Morgunblaðið - 20.05.1989, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 20.05.1989, Qupperneq 45
Dpf \tjj[ 02 aUöÁQHAölJAJ QTQAJÖMUOHOM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1989 45 Afmæliskveðja: Valdimar Thor- arensen á Gjögri í dag 20. maí er áttatíu og fimm ára Valdimar Thorarensen á Gjögri í Strandasýslu. Hann er fæddur á Gjögri, og voru foreldrar hans Jak- ob J. Thorarensen úrsmiður og bóndi á Gjögri og kona hans Jó- hanna Sigrún Guðmundsdóttir. Jak- ob var sonur Jakobs J. Thorarensen kaupmanns á Kúvíkum, merkis- manns á sinni tíð og konu hans Guðrúnar Óladóttur frá Ófeigsfirði. Jóhanna móðir Valdemars var frá Kjós, foreldrar hennar voru Guð- mundur Pálsson bóndi þar og kona hans, Guðríður Jónsdóttir. Valdi ólst upp í foreldrahúsum og fór ungur til sjóróðra og var hann á skipum frá Hafnarfirði og ísafirði. Þetta var á milli stríðsár- anna þegar öll aðstaða sjómanna var gjörólík því sem nú er. Það þurfti mikla hreysti og dugnað til að stunda sjómennsku á þessum árum, og samtíðarmenn Valda hafa sagt mér að hvorugt hafi hann vant- að. Hann vann síðar á Djúpavík, þegar sfldarævintýrið stóð þar sem hæst, og árið 1944 reisti Valdi sér íbúðarhús á Gjögri. Þar hefur hann búið síðan, stundað sjómennsku og eigin útgerð. Hann hefur réttindi til að stjóma 30 lesta skipi. Eg kynntist Valda þegar ég fór að fara með fjölskyldunni norður á Strandir í sumarleyfum og enn bet- ur þegar ég fór sem unglingur í „sveit“ til hans og bama hans, Jó- hönnu og Adolfs. Þetta var sumarið 1980 og var ég hjá þeim nokkur sumur. Tókst góð vinátta með okk- ur sem hefur haldist síðan. Valdi tilheyrði þeirri kynslóð ís- lendinga sem lifað hefur einhveijar mestu breytingar og framfarir í íslensku þjóðfélagi, frá upphafi byggðar í landinu, og man því tímana tvenna. Þær em ófáar stundirnar sem við höfum átt saman og rætt um liðna tíð, menn og málefni. Hef ég numið af Valda mikinn fróðleik, því hann er stálminnugur og segir skemmtilega frá. Mér er sérstaklega minnisstæð ferð okkar til Ísafjarðar í fýrra- sumar, en þar dvöldum við hjá vina- fólki um tíma. Við ákváðum að fá okkur gönguferð um kaupstaðinn einn góðviðrisdaginn. Það var gam- an og fræðandi að ganga með Valda, því hann þekkir sig vel á ísafirði, frá þeim tíma er hann var þar ungur maður á vertíðum. Eftir þessa gönguferð var hugur- inn vissulega ríkari og vitneslq'an meiri um mannlífið í höfuðstað Vestfjarða fyrr á öldinni. Valdi hef- ur alltaf haldið tryggð við ísaijörð, þótt vænt um staðinn og farið þang- að til stuttrar dvalar á sumrin í seinni tíð, ef hann hefur getað kom- ið því við. Eg trúi því að áhugi minn á ættfræði hafi fyrst vaknað eftir að ég fór að vera á Gjögri. Tel ég að Valdi hafi átt sinn þátt í því að ég fór að gefa ættfræði gaum. Hann sagði mér frá svo mörgu frá liðinni tíð, atburðum og fólki, að áhugi minn vaknaði og ég varð að vita meira. Þegar ég kom til Reykjavík- ur á haustin hóf ég ættfræðirann- sóknir mínar, fór á söfn og viðaði að mér bókum. Hefur þessi áhugi minn síðan aukist jafnt og þétt á undanförnum árum. Vegna þess hve minnugur Valdi er og lýsingar hans frá fyrri tíð eru nákvæmar og skýrar, reyndist það mér létt verk að teikna upp gamla torfbæinn á Gjögri. Valdi fæddist í þessum bæ og var átta ára er hann flutti með foreldrum sínum, í steinhús sem faðir hans reisti á Gjögri. Hafði ég mikla ánægju af að teikna upp bæinn eftir lýsingum hans. Tók það nokkurn tíma og lagfæra varð mörg atriði áður en endanleg mynd fékkst, en að lokum varð Valdi ánægður með árangur- inn. Og við vorum báðir ánægðir því mér fannst tilganginum vera náð, þ.e. að sú vitneskja sem Valdi býr yfir varðandi þennan gamla bæ, glatast ekki heldur varðveitist á blöðum. