Morgunblaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.05.1989, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989 Kvótahoppið innan Evrópubandalagsins: Irar kærðir og Bretar áminntír Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Framkvæmdastjórn Evrópu- bandalagsins (EB) hefur kært írsku stjórnina fyrir Evrópudóm- stólnum í Lúxemborg vegna banns við veiðum spænskra fiski- skipa úr írskum veiðikvótum. Jafnframt hefur framkvæmda- stjórnin ítrekað athugasemdir Danmörk: Vilja hafiisögu- skyldu á skip með hættuleg efiii um borð Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. MEIRIHLUTI danska þings- ins hefur samþykkt að danska stjórnin skuli beita sér fyrir því innan Alþjóða- siglingamálastofiiunarinnar, IMO, að »11 erlend skip verði skylduð til þess að taka hafii- sögumann um borð sigli þau um danska landhelgi með hættulegan farm. Stjóminni er einnig falið að semja við löndin við Eystrasalt um slíka skyldu. Danir reyndu árið 1985 að skylda öll skip, sem sigla um danska landhelgi með olíu, eitur eða geislavirk efni um borð, en neyddust til þess að falla frá slíku. Sam- kvæmt 130 ára gömlum al- þjóðalögum, sem enn eru í gildi, geta einstök ríki ekki ákveðið einhliða slíka skyldu á erlend skip. sínar við lög á Bretlandi sem ætlað er að koma í veg fyrir veiðar útlendinga úr breskum kvótum. Framkvæmdastjórnin telur að afstaða ríkisstjórnar Bretlands og Irlands í þessu efiii bijóti í bága við ákvæði Rómar- sáttmálans um frelsi þegna EB til að stofiia fyrirtæki án hindr- ana í öllum aðildarrikjum banda- lagsins. Deilur framkvæmdastjómarinn- ar við íra og Breta virðast byggj- ast á þversögn. Annars vegar út- hluta sjávarútvegsráðherrar EB sameiginlega veiðiheimildum til einstakra aðildarríkja bandalagsins og hins vegar hafnar framkvæmda- stjómin einkarétti aðildarríkjanna á þessum veiðiheimildum. Bresk stjómvöld hafa bent á að út í hött sé að úthluta kvótum til einstakra ríkja ef þau hafi ekki óskoraðan ráðstöfunarrétt á þeim. Þessum röksemdum vísar fram- kvæmdastjómin á bug á þeim for- sendum að Rómarsáttmálinn kveði skýrt á um jafnan rétt allra þegna EB til að stunda atvinnu þar sem þeir vilja og að sama skapi sé óheimilt að mismuna þegnum EB vegna þjóðemis. Það em fyrst og fremst Spán- veijar sem hafa farið þá leið að skrá fískiskip sín á Bretlandi og írlandi til að fá aðgang að kvótum þessara landa. Spænski fiskiskipa- flotinn er sá langöflugasti innan EB, af 278 fiskiskipum sem eru stærri en 500 tonn innan banda- lagsins em tæplega 100 í eigu Spánverja. Framkvæmdastjórnin ítrekar at- hugasemdir sínar við Breta vegna þess að í svari Breta við fyrri at- hugasemd kemur ekki fram að til standi að breyta þeim lögum um skipaskráningar sem m.a. skilyrða úthlutun kvóta við meirihlutaeign breskra þegna í útgerðarfyrirtæk- inu. Reuter Sovéskir hermenn ræða við Litháa, sem halda á spjöldum þar sem kvartað er undan atvinnuleysi og óstjórn í landbúnaði, fyrir utan þingið í Vilnius, höfúðborg Sovétlýðveldisins Litháen. Þingið lýsti yfir efiiahagslegri sjálfsstjórn lýðveldisins á fímmtudagskvöld. Eystrasaltsríkin Eistland og Litháen: Lýsa yfir efaahags- hagslegri sjálfsstjóm Moskvu. Reuter. ÞING Eystrasaltsríkjanna Eistlands og Litháens lýstu á fimmtudags- kvöld yfir efiiahagslegri sjálfstjórn Sovétlýðveldanna og samþykktu lög sem veita stjórnum þeirra fullt umboð til að fara með fíármál og at- vinnumál lýðveldanna. Þing Eistlands samþykkti einnig að koma á nýju myntkerfí og leysir eistneska myntin, korú, rúbluna af hólmi í lýðveldinu. ERLENT Heimildarmenn í Vilnius, höfuð- borg Litháens, sögðu að borgarbúar, sem hefðu veifað litháenska fánan- um, hefðu fjölmennt á götum borgar- innar til að fagna yfírlýsingu lithá- enska þingsins. „Stjórn Sovétríkj- anna sniðgengur enn kröfu Litháa um efnahagslega