Morgunblaðið - 20.05.1989, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAI 1989
37
RAÐAUGÍ YSINGAR
kennara Almennt kennara-
HASKOU . n «-r\ 'X.
islands namtiI B.ED.-profs
Umsóknarfrestur um þriggja ára almennt
kennaranám við Kennaraháskóla íslands er
til 5. júní. Umsókn skal fylgja staðfest afrit
af prófskírteinum. Umsækjendur koma til
viðtals dagana 8.-14. júní, þar sem þeim
verður gefinn kostur á að gera grein fyrir
umsókn sinni. Inntökuskilyrði eru stúdents-
próf eða önnur próf við lok framhaldsskóla-
stigs svo og náms- og starfsreynsla, sem
tryggir jafngildan undirbúning.
Stúdentsefni frá í vor láti fylgja umsókninni
staðfestingu frá viðkomandi framhaldsskóla
um rétt þeirra til að þreyta lokapróf.
Nánari upplýsingar ásamt umsóknareyðu-
blöðum fást á skrifstofu skólans, Stakkahlíð,
105 Reykjavík, sími 91-688700.
Rektor.
KENNARA-
HÁSKÓLI
ÍSLANDS
Nám í uppeldisgreinum
fyrir verkmenntakennara
á framhaldsskólastigi
Nám í uppeldis- og kennslufræðum til
kennsluréttinda fyrir list- og verkmennta-
kennara á framhaldsskólastigi hefst við
Kennaraháskóla íslands haustið 1989.
Umsækjendur skulu hafa lokið tilskildu námi
í sérgrein sinni.
Námið fullnægir ákvörðun laga nr. 48/1986
um lögverndun á starfsheiti og starfsréttind-
um grunnskólakennara, framhaldsskóla-
kennara og skólastjóra og samsvarar eins
árs námi eða 30 einingum.
Náminu verður skipt á tvör ár til að auðvelda
þeim, sem starfa við kennslu að stunda námið.
Inntaka miðast við 30 nemendur.
Námið hefst með námskeiði dagana 25. til
29. ágúst 1989 að báðum dögum meðtöldum
og lýkur í júní 1991.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu
Kennaraháskóla íslands við Stakkahlíð.
Umsóknarfrestur er til 9. júní 1989.
Rektor.
UPPBOÐ
Reiðhjól - uppboð
Opinbert uppboð á óskilamunum, aðallega
reiðhjólum, í vörslu lögreglunnar í Kópavogi,
fer fram laugardaginn 20. maí nk. kl. 13.50, í
Hamraborg 3, Kópavogi (norðan við hús).
Lögreglan Kópavogi.
Óskilamunir
í dag, laugardaginn 20. maí, verður haldið
opinbert uppboð á ýmsum óskilamunum, svo
sem reiðhjólum o.fl., í lögreglustöðinni við
Flatahraun í Hafnarfirði og hefst það kl.
13.00.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
FUNDIR - MANNFA GNAÐIR
Hressingarleikfimin
30 ára
Nemendasýning í dag í íþróttahúsi Kennara-
háskóla íslands við Stakkahlíð kl. 16.00.
70 þátttakendur sýna.
Lúðrasveit Laugarnesskólans leikur frá kl.
15.45. Verið velkomin.
Ástbjörg Gunnarsdóttir,
íþróttakennari.
íslandsdagur
Upplýsingar um gisti- og ferðamöguleika á
íslandi. Fegurðardrottning íslands, Hugrún
Linda Guðmundsdóttir, vísar veginn.
Opið hús frá kl. 14.30-17.00. Kaffi á könn-
unni.
Menntaskólinn í Kópavogi.
ATVINNUHÚSNÆÐI
Verslunarpláss við
Laugaveg
Til leigu tvö verslunarpláss, annars vegar ca
50 fm og hins vegar ca 100 fm.
Upplýsingar í símum 22582 og 17955.
Til leigu í Skipholti 21
-jarðhæð
í Skipholti 21, Reykjavík, ertil leigu á jarðhæð
230 fm verslunar- og skrifstofuhúsnæði.
Húsnæðið leigist að hluta eða í heilu lagi til
árs í senn og er laust nú þegar.
Tilboð eða óskir um frekari upplýsingar sendist
auglýsingadeild Mbl., merkt: „Fell - 7054“.
