Morgunblaðið - 06.05.1989, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1989
t
Móðir mín,
SIGURLIUA ÞÓRÐARDÓTTIR,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þann 3. maí sl.
Jóhannes Sverrisson.
t
Móðir okkar,
RÓSAMUNDA JÓNSDÓTTIR
frá Mýrum i'Dýrafirði,
andaðist fimmtudaginn 4. maí.
Haildóra Karlsdóttir, Guðrún Karlsdóttir Watt,
Rósa Karlsdóttir, Eymar Karlsson,
Katri'n Karlsdóttir, Óttar Karlsson.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
JÁRNBRÁ KRISTRÚN SVEINBJÖRNSDÓTTIR,
Hátúni 10B,
lést 20. apríl. Jarðarförin hefur farið fram f kyrrþey.
Þorbjörg Eiðsdóttir, Magnús Tómasson,
Sveinbjörn Eiðsson, Anna Sigurjónsdóttir,
Gylfi Þór Eiðsson, Veiga Guðmundsdóttir,
Fjóla Eiðsdóttir,
Eiríkur Eiðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
er látinn.
t
MAGNÚS SVEINSSON
kennari
frá Hvítsstöðum,
Guðný Sveinsdóttir, Guðný Magnúsdóttir
Helgi Guðbergsson.
t
KRISTJÁN PÁLL KRISTJÁNSSON
frá Vallaborg,
ísafirði,
t andaðist á heimili sínu, Bergþórugötu 61, Reykjavtk, fimmtudag-
inn 4. maí.
Gísli'na Lára Kristjánsdóttir,
Sigurrós Anna Kristjánsdóttir, Magnús Guðmundsson.
t
Eiginmaður minn og faöir,
JÚLÍUS KARLSSON,
Mýrarbraut 23,
Blönduósi,
andaðist á heimili sínu 3. maí.
Ragna Kristjánsdóttir,
Hjörieifur Júlíusson.
t
Eiginmaður minn. /faðir, tengdafaðir og afi,
SNORRI ÁSGEIRSSON,
rafverktaki,
Þinghólsbraut 37,
Kópavogi,
andaðist aðfaranótt fimmtudagsins 4. maí.
Kristjana Heiðberg Guðmundsdóttir,
Björgvin Gylfi Snorrason, Guðfinna Skagfjörð,
Ásgeir Valur Snorrason, Hildur Gunnarsdóttir
og sonardætur.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÚN S. BERGMANN,
Sólvallagötu 6,
Keflavfk,
verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju í dag, laugardaginn 6. maí
kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameins-
félagið.
Guðlaug Bergmann, Valgeir Ó. Helgason,
Rúnar Júlfusson, Mari'a Baldursdóttir,
Ólafur E. Júli'usson, Svanlaug Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjörtur Eiríks-
son - Minning
Fæddur 20. september 1914
Dáinn 30. apríl 1989
Það var undarlegt til þess að
hugsa að Hjörtur Eiríksson skuli
vera allur. Við sáum hann ekki eld-
ast, hann var síungur, grannur,
kvikur í hreyfingum og hress svo
lengi sem við munum hann. Hjörtur
fæddist á Efri-Svertingsstöðum í
Miðfirði. Foreldrar hans voru Guð-
rún Gísladóttir frá Kvislaseli í Bæj-
arhreppi og Eiríkur Hjartarson sem
fæddur var á Holtastaðareit í
A-Hún. en lengst af bjó á Hvamms-
tanga. Þau eignuðust íjóra syni og
var Sigurður þeirra elstur, hann
lést 15 ára gamall, næstur kom
Hjörtur, þá Gísli sem lengst af hef-
ur búið á Akureyri og loks Sigurður
Helgi sem býr á Hvammstanga.
Hjörtur ólst upp á Hvammstanga
frá tveggja ára aldri með foreldrum
sínum og bræðrum og bjó þar alla
tíð.
Hjörtur kvæntist mætri konu,
Ingibjörgu Eggertsdóttur Levý frá
Ósum á Vatnsnesi f. 2. janúar 1906.
