Morgunblaðið - 20.05.1989, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989
3
Jarðgöng undir Kópavog:
Virðist vera viðunandi leið
- segir Heimir Pálsson forseti bæjarstjórnar Kópavogs
„ÉG LÍT svo á að þetta þýði, að
borgarsijóri sjái ástæðu til þess
eins og við, að leita allra annarra
leiða heldur en leggja braut um
Fossvogsdalinn,“ sagði Heimir
Pálsson forseti bæjarstjórnar
Kópavogs, þegar hugmynd borg-
aryfirvalda um gerð jarðganga
undir Kópavog í stað Fossvogs-
brautar, var borin undir hann.
Heimir sagðist að vísu ekki hafa
séð hvernig hugmyndin væri útfærð
Tollafgreiðsla á inn-
fluttu smjörlíki stöðvuð
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hef-
ur að ósk heilbrigðisráðuneytis
stöðvað tollafgreiðslu á innfluttu
snyörlíki, nema Hollustuvernd
ríkisins hafi fyrst gengið úr
skugga um að settum reglum
varðandi vöruna sé fúllnægt,
meðal annars varðandi merkingu
umbúða og innihald aukaefna.
Hollustuvemd ríkisins óskaði eft-
ir því að tollafgreiðslan yrði stöðvuð
þar sem smjörlíki, jafnt sem aðrar
matvörur, yrði að fullnægja settum
reglum og ekki skipti máli hvort
það væri framleitt hér á landi eða
innflutt. Um sextíu tonn af
smjörlíki, sem viðskiptaráðuneytið
hefur veitt leyfi fyrir innflutningi
á, bíða nú tollafgreiðslu, en Hag-
kaup hhefur þegar hafið sölu á
smjörlíki frá Hollandi. Varðandi það
smjörlíki hefur Hollustuvemd
greint frá því í bréfi til heilbrigðis-
ráðuneytisins, að það uppfylli öll
ákvæði reglugerðar um aukaefni í
matvælum, en ekki að öllu leyti
kröfur um merkingu neytendaum-
búða. Þess vegna þurfi innflytjandi
vömnnar að bæta úr merkingu
umbúðanna áður en smjörlíkið er
sett á markað.
Markaðsnefnd landbúnaðarins
hefur sent Steingrími Hermanns-
syni forsætisráðherra ályktun, þar
sem meðal annars er lýst furðu á
að innflutningur smjörlíkis hafi ver-
ið leyfður án undangenginnar at-
hugunar á efnainnihaldi þess, og
því að merkingar séu í samræmi-
við íslensk lög og staðla. Skorar
Markaðsnefndin á ríkisstjómina að
stöðva þegar innflutninginn, nema
tryggt sé að þessum skilyrðum sé
fullnægt. Neytendasamtökin hafa
fagnað innflutningnum, en hafa
jafnframt lagt áherslu á að strangt
gæðaeftirlit verði ætíð að vera fyrir
hendi, jafnt með innlendum sem
innfluttum vömm.
eða hversu skynsamleg þessi lausn
væri. Engar tölur um kostnað hefðu
til dæmis verið nefndar. „Það er
sjálfsagt vissast að segja sem
minnst um þessa lausn fyrr en hún
er séð og fyrr en maður veit nánar
hveming þessi hugmynd er en í
fljótu bragði virðist, sem þetta geti
vel verið leið sem allir geti við un-
að,“ sagði Heimir. „Ég veit að vísu
ekki til þess að menn hafi áður
gert jarðgöng undir byggð hér á
landi og maður þarf náttúrlega
ansi góðar tryggingar fyrir að þetta
sé framkvæmanlegt. Ég hef heyrt
eitthvað um að það skipti miklu
máli hvemig berglögin em en ég
vænti Jjess að verið sé að rannsaka
þau. Á þessu stigi málsins er ekk-
ert nema gott eitt um það að segja
að það sé leitað allra annarra leiða
en að fara um dalinn."