Atvinnu-, verslunar- og
íbúðarhúsnæði
Úti á landi er til sölu rafmagnsverkstæði
ásamt verslun. Um er að ræða 300 fm hús
á tveimur hæðum. Á efri hæð er 146 fm
íbúð og verslun og verkstæði á neðri hæð.
Góð eign. Góðir atvinnumöguleikar. Til
greina kemur að taka eign á höfuðborgar-
svæðinu uppí. Upplýsingar á skrifstofu.
VALHÚS s^esnea js
Valgeir Kristinsson hrl. Sveinn Sigurjónsson sölustj.
NAUÐUNGARUPPBOÐ
Nauðungaruppboð
Þriðjudaginn 23. maí 1989
fara fram nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum í dómsal
embættisins, Hafnarstræti 1 og hefjast þau kl. 14.00:
Aöalgötu 14 B, Suðureyri, þinglesinni eign Ingunnar Sveinsdóttur,
eftir kröfu Félags fsl. bókaútgefenda, veðdeildar Landsbanka is-
lands, Sparisjóðs Súgfirðinga og Landsbanka íslands.
Aðalgötu 36, Suðureyri, þingl. eign Elvars Jóns Friðbertssonar, eftir
kröfu Lifeyrissjóðs Vestfirðinga, Samvinnutrygginga gt., Iðnaðar-
banka íslands hf. og Heklu hf.
Eyrarvegi 9 (efri hæð), Flateyri, þingl. eign Sólveigar Sigurðardótt-
ur, eftir kröfu veödeildar Landsbanka íslands og Lífeyrissjóðs Vest-
firðinga.
Eyrargötu 10, Suöureyri, þingl. eign Péturs J. Jensen o.fl., eftir kröfu
Landsbanka íslands og Lífeyrissjóðs Vestfirðinga.
Hlíðarvegi 29 (neðri hæð), ísafirði, talinni eign Bjarndísar Friðriks-
dóttur, eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs og Landsbanka (s-
lands. Annað og síðara.
Hjallavegi 2, Isafirði, þingl. eign Jónasar Péturssonar, eftir kröfu
bæjarsjóðs (safjarðar.
Kolbrúnu (S 267, þingl. eign Nökkva sf., eftir kröfu innheimtumanns
ríkissjóðs og Lífeyrissjóðs sjómanna. Annað og síðara.
Móholti 8, ísafiröi, þingl. eign Birkis Kristjánssonar og Hildar Hilmars-
dóttur, eftir kröfu bæjarsjóðs ísafjarðar og veðdeildar Landsbanka
(slands. Annað og síðara.
Seljalandsvegi 84, isafirði, þingl. eign Ásthildar Þórðardóttur og Elías-
ar Skaftasonar, eftir kröfu SG-búðarinnar.
Sindragötu 10, isafirði, þingl. eign Póls hf., eftir kröfu Iðnlánasjóðs
og Iðnþróunarsjóös.
Sólgötu 7 (suðurenda), isafirði, þingl. eign Þorsteins Geirssonar,
eftir kröfum Lífeyrissjóös Vestfirðinga og veðdeildar Landsbanka
Islands.
Sundstræti 20, ísafirði, þingl. eign þrotabús O.N. Olsen hf„ eftir
kröfum Landsbanka islands og Kristbjargar Olsen.
Priðja og síðasta sala, á Aðalgötu 2 i (kj.), Súðavík, þingl. eign
Súöavíkurhrepps, eftir kröfu veðdeildar Landsbanka íslands fer fram
á eigninni sjálfri kl. 9.30.
Bæjarfógetinn á ísafírði.
Sýslumaðurinn i ísafjarðarsýslu.
TILBOÐ - ÚTBOÐ
Rannsóknastofur o.fl., Ármúla 1 a
Tilboð óskast í innanhússfrágang fyrir rann-
sóknastofur o.fl. í Ármúla 1a í Reykjavík.
Verkið felst í breytingum og innréttingum
ásamt öllum kerfum, fyrir rannsókna- og
skrifstofur á 2., 3. og 4. hæð, ásamt geymsl-
um í kjallara (alls um 1750 m2) og loftræst- .
ingu í matsal á 1. hæð. Húsið Armúli 1a var
áður notað sem verslunarhúsnæði (Vöru-
markaðurinn).