Þau eignuðust sjö böm. Einn sonur
dó í frumbernsku. Hin eru: Hreinn
f. 29. nóvember 1936 d. 11. febrú-
ar 1965. Hans kona var Hjördís
ísaksdóttir. Perla f. 3. apríl 1938
gift Geir Hólm og eiga þau 4 dæt-
ur. Eggert f. 13. ágúst 1939 giftur
Guðrúnu Pálsdóttur og eiga þau 3
börn, Eiríkur f. 19. janúar 1941
giftur Sigrúnu Guðmundsdóttur.
Þeirra börn eru 3 og átti Eiríkur
einn son áður með Sigrúnu Gunn-
arsdóttur. Skúli Húnn f. 3. janúar
1945 d. 11. febrúar 1965, Hilmar
f. 9. desember 1948. Sambýliskona
hans var Aðalheiður Gunnarsdóttir.
Þau eiga saman 3 böm.
Allt er þetta myndar- og dugnað-
arfólk svo sem það á kyn til.
Fjölskyldan varð fyrir miklu
áfalli þegar bræðurnir tveir, þeir
Hreinn og Skúli, fómst með báti
sínum á leið frá Hvammstanga til
Grindavíkur í ársbyrjun 1965. Urðu
þeir öllum sem til þekktu mikill
harmdauði.
Ingibjörg, kona Hjartar, lést 18.
janúar 1987.
Hjörtur rak í áratugi vélaverk-
stæði á Hvammstanga ásamt Sig-
urði bróður sínum og síðar einnig
Hilmari syni sínum. Þeir bræður,
Hjörtur og Sigurður, era þekktir
hagleiksmenn. Hvers konar við-
gerðir og smíðar léku í höndunum
á þeim. Slíkir menn era ómetanleg-
ir hveiju byggðarlagi og hafa marg-
ir notið greiðvikni þeirra og hjálp-
semi.
Á verkstæðinu vora mál líðandi
stundar tekin til umfjöliunar. Urðu
þar oft líflegar umræður og sýndist
sitt hveijum. Hjörtur var hrein-
skiptin og sagði sína skoðun um-
búðalaust. Hann var kátur og glett-
inn og hafði gaman af meinlausum
prakkarastrikum. Hjörtur var nátt-
úraunnandi, hafði vakandi auga
fýrir umhverfi sínu og auðgaði það
með nærveru sinni. Slíkan mann
er gott að hafa þekkt. Börnum hans,
tengdabörnum, barnabörnum, ætt-
ingjum og vinum sendum við sam-
úðarkveðjur. Blessuð sé minning
Hjartar Eiríkssonar.
Ragna og Guðmundur Már
Minning:
Guðrún Bergmann
Fædd 27. oktober 1908
Dáin 27. apríl 1989
Keflavík er eitt þeirra plássa, sem
hve mestum breytingum hafa tekið.
Okkur hefur oftar en ekki fundist
nóg um og þeim mun meir hefur
okkur þótt til þeirra koma sem voru
einskonar staðfesta í bænum, höfðu
alltaf verið þar, settu sinn svip á
hann, leyfðu honum að halda sínum
sérleika þótt allt væri á fleygiferð.
Guðrún frænka mín Bergmann var
í hópi þessara grónu Keflvíkinga,
sem nú era fáliðaðir orðnir, og enn
verður skarð fyrir skildi; hún er til
grafar borin í.dag.
Guðrún var fædd í Keflavík þann
27. október 1908. Hún var næstelst
sex barna hjónanna Guðlaugar
Bergsteinsdóttur og Stefáns M.
