Morgunblaðið - 20.05.1989, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989
Holti, Austur-EyjaQallahreppi.
GÓÐUR árangur hefur orðið af
borun eftir heitu vatni hjá Ólafi
Egfgertssyni bónda á Þorvalds-
eyri. Fyrir hvítasunnu var dýpt
holunnar komin í 750 m og upp
komu um 2 sekúndulítrar af 53°
heitu vatni, en borun hófst 13.
aprfl: Jarðboranir hf. annast bor-
unina og er áætlað að halda áfram
allt niður að 1.000 metrum ef um
áframhaldandi hitaaukningu verð-
ur að ræða í holunni.
Fréttaritari spurði Ólaf um ástæð-
ur þess að bóndi réðist í það stór-
virki að láta bora eftir heitu vatni í
landi sínu á eigin kostnað.
Ólafur sagði að jörðin væri í næsta
nágrenni við Seljavelli þar sem 60°
til 80° heitt vatn rynni í miklu magni
til jarðar. í um 20 ár hefði verið
rætt um að virkja heita vatnið til
nota fyrir sveitina og Skógaskóla en
ekkert hefði enn verið gert fyrir utan
framtak bóndans á Seljavöllum við
að nýta vatnið til upphitunar þar
heima og við sundlaug hans og þá
ferðamannaþjónustu sem hann hefur
komið upp.
Afi hans, Ólafur Pálsson, hefði
virkjað Koltungufoss 1928 inni í
Merkigili. Hefði sú rafstöð verið með
þeim fyrstu og verið í notkun til
1950. Hefði hún malað gull öll þau
ár og lagt þannig grunn að góðu búi
á Þorvaldseyri. Pabbi hans, Eggert
Ólafsson, hefði síðan af tilviljun tek-
ið eftir volgru í læknum nákvæmlega
fyrir framan gamla stöðvarhúsið og
það hefði alltaf verið trú þeirra feðga
að þama undir væri heita vatnið.
Jón Jónsson jarðfræðingur hefði
kannað nákvæmlega jarðmyndun
svæðisins og teldi hann að heitt vatn
myndi finnast í afmörkuðu 70.000
ára gömlu berglagi sem væri í kring
um jökulinn. Fyrir hans áeggjan
hefði fyrir 6 árum verið gerð frum-
athugun með leit að heitu vatni í
volgrunni og aftur fyrir §órum árum
þegar borað var af ræktunarsam-
bandi Flóa- og Skeiðamanna 50 m
niður og gaf holan í þeirri dýpt 16°.
Síðan hefði mikið verið rætt um
borun eftir heitu vatni í þágu sveitar-
félagsins og Skógaskóla, en ekkert
orðið úr framkvæmdum. Því hefði
Ferðá
Hafhaberg
HIÐ fslenska náttúrufræðifélag
efhir til ferðar á Hafhaberg,
sunnudaginn 21. mai. Þar má sjá
alla algenga bjargfugla landsins
en einnig verður hugað að gróðri
sem þrífst á þessu harðbýla svæði.
Lagt verður af stað kl. 11 árdegis
frá Umferðarmiðstöðinni og áætlað
að koma til baka um kl. 16. Leiðsögu-
menn verða Hrefna Siguijónsdóttir
atferlisfræðingur og Þóra Ellen Þór-
hallsdóttir grasafræðingur.
INNLENT
hann leitað eftir tilboði frá Jarð-
borunum hf. um borun holu í allt að
1000 m. Jón Jónsson jarðfræðingur
og þeir aðilar sem stóðu að borunar-
framkvæmdum hefðu álitið að holan
væri álitleg og var hitaaukningin um
14° á hveija 100 metra.
