Morgunblaðið - 06.05.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.05.1989, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1989 Mikilvægasta bandalag mann- kynssögunnar eftir EyjólfKonráð Jónsson í umræðum á Alþingi nýlega um utanríkismál nefndi ég Atlantshafs- bandalagið mikilvægasta bandalag íslandssögunnar. Það þótti höfuð- aðdáanda heimskommúnismans á íslandi og talsmanni Alþýðubanda- lagsins í utanríkismálum Hjörleifi Guttormssyni skrýtin nafngift. Eg fór að hugsa málið og varð honum sammála. ísland á ekki NATO og NATO á ekki ísland. Atlantshafs- bandalagið er þess vegna ekkert merkilegra fyrír Islendinga en aðrar þær þjóðir sem áttu nógu þróttmikla, raunsæja og framsýna leiðtoga til að taka ákvörðun um að stofna sam- tök og treysta samstöðuna. Þess vegna mætti kalla NATO mikilvæg- asta bandalag vestrænna lýðræðis- þjóða fýrr og síðár. En sagan er ekki öll sögð með þessu. Við hér í frelsinu gerum okk- ur auðvitað langflest grein fyrir því sem Atlantshafsbandalagið áorkaði strax í upphafi, samtökin stöðvuðu framrás sovétheija og undirokun einnar þjóðarinnar af annarri. Að vísu var bandalagið stofnað nokkrum árum of seint og ekki er hægt að ásaka neinn fyrir að átta sig ekki á því þegar dýrkeyptur sigur var unn- inn á djöfiilóðum andstæðingi að annar enn verri var á fullri ferð til heimsyfirráða, heimskommúnisminn var ekkert pukuryrði. Samt vildu menn ekki trúa fyrr en í lengstu lög. Menn trúðu varla Khrústsjov og menn trúa varla Gorbatsjov þótt allir viti að það sem verst hefur verið sagt um heimskommana er satt og líklega meira til. Um þetta fá und- irokuðu þjóðimar nú fullvissu. Samt er því miður engin trygging i augsýn fyrir því að einhver Stalín sé ekki á næsta leiti. Hveijir skyldu nú eiga mest undir því að glæpaöflin nái ekki á ný undir- tökunum í Moskvu. Ætli það sé ekki alþýðan í ráðstjómarríkjunum. Og það kynni þó aldrei að vera að megin- þorri hennar viti að það var NATO sem um síðir kom í veg fyrir valda- töku „heimskommúnismans" með aðstoð fimmtu herdeildar í öllum löndum heims. Líklega hugsar marg- ur maðurinn til þess austur þar að aldrei hefði orðið von um frelsi ef Eyjólfur Konráð Jónsson „Hverjir skyldu nú eiga mest undir þvi að glæpaöflin nái ekki á ný uiidirtökunum í Moskvu. Ætli það sé ekki alþýðan í ráð- stjórnarríkjunum. “ áform Kremlveija hefðu tekist. Hitt vita menn með vissu að hörmungar allrar heimsbyggðarinnar hefðu orðið skelfilegar ef rauði herinn hefði flætt yfir Evrópu alla búinn fullkomnustu vopnum framleiddum í Bandaríkjun- um og þegnum að gjöf til að veijast með þeim heijum Hitlers. Kannski segir nú einhver: Allt eru þetta bara orð, ágiskanir, t.d. þeir sem nú tala um friðlýst ísland hvað svo sem það nú þýðir annað en að við bregðumst sameiginlegum hags- munum eigin þjóðar og allra þeirra um víða veröld sem vona og biðja að óöld einræðisafla sé að baki. Við sem frá upphafi höfum barist fyrir virkri aðild að NATO þurfum ekki að hafa um það mörg orð. Hina bjóð- um við velkomna til liðveislu. Höfundur er alþingismaður Sjálf- stæðisBokks fyrir Reykja víkur- kjördæmi. tondMináfl Umsjónarmaður Gísli Jónsson 485. þáttur Arngrímur Sigurðsson í Reykjavík skrifar mér um sitt- hvað sem honum þykir miður fara í meðferð móðurmálsins um þessar mundir. Fyrsti hluti bréfs hans fjallar um greinarmerkjasetningu, en