Morgunblaðið - 20.05.1989, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 20.05.1989, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAI 1989 Eg er ósköp sátt- ur við niðurstöðu Hæstaréttar - segir framkvæmdastj óri Frosta í Súðavík „ÉG ER ósköp sáttur við þessa niðurstöðu Hæstaréttar og vonast til að menn taka höndum saman um uppbyggingu fyrirtækisins," sagði Ingimar Halldórsson, íramkvæmdastjóri Frosta hf. í Súðavik, í samtali við Morgunblaðið. Hæstiréttur heftir sýknað Frosta hf. og Tog hf. í Súðavík af þeim kröftun Súðavíkurhrepps að ógilt verði sú ákvörðun stjórnar Frosta 1. maí 1987 að se(ja Togi 41,42% af hlutafé Frosta, svo og að samningur um kaupin yrði ógiltur. Súðavíkurhreppur á 42,57% af hlutafé Frosta. Hálfdán Kristjánsson, sem situr i stjóm Frosta fyrir hönd Súðavíkurhrepps, sagðist harma niðurstöðu Hæstaréttar en við henni væri ekkert að gera. Fjölskipaður héraðsdómur sýknaði fyrir rúmu ári forsvarsmennn Frosta og Togs af kröfum Súðavíkurhrepps og þann dórn staðfesti Hæstiréttur á þriðjudag. Í niðurstöðum Hæstarétt- ar segir meðal annars að ekki hafi verið sýnt fram á að það brjóti í bága við hagsmuni Frosta að tveir stjómarmenn Togs hafi jafnframt verið stjómarmenn í Frosta þegar til dæmis sé litið til aðdraganda hluta- bréfasölunnar og þess yfirlýsta til- gangs að halda hlutafénu innan byggðarlagsins. Hálfdán Kristjánsson sagði að menn tækju nú höndum saman um uppbyggingu Frosta. „Það var hrika- leg óánægja út af þessu máli í Súðavík og geysilegur hiti er í mönn- um ennþá," sagði Hálfdán. Sigríður Hrönn Elíasdóttir, oddviti Súðavíkurhrepps og starfandi sveit- arstjóri í Súðavík, sagðist ekki vilja segja neitt um málið fyrr en eftir hreppsnefndarfund í Súðavík næst- komandi laugardag. Ingimar Halldórsson sagði að Tog hf., og þeir einstaklingar sem eiga Tog, ættu meira en helming af hlut- afé Frosta. Ingimar sagði að Tog ætti 41,42% af hlutafé Frosta og Súðavíkurhreppur 42,57%. Hann sagði að fyrrverandi stjóm Frosta hefði boðið íbúum Súðavíkur og starfsmönnum fyrirtækisins að kaupa hlut í því. „Okkar skilningur var sá að salan hefði farið fram um leið og menn skrifuðu undir," sagði Ingimar. Hann sagði að Auðunn Karlsson, Jónatan Ingi Ásgeirsson og Steinn Ingi Kjartansson, fyrrverandi sveit- arstjóri í Súðavík, hefðu átt sæti í stjóm Frosta þegar hún ákvað sölu hlutafjárins. Auðunn og Jónatan Ingi eiga enn sæti í stjóm Frosta en Hálfdán Kristjánsson situr nú í stjóminni fyrir hönd Súðavíkur- hrepps, eins og áður er getið. Ingimar staðfesti að hluthafar í Togi væm, auk hans sjálfs, Auðunn Karlsson, stjómarformaður Frosta, Jónatan Ingi Ásgeirsson, stjómar- maður í Frosta hf. og stjómarfor- maður Álftfirðings hf., sem á Bessa ÍS og Haffara ÍS, Jóhann R. Símon- arson, stjómarformaður Togs hf. og skipstjóri á Bessa ÍS, og Barði Ingi- bjartsson stýrimaður á Bessa. Listasafin Así: Sýning á myndverkum Gunnþórunnar Sveinsdóttur SÝNING á myndverkum eftir Gunnþórunni Sveinsdóttur frá Mælifellsá í Skagafirði verður opnuð í dag, laugardag, í Lista- safni ASÍ. Við opnunina flytur söngfélagið Drangey tónlistar- dagskrá. I fréttatilkynningu frá Listasafni ASÍ segir; Gunnþómnn Sveinsdóttir var fædd 2. febrúar 1885 í Borgarey í Seyluhreppi, Skagafirði. Fjölskyld- an flutti að Mælifellsá í Lýtings- staðahreppi er Gunnþómnn var níu ára og þar ólst hún upp. Á 70. aldursári ritaði hún