Verkinu skal að fullu lokið 15. desember
1989.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri,
Borgartúni 7, Reykjavík, til og með föstudag
2. júní 1989, gegn 10.000,- kr. skilatrygg-
ingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðju-
daginn 13. júní 1989 kl. 11.30.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
SJÁLPSTÆDISPLOKKURINN
FÉLAGSSTARF
Sjálfstæðiskvennafélagið
Vorboði, Hafnarfirði
heldur kvöldverðarfund þriðjudaginn 23.
maí kl. 19.30 í Gaflinum.
Almenn fundarstörf.
Gestur fundarins: Salóme Þorkelsdóttir.
Kosning fulltrúa á 17. landsþing Landssam-
bands sjálfstæðiskvenna, sem haldið verð-
ur i Viðey 9.-11. júní nk.
Kynntar lagabreytingar á lögum félagsins.
Almennar umræður.
Allir velkomnir. Stjórnin.
Vestmannaeyjar
ídag, laugardag
Súpufundur í hádeginu í dag, laugardag 20. mai, í Muninn. Kynning
á styrktarmannakerfi Sjálfstæðisflokksins. Árni Johnsen og Ólafur
Hauksson skýra framkvæmdina í Vestmannaeyjum.
Áriðandi að sem flestir kynni sér málið.
Nánari upplýsingar veitir Grimur Gislason.
swnéiauglýsingor
I.O.O.F. R.b.1 = 1385205 - H.F.
Krossinn
Auðbrekku 2. 200 Kópavogur
Almenn samkoma í kvöld kl.
20.30. Samkomur á morgun kl.
14.00 og kl. 22.30 með Paul
Hansen. Allir velkomnir.
Hvítasunnukirkjan
Ffladelfía
Almenn bænasamkoma í kvöld
kl. 20.30.
M Útivist
Sunnudagur 21. maf kl. 13
Landnámsgangan 12. ferð
Hvitanes - Brynjudalsvogur -
Brynjudalur
L'étt og fjölbreytt ganga um
strönd og dal. Kræklingatinsla.
Takið þátt í þessari ágætu ferða-
syrpu þar sem ætlunin er að
ganga á mörkum landnáms Ing-
ólfs í 21. ferð. Skoðaðar rústir í
Hvítanesi o.fl. Verð 900,- kr., fritt
f. börn m. fullorðnum. Brottför
frá BSÍ, bensinsölu. Gönguferð
á Fagradalsfjall og fuglaskoðun
á Hafnaberg 28. mai.
Skagafjörður - Drangey
26.-28. maí og helgarferðir í
Þórsmörk um hverja helgi.
Gerist Útivistarfélagar.
Kvöldganga miðvikudagskvöld-
ið 24. maí kl. 20.
Elliðaárdalur - Fossvogsdalur.
B-3. Þriðja og næstsiðasta
ganga í ferðasyrpu frá Bláfjöllum
til Reykjavikur. Sjáumst!
Útivist, ferðafélag.
'vT=77
KFUM og KFUK
Fjölskyldusamkoma á morgun á
Amtmannsstíg 2b kl. 16.30.
Ræðumaður Friðrik Hilmarsson.
Uppskeruhátið deildarstarfsins.
Eftir samkomu veröur grillveisla
og uppákomur i portinu. Krakkar!
Komið með furðuföt.
Allir velkomnir.
FERDAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR 11798og 19533.
Dagsferðir Ferðafélagsins
sunnudaginn 21. maí:
Kl. 09.00 Skarðsheiði (1053 m).
Ekið inn Svinadal og gengið það-
an. Verð kr. 1.000,-.
Kl. 13.00 Úlfarsfell (295 m).
Létt ganga, ótrúlegt útsýni. Verð
kr. 500,-.
Ath.: Breytt ferðatilhögun frá
prentaðri áætlun 1989.
Brottför f rá Umferðarmiðstöðinni,
austanmegin. Farmiðar við bíl.
Frítt fyrir börn i fylgd fullorðinna.
Helgarferðir í júní:
16.-18. júní: Mýrdalur - Heiðar-
dalur — Dyrhólaey - Reynis-
hverfi.
30.júní - 2. júlí: Dalir - gengin
gömul þjóðleið. Hvammur -
Fagridalur.
30. júní - 2. júlí: Öræfajökull.
30. júni - 2. júli: Ingólfshöfði.
Til Þórsmerkur verður farið um
hverja helgi i júní.
Ferðafélag íslands.