Morgunblaðið - 06.05.1989, Blaðsíða 25
25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1989
Langholtskirkja:
Fjáröflun
Fjáröflunardagur Minning-
arsjóðs írú Ingibjargar Þórðar-
dóttur er á morgun, sunnudag-
inn 7. maí.
Eftir messu í Langholtskirkju
selur Kvenfélag Langholtssóknar
kaffi í safnaðarheimili kirkjunnar
til fjáröflunar fyrir sjóðinn. Vel-
unnarar kirlq'unnar eru hvattir til
að mæta.
Fréttatilkynning
Myndlistamennirnir er standa
að ART-HUN, sýningarsalnum
Stangarhyl 7.
Nýr sýningar-
salur og vinnu-
stofiir
ART-HÚN er nýr sýningarsalur
að Stangarhyl 7. Á sama stað eru
vinnustofur listamannanna Erlu
B. Axelsdóttur, Helgu Ármanns,
Elínborgar Guðmundsdóttur,
Margrétar Salóme Gunnarsdóttur
og Sigrúnar Gunnarsdóttur sem
hafa til sýnis og sölu olíumálverk,
pastelmyndir, grafík og ýmsa leir-
muni. Opið er alla daga kl. 13—18.
Bíl stolið
Bifreiðinni R-67489 var sto-
lið aðfaranótt fimmtudags, frá
Seiðakvísl 26 í Reykjavík.
Bifreiðin er rauð að lit, af gerð-
inni Honda Accord, fjögurra dyra
af árgerð 1980. Þeir sem geta
veitt upplýsingar um málið eru
beðnir um að hafa samband við
lögregluna í Reykjavík.
Vorsýning
Stóðhestastöð-
var ríkisins
ÁRLEG vorsýning Stóðhesta-
stöðvar ríkisins verður haldin
í Gunnarsholti í dag, og hefst
sýningin kl. 14. Einnig verður
nýr sýningarvöllur tekinn í
notkun með fánareið nokkurra
félaga úr hestamannafélaginu
Geysi.
Á sýningunni verða sýndir þeir
folar á Stóðhestastöðinni sem
tamdir hafa verið og þjálfaðir í
vetur, en það eru 20 fjögurra og
fimm vetra stóðhestar. Farand-
gripir verða veittir efsta hesti í
þessum aldurshópum frá Stóð-
hestastöðinni, en gripirnir eru gjöf
frá Herði Valdimarssyni, Akur-
hól. Að lokinni verðlaunaafhend-
ingu verður heiðurssýning Kirkju-
bæjarhrossa í tilefni af 70 ára
afmæli Sigurðar Haraldssonar á
Kirkjubæ, og að lokum verður
kynning á nokkrum stóðhestum
víðs vegar að.
Kvenfélagið Unnur verður með
kaffisölu í húsakynnum Land-
græðslunnar eftir kynningu á eins
til þriggja vetra stóðhestum stöðv-
arinnár.
Bókauppboð
Klausturhóla
KLAU STURHÓLAR halda sitt
149. listmunauppboð í dag,
laugardaginn 6. maí, klukkan
14 á Laugavegi 8, 3. hæð.
Meðal bóka og tímarita sem
boðin verða upp er: Fiske Collec-
tion I-III, Halldór Hermannsson,
1960.
Heimdallur 1-12 tbl. 1884.
Helgakver 1976 ób.
Bækumar verða sýndar í dag
frá klukkan 10 og 12 f.h.
Krabbameins
félagið:
Val um
vinninga
HIÐ árlega vorhappdrætti
Krabbameinsfélagsins er nú haf-
ið og eru miðar að vepju sendir
til fólks á aldrinum 23ja til 70
ára. Hveijum viðtakanda eru
ætlaðir tveir miðar á 400 kr.
hvor. Dregið verður 17. júní.
Vinningar eru eitt hundrað tals-
ins, þar af fjórar Toyota Corolla
4WD bifreiðir, að vcrðmæti um
1.160 þús. kr. hver. Að öðru leyti
er tekin upp sú nýjung að hver
vinningur felur í sér þijá möguleika
sem vinningshafi velur á milli.
Þannig eru átta vinningar á 270
þús. kr. og hægt að velja á milli
Thailandsferðar fyrir tvo með
Ferðaskrifstofunni Úrvali, Macint-
osh-tölvu með prentara frá Radíó-
búðinni og vöruúttektar hjá BYKO,
sextán vinningar á 125 þús. kr.