2. maí var haldinn fundur í félags-
heimilinu að Skógum m.a. um þessar
borunarframkvæmdir. Þar kom fram
hjá Kristjáni Sæmundssyni hjá Jarð-
hitadeild Orkustofnunar að hann
taldi hitastigulinn ekki nógu háan í
holunni og að litlar líkur væru á að
holan gæfi vatn. Þá var dýpt holunn-
ar um 470 m og líklega daginn eftir
var komið niður á vatnsæð sem gaf
um 100 1 á mínútu af 30° heitu vatni
sjálfrennandi við yfirborðið. Því hafi
ekki verið um neitt annað að ræða
en halda áfram boruninni með hjálp
allra þeirra aðila sem studdu hann
og þá ekki sízt borunarmannanna
sjálfra. Þetta væri gert af hugsjón í
þökk til afa hans, sem lagði grunn
að rafmagni sem búið naut í nær
30 ár og það væri ekki meira í ráðist
í dag, miðað við efnahag og aðstæð-
ur að bora eftir heitu vatni og ieiða
heim að búinu. Heita vatnið gæti
lagt grunn að nýrri uppbyggingu í
sveitinni, sem þörf væri á
Fréttaritari
Húsgagnaiðjan á Hvolsvelli.
Kaupfélag Rangæinga:
Morgunblaðið/Sigurdur Jónsson
Nýr kaupfélagsstj óri ráðinn
Selfossi.
NÝR kaupfélagsstjóri, Ágúst
Ingi Ólafsson, hefúr verið ráð-
inn til Kaupfélags Rangæinga
frá 1. júní næstkomandi. Hann
tekur við af Ólafi Ólafssyni sem
hættir eftir 23ja ára starf hjá
kaupfélaginu.
Hjá Kaupfélagi Rangæinga
vinna um 100 manns. Erfiðleikar
hafa verið í rekstri Kaupfélagsins
og nokkur hallarekstur á síðasta
ári. Ágúst Ingi Ólafsson sagði
ástæður fyrir erfiðleikum í rekstri
vera fólksfækkun og minnkandi
framkvæmdir í sýslunni. Rekstrar-
kostnaður hefði aukist og fjár-
magnskostnaður væri mikill.
Iðnaðarstarfsemi kaupfélagsins
hefur átt undir högg að sækja og
ónotað og vannýtt iðnaðarhúsnæði
Morgunblaðið/Kári Jónsson.
Valdimar Gíslason, æðarbóndi á Mýrum í Dýrafirði kannar snjó-
dýpt í aðalvarpinu á Mýrum.
Dýrafjörður:
Bændur uggandi um
æðarvarpið í vor
Hætt við afföllum ef ekki hlýnar í bráð
Núpi.
Æðarræktendur í Dýrafirði
og Önundarfirði eru nú ugg-
andi um framgang æðarvarps-
ins í sumar vegna mikilla snjóa-
laga í varplöndum. Fuglinn er
nú byijaður að setjast upp en
finnur ekki gömlu hreiðurstæð-
in sín.
Í fyrstu viku maímánaðar var
enn mikill snjór á láglendi, einkum
þó í Önundarfirði sem er eins og
jökull yfir að líta. í svokölluðu
aðalvarpi á Mýrum í Dýrafirði,
er ennþá metraþykkur snjór og
bráðnar hægt sökum kulda.
Að sögn Valdimars Gíslasonar
æðarbónda eru fuglar venjulega
um þetta leyti byijaðir að setjast
upp og jafnvel þeir fyrstu famir
að verpa. Minntist Valdimar þess
ekki að svo mikill snjór hefði áður
legið í varpinu á þessum tíma,
enda hefði sama og ekkert þiðnað
allan apríl eftir snjóþungan vetur.
Hvort fuglinum seinkar eitthvað
er ekki gott að segja, hann er
vanafastur og verpir oftast í sömu
hreiðrin ár eftir ár. í þeirri von
að fuglinn velji sér nýja hreiður-
staði þegar þeir eldri finnast ekki
er nú keppst við að búa til hreið-
ur fyrir hann. _ kj
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu:
Fundur um atvinnuástandið
SAMTÖK sveitarfélaga á höfúð-
borgarsvæðinu efiia til fúndar um
atvinnuástandið á höfuðborgar-
svæðinu, þriðjudaginn 23. mai nk.
Fundurinn verður haldinn á Hótel
Borg og hefst hann kl. 17.15
Ræðumenn verða:. Gunnar J. Frið-
riksson, formaður Vinnuveitenda-
sambands íslands, „Atvinnumál og
afkoma fyrirtæja". Öm Friðriksson,
varaforseti Alþýðusambands íslands,
„Atvinnumál og verkalýðshreyfing".