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að dvelja á Gjögri og fyrir þann mikla fróðleik sem ég hef numið af afmælisbarn- inu. Á þessum tímamótum sendi ég vini mínum Valdimar Thorarensen bestu afmæliskveðjur, óska honum alls góðs og hlakka til að hitta hann á Gjögri í sumar. Ingimar F. Jóhannsson Afmæliskveðja: Benjamín Jónsson Elskulegur vinur minn og faðir bestu vinkonu minnar, Benjamín Jónsson er afmælisbam í dag. Af því tilefni langar mig að rifja upp okkar stuttu en yndislegu kynni. Það var vor rétt eins og nú, sólin lék sér og spilaði á skýlausum vor- himninum og árið var 1982. Tilver- an var spennandi. Við tvær gamlar skólasystur höfðum ákveðið að opna verzlun. Það var í mörgu að snúast, eitt af verkefnunum var að umbreyta gömlu, lúnu húsnæði og margar stundir fóru í það. And- rúmsloftið í þessu húsi sem reist hafði verið um aldamótin bar þess merki að margar góðar sálir hefðu gengið þar um. Þar var gott að vera. Eitt kvöldið í miðjum önnum lá undirrituð á gólfinu og var að lakka furuspýtur. Djúp karlmanns- rödd kvað við, ég hlustaði, mikið lifandis ósköp talaði maðurinn fal- lega og kjammikla íslenzku. Ég sperrti eymn og leit upp. Á miðju gólfí stóð maður, ljósklæddur með fallega silfrað hár. Það sem vakti mesta athygli hjá mér fyrir utan þetta fagra tungutak vom stórar og vinnulúnar en á einhvem hátt óvenjulegar hendur. Þama var kominn Benjamín Jónsson. Frá minni hálfu var þetta ást við fyrstu sýn. Ég hafði auðvit- að heyrt margt um hann frá dóttur hans en þama stóð hann léttur og lifandi eins og hann kann best, með leiftur í auga. Benjamín, sem borinn er og barn- fæddur á Bfldudal, fyrir vestan, í stórbrotnu landslagi með háum og bröttum ijöllum og vogskomum fjörðum. Að sjálfsögðu er hann stór- brotinn og stórhuga með hijúft yfir- borð. En hann býr líka yfir mikilli hlýju og blíðu, sem ég trúi að komi mest frá þeim tveimur konum sem stærstir örlagavaldar hafa verið í lífi hans. Móður hans og eiginkonu. Frá þeirri fyrri fékk hann lífið, með þeirri seinni viðheldur hann lífínu í fimm góðum og glæsilegum börn- um. Samband Benjamíns við föður sinn var líka einstaklega sterkt og innilegt og þeir dýrmætir hvorir öðmm. Já, Benjamín er hamingju- maður. í mínum huga er Benjamín einn af þeim fáu sem hægt er að tala um sem heimsborgara, svo vítt ná áhugamál hans. Hann er einlæg- ur unnandi málaralistar, bók- mennta og ljóðlistar. Enda engin furða þar sem bæði listmálari og skáld búa í honum sjálfum. Lífsstarf Benjamíns tengdist undirstöðu okkar Islendinga, fiskin- um. Hann var fisksali. Ég trúi því að það hafi verið líf og fjör í físk- búðinni hans Benjamíns við Lang- holtsveginn, þar hafa vísur flogið og fiskurinn hvort sem það var nú ýsan góða glæný eða útvatnaður saltfiskurinn, fengið á sig einhvern ævintýrablæ. Kúnnarnir hans Benj- amíns hafa ekki bara komið til að kaupa sér í soðið heldur líka til að ná sér í andlegt fóður. Slíkur mað- ur er Benjamín. í dag hyllum við