Morgunblaðið - 06.05.1989, Blaðsíða 41
15% afsláttur
Vid rýmum til
fyrir nýjum vörum
og bjóðum góðan afslátt
af góðu verði.
Ath: Stendur aðeins til 13. maí.
Verið velkomin.
Vio erum í
„Nútíð“
Faxafeni 14,
sími 680755
HUSGOGN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAI 1989
Hættu við ferðina
Doris Þórðarson hringdi:
Maðurinn minn var búinn að
bóka helgarferð fyrir okkur hjónin
til Parísar fyrir sex vikum hjá
ferðaskrifstofunni Farandi. Þegar
við síðan ætluðum að staðfesta
bókunina og ganga frá ferðinni viku
áður en hún var áætluð, var okkur
tjáð að hætt hefði verið við hana.
Við vorum ekkert látin vita þó
ferðaskrifstofan væri með
símanúmerið okkar, sem ég teldi
þó vera lágmark. Svona finnst mér
ekki hægt að koma fram.
Ofbýður framkoma
kennara
Dagsbrúnarverkamaður
hringdi:
Manni er farip að ofbjóða
kennaraverkfallið. Ég get ekki orða
bundist hvað þetta fólk er frekt og
vitlaust. Það er búið að fá aðstoð
til að mennta sig í æðstu
menntastofnun þjóðarinnar og
kemur síðan fram eins og það kunni
enga mannasiði. Býður
fjármálaráðherra á fund, aðeins til
að rífast og skammast. Svo segist
það ekki hafa nein laun og er með
kröfur um miklar kauphækkanir.
Hvað má þá verkafólkið segja sem
búið er að þræla í mörg ár og nær
því þó varla að hafa sem svarar
byrjunarlaunum kennara? Sjálfur
er búinn að vinna vaktavinnu í 25
FLIIG 06 SUMARHUS í DANMttRKU
FRÁ KR. 16.950
(Verð miðað við 4ra manna fjölskyldu og sumarhús í eina viku)
Norræna félagið á íslandi býður félags-
mönnum sínum ótrúlega ódýra sumar-
ferð til Danmerkur.
Flogið verður til Billund á Jótlandi í leigu-
flugi. Brottfarardagar eru 20. júní, 5.
júlí, 19. júlí og 2. ágúst.
Verð aðeins kr. 14.800 fyrir fullorðna
og kr. 11.500 fyrir börn.
Þá bjóðast félagsmönnum sumarhús
víðs vegar um Danmörku
Vikuleiga allt f rá 12.000 íslenskum kr.
Félagsmönnum bjóðast einnig áfram-
haldandi ferðir til annarra Norðurlanda
eða um meginland Evrópu samkvæmt
sérstökum samningum sem Norræna
félagið hefur gert.
Hér er án efa um að ræða ódýrustu
ferðatilboð sumarsins!
Upplýsingar á skrifstofunni í Norræna
húsinu, símar 10165 og 19670 og hjá
Norrænu upplýsingaskrifstofunni á Ak-
i irov/ri S[mj 27599.
beint í bankastjórastöðu. Ekki er
það svo vel borgað. Hvernig kemur
ykkur í hug að því verði breytt í
þjóðfélagi okkar að þeir sem minnst
gera gagnið fái hæstu launin og
bestu aðstöðuna, en þeir sem mest
á reynir og axla byrðarnar fái
minnst.
Góðu fræðarar, ekki veit ég
hversu lítið fé er til í okkar sameig-
inlegu sjóðum. En eitt er víst að
ekki skortir peningana þegar óþarf-
inn er annarsvegar og má nefna
mörg dæmi. Því er nú svo komið
að sá verður að vægja sem vitið
hefur meira eða kann að fara með
það sem honum er gefið. Og semja
um það sem í boði er og bjarga því
sem bjargað verður. Og kennarar
góðir, ég veit að ykkur er ekki sama
um nemendur ykkar.
Næst þegar þið þurfið að beijast
fyrir kjörum ykkar, vona ég allra
vegna að þið veljið haustið frekar
en vorið. Þá fáið þið meðbyr ef
sanngirni er við höfð. Ég trúi að
þið bjargið nemendum ykkar. Það
er meira í húfi en launin.
Ánægður með Stefán
Ómar hringdi:
Vegna þeirrar ónánægju sem
fram hefur komið með störf Stefáns
Benediktssonar, þjóðgarðsvarðar í
Skaftfafelli, vil ég segja frá
ánægjulegum samskiptum sem ég
KVENFELAGIÐ
HEIMAEY
Hið árlega
veislukaffi
kvenfélagsins Heimaeyjar verður haldið á Hótel Sögu,
Súlnasal, á morgun, sunnudaginn 7. maí, kl. 14.
Aldraðir sérstaklega boðnir velkomnir.
Stjórnin.
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Þessir hringdu . . .
Kennarar og Sóknarkonur
65 ára Sóknarkona hringdi:
Ég skil ekki að kennarar skuli
lítillækka sig með því að halda fundi
í Sóknarsalnum eins og þeir líta
niður á Sóknarkonur og jafnvel púa
á þær ef þær eru nefndar á nafn.
