Morgunblaðið - 20.05.1989, Síða 29

Morgunblaðið - 20.05.1989, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989 20 Japan: Tæplega áttræður alvörumað- ur líklegur arftaki Takeshita Nakasone skýrir frá hlutdeild sinni í Recruit-hneykslinu Tókló. Reuter. YASUHIRO Nakasone, fyrrum forsætisráðherra Japan, mun i næstu viku gera þingheimi grein fyrir hlutdeiid sinni í Recruit-hneykslinu svonefnda sem hleypt hefur öllu í bál og brand i japönskum sfjórn- málum. Núverandi forsætisráðherra Japan, Noboru Takeshita, hefur boðað afsögn sfna og er nú talið hugsanlegt að eftirmaður hans verði Toshio Komoto, annálaður alvörumaður og fyrrum formaður gjald- þrota skipafélags, Gert er ráð fyrir því að Nakasone skýri frá hlutdeild sinni í Recruit- hneykslinu á fimmtudag í næstu viku, að því er ónefndir heimildar- menn Reuíers-fréttastofunnar sögðu í gær. Fram til þessa hefur Naka- sone neitað að svara spumingum stjómarandstæðinga á þingi en þeir hafa krafist þess að forsætisráð- herrann fyrrverandi sverji þess dýran eið að skýra satt og rétt frá tengslum sínum við Recruit-fyrirtækið. Naka- sone mun hins vegar aðeins svara spumingum þingmanna í neðri deild en samtök stuðningsmanna hans fengu peninga og óskráð hlutabréf að gjöf frá forráðamönnum fyrirtæk- isins. Fullyrt hefur verið að Naka- sone hafi veitt Recruit ýmsa fyrir- greiðslu í staðinn en þær ásakanir hafa enn ekki verið fyllilega rök- studdar. Hneyksli þetta hefur kostað fjölda embættismanna starfið og 13 manns em nú á bak við lás og slá vegna málsins. Búist er við tveir til við- bótar verði ákærðir í næstu viku. Heimildarmenn innan Frjálslynda lýðræðisflokksins sögðu í gær að Toshio Komoto yrði að líkindum næsti forsætisráðherra Japan. Kom- oto fer fyrir einni af fimm fylkingum stjómarflokksins og hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að hann og undirsátar hans séu viðriðn- ir Recruit-hneykslið. Komoto var for- maður Sanko-skipafélagsins sem varð gjaldþrota árið 1985 en stjóm- málaferill hans þykir tiltölulega flekklaus á japanskan mælikvarða. Komoto, sem er 77 ára, er oftlega nefndur „Alvömgefni prinsinn" þar eð elstu menn rekur ekki minni til þess að hann hafi sést brosa. Líklegt Reuter Líklegt er talið að Toshio Kom- oto taki við embætti forsætisráð- herra Japans. Komoto er 77 ára en myndin var tekin árið 1983. er talið að Takeshita forsætisráð- herra fari frá í næstu viku er efri deild þingsins hefur afgreitt flárlaga- fmmvarp ríkisstjómar hans. Mótmæli í Tævan Reuter Ungur Tævani framdi í gær sjálfsmorð með því að kveikja í sér fyrir framan vírgirðingu við forsetahöllina í Tævan. Girðingin var sett upp til að koma í veg fyrir að þúsundir mótmælenda kæmust á útför róttæks blaðamanns, sem framdi sjálfsmorð í síðasta mánuði. Reuter Samrýndar mæðgur Órangútan-ungi, Rósa að nafni, hjúfrar sig að móður sinni í Hagen- beck-dýragarðinum i Hamborg. Móðirin, Bella, er frá Súmötru og faðirinn, Sinjo, frá dýragarði í Berlín. Órangútan-mannapar lifa í tijám í Bomeó og Súmötm. Grænlensk þing- neftid til Washington Kaupmannahöth. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. UTANRÍKIS- og öryggismálanefiid grænlenska landsþingsins hélt til Bandaríkjanna á miðvikudag. Er ferðinni heitið til Washington og Colorado Springs. Á siðaraefnda staðnum em aðalstöðvar banda- risku herstöðvanna í Syðri-Straumfirði og Thule. Á heimleiðinni mun nefndin eiga viðdvöl í herstöðinni í Thule, þar sem nefndarmörinum verður kynnt- ur varnarviðbúnaður stöðvarinnar. Lars Emil Johansen þingmaður, formaður nefndarinnar, sagði í við- tali við grænlenska útvarpið um síðastliðna helgi, að nefndinni yrðu kynnt framtíðaráform um bandarísk hemaðarmannvirki í Grænlandi, þar á meðal ratsjár- stöðvamar á Grænlandsjökli. Bandaríkjamenn hafa þegar lagt niður aðra tveggja Dew-2-ratsjár- stöðvanna þar, og er heimastjórnin uggandi um, að þeir hafi einnig í hyggju að leggja aðrar ratsjárstöðv- ar niður. Gangi það eftir, þurfa Bandaríkjamenn ekki lengur á her- stöðinni í Syðri-Straumfirði að halda, en þar er flugbraut og birgðastöð fyrir stöðvarnar á jöklin- um. Syðri-Straumfjörður er mikilvæg miðstöð fyrir innanlandsflugið á Grænlandi, svo og fyrir flugumferð milli Grænlands og Danmerkur. Nefndin á einnig að ræða um mögleika á áætlunarflugi milli Syðri-Straumíjarðar og Thule-her- stöðvarinnar í framtíðinni. Eins og er sjá bandarískar herflugvélar um flug á milli þessara staða, og er sveitarstjómin í Avanersuaq, þar sem herstöðin er, ekki ánægð með þá skipan. Þess vegna hefur heima- stjómin áhuga á, að Grænlandsflug fái að sjá um flugsamgðngur þarna á milli. Civic Shuttle 4wd sá kraftmesti 1.6i 116 Din hestöfl og verð aðeins kr. 1.030.000,- stgr. Athugiö!!! Tökum vel meó farna notaóa bila upp i nýja. Nú þarf ekki að velta fyrirsértökkum og gírstöngum til að setja í fjórhjóladrifið. Honda útbjó einfaldlega fjórhjóladrifið þannig, að bíllinn sér sjálfur um valið eftir aðstæðum og þörfum. 0HONDA Vatnagörðum 24, s. 689900. Bilasýning i dag kl. 13-16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.