Morgunblaðið - 20.05.1989, Page 16

Morgunblaðið - 20.05.1989, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989 Að skapa sem mest verðmæti - með sem minnstum tilkostnaði eftirKristin Pétursson í lögum Seðlabanka íslands segir í 18. gr. „ Akvarðanir um gengi íslensku krónunnar skulu miðast við að halda sem stöðugustu gengi og ná jöfnuði í viðskiptum við útlönd, en tryggja jafnframt rekstrar- grundvöll útflutningsatvinnuvega og samkeppnisgreina" Þetta er það eina sem finnst í lögum um hvaða forsendur stjórn- völd eiga að miða við þegar ákvarð- anir eru teknar um gengi gjaldmið- ilsins. Það er greinilgt samkvæmt rejmslunni að gkki er hægt að treysta framkvæmdavaldinu til þess að framkvæma þetta þannig að við- unandi sé. Löggjafinn (Alþingi) hefur greini- lega ætlað framkvæmdavaldinu (ríkisstjóm) að viðhalda jafnvægis- ástandi í utanríkisviðskiptum með lagasetningu þessari. Gengisskrán- ing er ekki hlutur sem framkvæmda- valdið getur haft eins og því sýnist. Alþingi hefur markað stefnu sem framkvæmdavaldið á að framkvæma þ.e. viðhalda jafnvægisástandi í utanríkisversiun með réttri geng- isskráningu. Um Ieið er tryggður rekstrargrundvöllur útflutningsat- vinnuvega og samkeppnisgreina. Auðvitað er ekki þar með sagt að öllum fyrirtækjum sé borgið, en meðalfyrirtæki á að geta spjarað sig og það er kjami málsins. Þetta breytir engu um að verst reknu fyrir- tækin verða að taka sig á en geti þau það ekki verða þau einfaldlega gjaldþrota. Það er hinn eðlilegi gangur í viðskiptalífinu. í viðskipt- um, pólitík og íþróttum o.fl. verða menn bæði að kunna að sigra og tapa. Viðskiptahallinn hefur verið und- anfarin ár sem hér segir: Viðsk.jöfh. Hlutfall af milfj. kr. landsframl. 1986 + 554 + 0,4% 1987 - 7.233 - 3,5% 1988 - 9.500 - 3,7% 1989 (áætl.) - 9.000 - 3,0% Af þessum tölum sést að jafn- vægisástand var náð 1986 og þá var líka þokkalgt ástand í atvinnulífinu. Síðan koma árin 1987 og 1988 sem framkvæmdavaldið (stjórnarfars-. lega viðskiptaráðuneytið) bregst í því að viðhalda jafnvægisástandi, og þar með hófst eignarupptakan. Og hvað á lengi að halda áfram? Það eru ekki margir mánuðir þar til allt siglir í strand með þessu áframhaldi. Þetta kerfisofbeldi er ekki bara andstætt þeim markmið- um sem Alþingi Islendinga hefur sett framkvæmdavaldinu, heldur er þetta andstætt 67. gr. sljórnar- skrárinnar sem kveður á um frið- helgi eignarréttarins, og ekki meigi gera eigur upptækar nema greiða fullt verð fyrir. Viðskiptaráðherra landsins er stjómarfarslega ábyrgur fyrir þess- um málaflokk samkvæmt stjórnskip- un landsins. Sami maður er við- skiptaráðherra í núverandi ríkissjóm og var í fyrrverandi. Hvaða stefna er þetta eiginlega? Á markvisst að koma á þjóðnýtingu og sósíalisma? Ég segi það enn og aftur. Það er ekki hægt að ætla þessum blessuð- um ráðhermm núverandi ríkisstjóm- ar svo illt að þeir viti hvað þeir em að gera. Svona hagblinda, — eða „sósíal- ismi andskotans" eins og vitur mað- ur orðaði það einu sinni leiðir af sér hmn fyrirtækja og atvinnuleysi. Þau fyrirtæki sem lifa af þessi ósköp verða með verulega skerta sam- keppnishæfni og minni möguleika til þess að takast á við ný verkefni í séfllt harðnandi samkeppni á al- þjóðamarkaði, s.s. innri markaða EB 1992. Einmitt á