Hvað læra bömin hjá kennurum
sem haga sér svona eins og þeir
gerðu í sjónvarpinu. Sjón er sögu
ríkari. Ég vona bara að þeim verði
ekki hleypt aftur inn í okkar sal.
Annars gætu þeir lært margrt af
okkur, m.a. sparsemi. Þennan sal
byggðu Sóknarkonur. Og í guðanna
bænum farið betur með peninga.
Þið þurfið ekki að vera eins og
kiipptar út úr tískublaði fyrir fram-
an börnin. Og hafið nú prúða fram-
komu fyrir þeim.
Til kennara
Albert Jensen hringdi:
Er nú ekki rétt, virðulegu upp-
alendur, þegar fjöldi nemenda hefur
hrakist úr skóla og hinir sem reyna
að þrauka í von um lausn á verk-
falli og þurfa þar með ekki að tapa
heilu skólaári, að staldra við og
íhuga málin öðruvísi. Nú nýverið lét
Albert Guðmundsson af þing-
mennsku. Hvemig haldið þið að
hægt væri að borga honum einn
mánuð fyrir þijá daga plús sex
mánaða biðtíma og svo þessi litlu
sendiherralaun að auki ef farið
væri að borga öllum almennirtgi
mannsæmandi laun. Hvemig er
með Sverri Hermannsson sem fór
átti við hann sl. sumar. Ég fór í
Skaftafell um verslunarmannahelg-
ina í fyrra og glataði þá tjaldinu
mínu, svefnpoka og öllu saman.
Stefán brást vel við og útvegaði
mér bæði tjald, svefnpoka og teppi.
Ég hef því ekkert nema mjög gott
af honum að segja.
Silfurnæla tapaðist
Silfruð næla, hálfkúlulöguð með
svörtum steini og semilíusteinum í
kringum hann, tapaðist í grennd
við Laufásveg 2-10 7. apríl.
Finnandi vinsamlegast skili nælunni
í Heimilisiðnaðarskólann, Laufás-
vegi 2, eða hringi í síma 76525.
Vísan frá 1940
Ingibjörg Björnsdóttir hringdi:
Ég lærði vísuna sem spurt var
um í Velvakanda á miðvikudag í
kringum 1940. Hún var sungin á
böllunum, en því miður veit ég ekk-
ert um höfundinn.
Ég fór á ball héma í bænum
og bjó mig þannig út
í vasapelanum vænum
var viskí upp í stút
sú fyrsta sem ég inætti
var Magga með pilsaslætti
en músíkin í þvi hætti
er ég kom inn
hún kipraði saman hvarminn
klappaði mér á barminn
og kippti mér upp í arminn
já, arminn sinn.
Eg Möggu í króknum kyssti
við kommandör og vín
og ekki marks ég missti
hun Magga er konan mín.
Gullarmband tapaðist
Ég tapaði gullarmbandi af
múrsteinagerð að öllum líkindum í
Lækjargötunni fyrir framan
menntaskólann eða fyrir framan
anddyri Borgarspítalans. Finnandi
er vinsamlegast beðinn að hringja
í 16167. Fundarlaun.
ár og er þó ekki með nema 48
þúsund krónur í mánaðarlaun.
Kvæðið Skógarmaðurinn
Magnús D. Ólafsson hringdi:
Fyrir nokkru var spurt um kvæðið
Skógarmaðurinn í Velvakanda.
Þetta kvæði er að finna í bókinni
Söngvar smælingjans eftir
Sumarliða Halldórsson. Bók þessi
hefur komið út einhverntíma á
árunum 1932-40.
Kennarar, takið boði
fjármálaráðherra
Friðsemd hringdi:
Vonandi opnast skýr hugsun hjá
kennurum og öllum þeim sem ekki
er búið að semja við. Takið boði
fjármálaráðherra því það er ekki
um annað að gera. Engir peningar
til til að hækka kaup meira en búið
er. Betri bætur komi í staðinn, það
er fækkun alþingismanna. Þetta
litla land okkar þolir ekki nema 36
þingmenn og þeir verða að vera
skýrt hugsandi og með gott
hugarþel.
Plastpoki í misgripum
Kona hringdi:
Ég kom frá New York 30. apríl
sl. kl. 6 og þá urðu þau mistök að
plastpoki var tekinn fyrir annan.
Vinsamlegast hafið samband í síma
19738. Þinn hagur.
Gengur út í öfgar
Fullorðin móðir hringdi:
Mér ofbauð að lesa í
Morgunblaðinu á
miðvikudagsmorguninn um fundinn
hjá kennurum vegna þess að þeir
gengu af fundi með hrópum. Mér
finnst þetta ekki vera til
fyrirmyndar hjá kennurum. Þetta
eiga að vera fyrirmyndir barnanna
og því er ekki nógu gott að þeir
skuli haga sér svona. Ég er fullorðin
kona og búin að ala upp fjögur
börn o g hef því haft nokkrar spumir
af kennumm í gegnum tíðana. En
mér finnst þetta ekki góð
framkoma. Þeir þurfa auðvitað
kauphækkun, en mér finnst þetta
ganga út í öfgar.