Morgunblaðið/Júlíus
Berlínar-
björninn á
nýjanstall
Stytta af Berlínarbirninum,
tákni Berlínar, er komin á
nýjan stall á horni Skothús-
vegar og Sóleyjargötu.
Berlínarbjöminn er gjöf
Berlínarborgar til Reykja-
víkur. Á stall styttunnar er
letrað hversu langt er frá
Reykjavík til Berlínar.
Vísitala bygging-
arkostnaðar:
Hækkun um
1,9% frá síð-
asta mánuði
HAGSTOFAN hefúr reiknað vísi-
tölu byggingarkostnaðar fyrir
júnímánuð, miðað við verðlag í
miðjum mai. Vísitalan er nú 141,6
stig, eða 1,9% hærri en i siðasta
mánuði. Síðustu þijá mánuði hefiir
visitalan hækkað um 6,9% og sam-
svarar það 30,4% árshækkun.
Launaliðir byggingarvísitölunnar
hækkuðu um 2,7% sem valda um
1,1% hækkun vísitölunnar. Annars
vegar er um að ræða áfangahækkun
á ákvæðisvinnutöxtum iðnaðar-
manna 1. maí samkvæmt kjarasamn-
ingum. frá fyrra ári og hins vegar
hækkun á útseldri vinnu verkamanna
samkvæmt kjarasamningum gerðum
1. mai síðastliðinn.
Síðastliðna tólf mánuði hefur
byggingarvísitalan hækkað um 26%.
Þessi hækkun nú, reiknuð til heils
árs, samsvarar um 25% árshækkun.
Grandi hf.:
145,2 mílljóna króna tap varð
á rekstri fyrirtækisins í fyrra
Heildarverðmæti afla og framleiðslu var rúmlega 1.500 milljónir króna. Vinnulaun voru 485 millj.
TAPREKSTUR Granda hf á árinu 1988 varð 145,2 miHjónir króna.
Heildarvelta fyrirtækisins nam 1.551,6 miiy. kr., en var 1.587,4 milþ'ón-
ir 1987. Heildarvelta Granda hf. og Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunn-
ar hf., sem er dótturfélag þess, var 1.722,3 mifij. kr. 1988. Heildarafli
togara Granda hf. á árinu 1988 nam 23.888 tonnum, aflaverðmæti 694,2
milijónum króna og heildarlaunagreiðslur voru 485 mifljónir króna,
en ársverk voru 340. Þetta kom fi-am á aðalfúndi Granda hf. í gær.
Samkvæmt rekstrarreikningi staps er þar um að ræða tap á eign-
nam hagnaður sl. árs fyrir afskrift-
ir og fjármagnskostnað 235,6 millj.
kr. Afskriftir og fjármagnskostnað-
ur reyndist 309,6 millj. kr., þannig
að tap fyrir skatta varð á reglu-
legri starfsemi að fjárhæð 74 millj.
kr. Gengistap umfram almennar
verðlagsbreytingar, að teknu tilliti
til erlendra verðlagsbreytinga er nú
sérgreint í rekstrarreikningi sem
óreglulegur liður, en það nam 123,4
millj. kr. Önnur gjöld námu sam-
tals 71,2 millj. kr. en auk gengi-
arhlut í dótturfélagi að frádregnum
hagnaði af eignasölu. Tap á rekstri
fyrirtækisins sl. ár varð því 145,2
millj. kr.
Heildarafli 1988 var 23.888 tonn
miðað við 26.209 tonn árið 1987,
en innvegið hráefni sl. árs var
17.178 tonn, sem skiptist þannig
að karfi var 60%, þorskur 12%,
ufsi 18% og aðrar fisktegundir sam-
tals 10%. Heildarmagn frystra sjáv-
arafurða varð 7.713 tonn og sölu-
verðmæti framleiðslunnar reyndist
813,9 milljónir króna.