þessum tímamót- um harðnandi samkeppni á al- þjóðavettvangi þurfti eiginQár- staðan að vera að styrkjast, — m.a. með aukinni þátttöku al- mennings i atvinnulífinu með fjölgun almenningshlutafélaga, og eflingu hlutabréfamarkaðar í samvinnu við bankaútibú um allt land. Greinarhöfundur hefur lagt fram á Alþingi íslendinga þings- ályktunartillögn um að viðskipta- ráðherra verði falið að skipa fimm manna nefnd til þess að kanna hugsanlegar leiðir til þess að íslenska krónan njóti alþjóðlegrar viðurkenningar. nefndin á einkum að kanna þijár leiðir: 1. Gera Seðlabanka Islands að sjálfstæðri stofiiun. 2. Láta framboð og eftirspurn ráða verðgildi gjaldmiðilsins. 3. Tengja gjaldmiðilinn við stærra myntsvæði. Nefiidin á að leita álits erlends seðlabanka um málefiii þetta. Þetta eru ekki tillögur um neina „patentlausn" heldur tillög- ur um að reyna að leita betri leiða en þær sem nú eru notaðar og verða að teljast miður góðar svo ekki sé nú meira sagt. Hagstjóm á íslandi verður að vera með svipuðum hætti og í öðrum vestrænum ríkjum. Það er jafn augljóst og 2x2 eru 4. Auðlindir islensku þjóðarinnar eru stórkostlegar. Náttúrulegir fiski- stofnar með mikla afrakstursgetu, stórbrotnar orkulindir bæði fallvötn, gufuorka og heitt vatn. Að ógleymdri ómengaðri náttúm lands- ins, — allt er þetta stórkostleg verð- mæti og möguleikar. Auðvitað á svona auðug þjóð að geta haft viður- kenndan gjaldmiðil! Eg er sannfærð- ur um að við eigum alla möguleika til þess að gera íslenska gjaldmiðil- inn að alþjóðlega viðurkenndri mynt. Það er mjög mikilvægt til þess að skapa stöðugleika, — auka verð- mætasköpun og kaupmátt og við getum staðist vaxandi alþjóðlega samkeppni og aukið samstarf við erlend fyrirtæki. Ef íslenska myntin nær alþjóða viðurkenningu, þá dettur niður spá- kaupmennska sem grasserar í íslensku efnahagslífi í dag. Dæmi: 1. Tiltrú íslendinga á gjaldmiðilinn er lítil. 2. Tiltrú erlendra alðila á gjaldmiðl- inn er enn minni. 3. Allir flýta sér að öllu (bölvað stress, og spákaupmennska). 4. Verkalýðsforystan krefst ríflegra kauphækkana (spákaup- mennsku). 5. Verðlag hækkar sífellt (spákaup- mennska). 6. Offjárfesting á öllum sviðum þjóðlífsins (spákaupmennska). 7. Allt veldur þetta vaxtahækkun- um og verðbólgu. Forsenda aukins kaupmáttar og vemdunar þess velferðarkerfis sem við búum nú við er að við finnum leið til þess að gera gjaldmiðil okkar að alþjóðlega viðurkenndri mynt. En sá sem ræður ferðinni er hinn al- menni borgari. Ætlar hann í næstu kosningum að kjósa kerfisofbeldið, eða ætlar hann að kjósa þann stjóm- málaflokk sem vill bæta lífskjör með því að treysta einstaklingnum fyrir vaxandi verkefnum i atvinnulífinu. Það tekur dálítinn tíma að lagfæra kerfisbáknið þannig að atvinnulífíð fari að skila arði aftur (bættum lífskjörum) en þetta er sú einasta leið sem til er. Við megum ekki undir nokkmm kringumstæðum láta lömunarveiki sósílismans lama íslenskt efnahags- og atvinnulíf meira en orðið er. Það þýðir ekkert að sá arfa (kjósa ríkisforsjá) í næstu kosningum og heimta svo gómsæta ávexti sem uppskeru. Leiðin til bættra iífskjara liggur gegn um aukna Kristinn Pétursson „Kjarni málsins varð- andi nýtingu mögnleika íslensku þjóðarinnar er að reyna að skapa sem mest verðmæti, með sem minnstum tilkostn- aði. Það gerum við með aukinni einkavæðingu, auknu samstarfi við er- lenda aðila samfara stóraukinni þáttöku al- menningshlutafélaga.