Morgunblaðið - 20.05.1989, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989
^17
nýttir hvað varðar afrakstursgetu
fiskistofnanna fyrir utan innbyrðis
hagræðingu sem ekki verður farið
út í núna. En á sviði orkumálanna,
stóriðju og smáiðnaðar eru ónýttir
möguleikar, fyrir utan alls konar
vaxandi alþjóðlegt samstarf á ýms-
um sviðum. Varðandi orkumálin hef-
ur ekki tekist nægilega vel til en von
er til að úr rætist. Viðskiptalega er
erfið staða að virkja fyrst og semja
svo. Þá erum við miili steins og
sleggju.
Kjarni málsins varðandi nýtingu
möguleika íslensku þjóðarinnar er
að reyna að skapa sem mest verð-
mæti, með sem minnstum tilkostn-
aði. Það erum við með aukinni einka-
væðingu, auknu samstarfi við er-
lenda aðila samfara stóraukinni þát-
töku almenningshlutafélaga. Við
sköpum ekki bætt lífskjör með auk-
inni ríkisforsjá. Við verðum að taka
okkur á og aðlaga íslenska hag-
kerfið svipaðri hagstjórn og í öðr-
um vestrænum frjálsum ríkjum.
Annars náum við verðbólgunni
aldrei niður á svipað stig og í
öðrum vestrænum samkeppnis-
löndum. Við getum einnig litið til
Japans. Hvemig væri að auka sam-
starf við þá.
Ef eitthvað á íslandi er „tíma-
skekkja", þá er það íslenska fram-
sóknarforsjáin, þar sem atvinnulífið
er haft á gjörgfesludeildum og dag-
heimilum kerfísins. Núverandi
stjómvöld virðast litla hugmynd hafa
um hlutverk sitt. Mynduðu ríkis-
stjóm ,jafnréttis og félgshyggju" til
þess að „bjarga atvinnulífinu".
Hækka síðan skatta sem velta yfír
á fyrirtækin sem átti að bjarga og
sópa þar með því litla sem eftir var
af eiginfé atvinnulífsins í ríkishítina.
„Björgunaraðgerðir“ félagshyggj-
unnar verða lengi í minnum hafðar.
Ekki nóg með það heldur sogar kerf-
ið íjármagn af viðkvæmum litlum
fjármagnsmörkuðum í ríkissjóð í allt
of miklum mæli. Svo þegar vextir
hækka vegna græðgi ríkissjóðs í
fjármagn svo og vegna þess að fjár-
magn sogast í tapreksturinn með
vanskilum og nýjum lántökum. Væri
það ekki gert myndi atvinnulífið
stöðvast! Svo þegar vextir hækka,
einkum vegna taprekstursins og
græðgi ríkisins í fjármagn, þá er
hrópað: „fijálshyggjugaurarnir í
Sjálfstæðisflokknum", í staðinn fyrir
að draga úr eftirspurn ríkisins í
fjármagn.
Svo neita þessir háu herrar að
viðurkenna afglöp sín og skrá geng-
ið þannig að jafnvægi náist aftur
eins og lög mæla fyrir um.
Úr passíusálmum HP:
„Þótt lögin bijóti og beygi
bannað sé þeim það eigi
ef vald þeir hafa hátt.“
Vandamál íslenskra atvinnuvega
eru komin á stóralvarlegt stig vegna
ímyndaðrar „fijálshyggju“ sem
vandamál. Vandamálið er vinstri-
sinnaðir stjómmálamenn og mis-
skilningur þeirra á því hvert hlut-
verk þeirra er, og hver skylda þeirra
er í efnahagsmálum. Að skapa jafii-
vægisástand á Qármagnsmörkuð-
um með þvi að hemja Qármagns-
sog rikisins af litlum Qármagns-
mörkuðum. Að stöðva taprekstur
atvinnulífsins og stoðva þannig
streymi lánsQár í tapreksturinn.
Og síðast en ekki síst. Að skrá
gengi íslensku krónunnar þannig
að jafnvægisástand ríki í utanrík-
isviðskiptum og atvinnuvegirnir
geti þrifist. Þetta eru grundvallar-
atriði. Til þess að geta bætt lífskjör
verðum við að taka okkur tak, beita
svipaðri hagstjóm og í öðmm vest-
rænum fijálsum ríkjum. Það er
kjaftstæði að það hafi í för með sér
atvinnuleysi. Atvinnuleysi skapast
ef núverandi tilraunastarfsemi
verður haldið áfram i efiiahags-
málum. Ég efast um að nokkur þjóð
í heiminum hafi átt aðra eins mögu-
leika. Við sköpum mest verðmæti
með minnstum tilkostnaði með auk-
inni einkavæðingu á kostnað ríkis-
forsjárinnar. Einurigis á þann hátt
er hægt að bæta lífskjör og auka
kaupmátt.