þar sem velja má sólarlandaferð
fyrir tvo, JVC-myndbandsupptöku-
vél frá Faco eða vörur frá bygg-
ingavöruversluninni og loks sjötíu
og tveir vinningar á 50 þús. kr. sem
hægt er að ferðast fyrir eða kaupa
hljómflutningstæki eða bygginga-
vönir.
í marsmánuði voru liðin Ijörutíu
ár síðan fyrsta krabbameinsfélagið
var stofnað hér á landi. Allan þenn-
an tíma hafa krabbameinssamtökin
getað reitt sig á mjög almennan
stuðning landsmanna í baráttunni
gegn krabbameini.
Fyrirlestur
í boði heim-
spekideildar
BELGÍSK-franski rithöfimdur-
inn Hubert Nyssen flytur opin-
beran fyrirlestur í boði heim-
spekideildar Háskólans mánu-
daginn 8. maí 1989 kl. 17.15 í
stofii 101 í Odda.
Fyrirlesturinn fjallar um útg-
áfustarfsemi í Frakklandi og verð-
ur fluttur á frönsku. Helstu upp-
lýsingum um útgáfustarfsemi
Nyssens verður dreift í fjölriti, og
umræður að fyrirlestrinum lokn-
um fara fram á ensku.
Hubert Nyssen er fæddur í
Brussel 1925 en hefur starfað
jöfnum höndum í Frakklandi og
Belgíu. Hann er skáld og rithöf-
undur og hefur starfað sem blaða-
maður, leikhússtjóri og nú síðast
sem prófessor við Háskólann í
Liége auk þess sem hann stofnaði
og stýrir útgáfufyrirtækinu Actes
Sud í Frakklandi. Actes Sud hefur
meðal annars gefið út Tímann og
vatnið eftir Stein Steinarr í
franskri þýðingu, svo og Kristni-
hald undir Jökli eftir Halldór Lax-
ness.
Siglufjörður:
Fyrstir á bíl
í Héðinsfjörð
FJÓRIR Siglfirðingar héldu á
bíl yfir Hólsskarð í Héðinsfjörð
siðastliðinn mánudag og mun
það vera í fyrsta sinn, sem far-
ið er á bíl þessa leið.
Þeir treystu sér hins vegar ekki
til baka og skildu bílinn eftir í
Héðinsfirði og er ætlunin að hann
verði seinna fluttur þaðan sjóleið-
is. '
Matthias
Fuglaskoð^
unarferð FÍ
Sunnudaginn 7. maí verður
farin árleg fúglaskoðunarferð
Ferðafélags íslands um Miðnes,
Hafiiarberg og viðar, en slíkar
ferðir hafa verið famar allt frá
árinu 1967.
Það var árið 1970 sem byrjað
var að skrá alla þá fugla sem sást
til í ferðunum og nú er þessi fugla-
skrá Ferðafélagsins merkileg heim-
ild um komu farfugla á þessum
sama tíma ár hvert síðustu 18 ár.
Allir þátttakendur fá þessa skrá í
upphafí ferðar og geta því borið
saman hvaða farfuglar eru mættir
í ár.
Það verður staldrað við á leið-
inni um Suðumes og hugað að
fuglum, en aðgengilegasta fugla-
bjarg fyrir íbúa höfuðborgarsvæð-
isins er Hafnarberg. Þar má sjá
allar bjargfuglategundir landins,
að haftyrðlinum undanskildum, en
hann er aðeins að finna í Grímsey.
Boðið upp á
sjóferðir
Náttúruverndarfélag Suðvestur-
lands býður upp á sjóferðir um
fjóra firði um helgina með far-
þegabátnum Hafrúnu. Hugað
verður að lífríkinu í og á sjónum,
sérstaklega botndýralífinu.
Farið verður í allar ferðimar frá
Grófarbryggju neðan við Hafnar-
húsið. Böm þurfa að vera í fylgd
með fullorðnum. í dag, laugardag,
verður farið í tveggja tíma sjóferð
um Kollafjörð. Lagt verður af stað
kl. 10.00. Klukkan 13.30 verður
siglt inn á Skerjafjörð og Hafnar-
fjörð. Sjóferðin tekur um tvær og
hálfa klukkustund. Klukkan 16.00
verður farin um það bil klukku-
stundarsigling út fyrir Viðey og
Engey.