“ einkavæðingu og efiingu nýrra almenningshlutafélaga með þvi að koma á öflgum hlutabréfa- markaði sem nái um allt land með samstarfi við öll bankaútibú og sparisjóði í landinu. Það er mjög mikilvægt að auka þátttöku almenn- ings í atvinnulífínu og styrkja þann- ig eiginfjárstöðu atvinnulífsins. Al- menningshlutafélög ættu tvímæla- laust að taka við rekstri ríkisbank- anna. Framkvæmdavaldið á ekkert að vera að kássast í atvinnurekstri og bankastarfsemi nema f undan- tekningartilvikum. Kerfi eru naut- stirð og svifasein og þeirra eðli er að taka rétta ákvörðun á röngum tíma, sem dregur úr framleiðni og minnkar líkur á bættum lífskjörum. Möguleikar okkar eru svo til full- TIMARIT MEÐ LIFSMARKI Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Fjölbreytni bókmennta- og li- statímarita mætti vera meiri, en þó verður ekki kvartað yfir því að engin slík tímarit séu fyrir hendi. Hér verður minnst á nokk- ur sem undirritaður hefiir verið að blaða í og lesa að undanfornu, yfirleitt sér til ánægju þótt ýmsar efasemdir hafi skotið upp kolli. Þessi tímarit eru Andvari, rit- sljóri Gunnar Stefánsson; Skírnir, ritstjóri Vilhjálmur Ámason; Tímarit Máls og menn- ingar, ritsljóri Guðmundur Andri Thorsson, og Teningur, ritsfjóm Eggert Pétursson, Einar Már Guðmundsson, Gunnar Harðar- Kannt Þ símanu' ú nýja nerið? /3x( 57 Steindór Sendibfiar son, Hallgrímur Helgason, Páll Valsson, Sigfus Bjartmarsson og Steingrímur Eyfjörð Krist- mundsson. Andvari og Skímir eru hefð- bundin tímarit og að vissu marki Tímarit Máls og menningar, en Teningur er frumlegastur eins og vera ber, málgagn ungra rithöfunda og listamanna. Það er ekki fjarri Iagi að And- vari geti stundum virst dauflegur og gusti lítið af honum. En And- vari 1988 ber þess merki að um einhveija stefnubreytingu er að ræða. Þessu til sönnunar má nefna greinar eftir Matthías Viðar Sæ- mundsson, Dagnýju Kristjánsdóttur og Jón Viðar Jónsson, hugleiðingu eftir Hannes Pétursson og ijóð eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur, Elísabetu Þorgeirsdóttur og Hannes Sigfús- son. Skemmtilegasta efnið munu þó margir eflaust telja Bréf til lát- ins vinar míns — með viðauka eft- ir Stefán Bjarman. Fyrirferðarmest er ævisaga Péturs Benediktssonar eftir Jakob F. Ásgeirsson, enda er þar fjallað um sérstæðan mann sem kom víða við á embættisferli. Skímir, hausthefti 1988, er enn til marks um hve þunglamalegur þessi aldni gestur er orðinn, enda 162. ára gamail. Fyrir utan fræði- legar úttektir af ýmsu tagi eru hér athyglisverðar ritsmíðar. Svava Jakobsdóttir gerir grein fyrir Gunn- löðu sem Gunnlaðar saga hennar dregur nafn af. Ástráður Eysteins- son fjallar um fyrstu nútímaskáld- söguna og módemismann. Fleira mætti telja. Guðmundi Andra Thorssyni hef- ur tekist að láta Timarit Máls og menningar spegla margt það sem efst er á baugi í skáldskap, heima og erlendis. I fyrsta hefti 1989 er mikið skáldskaparefni. Meðal þess sem eftirtektarverðast hlýtur að teljast er umfjöllun Matthíasar Við- ars Sæmundssonar um Jóhann Sig- uijónsson, þýðing Berglindar Gunn- arsdóttur á smásögu eftir spænsku