Morgunblaðið - 20.05.1989, Side 20
ISllNSKA AUCl ÝSIUCASTOFAN HF
20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989
Sumardagskráin á STÖÐ 2 er snjöll, stórskemmtileg og fræðandi.
Engu er gleymt og fjölbreytnin fyrir alla aldurshópa situr í fyrirrúmi. Framhalds-
myndaþættir - sem skemmta og spenna. Barnaefni - me$ því vandaðasta sem sést. Viðskiptalífið
í brennidepli. Meistaraverk snillinga hvíta tjaldsins. Fræðsluþættir sem opna nýja heima.
Og ef það færi nú að rigna er alltaf hægt að brosa að bráðsmellnum innlendum
sem erlendum skemmtiþáttum. En kannski rignir ekkert.
STÖÐ 2 er bjartsýn og framsækin sjónvarpsstöð.
æri Jón - þáttaröðin um einhleypa fólkið
sem er saman í meðferðarhópi. Það er hið
besta mál - en ráðgjafinn truflar á ótrú-
legustu tímum með spurningum sínum: „Og
hvað með kynlífið? Hvernig vandamál
eru þar?“ Þættir sem leiftra af kímni - en
ósköp er gott að vera ekki í meðferð hjá
henni þessari!
J~\ ndabær og íbúar hans eru sérstakur
heimur barnanna; heimur sem flestir for-
eldrar njóta með þeim. Spennandi at-
burðarás, grín og glens, klaufaskapur
Andrésar og nískan í Jóakim frænda.
Börnin vita fátt skemmtilegra. Og Stöð 2
hefur frá upphafi lagt metnað í talsetn-
íngu barnaefnis síns.
^Bernskubrek - er ekki bara einstaklega
hugljúfur þáttur þar sem söguhetjan rifjar
upp æsku sína í myndum. Þetta eru þætt-
ir sem fá börnin til að skemmta sér konung-
lega og fullorðna til að skella upp úr,
hvað eftir annað. Svona vorum við nefni-
X iiands of a Stranger - Eins manns leit.
Stórbrotin spennumynd í tveimur þáttum,
með stórleikurunum Armand Assante,
Blair Brown og Beverley D’Angelo í aðal-
hlutverkum. Þessi myndröð er alls ekki
við hæfi barna, enda spenna, átök og ástríð-
ur túlkuð á áhrifamikinn hátt. Eiturlyf,
ástarsambönd, margslungin örlög þar sem
heimurinn ýmist rís eða hrynur til
grunna. Ekki hefur heyrst um neinn áskrif-
anda sem ætlar að missa af þessu frábæra
verki, enda eru áskrifendur Stöðvar 2
- fólk sem kann að velja.
Lady sings the Blues - Diana Ross stór-
stjarna í heimi tónlistarinnar, snillingur í
dramatískri túlkun leikur hlutverk
Blues-söngkonunnar Billy Holliday í átaka-
mikilli kvikmynd um ævi hennar.
ÍVÍyndlykillinn, fæst nú á kostakjörum
sem óvíst er hve lengi verður hægt að bjóða.
En þeir sem nú þegar eru áskrifendur
að Stöð 2 geta verið rólegir; þeir eiga alltaf
val. Nú er engin ástæða til að draga það
lengur að kaupa myndlykil. Dagskrá Stöðvar
2 þjónar allri fjölskyldunni, öllum aldurs-
flokkum og öllum áhugasviðum.
A Stöð 2 taka áskrifendumir þátt í mótun
dagskrárinnar. „Það kemur í ljós . . .“ til
dæmis í þáttunum hans Helga Pé og fé-
laga!
X_/agt í’ann með Sigmundi Emi og Guðjóni
Amgrímssyni em nýir innlendir ferðaþættir
þar sem þeir félagamir leiða áhorfendur á
fallegar og athyglisverðar slóðir á löngum
sem stuttum ferðalögum. Þeir kynna
gönguleiðir, gljúfur, fjöll og fossa og staldra
við á stöðum sem sumir hverjir eru duldar
perlur náttúm landsins.
Princess Daisy - Stórbrotin myndaröð
gerð eftir metsölubók Judith Krantz. Átaka-
mikil örlagasaga sem heldur áhorfendum
við efnið löngu eftir að slökkt hefur verið á
sjónvarpinu. Princess Daisy er engin
venjuleg framhaldsmynd - heldur mannleg-
ar ástríður, sorgir og gleði í frábærri Ieik-
gerð.