sjálfs- ævisögu sína, Gleym-mér-ei. Ævi- söguritun var eins konar fjölskyldu- hefð. Faðir hennar, Sveinn Gunnars- son á Mælifellsá, ritaði sína sögu 1921 og kallaði Veraldarsögu og sjálfsævisaga Herselú, systur Gunn- þómnnar, mun vera flestum þekkt. I ellinni hafði Gunnþómnn góðan tíma til að sinna listagyðjunum og mála og yrkja. Hún hafði stungið mörgum málverkum og ljóðum eftir sig að vinum og kunningjum, er hún lést 18. nóvember 1970. ______________________fepgíMiiiáD Umsjónarmaður Gísli Jónsson 487. þáttur Kjartan Ragnars (eldri) í Reykjavík skrifar mér svo: „Heill og sæll. Orfá orð um framburð ís- lendinga á erlendum heitum. Ég nefni t.d. Georg Bush, Bandaríkjaforseta; hann er ævinlega nefndur „Sjors“ í út- varpi hér; annar höfðingi heitir Jónathan og jafnan nefndur „Djonnaþan“. Þessi tvö nöfn eru nefnd hér af handahófi, en af nógu er að taka. Þar sem þessi nöfn eru einn- ig notuð hér á landi, virðist eðlilegt að bera þau fram sam- kvæmt íslenskum reglum, þó að átt sé við erlenda menn, — þ.e. Georg (ekki Sjors) og Jón- atan (ekki Djonnaþan). Engil- saxar nefndu t.d. Ríkarð Beck ávallt með erlendum fram- burði, — og þótti vítalaust. Þá má geta þess að nafn Margrétar Danadrottningar, svo og nöfnu hennar, járnfrúar- innar bresku, er í útvarpi hér einatt beygt skv. íslenskum reglum; virðist við hæfi að sami háttur sé á hafður um nöfn eins og Georg og Jónatan. Enn er þess að geta að í umferð hér á landi er einhvers konar glundur sem nefnist „dæet pepsí“, væntalega ritað „diet“ og því rétt að bera það fram eftir íslensku hljóðkerfí. — Þá er hér á markaðstorgum hljómtæki nokkurt sem nefnt er „pæónír"; mér skilst orðið sé ritað „pioneer" á ensku, en það er alþjóðlegt orð sem ætti að bera fram að íslenskum hætti, ef menn þurfa endilega að sletta þessum erlendu orð- um. — Læt þetta nægja, en áþekk dæmi eru fjölmörg. Bestu kveðjur." ★ Ég þakka Kjartani þetta bréf, því að hér er hreyft erfiðu og áhugaverðu vandamáli. Mér finnst þetta svo mikill vandi, að ég held hann verði aldrei leystur í eitt skipti fyrir öll. Ég vil geta þess strax, að ég felli mig vel við niðurstöðu Kjartans í síðari hluta bréfs hans. Ef við erum að burðast með erlend heiti á einhveijum hlutum, eigum við að ganga eins langt og gengt er í þá átt að rita eftir íslenskum hætti, enda skrifum við t.d. kók, en ekki „coke“ upp á ensku. Ef við viljum ekki sætta okkur við evrókort og Evrópa, þá skul- um við gera svo vel að skrifa Júrókort" og „Júrópa“. Það gengur ekki að skrifa evró (euro) og lesa það ,júró“. Það dugar ekki að skrifa eubos (eu- bos) og lesa “júboss“. Ekki sæmir heldur að skrifa Hi C og lesa „hæsí“. Við eigum ann- aðhvort að breyta rithættinum eða framburðinum. íslenskur ritháttur verður að samsvara íslenskum framburði, ekki út- lendum. Málið vandast mun meira, þegar kemur að erlendum staða- og mannanöfnum. Ég sleppi staðanöfnum að mestu í þetta sinn, enda margrætt um þau hér í þættinum áður. En vandinn er ærinn, og fyrr en varir verðum við sjálfum okkur ósamkvæm. Sami fréttamaður segir t.d. Brimarhöfíi, en hins vegar Kúxhafen. Meðferð okkar á nöfnum útlendra manna fer auðvitað mjög eftir því, hvort þau nöfn eru líka notuð hér á landi (eins og Kjartan segir) og þá í hvaða gerð, því að sama nafnið hefur tekið á sig breytilegar myndir frá landi til lands. Stundum sýnist mér ekki sama hvort mennimir eru uppi nú eða löngu