Morgunblaðið - 20.05.1989, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989
Hugsuð
málverk
Myndlist
Bragi Asgeirsson
Manneskjur sem reika um myndflötinn,
einar sér eða í hóp og með augu, sem eins
og stara í tómið og eru líkast til ekki af
þessum heimi, heldur eins og endurvaktir
holdgervingar löngu liðinnar fortíðar.
Óræðir svefngenglar, nábleikir og litlausir,
sem virðast ekki marka sér neina stefnu né
hafa tilgang í sjálfu sér nema þá að vera
tæki í höndum málarans, eins konar leik-
brúður á Jjlgangslausu mannlífssviði, sem
tengist fjarlægri og framandi goðafræði.
Þetta getur í senn minnt á skáld-
sögu ítalans Giuseppe di Lamped-
usa um háaðal fortíðarinnar eða
málverk belgíska súrrealistans
Paul Delvaux, en í báðum tilvikum
eru þeir að lýsa einhvetju mjög
nálægu þeim sjálfum í fortíð og
draumum.
Þetta verður mér fyrst hugsað
við skoðun sýningar Helga Þorg-
ils Friðjónssonar í Vestursal
Kjarvalsstaða, sem sýnir þar sem
gestur menningarmálanefndar
Reykjavíkurborgar og stendur sýn-
ingin til 21. maí. Liturinn sjálfur,
hinn efniskenndi litur, hvort heldur
hann byggist á hvellum andstæð-
um eða samhljómi örfínna blæ-
brigða og þá jafnvel í hvítu eða
svörtu, virðist sízt vera það, sem
vakir fyrir listamanninum. Öllu
heldur er hér einhver ankannaleg
hugmyndafræði á ferð með al-
þjóðlegu ívafí, runninn upp úr
framandi jarðvegi, sem gefur af
sér aðra flóru en við eigum að
venjast. Og þótt hinn hvíti litur
fígúranna geti minnt á kalda landið
okkar, virðist himnesk veðurblíða
jafnan umlykja sviðið og skýtur
hér skökku við.
Satt að segja kemur slíkt mál-
Helgi Þorgils Friðjónsson
verk málurum, sem lifa í litnum
sjálfum og efniskennd hans, nokk-
uð undarlega fyrir sjónir og ekki
eru mörg ár síðan stík list hefði
verið dæmd framandi, væmin og
lítilsigld gild. En breytt viðhorf og
ný hugmyndafræði hefur gefíð
henni marktækt inntak að því er
virðist. Fortek ég engan veginn,
að hugmyndafræðin kunni að hafa
rétt fyrir sér og að hér sé um full-
gilda list að ræða á okkar tímum,
en hvað gerist svo, er hin tilbúna
hugmyndafræði úreldist og nýtt
afbrigði rýður sér rúms í listheim-
inum? Það er hin brennandi og
stóra spuming. Eða eiga listamenn
að skrifa, semja tónsmíðar og
mála fyrir alþjóðlega hugmynda-
fræði frá stærri þjóðfélagsheildum
og hætta að rækta garð listar
sinnar í auðmýkt fyrir sköpunar-
verkinu og lífínu, sem hrærist hið
næsta þeim, allt um kring? Væri
þá ekki síðasta vígi upprunalegrar
hugsunar fallið, tungumálum, sið-
um og sérkennum þjóða á glæ
kastað sem úreltu hnoði?
Eru þessi atriði ekki lengur þeir
eiginleikar, sem eru hið dýrmæt-
asta, sem lífið gaf manninum,
ánægjan af lífsvitundinni og stoltið
yfír heimaslóðum?
Víst er að hreiður smáfuglanna
eru einnig fögur og mikilfengleg
í sjálfu sér þótt ekki dragi þau
beinlínis dám af hreiðurgerð stærri
og litríkari fugla og hvað þá rán-
fuglanna!
Rétt er, að öllum er heimilt að
leita efnisfanga í framandi menn-
ingu enda hefur það verið gert,
og mun alltaf verða gert, og það
er einnig víst, að margt telst mjög
persónulegt í efnismeðförum
Helga Þorgils, einkum hvað snert-
ir næva og rómantíska æð.
En einhvem veginn fínnst mér
vanta hold og blóð í fígurumar í
þessum málverkum Helga þorgils
Friðjónssonar, þær virðast með
öllu kynlausar og útlimir eru svo
stífír að það er sem þá vanti liða-
mót. Hér er líkast sem framliðnir
séu komnir á kreik og krefjist til-
veruréttar og þátttöku í heimi lif-
enda.
