Morgunblaðið - 20.05.1989, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 20.05.1989, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989 27 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir KRISTJÁN JÓNSSON Umrótið í Kína: Efltir áratuga harðstjóm krafðist þjóðin lýðréttínda „PRÚÐBÚIÐ alþýðufólk fylgdist með Míkhafl Gorbatsjov og Raisu, eiginkonu hans, leggja blómsveig að minnismerki fallinna byitingar- hetja á Torgi hins himneska friðar f Peking. Sfðan ræddu hjónin vinsamlega við fólkið sem lauk lofsorði á ieiðtoga sfna, einkum Deng Xiaoping, fyrir framfarir og velsæld sem aidrei hefðu verið meiri f sögu Kfna.“ Nei, svona var ekki sagt frá tímamótaheimsókn sovéska leiðtogans til Peking, heimsókn sem nálega hvarf f skugg- ann af mestu mótmælaaðgerðum kfnversks almennings frá þvf að kommúnistar tóku völdin f landinu fyrir réttum 40 árum. Hundruð þúsunda manna fyiitu torgið fræga með kröfúspjöld þar sem for- dæmt var einræði, fautaskapur og spilling æðstu leiðtoga og heimt- að að nýir menn tækju við. Smygla varð sovéska leiðtoganum bak- dyramegin inn f Alþýðuhöllina miklu til að hann gæti Qutt mikilvæg- ustu ræðu sfna í ferðinni. Niðurlæging Dengs Xiaopings og foryst- unnar allrar var gffúrleg, hneisan óbærileg. Setning herlaga í gær var örvæntingarúrræði manna sem fannst öll sund vera að lokast. Kornung- ur andófs- maður f Peking gerir sig- urmerkið með fingr- unum. Nokkrar milljónir manna hafa tekið einhvem þátt í mót- mælunum, þ. á m. lögreglumenn og starfsmenn fjölmiðla sem allir hafa verið vandlega múlbundnir af ritskoðurum stjómvalda. Sumir þeirra hafa þó sýnt mikið hugrekki og tekið óbeint undir kröfur stúd- entahreyfíngarinnar sem almenn- ingur hefur fylkt sér um. Ráðleysi kínversku forystunnar birtist kínverskum almenningi þegar kínverska sjónvarpið sýndi beint frá heimsókn fjögurra af valda- mestu mönnum landsins á sjúkra- hús á fímmtudag þar sem nokkrir stúdentar i hungurverkfalli lágu. Valdsmennimir spurðu kvíðnir á svip um líðan ungmennanna og Zhao Ziyang flokksleiðtogi nánast grátbændi þá um að hætta fös- tunni. Svarið var langur fyrirlestur eins stúdentanna um stjómarfarið og hveiju þyrfti að breyta; hann rakti ítarlega spillingu ráðamanna og sagði að ætluðu embættismenn sér að bæta ímynd sína væri þeim ráðlegast að hætta þegar að hygla eigin bömum og ættingjum. Al- menningur fylgdist agndofa með þessari uppákomu sem var endur- sýnd nokkrum sinnum; ráðamenn eru vanastir því að heyra smjaður og lofgerðarrullur um eigin afrek. Fulltrúar stúdenta létu reiðilestur og hótanir Li Pengs forsætisráð- herra á fundi með þeim síðar um daginn eins og vind um eyrun þjóta; staðfesta þeirra virðist óbii- andi. Þeir kreflast þess að sjón- varpað verði beint frá viðræðum þeirra við ráðamenn um lýðræðis- umbætur. Baráttan gegn ættingjadekri og fjármálaspillingu flokksleiðtoga hefur verið ofarlega á baugi í mótmælaaðgerðunum sem hófust er Hu Yaobang lést. Honum var einmitt sparkað úr valdastóli á sínum tíma er hann reyndi að fá því framgengt að refsingar yrðu upp teknar fyrir auðgunarbrot bama