liðnir. Stöldrum aðeins við nafnið Jón (Jóhann, Jó- hannes o.s.frv.) Okkur er tamt af mannkynssögunni að tala um Jóhann landlausa, á ensku John Lackland. En höldum áfram með Jón. Væri ekki of langt gengið, ef Ivan grimmi breyttist í Jón grimma? Ivan er rússneska gerðin af Jóni. Færam við ekki yfir mörkin, ef við breyttum Sean (írska gerðin) Connery í Jón Connery? Eða Benito Mussolini og Adolf Hitler hétu hjá okkur Benedikt og Auðólfur? Það er enginn vandi með Jósef(p) Stalín. Og stórfrúmar, sem Kjartan nefndi, verða, held ég, að heita Margrét hjá okkur og nafnið að taka íslenskri beygingu. En vandinn er í hveiju skoti. Við spumingunni um Georgé (Georg) Bush og Jón- atan (Jonathan) skæraliðafor- ingja SWAPO get ég ekkert einhlítt svar fundið, og meður því að Áslákur austan var staddur í bænum, vék ég þessu vandamáli undir hann. Hann kvað: Fyrst sveið ég heilmikinn hrúts- haus handa Georgi Búss. en hljóp svo í búð eftir hæsí og snúð, því að hitt fannst mér of mikið stúss. Lítið var á þeim kveðskap að græða eins og fyrri daginn. En föram í þessu efni eins fast eftir lögum tungu okkar og fært þykir. Við getum að vísu skotið yfír markið, og það jafn- vel sjálfír Fjölnismenn. f fyrsta árgangi hins margfræga tíma- rits er grein sem ber yfírskrift- ina: Frá Hæni. Þar segir að Hinrik Hænir (Heinrich Heine) heiti maður og sé hann borinn og bamfæddur suðrá Þýska- landi, þar sem heiti Þusslaþorp (Diisseldorf) þrem vetram fyrir aldamótin. Og samt fínnst okkur víst í lagi að segja Jóhanna af Örk fyrir Jeanne d’Arc. ★ Mikill ofvöxtur hefur hlaupið í orðasambandið: Þegar upp var staðið. Þetta mun komið frá því, er menn sátu á fundi. En heldur þótti mér skrýtið að heyra í sjón- varpsfréttum: „Þegar upp var staðið lágu 60 ... í valnurn." Og nú er það spumingin: Hveij- ir stóðu upp? P.s. Orðið timpali (með rödduðu m-i og fráblásnu p-i var í minni sveit notað, í blöndu af virðingarleysis- og glettnist- ón, um stráka. Getið þið sagt mér eitthvað um þetta blessað orð, upprana þess, útbreiðslu og merkingu? Líf á landsbyggðinni eftir Jóhönnu A. Steingrímsdóttur Það hefur ekki farið'fram hjá okkur héma á landsbyggðinni fremur en öðrum landsmönnum að bjórinn er kominn, bjór með greini, hvemig sem á því stendur að þegar talað er um þennan gest er greini alltaf bætt aftan við þó að ekki sé, nema í fáum tilfellum, sjáanlegt að þess sé þörf. Ég nefndi bjórinn gest og vissu- lega er hann nýr gestur hjá okkar þjóð og það meira að segja gestur sem boðið hefur verið heim af æðsta ráði þjóðarinnar, sjálfu Al- þingi. Margir óttast að bjórinn auki vandræði hvað snertir áfengis- notkun unglinga, en aftur eru aðrir sem halda að kannske sé fólgin í bjómum einhver hollusta þar sem heilbrigðismálaráðherra greiddi honum atkvæði sitt á Al- þingi. Betri meðmæli getur þessi gestur varia fengið en stuðning æðsta manns í heilbrigðismálum, enda biðu margir spenntir eftir því að sjá hann leggja atkvæði sitt á vogarskálina. Undrun margra vekur að sjá þau viðbrögð Alþingis að allt í einu verði þjóðin að gæta vark- ámi í umgengni við gestinn bjór. Talað er um í þingsölum að nú verði að og hafi verið unnið for- vamarstarf vegna væntanlegrar bjórdrykkju unglinga og bama. Aðvaranir dynja í blöðum, út- varpi og sjónvarpi vegna þess að bjór er áfengi, það er eins og engum hafi dottið það í hug fyrr. Satt að segja fannst mér broslegt að sjá það rakið