En hér er gengið til verks af
mikilli vinnugleði og sannfæring-
arhita og það hlýtur að teljast lista-
manninum til tekna og verði þeim
að góðu sem meðtaka slíka list.
Listrýnir um
stundarsakir
Vegna utanlandsfarar minnar
mun Einar Hákonarson listmál-
ari skrifa fyrir mig í blaðið næstu
6-7 vikumar.
Einar er óþarfí að kynna fyrir
lesendum blaðsins, en hann hefur
af og til látið ljós sitt skína á síðum
þess og síðast í ágætri grein um
nýafstaðið málþing um listrýni í
Norræna húsinu.
Að venju mun svo lítið verða
um almenn listrýnisskrif í blaðinu
fram í september, nema hvað
helsu listviðburðina snertir, og þá
er von mín, að fleiri hafí bæst í
hóp myndlistargagnrýnenda
blaðsins, hveijir sem það nú
kunna að verða.
Hér vil ég koma því á fram-
færi, að það er harla niðurlægj-
andi fyrir íslenzk dagblöð að geta
ekki haldið uppi reglulegri gagn-
rýni um það, sem listhús borgar-
innar hafa upp á að bjóða. Trúboð
og þröngar sérskoðanir eiga hér
ekki heima, heldur almennt yfirlit
og viðvarandi rökræða, svo sem
gerist annars staðar á Norðurl-
öndum
Þróunin hefur orðið sú að lis-
trýni dagblaða er fyrst og fremst
miðlun fróðleiks til hins almenna
lesanda og mikið er lagt upp úr
því að gera hinum stærri listvið-
burðum ítarleg skil í mynd og
máli svo og samsýningum ýmiss
konar.
Hins vegar hefur á seinni árum
verið minna lagt upp úr almennum
einkasýningum t.d. í hinum minni
listhúsum, nema ef um stór nöfn
er að ræða, og þeim frekar þjapp-
að saman i eins konar syrpur.
Meira er ritað um listir en ég
veit dæmi til áður í hinum stóru
Einar Hákonarson
blöðum í höfuðborgum Norður-
landa og þá einkum í menningar-
útgáfunum, sem eru nú daglegar
sérútgáfur þeirra margra og
ósjaldan með heilsíðumyndum í lit
af listaverkum.
Hvemig þróunin verður á ís-
landi er ekki gott að segja og hér
verða menn að vona hið besta,
en Morgunblaðið ræktar sinn hlut
harla vel, en flest önnur blöð bág-
lega og ójafnt.
Myndlist er þannig hvergi horn-
reka heldur sívaxandi þáttur í
daglegu lífí fólksins og menning-
arblöðin eru hvarvetna mikið les-
in. _
Ég býð Einar Hákonarson vel-
kominn að blaðinu og treysti hon-
um fullkomlega til að setja skoð-
anir sínar einarðlega fram.
Hjólhestur. Vatnslitir. Gunnlaugur St. Gíslason.
Raunsæismálverk
úr Haftiarfírði
Nemendasýning Myndlista
og handíðaskóla íslands
Myndlist
Einar Hákonarson
Þeir eru ekki margir íslensku
myndlistarmennimir sem lagt
hafa fyrir sig raunsæismálverk.
Hin síðari ár hefur borist fínlegur
tónn sunnan úr Hafnarfirði frá
tveimur hafnfírskum málurum,
þeim Gunnlaugi St. Gíslasyni og
Eiríki Smith. Fegurð Hafnaríjarð-
ar og dulúð Reykjanesskagans
hefur orðið þeim hvati til mynd-
gerðar í vatnsliti. Og nú með
stuttu millibili hefur almenningi
gefíst kostur á að sjá sýningar
þessara ágætu málara. Síðast
Eirík Smith í Gallerí Borg og nú
Gunnlaug St. Gíslason í Hafnar-
borg Menningar- og listastofnun
Hafnaifyarðar.
Gunnlaugur mætir nú til leiks
með 40 vatnslitamyndir og nokkr-
ar grafíkmyndir. Lengst af hefur
hann unnið með vatnsliti og náð
töluverðum árangri í þessari
tækni. Myndefni hans er nokkuð
sérstætt í íslenskri myndlist, hon-
um verður oft að yrkisefni hvers-
dagslegir hlutir sem framhjá öðr-
um fara og nær oft að skapa
stemmningu og dulúð.