sjálfsstjóm," segir í yfírlýsingu þingsins og bætt er við að innlimun Litháens í Sovétríkin hafí verið ólögleg og þvert gegn vilja Litháa. Indrek Toome, forsætisráðherra Eistlands, tók í sama streng í ræðu sem hann hélt á þinginu í Tallinn, höfuðborg lýðveldisins. „Við viljum sjálfsstjóm, stjóma efnahag okkar sjálfír og koma á efnahagstengslum við önnur lýðveldi Sovétríkjanna og erlend ríki,“ sagði forsætisráðher- rann. Þingin samþykktu einnig ályktan- ir, þar sem samningur þýskra nasista og Sovétmanna frá árinu 1939 er fordæmdur, en hann varð til þess að Eystrasaltsríkin Eistland, Lett- land og Litháen vom innlimuð í Sov- étríkin árið 1940. Stjómvöld í Moskvu hafa ekki tjáð sig um yfírlýsinguna, en talið er að fjallað verði um hana á sovéska full- trúaþinginu, sem sett verður 25 maí. „Maður getur alltaf á sig íranir krefla Banda- ríkin um skaðabætur Amsterdam. Reuter. Stjómvöld i Iran hafa farið þess á leit við Alþjóðadómstólinn í Haag að Bandaríkjamönnum verði gert að greiða skaðabætur vegna árásar bandariska herskipsins Vincennes á íranska farþegaþotu í júli á siðasta ári. Allir þeir sem um borð voru, 290 manns, biðu bana þegar eldflaug firá skipinu hæfði þotuna er hún var á flugi yfir Persaflóa. Krafa írana er rökstudd með til- vísun til þess að Bandaríkjamenn hafí brotið alþjóðlega samninga um ferðir farþegaflugvéla og er þess krafíst að ættmennum þeirra sem fórust og íranska ríkinu verði greidd- ar skaðabætur sem dómstólnum er falið að ákveða. Átta dögum eftir árásina lýstu stjómvöld í Bandaríkjunum yfir því að þau væru reiðubúin að greiða ættingjum hinna látnu skaðabætur. Á hinn bóginn kæmi ekki til greina að greiða stjómvöldum í íran bætur vegna árásinnar. Talsmaður Alþjóðadómstólsins sagði í gær að krafa írana yrði tæp- ast tekin fyrir næstu sex mánuðina. Árið 1979 úrskurðaði Alþjóðadóm- stólinn að írönum bæri að sleppa 52 bandarískum sendiráðsstarfsmönn- um sem hafðir voru í haldi í Teher- an. íranir hundsuðu niðurstöðu dómsins og neituðu að auki að láta sendiráð Bandaríkjanna í höfuð- borginni af hendi. ítalía: blómum bætt“ Svona blómlegt er í sólstofu úr plastinu frá SINDRA STÁLI. Sannkallað gæðaplast framleitt af GENERAL % ELECTRIC PLASTICS og er til einfalt, tvöfalt eða þrefalt. Sláðu á þráðinn til okkar og aflaðu þér frekari upplýsinga. Við erum alltaf í sumarskapi. Með blómlegum kveðjum, BORGARTÚNI 31 SINDRA ÚNI 31 ' 'plasideild STALHF SlMl: 91 • 2 72 22 Sólgnir í danskan físk FISKNEYSLA fer vaxandi á Ítalíu og hafa danskir fiskútflytjendur notið góðs af undanfarin ár, að því er segir í danska dagblaðinu Politiken sl. þriðjudag. Vitnar blaðið í skýrslu um þetta efiii, þar sem firam kemur, að fiskútflutn- ingur Dana til Ítalíu hefur aukist jafiit og þétt sfðastliðin þijú ár. Árið 1987 seldu Danir ítölum sjáv- arafurðir fyrir um 1,5 milljarða dan- skra króna (ríflega 10 milljarða ísl. kr.). Var það um 16% aukning frá árinu áður, að magni til,. en 32% aukning miðað við verðmæti. Þessi aukning átti sér stað þrátt fyrir hringormafárið, sem danskir útflytjendur þurftu að glíma við 1987. Svipuð aukning varð 1988, og útlitið fyrir 1989 er gott. f skýrslunni, sem er eftir danskan físksöluráðunaut, kemur fram, að ítalir eigi sífellt erfiðara með að vera sjálfum sér nægir með sjávarafurðir og auka innflutning sinn hröðum skrefum. Einnig hefur það skipt máli, að velmegun hefur farið vax- andi á Ítalíu. Ilumar er fyrirferðarmikill í sjáv- arvöruútflutningi Dana til ítaliu. Af einstökum sjávarafurðum hefur leturhumar verið fyrirferðarmestur í þessum útflutningi Dana til Ítalíu (239 millj. d. kr. 1987), en hrogn og lax hafa einnig selst þar eins og heitar lummur. Fisksöluráðunauturinn spáir því, að bjart sé framundan hjá dönskum fiskútflytjendum á Ítalíumarkaðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.