það viðfangsefni hef ég frá upp- hafi sniðgengið viljandi í þessum þáttum. Eg er heldur á móti því að setja jámharðar reglur um kommusetningu til dæmis, í smáatriðum. Mér þykir rétt að menn hafi þar nokkurt valfrelsi. Fyrst og fremst eiga kommur að vera greinarmerki, til að- greiningar og skýrleiksauka við lestur í hljóði og til hljóðhvíldar, og þar með skýrleiksauka fyrir áheyrendur, þegar lesið er upp- hátt. Ég hef í þáttum þessum farið aðra slóð en nú um sinn mun til ætlast við skólakennslu í þessu efni. Amgrímur Sigurðsson kemur því næst að því sem hann kallar „óskaplegt smáorðadrit". Nefnir hann einkum til orðin þá og að sem „em að verða hreinasta plága“. Þetta er satt og rétt. Oft em þessi smáorð eins konar hikorð eða biðorð. Menn mala áfram og segja kannski bæði að og þá, meðan þeir em að koma sér að því hvað næst skuli segja. Dæmi gæti verið: Meðan við fáum ekki meira hráefni, að þá emm við, o.s.frv. (Nóg hafa menn þó fyrir af hikorðum og hortittum, svo sem hérna, altsvo, nú og sko). En að og þá, sem títt má heyra nú, em að einhveiju leyti í líkingu við hik- og biðhljóð í ensku, sem Rafn Kjartansson segir mér að helst mætti stafsetja „er“. Þá minnir Amgrímur á hversu oft menn setja að á eftir sem, þegar eða ef, þar sem það er óþarft og til lýta. Dæmi: Maður- inn, sem (að) kom í gær, var farinn, þegar (að) ég kom. Hann kemur aftur, ef (að) hann getur. Hins vegar þykir rétt að segja og skrifa því að, þó að, svo að og til þess að, þegar tengja skal orsakar-, viðurkenning- ar-, afleiðingar- og tilgangs- setningar. Dæmi 1) Ég hætti, því að ég gat þetta ekki. 2) Ég ét þetta, þó að vont sé. 3) Veðr- ið var vont, svo að ekki var hundi út sigandi. 4) Hann sagð- ist fara, til þess að enginn gæti vænt sig um hugleysi. Að lokum minntist Arngrímur Sigurðsson á orðasambandið að „vera búinn að“ í merkingunni að hafa lokið, og skal nú svolít- ið um það fjallað. Upphaflega merkti að vera búinn að vera reiðubúinn til einhvers, eða bú- inn undir það. í Gylfaginningu Snorra (47. kafla) segir: „En að morgni, þegar dagaði, stendur Þórr upp og þeir félag- ar, klæða sig og eru búnir braut að ganga.“ Þeir vom sem sé reiðubúnir til brottfarar. Liðin tíð sagna, t.d. núliðin tíð, var (og er) mynduð með hjálparsögninni að hafa. Þessi tíð hefur samsvarað í latínu perfectum, en sú tíð táknaði að verknaði væri lokið. Dæmi: Dixi = ég hef lokið máli mínu (lokið við að tala). í núliðinni tíð í máli feðra vorra verður snemma vart óskýrleika um hvort verknaði sé lokið eða ekki. „Ég hef unnið“ merkír auðvitað að ég hef stundað einhveija vinnu, en ekki er þess skilmerki- lega getið hvort athöfnum sé lokið. „Ég hef lesið bókina“ gef- ur þó til kynna að öll bókin hafi verið lesin, en vissara þætti nú að taka af öll tvímæli og segja: „Ég er búinn að lesa bókina.“ Því er erfitt að losna við orða- sambandið að „vera búinn að“, ef menn vilja láta ótvírætt í ljósi, að lokið sé verknaði. ★ Dósóþeus er oft haft sem dæmi um framandi mannanöfn á landi hér, einkum fyrir vestan. Það er líka stundum skrifað með th og borið fram með t. Þetta nafn er ættað úr grísku og lítt breytt. Dosítheos hét patríarki á 17. öld, og löngu fyrr er sagt að trúflokkur í Samaríu hafi trú- að á mann með þessu nafni og talið hann vera Messías (1. öld). Enn var Dosítheos (lat. Dosi- theus) kunnur