Togarinn Ásþór var seldur í byij-
un árs 1988 með veiðarfærum og
öðrum búnaði fyrir 130 milljónir
króna, en Snorra Sturlusyni var
breytt í frystitogara í Póllandi.
Kostnaður vegna breytingar togar-
ans varð 147,7 millj. króna en skip-
ið var í fimm mánuði frá veiðum
af þessum sökum. Miklar tækni-
breytingar voru framkvæmdar í
vinnslusal fyrirtækisins í Norður-
garði, en þar hefur verið tekin í
notkun ný og fullkomin vinnslulína,
sem þegar hefur sannað ágæti sitt
við framleiðslu sjávarafurða.
Eigið fé Granda hf. nam í lok
sl. árs 666,6 millj. kr. samkvæmt
efnahagsreikningi að meðtöldu
hlutafé að ijárhæð 578,6 millj. kr.
en eigið fé í lok ’87 var 623,6
millj. kr. Hlutafé í Granda hf. var
á sl. ári aukið um 104,6 millj. kr.
.með innborgunum, en auk þess
voru gefin út jöfnunarhlutabréf að
upphæð 289 millj. kr. í fyrirtækinu.
Borgarsjóður Reykjavíkur seldi,
eins og fram hefur komið, fjórum
nlutafélögum eignarhlut sinn í sjáv-
arútvegsfyrirtækinu. Á aðalfundin-
um í dag voru eftirtaldir menn kosn-
ir í aðalstjóm fyrirtækisins: Ámi
Vilhjálmsson, stjömarformaður,
Jón Ingvarsson, varaformaður,
Benedikt Sveinsson, Gunnar Sva-
varsson og Kristján Loftsson. Vara-
menn vom kosnir Bjarni Bjömsson,
Bragi Hannesson, Grétar B. Kristj-
ánsson, Halldór Vilhjálmsson og
Ólafur Bjarki Ragnarsson.
Verktaka á Keflavíkurflugvelli:
Hef verið að lýsa margítrekuðum
stefiiuyfirlýsingum SjáJfetæðisflokksins
- segir Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins
Matthías A. Mathiesen telur að samningar við Bandaríkjamenn eigi að vera á einni hendi
ÞORSTEINN Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins segir „dylgjur"
þess efiiis að skoðun hans á því að bjóða eigi út á opnum markaði
fi*amkvæmdirnar fyrir varnarliðið sé hans einkaskoðun, en ekki
stefna Sjálfstæðisflokksins, vera gripnar úr lausu lofti. Hann hafi
verið að lýsa margitrekuðum stefiiuyfirlýsingum um þessi mál, sem
samþykktar hafi verið á landsfúndi Sjálfstæðisflokksins. Ólafúr G.
Einarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins tekur í sama
streng og segir persónulega skoðun formannsins og stefiiu Sjálfstæð-
isflokksins fara algjörlega saman. Matthías Á. Mathiesen, fyrsti þing-
maður Reyknesinga segist aftur á móti telja að samningar við Banda-
ríkjamenn um framkvæmdir á vegum varnarliðsins, eigi að vera á
einni hendi.
„Það eru grófar ýkjur og stað-
hæfulausar með öllu, að þetta séu
einkaskoðanir formannsins," sagði
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, í samtali við Morg-
unblaðið í gær.
Þorsteinn sagði að þingflokkur
Sjálfstæðisflokksins hefði að vísu
ekki gert neinar ályktanir um þetta
mál, en landsfundir Sjálfstæðis-
flokksins hefðu oftar en einu sinni
um það ijallað. „í ályktun lands-
fundar 1983 segir að verktakastarf-
semi á Keflavíkurflugvelli eigi að
gefa frjálsa,” sagði Þorsteinn, „og
í verkefnaskrá sem landsfundur
samþykkti 1985 segir að verktaka-
fyrirtæki eigi að sitja við sama borð
með vamarliðsframkvæmdir. í
ályktun landsfundar 1987 er kveðið
á um það að halda eigi áfram breyt-
ingum á fyrirkomulagi verktaka-
mála á Keflavíkurflugvelli, með það
fyrir augum að fleiri eigi kost á
verkefnum þar.“
Þorsteinn sagði að fleiri orð
þyrfti ekki að hafa um þetta efni.
