Morgunblaðið - 20.05.1989, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989
33
H
Aðstandendur bókmenntadagskrárinnar um ást og erótík í Iðnó.
Athugasemd frá formanni HÍK
Bókmenntadag-
skrá um ást og
erótík í Iðnó
Bókmenntadagskrá _ þriðja
bekkjar Leiklistarskóla íslands og
Leikfélags Reykjavíkur verður
um ást og erótík í Iðnó; þriðjudag-
inn 23. maí og miðvikudaginn 24.
maí klukkan 20.30 og fimmtudag-
inn 25. maí klukkan 17.
í fréttatilkynningu segir, „Um er
að ræða sviðsetta dagskrá með leik,
ljóðaflutningi, söng og hljóðfæraleik.
Dagskráin í heild er ein órofa leik-
sýning, þar sem fléttað er saman
efni um ást og erótík úr leikritum,
ljóðum, söngtextum og sögum frá
ýmsum tímum víða að úr bókmennt-
unum — innlendum sem erlendum.
í sýninguni er að finna efni allt
frá Ljóðaljóðum Gamla testamentis-
ins til íslenskra dægurlaga sam-
tímans. Sérstaklega ber að nefna
efni úr nýlegu amerísku leikriti, Rio
Esmeralda, eftir Erin Cressida Wil-
son, sem Karl J. Guðmundsson leik-
ari hefur þýtt sérstaklega fyrir þessa
sýningu.
Höfundur leikgerðar og leikstjóri
er Guðrún Ásmundsdóttir. Söng-
stjóri er Helga Gunnarsdóttir. Leik-
hljóð eru flutt af fingrum fram á
sýningunni af Pétri Grétarssyni.
Leikendur frá Leikfélagi
Reykjavíkur eru; Helga Þ. Stephen-
sen, Valgerður Dan og Þröstur Leó
Gunnarsson og frá Leiklistarskóla
íslands (þriðji bekkur 1988-1989);
Baltasar Kormákur, Björn Ingi
Hilmarsson, Edda Amljótsdóttir,
Eggert Amar Kaaber, Erling Jó-
hannesson, Harpa Amardóttir,
Hilmar Jónsson, Ingvar Eggert Sig-
urðsson og Katarína Nolsöe.
Helgi Þorgils
Friðjónsson held-
ur fyrirlestur um
iist sína
NÚ FER að ljúka sýningu á verk-
um eftir Helga Þorgils Friðjóns-
son, sem stendur yfir á Kjarvals-
stöðum.
Helgi sýnir þar 27 málverk, sem
hann hefur unnið á síðustu tveimur
árum. Sýningin hefur fengið mjög
góðar viðtökur og háfa öll helstu
listasöfn í landinu fest kaup á verk-
um eftir listamanninn, segir í frétt
frá Kjarvalsstöðum, og þessi sýning
mun nú ferðast til Listamiðstöðvar-
innar í Sveaborg, Borgarlistasafns-
ins í Eckenförde, í Þýskalandi og
síðan til listasafnsíns í Rovaniemi í
Finnlandi.
í tengslum við sýninguna mun
Helgi Þorgils Friðjónsson halda fyr-
irlestur um list sína á Kjarvalsstöð-
um sunnudaginn 21. maí klukkan
16 í fundarsal safnsins.
Tónleikar á Hót-
el Borg
TÓNLEIKAR Djass Stórsveitar
Kópavogs fara fram í dag, laug-
ardaginn 20. maí undir stjórn
Stefáns S. Stefánssonar.
Tónleikamir fara fram á Hótel
Borg og hefjast klukkan 17. Á
efnisskránni er stórsveitartónlist
auk útsetningar eftir Össur Geirs-
son básúnuleikara sveitarinnar.
Hveragerði:
Málverkasýning
í Hótel Ljósbrá
Hveragerði.
GUÐBJÖRG Guðjónsdóttir opn-
aði málverkasýningu á annan í
hvitasunnu í Hótel Ljósbrá í
Hveragerði.
Þetta er önnur einkasýning Guð-
bjargar, en hún hélt nýlega sýningu
í heilsuhæli NLFI. Hún sýnir núna
olíumálverk, sem unnin em á und-
anfömum árum og eru myndimar
allar í einkaeign.
Guðbjörg hefur stundað nám í
einkatímum og Myndlistaskóla
Reykjavíkur. Sýningin verður opin
á opnunartíma hótelsins sem er frá
klukkan 9—21 alla daga um
óákveðinn tíma.
- Sigrún
*
Islandsmeistara-
keppni í torfæru-
akstri
Íslandsmeistarakeppninnií tor-
færuakstri 1988 lauk formlega
með afhendingu íslandsmeistarat-
itla á árlegri árshátíð LÍA.
íslandsmeistarar urðu þeir Har-
aldur Ásgeirsson í flokki sérútbúinna
bíla á Jeepster árg. 67 og Þórður
Gunnarsson í flokki götubíla á Ford
árg. 42. íslandsmeistarakeppnin
1989 hefst 27. maí á Akureyri.
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Wincie
Jónannsdóttir, form. HÍK.