Jón Sigurðsson, forstjóri íslenska
Jámblendifélagsins, prundartanga,
„Ný verksvið fyrir Islenska Jám-
blendifélagið". Ágúst Einarsson, for-
stjóri Hraðfrystistöðvarinnar í
Reykjavík. nf., „Utgerð og fiskvinnsla
í Reykjavík". Jóhann Bergþórsson,
forstjóri Hagvirkis, „Sveiflujöfnun í
atvinnulífinu". Vilhjálmur Egilsson,
framkvæmdastjóri Verslunarráðs ís-
Agúst Ingi Ólafsson nýráðinn kaupfelagsstjóri Kaupfélags Rangæinga.
íþyngir rekstrinum. í húsgagna-
iðju kaupfélagsins unnu áður um
30 manns en þar vinna nú 7 og
hefur þeim öllum verið sagt upp
frá næstu mánaðamótum. Ekki er
þó vfst að alveg verði lokað þar
sem nokkrar vonir em bundnar
við að úr rætist með framleiðslu
sjúkrahúsgagna sem húsgagnaiðj-
an hefur framleitt fyrir sjúkra-
stofnanir.
Samdráttur hefur verið í verslun
kaupfélagsins og ljóst að verslunin
verður rekin með halla í ár miðað
við sömu forsendur og verið hafa.
„Við emm engu að síður staðráðin
í að standa þetta af okkur og kom-
ast í gegnum erfiðleikana. Það
hefur mikil áhrif þegar bændur
halda að sér höndum við fram-
kvæmdir og fyrirtæki hér hætta
starfsemi," sagði Ágúst Ingi. „Það
sem getur hjálpað til að komast í
gegnum erfiðleikana og auka um-
svifin er að fólk beini viðskiptum
í ríkara mæli til fyrirtækja í heima-
byggð," sagði Ágúst Ingi Ólafs-
son. — Sig. Jóns.
Samtök um byggingu tónlistarhúss:
Ferðahappdrætti til
styrktar byggingarsjóði
SAMTÖK um byggingu tónlist-
arhúss hafa ákveðið að efna til
ferðahappdrættis til ágóða fyrir
byggingarsjóð hússins og verða
vinningar dregnir út 17. júní
næstkomandi.
í frétt frá samtökunum segir,
að vaxandi áhugi sé meðal lands-
manna fyrir byggingu hússins,
sem á að rísa á næstu ámm í
suðausturhluta Laugardals rétt við
gatnamót Suðurlandsbrautar og
Grensásvegar. Enn fremur að tón-
listarhúsið verði framtíðarhljóm-
leikahöll fyrir alla þá tónlist, sem
landsmenn hafa áhuga á og full
nægir alþjóðlegum kröfum flytj
enda og áheyrenda. Tveir tónlist
arsalir verða í byggingunni og tek
ur annar þeirra 250 til 400 mann:
í sæti en hinn um 1.400 manns
Efnt var til norrænnar samkeppn
um hönnun hússins og varð Guð-
mundur Jónsson arkitekt hlut-
skarpastur. Teikningar hússins
hafa hlotið samþykki byggingar-
nefndar og nú vantar fé til ac
grafa gmnninn.
(Úr fréttatilkynningu)
lands, „Efnahagsástand og atvinnu-
horfur".
Davíð Oddsson borgarstjóri
Reykjavíkur flytur ávarp i upphafi
fundar. Fundinn setur Lilja Hall-
grimsdóttir formaður Samtaka sveit-
arfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Fundarstjóri verður Jóna Gróa
Sigurðardóttir formaður Atvinnu-
málanefndar SSH.
’ Morgunblaðið/Þorkell
íslenskir tónlistarmenn og aðrir áhugamenn um byggingu tónlistar-
húss lögðu hönd á plóginn og aðstoðuðu við að koma happdrættismið-
um í póst. ■; j ; í; 11 i /1 i
Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum:
Bóndi sækir búi sínu
heitt vatn með borun