frammámanna. Eitt þekkt- asta dæmið um vafasöm viðskipti er háttemi fatlaðs sonar Dengs sem hefur rakað saman fé í stöðu sinni sem stjómandi góðgerða- stofnunar er hefur tekjur af ýmiss konar fyrirtækjarekstri. Sonur Zhaos flokksleiðtoga hefur komið sér vel fyrir á eyjunni Hainan sem er eitt af sérstökum efnahags- svæðum ríkisins og nýtur verulegs viðskiptafrelsis. Sagt er á að Li Peng eigi frama sinn því að þakka að hann var ættleiddur af Zhou Enlai, sem lengi var einn af voldug- ustu mönnum landsins. Loks má geta þess að almenningur í Peking og víðar í kommúnistaríkjunum á sennilega erfítt með að meðtaka öreigaboðskapinn um jafnrétti allra og ótrúlega fómarlund leið- toganna þegar hann horfír á vel haldna ráðamenn aka um í útlend- um eðalvögnum. Stúdentar hafa borið fram óþægilegar spumingar um gjald- eyriseyðslu, spurt hver ákveði for- gangsröðina. Þótt framleiðslu- aukning hafí verið stórkostleg und- anfarin ár fer því ijarri að alþýða manna sé ánægð með kjör sín. Verðbólga og atvinnuleysi hafa haldið innreið sína og aukin sam- skipti og þekking á umheiminum, ekki síst fyrir tilverknað sjónvarps- ins, gera mörgum ljóst hve eymdin er mikil heima fyrir. Á einu mótmælaspjaldinu á Torgi hins himneska friðar stóð.„Eftir 40 ára þögn getum við sagt það sem okkur býr í bijósti." Kínveijar þekkja yfírleitt ekki vest- rænt lýðræði nema af brengluðum söguskýringum áróðursmanna yfirvalda og athyglisvert er að í umbótatillögum stúdenta er ávallt lögð áhersia á forystuhlutverk kommúnistaflokksins, gagnstætt kröfum andófsmanna í Austur- Evrópu. Stúdentamir segjast ein- faldlega vilja yngri, óspilltari og kröftugri menn til valda. Stjóm- málaref á borð við Deng Xiaoping, sem enn virðist vera valdamestur bak við tjöldin, er þó vafalaust ljóst að þegar stúdentar kyija kröfur sínar um fullt tjáningarfrelsi leggja þeir drög að endalokum flokksein- ræðisins. ERTU «1 GÓÐ W SKYTTA? Æfðu þig með eigin ieirdúfukastara Leirdúfukastari með rafstýrðum sleppibún- aði. Kastlengd alltað 90 m. Aðeins Dkr.. 3.488,- - með handstýringu - losun með snúru eða fótstigi - kastlengd allt að 60 m. AðeinsDkr... 1.288,- Lelrdúfuhandkastari Dkr........... 88,- Skotskífa fyrir riffla og haglabyssur. Aðeins Dkr.... 488,- Biðjið um bækling. N.CHRISTIAIMSEN, Postbox 6019 DK-6731 Tjæreborg. Sími: 75-17 5422 Fax: 75-17 58 68 Honda 89 Civic 3ja dyra 16 ventla Verð frá 715 þúsund, miöað við siaógrcióslu á gcngi 1. mai 1989 GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIR ALLA. ÍHONDA VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900 Við bjóðum þér allt að 24 mánaða greiðslukjör. Lágmarksútborgun f Renault 5 er aðeins 100 þúsund krönur. Leggðu dæmið fyrir þig! Það er einflalt mál að semja við okkur. OPIÐ LAUGARDAG FRÁ 13—17. Bílaumboðið hf Krókhálsi 1, Reykjavík, sími 686633 24 mánaða greiðslukjör Síðustu Renault bðamir á tðboðsverði til afgreiðslu strax. I dag sýnum við síðustu Renauit bílana af árgerð 1988 og 1989, sem eru fáanlegir á tilboðsverði. Nú er síðasta tækifærið. RENAULT I i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.