skáldkonuna Rosu Chacel og kynn- ing Friðriks Rafnssonar á franska rithöfundinum Pascal Quignard. Einn helsti veikleiki tímaritsins er hve umsagnir um bækur eru tíðum handahófskenndar og jafnvel ann- arlegar. Sama má vissulega segja um Skírni. Teningur er arftaki Birtings, fjallar jöfnum höndum um allar list- ir. Myndlistarframlag tímaritsins er ómetanlegt, en bókmenntir eru síður en svo hunsaðar af ritstjórun- um. Ég nefni sérstaklega kynningu og þýðingar Jóns Halls Stefánsson- ar á verkum þriggja spænskra skálda/ Meðal þess sem gerir fyrrnefnd tímarit spennandi er að ýmsir grein- arhöfundar, einkum úr röðum bók- menntafræðinga, fjalla í ritgerðum um strauma og stefnur af fullri ein- urð og leyfa sér að vera ósammála sem er mikill kostur. Það hefur of lengi háð íslenskri bókmenntaum- ræðu hve stöðluð hún getur verið. Sem dæmi um jákvæða þróun, önn- ur en þau sem þegar hafa verið nefnd, vil ég nefna þijár greinar í Tímariti Máls og menningar, 4. hefti liðins árs: Gegn straumi aldar eftir Svein Skorra Höskuldsson, Hvað er póstmódemismi? eftir Ást- ráð Eysteinsson og Aukin menning- arbyrði eftir Keld Gall Jörgensen sem er óvenju hreinskilin og mark- viss. Einnig sakar ekki að geta Mynda á Sandi, um frásagnarlist nútímaskáldsagna, eftir Matthías Viðar Sæmundsson í 3. hefti sama tímarits, sama árgangs. HRINGFLUG Bókmenntir Erlendur Jónsson — Guðrún J. Þorsteinsdóttir. ÞANKAR Á FLUGI. 51 bls. Útg. höfundur. Reykjavík, 1988. Upplýst er í kápuauglýsingu bók- ar þessarar að höfundurinn sé tón- listarkennari. Þess gætir og í sum- um ljóðum Guðrúnar J. Þorsteins- dóttur. Ýmsar skírskotanir hennar vísa í þá áttina. Að öðru leyti lýsir titillinn efni. Þetta eru hugleiðingar á víð og dreif, mest almenns eðlis. Guðrún leggur ekki í meiri háttar glímu við orð og setningar. Ljóð hennar em engin véfrétt. Varla þarf að liggja yfir þeim til að renna gmn í hvað skáldkonan er að fara. Þvert á móti má segja að bók henn- ar sé einum of hversdagsleg, full- mikið daglegt spjall: manni kæmi ekki alltaf í hug, ef textinn væri settur upp eins og hvert annað laust mál, að þetta ættu að heita Ijóð. Að mínum dómi hefur skáldkonan tæpast lagt nægilega áherslu á samþjöppun þá og einbeitingu sem gerir Ijóð að ljóði. Þess vegna em t.d. lengri ljóðin sýnu losaralegri og líka ómarkvissari en hin styttri sem sum hver hefði mátt stórbæta með dálítilli hagræðingu, og em þá útstrikanirtaldarfyrst. Meðal hinna styttri og jafnframt þess sem Guð- rún gerir best má nefna ljóð sem heitir Söknuður: Lauflausar tijágreinar leika! vindinum, en lagið hljómar áfram í köldum veggjum hússins. Kertaljósin eru kulnuð og hvítir byljimir drekka í sig birtu dagsins. Guðrún J. Þorsteinsdóttir Hvi sögðum við ekki allt, áður en hann fór? Áhrifameira hefði ljóð þetta orðið ef skáldkonan hefði sleppt síðustu línunni; hún er með öllu óþörf og skyggir á annars nokkuð góða mynd. Málvenju þá að kertaljós kulni þekki ég ekki. Ljós er kveikt og slökkt eða það kviknar og slokknar; en eldur eða glóð getur kulnað. Margur yrkir sér til dægrastytt- ingar og síst er sú iðjan óhollari né óæskilegri en hver önnur. Hygg ég sennilegt að ljóð Guðrúnar J. Þorsteinsdóttur séu þannig til orðin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.