Bergmanns. Það kom snemma á
daginn að hún var tónelsk og lif-
andi félagsvera, þessir tveir þættir
fléttuðust lengi saman um æfi
hennar — hún lærði ung að leika á
orgel og safnaði til sín jafnöldram
sem syngja vildu á góðum stundum,
hún söng í kirkjukór Keflvíkingau'
meira en fjörtíu ár — þar að auki
tók hún margvíslegan þátt í starf-
semi kvenfélaga og Slysavarnarfé-
lags. Guðrún giftist árið 1934 Júlí-
usi Eggertssyni, múrarameistara
borgfirskrar ættar. Þau bjuggu all-
an sinn búskap í Keflavík og eign-
uðust. þijú böm: Guðlaugu Berg-
mann húsfreyju, Guðmund Rúnar
tónlistarmann og Ólaf Eggert mál-
ara. Bamabörnin era ellefu orðin
og barnabarnabörnunum fer ört
fjölgandi. Júlíus lést árið 1985 og
hafði lengi átt við vanheilsu að
stríða — á þeim misseram birtust
einkar skýrt ýmsir þeir eðlisþættir
Guðrúnar sem mest er um vert:
æðruleysi hennar, tryggð hennar.
Við Lalla (Guðlaug), dóttir þeirra
Guðrúnar og Julíusar, vorum leik-
félagar í bernsku, ég kom „í Dal-
inn“ svo til á hveijum degi áram
saman. Og ég man það var strax
eðlilegt og sjálfsagt að brúa til
Guðrúnar þetta fræga kynslóðabil,
sem getur vissulega verð ansi breitt
á þeim aldursáram. Það var auð-
velt og upplífgandi að tala við
frænku um allt mögulegt, rétt eins
og maður væri bráðum orðinn fuil-
orðinn aðili í tilveranni. Þessi þráð-
ur slitnaði sem befur fer aldrei síðan
— Guðrún var alltaf góð heim að
sækja, og hún vildi vita sem mest
og best af sínu fólki, hún var ein
af þeim manneskjum sem gera ætt-
arbönd sterkari og marktækari en
þau ella væra. Nú fer að sönnu svo
sem verða vill við leiðarlok: nú
finnst mér sem ég viti dapurlegra
fátt og miklu minna en skyldi um
góða konu og of seint að spyija.
En eftir verður minning um skyn-
sama konu og heila í ráðum, hrein-
skiptna og vingjarnlega, um fram-
göngu sem var í senn mild og
traustvekjandi.
Við minnumst Gunnu frænku
með þakklæti og sendum Löllu,
bræðranum, ömmubörnunum og
öllum öðrum aðstandendum einlæg-
ar samúðarkveðjur.
Árni Bergmann
Nýtt leikhús í Vesturbænum
NÝTT leikhús hefur tekið til
starfa í Reykjavík, með aðsetur
FÉLAG einstæðra foreldra mun
hafa opinn flóamarkað í Skelja-
nesi 6 í dag, laugardag 6. maí
og aðra laugardaga út maímán-
uð, vegna mikillar eftirspurnar
og ekki síður vegna þess að stöð-
ugt bætist við varningur á mark-
aðinn.
í gamla Stýrimannaskólanum við
Öldugötu. Leikhúsið heitir
í dag verður hægt að gera reyf-
arakaup á alls konar fatnaði, göml-
um sem nýjum, þá verður gott úr-
val bóka og mikið af skótaui og
gardínubútum svo að nokkuð sé
nefnt. Markaðurinn hefst að venju
kl. 14.
Þíbylja og sýnir um þessar mund-
ir sitt fyrsta verk, „Að byggja
sér veldi eða smúrtsinn" eftir
franska skáldið Boris Vian.
Boris Vian hefur einnig skrifað
skáldsögur, smásögur og Ijóð. Leik-
rit eftir hann hefur ekki áður verið
flutt hérlendis, að því er segir í frétt
frá leikhúsinu Þíbylju.
Friðrik Rafnsson þýddi verkið.
Leikstjóri er Ása Hlín Svavarsdótt-
ir, leikendur eru Þór Tuliníus, Ól-
afía Hrönn Jónsdóttir, Ingrid Jóns-
dóttir, Erla Ruth Harðardóttir,
Barði Guðmundsson og Rósa Guðný
Þórsdóttir. Næsta sýning er á
sunnudag. Leikritið er bannað börn-
um innan 14 ára.
Laugardagafló FEF