Morgunblaðið - 20.05.1989, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989
Máltíð dagsins,
Þegar ég ætlaði að fara
að elda máltíð dagsins,
kveikti ég á útvarpinu.
Þulur tilkynnti: „Nú
heyrum við ítölsku sinfóníu Mend-
elssohns.“ Gott, hugsaði ég, hún
passar mjög vel við gúrkuréttinn,
sem ég ætla að matreiða. Tíberíus
keisari Rómaveldis borðaði gúrku
á hvetjum degi. En síðan flaug
hugurinn víðar. Hvað sagði þulur-
inn? „Við heyrum sinfóníuna.“ Er
það sama að heyra og hlusta? Ég
hlusta ekki án þess að heyra, en
ég get heyrt án þess að hlusta.
Það að heyra tónlist er orðin
málvenja, og er það nokkur furða?
Tónverkin, misgóð, glymja í eyr-
um okkar hvar sem við erum, á
heimilum, á vinnustöðum, í versl-
unum og svo mætti lengi telja.
Grun hefí ég um, að fólk heyri
tónlistina en hlusti ekki. Ég sett-
ist niður, maturinn varð að bíða,
ég hlustaði á sinfóníuna til enda,
sneri mér síðan að matargerðinni,
hafði útvarpið opið, ég heyrði en
hlustaði ekki.
Gúrka fyllt með hakki
4 frekar litlar gúrkur
750 g nauta- og lambahakk
1 tsk. salt í hakkið + % tsk. á
gúrkumar
'k tsk. paprikuduft
14 tsk. brauðrasp
1 lítið egg
rifínn börkur af hálfri sítrónu
Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR
Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON
nýmalaður pipar
safí úr hálfri sítrónu
álpappír
1. Þvoið gúrkurnar, kljúfíð
síðan að endilöngu, skafið hluta
af gúrkukjötinu úr þeim með te-
skeið. Geymið það. Beitið skeið-
inni þannig að þið skafíð úr gúr-
kunni að endilöngu.
2. Kreistið safann úr sítrón-
unni og penslið skoma hlutann
af gúrkunni, stráið þar á salti.
3. Setjið hakk, rasp, papriku-
duft, pipar, salt, egg og rifinn
sítrónubörk í skál. Hrærið vel
saman. Mótið síðan 4 aflangar
pylsur.
4. Leggið kjötpylsurnar í gúrk-
umar, leggið hinn gúrkuhelming-
inn yfir. Vefjið síðan í álpappír.
5. Hitið bakarofn í 190°C,
blástursofn í 170°C. Setjið í ofn-
inn og bakið í 30—40 mínútur.
6. Takið álpappírinn utan af,
setjið gúrkurnar á fat og berið
fram.
Meðlæti: Hrásalat með því sem
þið tókuð úr gúrkunum.
Salat með gúrku
Það sem þið tókuð innan úr
gúrkunum
Smábiti hvítkál, kínakál eða
nokkur salatblöð
14 paprika, rauð eða græn
14 grænt epli
safí úr k sítrónu
3 msk. matarolía
2 tsk. þunnt hunang
salt milli fingurgómanna
5 dropar tabaskósósa
1. Þvoið kál og papriku, af-
hýðið eplið, takið safa úr sítrón-
unni.
2. Saxið kál, takið steina úr
paprikunni og skerið í smábita.
Skerið eplið í smábita.
3. Blandið saman sítrónusafa,
matarolíu, hunangi, salti og tab-
askósósu. Hægt er að hrista þetta
í hristiglasi.
4. Hellið leginum yfír græn-
metið og blandið saman.
5. Berið strax á borð. Ef þið
ætlið að geyma þetta eitthvað,
þarf að leggja fílmu eða disk yfír
skálina og geyma hana I kæliskáp.
LÆKNIN G ABLOM
PULMONARIA
Blom vikunnar
umsjón Ágústa Björnsdóttir
123.þáttur
Öll þekkjum við vorlaukana
sem blómstra nánast upp úr sjón-
um og lyfta af okkur vetrarfarg-
inu. En það eru fleiri jurtir
snemma á ferðinni. Það hefur
margoft hent mig að vera ekki
farin að hreyfa við neinu í garð-
inum þegar ég skyndilega er
vakin til umhugsunar um suma-
rið af rauðum og bláum blómkoll-
um sem reyna að sperra sig upp
úr visnum leggjum fyrra árs.
Þetta eru lækningajurtirnar
mínar, svo auðræktaðar, en þó
held ég meira upp á þær en
mörg önnur vandræktaðri blóm.