í Morgunblaðinu 19. maí birtist
frétt sem bar yfirskriftina Tökum
ekki við fyrirskipunum frá skóla-
stjórnendum. í henni em beinar
tilvitnanir í mig sem eru þannig
teknar úr samhengi, að merking
þeirra breytist. Útkoman er þess
eðlis að skólastjórnendur hljóta að
líta svo á að formaður Hins íslenska
kennarafélags hafi af einhverjum
óskiljanlegum ástæðum kastað
stríðshanska, og þætti mér ekki
óeðlilegt ef Skólameistarafélagið
mótmælti formlega þeim ummælum
sem eftir mér eru höfð. Einnig er
haft ýmislegt eftir mér sem snertir
nemendur, og þar er því sleppt sem
skiptir máli og annað tekið úr sam-
hengi, þannig að nemendur hljóta
að reiðast einnig.
Það hefur einkennt fréttaflutning
Morgunblaðsins af kjaradeilu und-
anfarinna vikna hversu vandaður
og ábyrgur hann hefur verið. Blaða-
menn þar hafa m.a. lagt sig fram
um að hafa rétt eftir mér og sam-
starfsmönnum mínum öðrum sem
þeir hafa vitnað í. Mér þykir þess
vegna sérstaklega leitt að sjá svo
óvönduð og æsileg vinnubrögð í því
blaði, og hef hér fengið inni í blað-
inu til að leiðrétta það versta.
Á fundi með HÍK kennurum 18.
maí var aðalumræðuefnið skólalok
og hvemig skyldi staðið að þeim. í
ræðu minni vék ég að skólastjóm-
endum og sagði m.a.:
1. að yfirlýsingar ýmissa skóla-
stjómenda í fjölmiðlum bæm
vott um taugaveiklun. Því sagði
ég þetta að þeir höfðu, áður en
verkfalli lauk, staðhæft um
skólalok í smáatriðum, en
menntamálaráðherra hefur alla
tíð sagt mjög skýrt að ákvarðan-
ir þar um yrði að taka í samráði
við kennara og nemendur á
hveijum stað. Kennarar skyldu
því fara inn í skólana til að eiga
samráð við stjómendur en ekki
bara til að taka við fyrirskipun-
um.
2. að Skólameistarafélagið hefði
ekki gefið út neinar yfirlýsingar
eða ályktanir sem styddu okkar
málstaðá neinn hátt, og að félag-
ið hefði ekki stutt okkur íjár-
hagslega heldur, þó við hefðum
formlega farið fram á hvort
tveggja. Ég vék aftur á móti að
því að einstakir skólastjómendur
kynnu að hafa stutt okkur bæði
í orði og á borði. Mér er einnig
kunnugt um að ýmsir þeirra
hafa lagt sig fram um að leita
lausnar, þó það hafi ekki verið
gert opinberlega.
3. að skólastjómendum bæri að
leggja talsverða áherslu á atriði
er snerta rekstur, en kennarar
hugsuðu einkum um fagleg at-
riði, og því væri samráð þessara
aðila nauðsynleg til að besta
lausnin fengist. Ég gaf alls ekki
í skyn að skólastjórnendur legðu
lítið upp úr hinu faglega, heldur
benti líka á aðrar skyldur þeirra.
Eins og fram kemur í greininni
var spurt um hvort HÍK hefði haft
eitthvert samband við nemendur.
Þessu var svarað játandi og sagt
TVÆR íslenskar Iistakonur,
Borghildur Óskarsdóttir og Guð-
rún Krisljánsdóttir, sýndu fyrir
skemmstu höggmyndir og olíu-
málverk í SCAG galleríinu í
Amaliegade.
Borghildur sýndi 7 höggmyndir,
tvi- og þrískiþtar. Hún hefur tekið
frá því sambandi sem hefði verið,
en blaðamaður kýs að greina e.kki
frá því. Einnig segir hann þannig
frá minni umfjöllun um nemendur
að það er ekki hægt að skilja annað
en að mér þyki erfifðleikar þeirra
léttvægir. Þetta er fullkomlega
ómaklegt eins og þeir sem sátu
fundinn, þ.m.t. blaðmaður Morgun-
blaðsins, vita vel.
Eftir jafn langa, harðvítuga og
skaðlega deiju og verkfall BHMR-
félaga hefur verið hljóta allir að
leggjast á eitt um að draga sem
mest úr skaðanum. Skólastjómend-
ur, kennarar og nemendur verða
að vinna saman til að svo geti orð-
ið, og fjölmiðlar ættu að sjá sóma
sinn í að forðast að gera illt verra.“
Aths. ritstj.:
Morgunblaðið hefur undir hönd-
um segulbandsupptöku af ræðu
Wincie Jóhannsdóttur, sem umrædd
frétt var byggð á. Eftir að athuga-
semd hennar kom fram var frétt
blaðsins í gær borin saman við seg-
ulbandsupptökuna. Á grundvelli
þess samanburðar er athugasemd
Wincie Jóhannsdóttur vísað á bug.
Henni er að sjálfsögðu heimilt að
hlýða á þessa segulbandsupptöku á
ritstjómarskrifstofum blaðsins.
þátt í fjölda samsýninga víða um
Evrópu og í Bandaríkjunum. Guð-
rún sýndi 12 olíumálverk. Hún hef-
ur fengið góða dóma fyrir einkasýn-
ingar heima og á að baki álitlegan
námsferil.
- G.L.Ásg.
íslandsmeistarar í torfæruakstri 1988 talið frá vinstri; Þórður Gunnars-
son, Haraldur Ásgeirsson og aðstoðarmaður Þórðar, Rúnar A. Gunnars-
son.
n
Kaupmaimahöfíi:
íslenskar konur sýna
málverk og höggmyndir
Jónshúsi, Kaupmannahöfn.