Morgunblaðið - 20.05.1989, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989
15
Opið bréf til Davíðs Oddssonar
kaupsnefnd sammála um að hér
væri um réttlætismál að ræða og
smþykkti að beita sér fyrir fram-
gangi þess á þessu þingi. Allir
opinberir starfsmenn njóta upp-
sagnarfrests. Síðan 1955 hafa og
verið í gildi ákvæði um biðlaun -
ráðherra. Ætlast er til þess að
ákvæði laganna taki til þeirra þing-
manna, sem létu af þingmennsku
við síðstu kosningar".
Greinargerðin vísar því bæði til
þess að opinberir starfsmenn njóti
uppsagnarfrests og í gildi séu
ákvæði um biðlaun ráðherra.
Ég hef áður bent á meginreglur
varðandi uppsagnarfrest og bið-
laun opinberra starfsmanna, ráð-
herra og forseta. Þar gildir frá-
dráttarreglan, bótasjónarmiðið.
Þess vegna spyr ég eftir að hafa
lesið greinargerðina, hvers vegna
eru lögin um biðlaun alþingis-
manna túlkuð svo að þeir njóti
réttar til biðlauna umfram aðra
opinbera starfsmenn, ráðherra og
forseta íslands? Hvers vena eru
lögin túlkuð á þenn veg að þau
ofbjóða siðgæðisvitund almenn-
ings?
I umræðum um málið á Alþingi
sagði flutningsmaður frumvarps-
ins m.a.:
„Ástæðan til þess að við í þing-
fararkaupsnefnd flytjum nú þetta
mál er sú að að undanförnu og
þ. á m. á síðasta þingi komu þessi
mál nokkuð til umræðu, hvort al-
þingismenn ættu að hafa nokkuð
sem gæti kallast uppsagnarfrestur
eins og flestir aðrir í þjóðfélaginu“.
Af Alþingistíðindum að dæma
fluttu a.m.k. 10 þingmenn ræður
um málið í neðri deild og 8 þing-
menn í efri deild. Flestir ef ekki
allir lögðu út frá því að ekki væri
óeðlilegt að þingmenn nytu sömu
kjara og aðrir t.d. opinberir starfs-
menn í uppsagnarfresti. Sumir
taka beint fram að biðlaunum sé
ætlað að gera það að verkum að
menn fái möguleika til að vinna
tíma til þess að reyna að ná sér í
annað starf. Einn þingmanna lætur
í ljósi ugg um að lögin kunni að
verða túlkuð svo að menn geti
fengið laun annars staðar og einn-
ig biðlaun frá Alþingi og nauðsyn-
legt sé að taka tillit til þess hvort
þingmenn eru í öðrum launuðum
störfum.
Að endingu skal vitnað til orða
Sverris Hermannssonar, þáverandi
þingmanns, en hann segir í ræðu
sinni af þessu tilefni:
„Hjá báðum háttvirtum þing-
mönnum sem síðast töluðu kemur
fram grundvallarmisskilningur eða
vanþekking á því sem biðlaun eru
í raun og veru. Biðlaun eru ekki
kaup. Biðlaun eru til þess greidd,
að mönnum gefist kostur á því að
fá sér aðra vinnu til þess að fram-
fleyta sér og sínum á. Þetta er
eðli biðlauna. Og ég vil aðeins
spyrja þá að því, hvort þeir hafi
kynnt sér hvemig þessum málum
er háttað almennt hjá launþegum
þessara þjóða og einnig kynnt sér
hvað barátta verkalýðshreyfingar-
innar almennt snýst um í þessu
sambandi".
Það er ljóst að þessi þingmaður
vissi hvað um var að vera. Hann
lagði réttan og eðlilegan skilning
í biðlaunaréttinn.
Lokaorð
Mér virðist a.m.k. ljóst af grein-
argerð og umræðum um frum-
varpið, að alþingismenn ætluðu
alls ekki að skammta sér starfskjör
og réttindi sem væri umfram það
sem aðrir njóta. Ég leyfi mér því
að ítreka spurninguna og játa
vissulega að allt er umdeilanlegt
og játa fúslega að ég sé síður en
svo ofsjónum yfir launakjörum al-
þingismanna, en hvers vegna í
ósköpunum eru lögin um biðlauna-
rétt alþingismanna túlkuð með
þessum hætti? Ef túlkun þessi er
komin frá umboðsmanni Alþingis,
óska ég eftir áliti hans um þetta
mál og sætti mig við hans niður-
stöðu.
Höfundur er hæstaréttarlögmað-
ur.
eftirElías
Kristjánsson
Kæri borgarstjóri!
Ég undirritaður vil í einlægni
þakka þér fyrir röggsamleg og skyn-
samleg viðbrögð vegna vanhugsaðra
aðgerða bæjarstjómar Kópavogs, til
að hindra lagningu Fossvogsbrautar.
Reykjavíkurborg gegnir nokkurs
konar mömmuhlutverki hér á svæð-
inu, þar sem aðeins Hafnarfjörður
er orðinn fullorðinn, en atferli Kópa-
vogs verða að skoðast sem mótmæla-
streita hjá táningsstelpu, sem hart
verður að taka á, er úr hófi gengur.