íslenska þjóð, sem áttir liðna tíma,
Egil og Þorgeir, Skarphjeðinn og Njál,
leikur þig illa lífsins happaglíma,
er Loðinn þjer gaf og mæðiveiki-Pál,
og stjóm, er saug upp tekjulindir landsins,
lamaði frelsi, ijett og hagsæld mannsins.
(úr kvæði Spegilinum 1938).
Höfundur er alþingismaður Sjálf-
stæðisOokks fyrir A usturlands-
kjördæmi.
Einar Hákonarson;
Athugasemd við
sjónvarps-
þátt um myndlist
Þriðjudagskvöldið 16. maí var
sýndur í Ríkissjónvarpinu umræðu-
þáttur um íslenska myndlist undir
stjórn Bjarna Daníelssonar skóla-
stjóra Myndlista- og handíðaskóla
íslands. Stjórn upptöku annaðist
Þór Elís Pálsson. Þátturinn var tek-
inn upp nokkrum dögum áður en
hann var sýndur.
Ég var einn af þátttakendunum
og varð ekki lítið undrandi þegar
ég sá að ummæli mín um Kjarvals-
staði höfðu verið klippt burtu, án
nokkurs samráðs við mig.
Ég leitaði strax skýringa hjá
Sjónvarpinu og fékk samband við
Þór Elís Pálsson, sem sagði að hann
og stjórnandi umræðnanna hefðu
komið sér saman um að klippa þessi
ummæli út vegna þess að þátturinn
hefði verið orðin fimm mínútum of
langur. Orðræða mín tók örugglega
ekki meira en hálfa mínútu í flutn-
ingi. Þeir sem á hlustuðu gátu séð
að langloka safnstjóranna í Lista-
safni Islands og á Kjarvalsstöðum
um hve starfsemi safna þeirra sé
með miklum ágætum, geta best
dæmt um hvað mátti missa sig úr
þættinum.
í ummælum mínum gagnrýndi
ég harðlega að Listmálarafélaginu
hefði verið synjað um sýningarað-
stöðu á Kjarvalsstöðum á næsta
ári. Einnig benti ég á að innan
þessa félags eru flestir þeir mynd-
listarmenn sem starfað hafa í
marga áratugi að myndlist og
margir af þeim unnu ötullega að
því á sínum tíma að Kjarvalsstaðir
voru byggðir. Af einhverjum annar-
legum ástæðum þótti þeim Bjarna
og Þór Elís ekki ástæða til þess að
hafa þessi ummæli mín með í þætt-
inum og minna vinnubrögð þeirra
um margt á svipaða starfshætti og
tíðkast í sumum austantjaldslönd-
um, þar sem skoðanafrelsi er fótum
troðið.
Þar fyrir utan var þátturinn snur-
fussaður og lagaður til, svo sumir
þátttakendur kæmu betur út en
efni stóðu til.
Það er íhugunarefni fyrir menn,
séu þeir beðnir að koma fram í
þáttum, sem teknir eru upp fyrir-
fram fyrir sjónvarp eða útvarp, að
vera á varðbergi með að svona hlut-
ir geti endurtekið sig eða gera þá
kröfu að um beina útsendingu sé
að ræða.
Ég vil geta þess að ég hafði sam-
band við Svein Einarsson yfirmann
Lista- og skemmtideildar sjónvarps-
ins og harmaði hann þessa fram-
komu þáttargerðarmannanna og
vonaði að slíkt kæmi ekki fyrir aft-
ur.
Pennavinir
Hildur María Magnúsdóttir, Eini-
lundi 14 E á Akureyri, óskar eftir
að eignast pennavini á aldrinum 8
til 10 ára. Ahugamál Hildar Maríu
eru dýr, og einnig safnar hún ýms-
um hlutum, s.s. spilum, límmiðum,
servíettum, glansmyndum og göml-
um kortum.
BILAÞING
BÝÐUR KOSTAKJÖR
UM HELGINA
Húsgagnasýning
Heimilishúsgögn
Húsgagnasýning að Hesthálsi 2-4, við Vesturlandsveg
Laugardag frá kl. 10-16 og sunnudag frá kl. 13-16.
i s —.---• ——-■ — -—-
i
i
Listamaður mánaðarins, Guðbjörg Lind Jónsdóttir sýnir málverk.
KRISTJAN SIGGEIRSSON HF.
Hesthálsi 2-4, 110 Reykjavík.
Sími 91-672110 - Fax 91-671688.
krisuAn siggeirsson
5eljum um helgina 50 notaða úrvals bíla
með 60.000 hr. afslætti og lánakjörum.
Opið frá kl. 10-5 laugardag og frá kl. 1-5
sunnudag.
HÉRERUMVIQ Ijl
-LAUGAVEGUR=
I
NOTAÐIfí BÍLAH
BRAUTARHOLTI 33 — SÍMI 695660