LÆKNINGABLÓM - Pulm-
onaria — eru af Munablómaætt,
um það bil 40 sm á hæð. Venju-
lega blómstra þau í endaðan
apríl eða byijun maí og standa
í blóma nokkuð lengi. Blómin eru
mörg saman á stöngulendanum,
oftast rauðbleik í fyrstu, en blána
með aldrinum. Þetta eru blað-
fallegar plöntur, nægjusamar og
harðgerðar. Þær þola vel skugga
en fúlsa ekki við sólinni. Oft
stækka blöðin mikið að blómgun
lokinni og margir rækta plönt-
Nýrnajurt — Pulmonaria
saccharata.
umar einkum vegna fegurðar
blaðanna. Lækningablómum er
auðfjölgað með skiptingu og
verða reyndar fallegri ef það er
gert á nokkurra ára fresti. Hér
skal aðeins getið tveggja teg-
unda.
ROÐALUNGNAJURT
Pulmonaria rubra — er með fag-
urgræn, hærð blöð og tígul-
steinsrauð blóm sem breyta ekki
lit. Hún þarf gott pláss án þess
að vera frek við annan gróður
og hún er ekki síður falleg á
skuggsælum stað en sólríkum.
Er ekki eins blómauðug og eftir-
farandi planta en stendur þó
lengi í blóma.
NÝRNAJURT Pulmonaria
saccharata — er að mínum dómi
perlan í fjölskyldunni. Blómin eru
trektlaga, fremur smá, en mörg
saman á stöngli, rauðleit og
blána með aldrinum. Og blöðin
eiga fáa sína líka. Þau eru odd-
baugótt og alsett silfurhvítum
flekkjum. Að blómgun lokinni
stækka þau mikið og setja þá
geypifallegan svip á beðið sitt.
Eg mundi aldrei hafa þessa
plöntu á skuggsælum stað, en
vel henni aftur á móti einn besta
staðinn í garðinum. Og þar sem
hún er mjög hæversk dregur hún
sig í hlé fari að þrengja að
henni. Hún drepst að vísu ekki,
en blöðin verða aldrei eins stór
og blómið allt hálf ræfílslegt.
Leyfíð henni því að hafa pláss
sitt í friði, gefíð henni blákoma-
áburð einu sinni að vori og hún
launar ríkulega fyrir sig allt sum-
arið.
Margrét Ólafsdóttir
Brids
Amór Ragnarsson Sumarbrids Fimmtudaginn 11. maí var Sumarbrids
framhaldið í Drangey við Síðumúla. Spilað
var í tveimur riðlum. Urslit urðu: A-riðill: Gunnar Guðmundsson — Heimir Guðmundsson 273
Eiður Guðjohnsen — Gunnar B. Kjartansson 260
Hjörtur Cýrusson — Ingvar Sigurðsson 245
Jón H. Elíasson — JóhannesJónsson 242
B-riðiU: Þórður Bjömsson — Úlfar Ö. Friðriksson 192
Guðmundur Karlsson — Gunnar Karlsson 180
Baldvin Valdimarsson — Ólafur H. Ólafsson 166
Jakob Kristinsson — Ólafur Lárusson 165
Guðlaug Jónsdóttir — Jacqui McGreal 165
Þriðjudaginn 16. maí var svo spilað í
Sigtúni og mættu 43 pör til leiks. Spilað
var í þremur riðlum. Orslit urðu: A-riðilI: Gunnar Guðmundsson — ÞórðurJónsson 262
Gunnþómnn Erlingsdóttir — Sigrún Pétursd. 256
Guðbrandur Guðjohnsen — Magnús Þorkelsson 253
Guðlaugur Sveinsson — Magnús Sverrisson 251
B-riðill: Magnús Ólafsson — Páll Valdimarsson 180
Jacqui McGreal — Jakob Kristinsson 176
Birgir Steingrímsson — Þórður Björnsson 176
Lúðvík Ólafsson — Sævar Lúðvíksson 175
C-riðiII: Anton Gunnarsson — Jón Þorvarðarson 215
Bragi Bjömsson — Guðjón Jóhannsson 188
Anna Þ. Jónsdóttir — Hjördís Eyþórsdóttir 186
Alfreð Alfreðsson — Björn Þorvaldsson 185
Friðgerður Benediktsdóttir — Friðgerður Friðgeirsdóttir 179
Meðalþátttaka eftir þrjú spilakvöld er um
38 pör á kvöldi. Sumarbrids var framhaldið
i Drangey sl. fimmtudag, en hér eftir verð-
ur spilað alla þriðjudaga og fimmtudaga í
Sigtúni. Húsið opnar báða da^ana kl. 17.30.