Nauðsyn Fossvogsbrautar
Það er ekki nokkrum vafa undir-
orpið að leggja verður brautina á
næsta áratug. Sérstaklega þegar til-
lit er tekið til þess að við íbúar við
Faxaflóasvæði verðum að undirbúa
okkur undir á næstu árum að taka
við sífellt fleiri bræðrum okkar og
systrum frá landsbyggðinni og þó
að við öll styðjum skynsamlega
byggðastefnu verður sú þróun vart
stöðvuð.
Ástæðan er í megindráttum
þríþætt
1. Veigamest er síþennsla ríkis-
báknsins, með viðeigandi yfir-
drætti og skuldsetningu erlendis,
sem nú þegar er orin of þungbær
fyrir atvinnuvegina til að bera.
2. Frystiiðnaðurinn hefur runnið
sitt tímaskeið og aðrar fiskverkun-
ar- og söluaðerðir að koma í stað-
inn. Bættar samgöngur og kredit-
kort eru að lama landsbyggðar-
verslunina og, báðir þessir þættir
eru að rústa samvinnuhreyfing-
una, sem hefur verið máttarstólpi
landsbyggðarinnar frá stofnun
lýðveldisins.
3. Breytt skipulag í landbúnaði,
með samruna og stækkun búa og
fækkun í nýrri kynslóð bænda og
ætti þessu að vera lokið um árið
2020.
Þessi þróun kemur því miður hvað
harðast niður á keppnisaðstöðu
landsbyggðarinnar og orsakar fólks-
flótta og hrun. Því verða sveitarfé-
lögin á Faxaflóasvæðinu að undirbúa
sig til að taka að sér fleiri félagsleg
verkefni ásamt því að skerða fjárveit-
ingavald Alþingis þannig að við
náum að hafa hér rekstrarlega sam-
keppnisfært þjóðfélag.
En komum aftur að
Fossvogsbraut
Við Reykvíkingar teljum okkur
ekki síðri náttúruunnendur en aðrir
landsmenn og lítum með þakklæti
og ánægju til skógræktarinnar í landi
Reykjavíkur og var það með þessum
rökum að við felldum niður hrað-
„Á þessu stigi er ekki
ástæða til að fara út í
tæknilegar vangavelt-
ur, en benda má á, að
miklar tækniframfarir
hafa orðið í jarð-
gangnagerð.“
braut um Elliðaárdal. Því leyfi ég
mér að stinga upp á-að aðrir valkost-
ir verði athugaðir um lagningu braut-
arinnar.
700 m. jarðgöng frá enda Breið-
holtsbrautar, undir Skemmuvegs-
hverfi að Kjarrhólma, en með því fær
Breiðholtsbrautin hluta af hlutverki
vegar um Elliðaárdal með tengingu
við ofanbyggðaveg og
Elliðavatnsveg.
3500 m jarðgöng frá Lálandi að
Flugvallarvegi um Nýja miðbæinn,
fyrir SVR stoppistöð og fleiri ef að
þurfa þykir.
Margir verkfróðir menn munu
eflaust horfa niður á við og aftur á
bak við þessar hugmyndir. En benda
má á það að kostnaður við Ólafs-
fjarðarmúlagöngin eru um 600 millj-
ónir og það var sú tala er þú nefnd-
ir að kostaði aukalega að grafa niður
Fossvogsbraut og yfirbyggja að
hluta, einnig að endurheimta 100
milljónir fyrir Smiðjuhverfíslandið
væri dágóð innborgun.
Á þessu stigi er ekki ástæða til
að fara úr í tæknilegar vangaveltur,
en benda má á, að miklar tæknifram-
farir hafa orðið í jarðgangnagerð,
þannig að bjartsýnustu _menn sjá
fyrir sér jarðgöng frá ísafirði til
Patreksfjarðar o.fl. o.fl. Má með
nokkurri vissu ætla að berglög á
svæðinu séu hagstæð til gangna-
gerðar og til að róa fólk á gangna-
gerðasvæði má með-fullri vissu segja
að það verður ekki vart við nein
óþægindi þegar sprengt er með yfir
40 tímastigum í þversniði.
Einnig má geta þess að ég hef
um nokkurt skeið verið þeirrar skoð-
unar að besti staðurinn fyrir sorp-
pökkunarstöð innan Reykjavíkur,
væri neðanjarðarhús í Keldnaholti
sunnan Vesturlandsvegar undir hita-
veitugeymum og ætla ég að sá val-
kostur hefði ekki orðið mikið dýrari
en ofanjarðarstöð.
Ég vona að lokum, að þeirri þróun
sem áður er lýst verði snúið við með
vitrænni stjórnun ríkisins og þetta
bréf mitt valdi ekki neinum óróa
meðal samborgara okkar, því til-
gangur minn er einungis að efla frið-
inn.
Með vinsemd og virðingu,
Höfundur er framkvæmdastjóri
Kemis.
Kynning þessa helgi
Núerrétti tirrnnn
fyrir garðáburð, mosaeyði
og grasfræ.
Tilbúinn áhurður
í 5,10 og 50 kg pokum.
Lífrænn áburður
(hænsnaskítur)
7
<§>
Fagleg ráðgjöfalla helgina _
mouol
____ Gróðurhúsinu v/Sigtún Sími: 68 90 70
•._ - :T?P|p|Í^;•