málfræðingur um 400 e. Kr. Nafnið mun þýða guðsgjöf. Það breyttist hjá Vestfirðingum í Dósóþeus eða Dósótheus, þegar fram liðu stundir. Arið 1801 var einn Dósíþeus á landi hér, Helgason, 32 ára á Kirkjubóli í Kirkjubólssókn í ísa- fjarðarsýslu. í Manntalinu 1845 eru þeir þrír, allir í ísafjarðar- sýslu. Tíu árum seinna hefur fækkað í tvo, en aftur fjölgað í þijá 1910, og eru þeir allir fædd- ir í ísafjarðarsýslu. Enginn var skírður þessu nafni árin 1921-50. í þjóðskrá 1982 er einn Dósóþeus (Tímó- theusson, fæddur 1910). Enginn var skírður þessu nafni í fæðing- arárgöngunum 1982 og 1985. ★ „Við eigum að yrkja tún og akra þar sem nú eru móar og mýrar; við eigum að brúa allar torfærur; við eigum að klæða hlíðarnar skógi; og við eigum að standa þverir gegn því, að útlendingar fái eignarráð yfir nokkrum skika.“ Þessi ásetning- ur er nú, sem betur fer, á hvers mann vörum. En við eigum líka að hafa allan hug á því, að vernda íslenzka tungu, móðurarf þjóð- arinnar. Og þar er hættan miklu meiri. Þó að landið fari í órækt, getur komandi kynslóð ræktað það aftur; þó að útlendingar klófesti jarðeignir, má kaupa þær aftur. En ef móðurmálið fer í órækt, ef það visnar á vörum þjóðarinn- ar, þá á það engrar viðreisnar von — lítið til Færeyja og Nor- egs.“ (Guðmundur Björnsson land- læknir í Skírni 1908). ★ Hlymrekur handan kvað: Hann Stebbi, sem tróð strý á ströndu, stóð stöðugt og sífellt í vöndu. Ef hann træði ekki strý, þá stæði ’ann í því að fiska, og fengi ekki bröndu. P.s. Snjallt þótti mér að heyra í sjónvarpsfréttum að kínverskir stúdentar hefðu gert námsfall, væru í námsfalli. Góð tilbreyting og ber ekki vott um málfátækt. KARLAKORINN FOSTBRÆÐUR Tónlist Jón Asgeirsson Fóstbræður eru nú að ljúka 73. starfsári sínu og halda nú þessa dagana sína árlegu vortónleika í Langholtskirkju. A efnisskránni er nýtt verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson, við ísland, farsælda frón, kvæði Jónasar Hallgrímsson- ar. Þá er það annað nýjast, radd- setning söngstjórans á rússnesku ballöðunni um Stenka Rasin, en Eyvindur Erlendsson þýddi ljóðið úr rússnesku. Ástarvísur er verk sem Jón Leifs lauk við 22. maí 1948, þá staddur á Holmenkollen og er þetta rúm- lega fjörtíu ára verk nú flutt í fyrsta sinn. Önnur viðfangsefni voru eftir Karl Ó. Runólfsson, nokkrar raddsetningar á þjóðlögum ýmis8a landa, þ.á.m. ágæt radd- setning Ríkarðs Amar Pálssonar á Sofðu unga ástin mín, Maístjaman, eftir undirritaðan og slðast lög eft- ir Brahms og Schubert, en eftir þann síðastnefnda, var það Die Allmacht í kórútfærslu eftir Fr. Liszt. Einsöngvarar með kómum voru Jóhanna Linnet, í Die Allmacht og Viðar Gunnarsson í Stenka Rasin. Jóhanna er efnileg söngkona og söng sinn hluta af laginu ágæt- lega, en lagið sjálft er frá hendi höfundar, alfarið hugsað fyrir ein- söng með píanóundirleik.'Ekki er alveg víst að raddsetningin eftir Fr. Liszt auki nokkru við mikilleik þessa sérkennilega lags I hinu mikla söngsafni Schuberts. Viðar hefur hreint ótrúlega volduga rödd sem blátt áfram sagt blómstraði í raddsetningu Ragnars á Stenka Rasin. Viðar þarf að fá tækifæri til að gera út um það hvers hann er megnugur og þar er óperan trú- lega besti vettvangurinn. Það má segja bæði um ágæta raddsetningu Ragnars og verk Gunnars Reynis að kaflaskil og skyndileg tóntegundaskipti slíti sundur form beggja.