í þinginu hvað búið sé að gera til að veijast bjór, veijast því sem búið er að biðja um. Þó viss viðbrögð ráðamanna veki aðhlátur er bjórinn í mínum huga ekkert gamanmál heldur fúiasta alvara sem eftir er að sjá hvort íslendingar eru menn til að standa frammi fyrir með óskerta sjálfsvirðingu. Hvað með foreldra og forráða- menn bama og unglinga, hafa þeir það uppeldislega vald að geta haldið bömum sínum frá bjór- þambi? Nóg um þetta broslega „Satt að segja fannst mér broslegt að sjá það rakið í þinginu hvað búið sé að gera til að verjast bjór, verjast því sem búið er að biðja um.“ og sorglega mál. Héma á landsbyggðinni hafa menn áhyggjur af íslenskunni, móðurmálinu okkar, við þykjumst sjá þess mörg merki að þar þurfi eitthvað róttækt að gera ef við eigum ekki að hverfa í þjóðahafíð eins og lítil bára sem brotnar við sand. Það gladdi mig að heyra og sjá í sjónvarpi framtakssama kennara í Kópavogi ræða um íslenskuna, þeir ætla sýnilega að spyma við fótum og reyna að gera eitthvað raunhæft til vamar málinu. Landsbyggðarfólk er flest sam- mála um að besta vömin fyrir íslenskuna væri að koma ljóðum aftur í tísku, ég segi tísku því svo er vald þess fyrirbæris sem nefnt er tíska mikið að það stjómar að miklum hluta af lífí okkar og menningu. Tíska er mannasetningar og fjölmiðlar ganga til liðs við hana nær undantekningarlaust, eða jafnvel skapa hana, og fjölmiðlar hafa geigvænlegt vald til að skapa smekk manna. Fjölmiðlar geta hafið einstakl- inga til vegs og virðingar, fíöl- miðlar geta eyðilagt heilar stéttir og atvinnuvegi og fíölmiðlar hafa hampað því sem kallað er órímuð ljóð svo hömlulaust að næstum því er búið að ganga af rímuðum ljóðum dauðum. Þeir sem enn leika sér að þessu gamla og þjóð- lega ljóðformi læðast með veggj- um. Rímuð ljóð, vönduð að gerð eftir föstum hefðum voru eftirlæti þjóðarinnar og það er meira að segja ekki svo langt sfðan. Böm sem enn eru ekki orðin háð tísku og fjölmiðlum hafa mjög gaman af að heyra og læra þulur og vísur, ef einhver þorir og nennir að kenna þeim slíkt. Upphafning órímaðra ljóða er eitt óþarfasta verk gagnvart íslenskri tungu sem unnið hefur verið. Órímuð ljóð geta auðvitað verið ánægjulegur lestur, en það læra þau fáir eða engir, þau liggja ekki á tungu sem ógleymanlegur orðaforði og hugmyndabanki. Órímuð ljóð geta átt sinn bás, eða sæti í íslenskum bókmenntum þó að þau breiði ekki svo úr sér að þau útrými eldra og þjóðlegra formi, fórmi sem hefur svo mikið gildi að það er ef til vill eitt þess megnugt að halda við íslenskri tungu. Það er auðvelt að læra rímuð ljóð, þaj minnir hver hend- ingin á þá næstu og þeir sem yrkja leita orða til ríms, þannig verður þetta ljóðform fjölbreytt og fijótt fyrir tunguna. Ég hefí annars aldrei fellt mig við að kalla órímuðu ljóðin ljóð, þessi skáldskapur er aðeins skyndimyndir í formi stuttrar sögu, eða leiftursýna og ég segi aftur, þau geta verið góð bara að þau lifi án þess að drepa. Það sem eldra er og líklegra til að styðja að fjölbreyttri og góðri málnotk- un. Við héma á landsbyggðinni teljum að besta sókn og vöm til að halda íslensku máli hreinu og lifandi sé að koma rímuðum ljóð- um og bamaþulum í tísku. Ég sendi kennurum í Kópavogi þakkir fyrir framtakssemi þeirra með raunhæfar aðgerðir, þeir glöddu mig og fleiri með áhuga sínum og tilraunum til úrbóta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.