Á morgun, sunnudag, kl. 10.00
verður farin samskonar ferð og á
laugardag. Kl. 13.30 verður farið
sjóleiðis upp í Hvalfjörð inn undir
Þyrilsnes. Komið verður í land í
Hvítanesi ef aðstæður leyfa. Ferðin
tekur um Qórar klukkustundir.
Frumsýning
Frú Emilíu
LEIKHÚSIÐ Frú Emilía hefúr
flutt sig um set í Skeifúna 3c.
Leikhúsið mun frumsýna nýtt
verk í þessu húsnæði á morgun.
Um er að ræða leikgerð sögunn-
ar Hamskiptin eftir Franz
Kafka.
Frú Emilía hefur verið til húsa
á nokkrum stöðum frá þvl það var
stofnað. Leikhúsið mun starfa í
Skeifunni 3c fram á haustið og er
ætlunin að setja upp þar tvö verk.
Það sem fmmsýnt verður á sunnu-
dag ber heitið „Gregor eða Sjáið
þið það sem er?“
Aðstandendur sýningarinnar eru
Ellert A. Ingimundarson, Árni Pét-
ur Guðjónsson, Einar Jón Briem
og Erla B. Skúladóttir. Leikstjóri
er Guðjón Pedersen. Leikmynd og
búninga gerir Guðjón Ketilsson og
lýsingu annst Ágúst Pétursson.
Samstarfsráðherrar funda í Viðey:
Samningur um al-
mannaskráningu
Hægt að dvelja í hálft ár á öðrum
Norðurlöndum án skráningarskyldu
FUNDUR samstarfsráðherra
Norðurlanda verður haldinn i Við-
ey 8. maí næstkomandi. Á fúndin-
um munu ráðherramir meðal
annnars undirrita nýjan samning
um almannaskráningu á Norðurl-
öndum. Samningurinn felur í sér
samræmingu á þjóðskrám Norð-
urlandanna, og einnig á umskrán-
ing og meðferð flutningstilkynn-
inga að verða slgótvirkari en áður.
I fréttatilkynningu frá samstarfs-
ráðherra Norðurlanda á íslandi segir
að meginatriði samningsins sé það
að skráningarskylda vakni nú fyrst,
ef dvalið er í sex mánuði eða lengur
á einhveiju hinna Norðurlandanna.
Þetta sé sérstaklega mikilvægt fyrir
Islendinga, vegna þess að dönsk
stjómvöld krefjist nú skráningar
allra útlendinga, sem dvelji lengur
en þijá mánuði í landinu. Hafi slíkt
fyrirkomulag meðal annars haft í for
með sér að margir íslendingar, sem
dvalið hafa tímabundið í Danmörku,
hafi neyðzt til að skrá sig sem inn-
flytjendur. Það hafi svo haft þær
afleiðingar að þeir falli út af íbúa-
skrá hér á landi I samræmi við
ákvæði samningsins frá 1968 um að
enginn megi vera á skrá samtímis í
fleiri en einu Norðurlandanna.
Ráðherrarnir munu á fundi sínum
einnig ræða niðurstöður síðasta
Norðurlandaráðsþing og fjalla um
undirbúning næsta þings, sem verður
í Reykjavík á næsta ári. Þá verður
rætt um það, hvernig gera megi
norrænt samstarf hagkvæmara og
skilvirkara, og fjallað um starfsáætl-
un fyrir árin 1989-1992, sem einkum
lýtur að samskiptum Norðurlanda
við Evrópubandalagið.
Jón Sigurðsson iðnaðar- og við-
skiptaráðherra mun stýra fundinum,
en hann er samstarfsráðherra Norð-
urlanda og formaður norrænu ráð-
herranefndarinnar. Auk hans sitja
fundinn Thor Pedersen, innanríkis-
ráðherra Danmerkur, Matti Loue-
koski, dómsmálaráðherra Finnlands,
Bjame Merk Eidem, sjávarútvegs-
ráðherra Noregs, og Mats Hellström,
landbúnaðarráðherra Svíþjóðar, en
þeir eru samstarfsráðherrar hver fy
sínu landi. Fundinn sitja einnig emb-
ættismenn og starfsmenn norrænu
ráðherranefndarinnar í Kaupmanna-
höfn.