í verki Gunn- ars má heyra margt ágætlega gert, þó endurtekning texta, eins og nútímatónskáid hafa tekið upp eft- ír barokkmeisturunum, orkí tvímælis og sú aðferð að láta tón- listina skipta kvæðinu í fjórtán „lagþætti", slítur í sundur þá hugs- un er býr að baki ljóðsins. Form þess er mjög skýrt og þar standa þrjár fyrstu vísurnar sem inngang- ur. Fjórða og fimmta er um land- nám og 6., 7. og 8. Alþingi á þjóð- veldisöld. Níunda og tíunda vísa er hugleiðing skáldsins, eins konar millispil en kvæðinu lýkur á saman- burði á því sem var og er, og síðasta vísan dapurleg yfirlýsing, hversu illa sé komið fyrir okkur Islending- um, ungum sem gömlum. Trúlega á Gunnar eftir að vinna meira úr þessu verki, t.d. með því að tengja kaflana saman með hljóðfæratón- list. Hljómurinn í kórnum er fallegur og samstæður sem kom ágætlega fram í lögum Karls Ó. Runólfsson- ar, Gesturinn og Förmannaflokkar þeysa, negrasálminum, My Lord, enska þjóðlaginu Annie Laurie, sem þó „stóð“ ekki sem best. Auk Ragnars Bjömssonar, stjómaði Gylfi Gunnarsson tveimur lögum en undirleikari var Lára Rafns- dóttir og stóðu þau sig bæði með prýði. Fjórir strengjaleikarar og einn flautuleikari, allt ungir tónlist- arnemar, tóku þátt í flutningi á verki Jóns Leifs, Ástarvísum. Verk þetta er sérkennilegt en ekki gætt þeim galdri sem mörg önnur verk Jóns og t.d. er hlutverk hljóðfæ- ranna mjög óverulegt og spuming hvort ekki mætti allt eins flytja það án undirleiks. KVEÐJUTONLEIKAR Orgelleikari og tónlistarfólk Bú- staðasóknar stóð fyrir tónleikum sl. fimmtudag, uppstigningardag, til heiðurs frú Ebbu Sigurðardóttur og séra Ólafi Skúlasyni, sem senn mun taka við embætti biskups yfír íslensku þjóðkirkjunni, eftir langan og farsælan starfsdag sem prestur í Bústaðakirkju og einnig sem pró- fastur og vígslubiskup. Stjómandi tónleikanna var Guðni Þ. Guð- mundsson orgelleikari en til liðs við sig fékk hann Ingibjörgu Mar- teinsdóttur er söng einsöng í kant- ötu nr. 199, eftir J.S. Bach, ellefu lúðurþeytara, og páku- og orgel- leikara er fluttu Fest-Klange eftir Hartmann og kórinn, ásamt strengjasveit og fjórum einsöngv- urum, er flutti Missa brevis í G- dúr, eftir Mozart. Tónleikamir hófust á Fest- Klánge og lék lúðraflokkurinn nokkuð of sterkt, svo að orgelið náði ekki að halda sínu. Þarna vantaði stærra og hljómmeira orgel en nú er í kirkjunni. Kantatan nr. 199 eftir J.S. Bach er falleg tónsmíð og söng Ingibjörg Mar- teinsdóttir þetta erfíða verk mjög vel. Daði Kolbeinsson lék einleik á óbó en strengjaleikaramir, sem flestir voru nemendur gerðu sitt besta undir stjórn Guðna Þ. Guð- mundssonar er einnig lék með á orgel. Síðasta verkið Missa brevis, eftir Mozart (Mozart samdi níu verk með þessu nafni) var vel flutt af kór kirkjunnar en einsöngsstrófur sungu Ingibjörg Marteinsdóttir, Stefanía Valgeirsdóttir, Einar Öm Einarsson og Eiríkur Hreinn Helgason. Kórinn og einsöngvar- amir skiluðu sínu mjög vel og f heild var þokki yfir þessu fallega verki Mozarts. Eins og fyrr sagði voru tónleik- amir haldnir til heiðurs prests- hjónunum Ebbu Sigurðardóttur og séra Ólafi Skúlasyni og í lok tón- leikanna, þökkuðu þau hjónin lista- fólkinu en sérstaklega þó orgelleik- ara kirkjunnar, Guðna Þ. Guð- mundssyni, fyrir ánægjulega tón- leika.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.