Morgunblaðið - 20.05.1989, Page 1
64 SÍÐUR B OG LESBÓK
STOFNAÐ 1913
111. tbl. 77. árg.
LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Hermenn kallaðir út gegn andófsmönnum í Kína:
Vaxandi spenna ríkir á
götum Pekingborgar
Peking. Reuter. Daily Telegraph.
KÍNVERSK stjórnvöld settu á takmörkuð herlög í Peking og Shanghæ
í gær, (að morgni laugardags í Kina). Streymdu þúsundir hermanna í
átt til miðborgar Peking en almennir borgarar gengu í veg fyrir bfla-
lestirnar og stöðvuðu þær, gerðu hróp að hermönnum og ristu göt á
hjólbarða bflanna. 500 hermenn voru sendir inn í miðborg Shanghæ
þar sem Qöldamótmæli hafa verið eins og í Peking og náðu þeir mið-
torgi borgarinnar undir sig án mótspymu. Fulltrúar mótmælenda sögðu
að þeir tryðu ekki að hermenn myndu beita valdi gegn almenningi.
Vestrænir sérfræðingar í málefn-
um Kína segja að mikil spenna ríki
í Peking og þar kunni að koma til
alvarlegra átaka. Það hefur vakið
athygli að Zhao Zhiyang, formaður
kínverska kommúnistaflokksins, hef-
ur ekki sést opinberlega síðustu
klukkustundimar og er orðrómur um
að hann kunni að vera í stofufang-
elsi. Yang Shangkun, forseti Kína,
sagði á sameiginlegum fundi komm-
únistaflokksins, ríkisstjómarinnar og
yfirstjómar hersins, sem greint var
frá í sjónvarpi, að stjómleysi ríkti í
Peking og námsmenn kæmu í veg
fyrir að ríkisstjóm landsins gæti
starfað með eðlilegum hætti. Li
Peng, forsætisráðherra Kína, kom
fram í ríkissjónvarpi í gærkvöldi og
sagði að glundroðinn myndi breiðast
út til annarra borga ef ekki yrði
brugðist við af hörku._ Hann sagði
að hættuástand ríkti. í sama mund
og yfírlýsing Yangs forseta hljómaði
í sjónvarpi hófst flutningur mörg
þúsund manna herliðs til miðborgar
Peking frá bækistöðvum í grennd-
inni.
Yang sagði að hlutverk hersins
væri að „tryggja eðlilega starfsemi
mikilvægra ráðuneyta og stjóm-
stöðva" sökum þess að lögreglulið
borgarinnar gæti ekki lengur valdið
því verkefni.
Li Peng, sem talinn er einn helsti
harðlínumaðurinn meðal kínverskra
ráðamanna, og Zhao Ziyang, for-
maður kínverska kommúnistaflokks-
ins og helsti umbótasinninn í fímm
manna stjómmálaráði flokksins,
héldu til Torgs hins himneska friðar
rétt fyrir dagrenningu á laugardag
og ræddu við mótmælendur. Zhao
fór þess á leit við námsmenn að þeir
létu af mótmælum og um tólf stund-
um síðar urðu námsmenn við hluta
af óskum hans þegar þeir aflýstu
hungurverkfalli. Engu að síður héldu
flestir námsmannanna mótmælaað-
gerðum áfram og sögðu að þeim
væri hvergi nærri lokið.
Baráttuhugur ríkti á meðal þeirra
10.000 manna sem stöðvuðu her-
flutningalest í vesturhluta borgarinn-
ar. Fólk á öllum aldri og úr öllum
stéttum kyijaði baráttusöngva og
límdi upp veggspjöld á hliðar her-
vagnanna þar sem lýst var yfir stuðn-
ingi við mótmæli námsmanna. Her-
mennimir héldu kyrru fyrir inni í
farartækjunum. Námsmaður einn á
friðartorginu sagði að hermönnunum
yrði tekið opnum örmum og náms-
menn tryðu því ekki að hermenn
myndu hlýðnast fyrirskipunum um
að beita valdi gegn þeim. „Ég hef
verið í hemum. Herinn er öðruvísi í
dag en hann var áður fyrr. Hermenn
eru þjálfaðir til að beijast við óvina-
heri en ekki samlanda sína,“ sagði
einn námsmannanna.
500 óvopnaðir hermenn vom send-
ir til miðborgar Shanghæ þar sem
þeim var ætlað að leysa upp fund
lýðræðissinnaðra námsmanna við
opinberar byggingar.
Bandarísku sjónvarpsstöðvamar
ABC og CBS greindu frá því í gær
að Zhao hefði boðist til að segja af
sér sem formaður kínverska komm-
únistaflokksins eftir að fimm manna
stjómmálaráð flokksins ákvað að
láta sverfa til stáls gegn námsmönn-
um. í frétt ABC sagði að Zhao hefði
verið reiðubúinn að fallast á sumar
kröfur námsmanna en að hann hefði
orðið að láta í minni pokann í at-
kvæðagreiðslu innan ráðsins. Þá
hefði hann boðist til að segja af sér
en því hefði verið hafnað.
Sjá ennfremur frétt-
ir á bls. 26 og 27.
Reuter
Ungir íbúar í Peking umkringja herflutningabíla og hindra för hermanna til Torgs hins himneska frið-
ar. Vestrænir sérfræðingar í málefhum Kína óttast að til harðra átaka kunni að koma í borginni.