„Allar dylgjur af þessu tagi, eru
þess vegna gripnar úr lausu lofti.
Eg hef sem formaður flokksins ver-
ið að lýsa margítrekuðum stefnu-
yfirlýsingum, sem samþykktar hafa
verið á landsfundi."
Verktakar sitji við
sama borð
„Mér þykir heldur verra að verið
sé að greina frá umræðum á þing-
flokksfundi sjálfstæðismanna og
verið að láta að því liggja að for-
maðurinn sé að skýra frá stefnu-
málum sem séu þá einkaskoðun
hans, en ekki stefna flokksins,"
sagði Ólafur G. Einarsson, formað-
ur þingflokks Sjálfstæðisflokksins
og annar þingmaður Reyknesinga
í samtali við Morgunblaðið. Ólafur
sagði einnig: „Sé þetta skoðun
formannsins persónulega, þá fellur
hún algjörlega saman við stefnu
Sjálfstæðisflokksins í þessum mál-
um og ég vísa til ítrekaðra ályktana
landsfundar Sjálfstæðisflokksins
frá 1983, 1985 og 1987, þar sem
ályktað er í þá veru að verktakar
skuli sitja við sama borð og útboð
skuli viðhafa um framkvæmdirnar
fyrir vamarliðið á Keflavíkurflug-
velli."
Ólafur sagði að hann sem þing-
maður Reyknesinga væri alveg
sammála því sem ályktað hefði ver-
ið um þessi mál á landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins. „Ég tel að þessi
háttur á framkvæmdunum hafi ver-
ið rétt ráðinn í upphafi, en við verð-
um að átta okkur á því að við lifum
ekki á þeim tímum núna. Þá (1954)
voru hvorki þau tæki né þekking í
landinu til þess að annast svona
framkvæmdir fyrir varnarliðið, en
það hefur auðvitað gjörbreyst á 35
árum og ég sé því enga ástæðu til
þess að viðhalda því skipulagi, sem
þá var komið á,“ sagði Ólafur.
Samningar við
Bandaríkjamenn á
einni hendi
Matthías Á. Mathiesen sagði í
samtali við Morgunblaðið að hann
teldi ekkert óumbreytanlegt varð-
andi það fyrirkomulag sem viðhaft
er við framkvæmdir á vegum varn-
arliðsins. „Það er hins vegar alveg
ljóst, frá minni hendi, að það verður
einhver einn aðili að semja um þær
framkvæmdir sem hér eiga að fara
fram á vegum varnarliðsins, og
semja þá við Atlantshafsbandalag-
ið, eða Bandaríkjastjóm, eftir því
hvers eðlis framkvæmdirnar eru.
Hvað aðilinn heitir, sem semur þar
um, skiptir ekki öllu máli. Síðastlið-
in 35 ár hafa íslenskir aðalverktak-
ar, í umboði ríkisstjómar annast
þá samninga," sagði Matthías.
Matthías sagði jafnframt að til
skamms tíma hefðu framkvæmd-
imar alfarið verið í höndum Aðal-
verktaka og Keflavíkurverktaka.
„Þegar Geir Hallgrímsson varð ut-
anríkisráðherra, gerði hann þarna
á breytingar, þannig að undirverk-
taka átti sér stað í miklu ríkara
mæli en áður. Þetta varð til þess
að á ámnum 1983 til 1987, þegar
sjálfstæðismenn fóm með utanrík-
ismál, að um flölmörg útboð var
að ræða, oft á stómm verkum, svo
sem flugstöðinni, Helguvík og rat-
sjárstöðvunum á Vestfjörðum og
Áusturlandi," sagði Matthías.