Myndir frá
kvenna-
ráðstefiau
Nú um þelgina opnar Ljósmynda-
safn Reykjavíkur Borgartúni 1 sýn-
ingu á ljósmyndum sem voru sýndar
á kvennaráðstefnunni í Osló sumarið
1988. Sýningin verður opin virka
daga frá klukkan 8.30 til 18.00, en
um helgar frá klukkan 13.00 til
18.00. Sýningunni lýkur 21.maí.
GENGISSKRÁNING
Nr. 83 5. maf 1989 Kr. Kr. ToH-
Ein. Kl. 09.16 Kaup Sala 9«nfll
Dollari 53,29000 53,43000 53,03000
Sterlp. 89,45000 89.68500 89,78000
Kan. dollari 45,02900 45.14800 44.60600
Dönskkr. 7,22820 7.24720 7.26440
Norsk kr. 7.76140 7,78180 7,78940
Sænsk kr. 8,29030 8,31210 8,32500
Fi. mark 12,60110 12.63420 12,66840
Fr. franki 8,33240 8,35430 8.36240
Belg. franki 1,34370 1,34720 1.35110
Sv. franki 31,53810 31,62100 31.94110
Holl. gyflini 24.94790 25,01350 25,06320
V-þ. mark 28,11990 28,19380 28.27810
ít. líra 0,03850 0,03860 0,03861
Austurr. sch. 3,99670 4,00720 4,01670
Port. escudo 0.34050 0,34140 0.34180
Sp. peseti 0,45330 0,45450 0.45570
Jap. yen 0,39709 0.39814 0.40021
Irskt pund 75.10400 75.30200 75,49100
SDR (Sérst.) 68.65620 68,83650 68.78630
ECU, evr.m. 58.55240 58,70620 58.82090
Tollgengi fyrir maf er sölugengi 28. apríl.
Sjálfvirkur simsvan gengisskráningar er 62 32 70.
Fiskverð á uppboðsmörkuðum 5. maí.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 54,50 30,00 41,71 4,942 206,119
Ýsa 83,00 35,00 56,08 4,870 273,160
Karfi 31,00 15,00 27,80 31,555 877,127
Steinbitur 15,00 15,00 15,00 0,281 4.223
Koli 25,00 20,00 20,18 1,364 27,534
Langa 29,50 15,00 25,88 3,028 78.351
Lúða 310,00 70,00 118,48 1,029 121.976
Grálúða 35,50 34,50 34,87 78,906 2.751,808
Síld 49,00 49,00 49,00 0,027 1,348
Keila 8,00 8,00 8,00 0,031 243
Ufsi 20,00 15,00 19,87 5,142 102,138
Samtals 33,92 132,385 4,490,206
Selt var úr Otri HF, Stakkavík AR og bátum. Á mánudag verða
seld um 30 tonn af karfa úr Arnari og bátafiskur, mest þorskur.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 46,00 30,00 37,85 4,856 183,805
Ýsa 52,00 30,00 42,13 2,742 115.530
Karfi 23,50 23,00 23,18 28,392 658,138
Blálanga 15,00 15,00 15,00 0,117 1.755
Ufsi 25,00 15,00 21,53 5,985 128.883
Steinbitur 5,00 5,00 5,00 0,523 2.615
Langa 27,00 16,00 25,95 0,953 24.697
Lúða 240,00 165,00 179,32 0,622 111.540
Rauðmagi 77,00 75,00 75,90 0,102 7,742
Skata 54,00 54,00 54,00 0,020 1.080
Skarkóli 68,00 25,00 35,49 0,164 5.820
Skötuselur 280,00 280,00 280,00 0,018 5,040
Grálúöa 36,50 30,00 33,07 201,324 6.657,765
Hrogn 50,00 50,00 50,00 0,083 4,150
Keila 6,00 6,00 6,00 0,107 642
Blandað 44,00 42,00 43,69 0,144 6,292
Samtals 30,93 247,693 7,974,528
Selt var út Jóni Vídalín ÁR, Þrym BA, Keili RE og bátum. 8.
mai verður seldur afli úr neta-og handfærabátum.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur • 48,50 30,00 43,87 19,153 840,335
Grálúða 35,50 14,770 524,354
Ýsa 63,00 25,00 53,67 25,794 1,384,357
Skarkoli 25,00 1,024 25,600
Ufsi 15,00 0,529 7.935
Karfi 27,50 19,00 25,85 1,826 47,222
Lúða 195,00 70,00 140,55 0,240 33,817
Skötuselur 200,00 0,016 3,200
Samtals 44,76 64,378 2,881,327
Selt var úr Ólafi Jónssyni GK og Hvammsvík GK. ( dag hefst
uppboðið kl. 14.30 og verður selt úr Þuríði Halldórsdóttur GK
auk dagróðra og snurvoöarbáta.