Viðræður í Washington:
Samkomulag um skamm-
drægar flaugar á næsta leiti
Washington. Reuter.
VIÐRÆÐUR Gerhards Stolten-
bergs, varnarmálaráðherra Vest-
Marcos í dauðadái
Ilonolulu. Reuter.
LÍF Ferdinands Marcosar, fyrrum forseta Filippseyja, hangir á blá-
þræði eftir að hann gekkst undir nýrnaaðgerð og lá hann í dauðadái
á St. Francis-sjúkrahúsinu í Honolulu, höfuðborg Hawaii, í gær.
„Hann getur dáið á hverri
stundu,“ sagði Eugene Tiwanak,
talsmaður sjúkrahússins. Auk þess
að vera nýrnaveikur þjáist Marcos
af hjartasjúkdómi og lungnasjúk-
dómi.
Corazon Aquino, forseti Filipps-
eyja, hefur hafnað beiðni eiginkonu
Marcosar, Imeldu um að veita eigin-
manm sínum leyfi til að snúa til
Filippseyja. „Mér þykir leitt að
þurfa að tilkynna frú Marcos að
þrátt fyrir óvéfengjanleg réttindi
eiginmanns hennar verð ég einnig
að bera réttindi og hagsmuni
margra milljóna Fillipseyinga fyrir
bijósti," sagði Aquino á fundi með
fréttamönnum.
ur-Þýskalands, og James Bakers,
utanríkisráðherra Bandaríkj anna,
og annarra háttsettra embættis-
manna virðast hafa lagt grunn að
samkomulagi milli ríkisstjórna
landanna um skammdrægar
kjarnorkueldflaugar Banda-
ríkjanna í Vestur-Evrópu. Er talið
líklegt að Bandaríkjasfjórn fallist
á að ræða við Sovétmenn um fækk-
un slíkra flauga, ef verulegur
árangur næst í viðræðum um
fækkun venjulegra vopna í Evr-
ópu, að sögn bandarísku sjón-
varpsstöðvarinnar NBC.
Deilan um skammdrægu eldflaug-
amar hefur leitt til ágreinings innan
Atlantshafsbandalagsins milli Þjóð-
veija annars vegar og Bandaríkja-
manna, Breta og nú síðast Frakka
hins vegar. Hafa Þjóðveijar verið
talsmenn þess að frestað verði að
endumýja eldflaugarnar og hafnar
yrðu viðræður við Sovétmenn um
fækkun slíkra flauga. Þeir sem eru
á öndverðum meiði vilja endumýja
flaugamar sem fyrst og vara ein-
dregið við því að dregið verði úr
fælingarmætti kjamorkuvopna í Evr-
ópu.
Stoltenberg kynnir niðurstöður
viðræðna sinna í Washington fyrir
ríkisstjóminni í Bonn en þess er
vænst að frá málamiðlun verði geng-
ið fyrir leiðtogafund rílqa Atlants-
hafsbandalagsins sem verður í
Brussel í lok mánaðarins.
Reuter
Ítalía:
Stjórn De
Mita fer firá
Róm. Reuter.
CIRIACO De Mita, forsætisráð-
herra Ítalíu, beiddist í gær lausnar
fyrir sig og ráðherra sina og lauk
þar með stormasamri stjómar-
samvinnu flokks hans, Kristilega
demókrataflokksins, og Sósfalista-
flokksins, sem staðið hafði í þrett-
án mánuði.
Kristilegir demókratar og sósíal-
istar hafa undanfama fjóra mánuði
átt í hörðum deilum um efnahags-
mál. Bettino Craxi, leiðtogi Sósíal-
istaflokksins, annars stærsta flokks
stjómarsamsteypunnar, sakaði De
Mita á flokksþingi í Mílanó í gær
um að hafa leitt stjóm sína í ógöng-
ur og verið dragbítur á umbætur á
stjómkerfinu.
Hinir flokkamir í stjómarsam-
steypunni, flokkar repúblikana,
frjálslyndra og sósíaldemókrata,
höfðu allir lýst sig andvíga stjómar-
slitum. Talið er að bráðabirgðastjóm
verði við völd í landinu þar til stjóm-
arkreppan leysist, en nokkrir stjóm-
málaskýrendur töldu að boðað yrði
til þingkosninga bráðlega.
Grænland:
Engin göt á
ósonlaginu
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgcn
Bruun, fréttarítara Morgunblaðains.
ENGIN göt eru á ósonlaginu
yfir Grænlandi samkvæmt
bráðabirgðaniðurstöðum
rannsóknar, sem danska veð-
urstofan hefur staðið fyrir þar
i landi.
Þetta kom fram í viðtali, sem
grænlenska útvarpið átti við
Torben Stockfleth Jörgensen,
stjómanda rannsóknarinnar,
síðastliðinn miðvikudag, eftir að
hann hafði fengið í hendur niður-
stöðutölur dagsins um þykkt
ósonlagsins yfir Illoqqortoormiut
(Scoresbysund) og skoðað mæl-
ingar frá 3. og 10. maí.
„Við urðum varir við ýmis
aðskotaefni, sem eiga ekki að
réttu lagi að vera í andrúmsloft-
inu,“ sagði hann.
I júlímánuði næstkomandi
fæst loks fullnægjandi yfirsýn
yfir ástand ósonlagsins yfir
Grænlandi, en samkvæmt gögn-
um, sem þegar eru tiltæk, er þar
engin göt að finna.