugleiðingar sínar, svo
að hann hlýtur að farast þegar
hávaðinn heyrist hið næsta sinni.
Einhveijir hafa flokkað þetta
verk til absúrdleikrita, það er vitan-
iega nógu fáránlegt hvað gerist, en
samt er það fjarri að hafa í sér ýms
þau einkenni sem einatt eru sett
undir hatt absúrdisma. Þetta mun
vera fyrsta verk Boris Vian sem
er flutt hérlendis og hans frægasta.
Þíbyljuleikhópurinn setti upp
„Gulur, rauður, grænn og blár“ í
Hlaðvarpanum í fyrravor við góðar
undirtektir. Það var byggt á spuna
leikaranna um ákveðnar hugmyndir
Viðar Alfreðs-
son í Heita
pottinum
Sunnudagskvöldið 7. maí spil-
ar trompetleikarinn Viðar AJ-
freðsson í Heita pottinum i Du-
us-húsi v/Fischerssund.
Þetta verða fyrstu tónleikar hans
í Heita pottinum, en á sl. ári kom
hann fram á djasshátíðinni á Egils-
stöðum og háfði þá ekki spilað opin-
berlega í mörg ár.
Þeir sem spila með Viðari í Heita
pottinum eru: Kristján Magnússon,
píanó, Tómas R. Einarsson, kontra-
bassa og Guðmundur R. Einarsson
á trommur.
Tónieikarnir hefjast kukkan
21.30.
AÐEINS
KW5
kr. stk.
best
,T UGDIR SÓUW*
Hverg*
betra
NOVA garðhúsgögnin eru úr níðsterku plastefni og henta einstaklega vel á íslandi.
NOVA-áklæðin vekja athygli og þykja sérlega vönduð og falleg.
þessa helgi
bjóöum við
NOVELLA
garðstóla á
ótrúlegu verði
5-10%
stadgreióslu-
afsláttur.
VISA-EURO-
raógreióslur.
blómeiueil
Gróðurhúsinu v/Sigtún Sími: 68 90 70