Vatnsleysuströndin með sín
eyðilegu hús verða að veruleika
þar sem mannlífíð er víðsijarri og
tregafullar kenndir framkallast í
bijósti skoðandans eftir því, sem
einu sinni var. í nokkrum myndum
af húsveggjum leikur birta um
myndflötinn og myndar fínleg
blæbrigði og sannfærandi mynd-
heild. I nýjustu myndunum nálg-
ast málarinn einföldum myndefn-
isins enn meir en áður, í myndum
af gömlum trédrumbum nær hann
fram sterkum áhrifum á einfaldan
hátt, einnig eru þær myndir gerð-
ar af meira hugrekki og dirfsku
en þær eldri og sýnir vel að Gunn-
laugur bætir stöðugt við mynd-
sköpun sína, þótt hægt fari.
í Myndlista- og handíðaskóla
íslands hefur löngum verið kvika
íslenskrar myndlistar. Þar hafa
kennt margir af fremstu myndlist-
armönnum þjóðarinnar og skoð-
anir á myndlist samtímans verið
ræddar fram og til baka meðal
kennara og nemenda. Oft og á
tíðum hafa skoðanaskipti verið
hörð um kennslumáta og aðferðir.
Það versta sem gæti komið fyrir
slíka stofnun er, ef menn væru
of sammála. Skoðanaskipti er for-
senda þess að innan skólans sé
það líf, sem nauðsynlegt er fram-
sæknu ungu fólki, sem er að stíga
sín fyrstu spor á listabrautinni.
Það hefur lengst af verið illa
búið að þessari æðstu skólastofn-
un okkar í myndlist hvað varðar
húsnæðismál og aðstöðu alla og
skýtur nokkuð skökku við að búið
er að leysa húsnæðismál Myndlist-
arskólans á Akureyri á undan
aðalstofnuninni. En treglega hef-
ur gengið að koma ráðamönnum
í skilning um gildi góðrar mynd-
listarmenntunar bæði fyrir
íslenska myndlist almennt, svo og
fyrir íslenska listhönnun ýmiskon-
ar.
Þegar gerðar hafa verið yfirlits-
sýningar á ýmsum tímabilum
íslenskrar myndlistar hefur oftast
verið þagað þunnu hljóði um þátt
Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands og mótun kennara hans á
komandi kynslóðir í íslenskri
myndlist. En við getum léttilega
skoðað aftur í tímann og séð í
fljótu bragði dæmi eins og þátt
Þorvaldar Skúlasonar á kynslóð
abstrakt-listamanna, uppgang
grafíklistar, konsept-listina,
fígúratívu-listina, grafíska hönn-
un, keramík og textíl. Skólinn
hefur nú í næstum hálfa öld verið
sú fræðslustofnun, sem flestir
íslenskir myndlistarmenn hafa
stigið sín fyrstu spor í. Og nú
gefur að líta á Kjarvalsstöðum
nýútskrifaða nemendur úr 6 deild-
um skólans og vekur það athygli
hve margir útskrifast úr fagurli-
stadeildum, alls 39 á móti 10 úr
listiðnaðar- og hönnunardeildum.
Það gefur auga leið að fagurli-
stirnar njóta nú um stundir meiri
hilli nemendanna en listiðnaðar-
greinamar og er það miður, því
Islendingar hafa mikla þörf á
hæfu fólki til átaka í hönnunar-
málum.
Þetta er mjög fjölbreytt og
lífleg sýning eins og vera ber þeg-
ar ungt framsækið fólk á í hlut.
Það sem vakti mesta ánægju mína
var að sjá hve höggmyndadeildin
var skemmtileg, en hún er jafn-
framt yngsta deild skólans. Vön-
duð og vel hugsuð verk. Aðrar
deildir komu einnig vel út og sýni-
legt að vel er unnið í skólanum.
Undirstöðuatriði eins og teikn-
ingin er þó greinilega veikasti
hlekkurinn og þarf að bæta úr
því hið fyrsta. Einnig má benda
á að hlutur kennaranna er mikill
og reynslan sýnir oft að þegar
þeirra nýtur ekki lengur við er
eins og botninn detti úr sumum
nemendunum þegar þeir þurfa að
standa einir við listsköpun sína
efir skólanámið.
En við þurfum ekki að kvíða
framtíðinni hvað varðar endumýj-
un í myndlistarmannastétt, þegar
þetta unga fólk kemur til starfa
innan íslenskrar myndlistar og
það er von mín að það verði árleg-
ur viðburður á Kjarvalsstöðum að
útskriftar-nemendur Myndlista-
og handíðaskóla íslands sýni þar
sín lokaverkefni, því þau njóta sín
miklu betur þar en í skólanum
sjálfum.
Verk eftir Guðrúnu Nielsen, höggmyndadeild.