hann áttræðan. Það er vor og maísólin gjöful og björt. Til hamingju með daginn og lífið „ungi rnaður." Helga Mattína Björnsdóttir LANDSÞING LÍF 1989 ________Frímerki_____________ Jón Aðalsteinn Jónsson Landsþing Landssambands íslenzkra frímerkjasafnara 1989 var haldið í heimkynnum sam- bandsins í Síðumúla 17 laugar- daginn 8. apríl sl. Sakir íjarveru minnar úr bænum um það leyti hefur dregizt að segja frá þessu þingi hér í þættinum. Sú er og einnig að hluta til skýring þess, að enginn frímerkjaþáttur hefur birzt í Mbl. um nokkurt skeið. Þetta landsþing íslenzkra frímerkjasafnara var hið 22. í röðinni og haldið með hefðbundn- um hætti. Sá Klúbbur Skand- inavíusafnara um það að þessu sinni. Þingið sátu um 20 fulltrúar og voru 11 þeirra sérstakir fulltrú- ar félaga og klúbba, sem mynda sambandið, en þau teljast alls fimm. Þar sem ég sat ekki þetta þing, verður það, sem hér segir, einungis stutt frásögn af því, sem þar gerðist, og það eftir heimild- um annarra. Formaður LÍF, Þór Þorsteins, setti þingið, en fundarstjóri var kjörinn Sigurður R. Pétursson og fundarritari Sighvatur Halldórs- son. I skýrslu formanns kom fram, að starf liðins árs var í svipuðum farvegi og oftast áður. Fjárhagur LÍF er þokkalegur, en vitaskuld hlýtur enn að vera nokkuð í land, áður en húsnæði sambandsins í Síðumúla er orðið skuldlaus eign þess. Mér hefur verið tjáð, að einkum hafi orðið umræða um útgáfumál tímarits safnara, Grúsksins. Er það sízt að undra, þar sem ekki hefur lengi tekizt að halda þeim málum í viðunandi horfí. Mér er vel kunnugt um það, að útgáfu- nefndir hafa oft sætt gagnrýni fyrir seinlæti í þeim efnum. Ég veit hins vegar vel af gamalli reynslu, að erfitt er að ritstýra blaði fyrir safnara og þá einkum vegna þess, að allir vilja fá sitt blað, en færri í það skrifa. Þessu máli var svo beint til stjórnar LÍF og því engin sérstök útgáfunefnd kjörin að þessu sinni. Er vonandi, að nú takist að koma útgáfumál- um Grúsksins í viðunandi horf, áður en langt um líður. Á þinginu tók Guðni F. Gunn- arsson til máls um unglingastarf það, sem hann hefur annazt á liðnu ári og árum. Hefur hann staðið sig þar mjög vel, og er óhætt að fullyrða, að þar hafi vaxtarbroddurinn í starfi LÍF ver- ið á liðnu starfsári. Er það líka eitt mikilvægasta atriði í starfi LÍF, því að hvað yrði úr frímerkja- söfnun hér á landi, ef ekki er hlúð að henni meðal unglinga, sem eiga að taka við af eldri söfnurum? Kennsla í frímerkjasöfnun fór fram á fimm stöðum á landinu, bæði hér á Reykjavíkursvæðinu og eins á Dalvík. Árangur af þessu starfí kom m.a. fram í þátttöku íslenzkra unglinga í spurninga- keppni á FINLANDIU 88 og eins í þátttöku þeirra í unglingasýn- ingu í Svíþjóð í október si. Frá þessu hefur áður verið sagt hér í frímerkjaþætti. Loks tóku_ börn úr Árbæjarskóla þátt í ÍSFÍL 89, eins og seinna verður minnzt á. Guðni ræddi í erindi sínu um nauðsyn þess, að stofnað yrði sér- stakt unglingasamband hér á landi í svipuðu formi og þau ungl- ingasambönd, sem starfandi eru á öðrum Norðurlöndum. Með slíku sambandi gætu íslenzkir ungling- ar tekið nánari þátt sameigin- legu starfi með unglingum hinna landanna. Um leið mýndi það og auðvelda alla fræðslu um frímerkjasöfnun, t.d. með útgáfu sameiginlegs kennsluefnis, en það verk er nú þegar hafið fyrir til- stilli Guðna. Ekki er mér kunnugt um aðrar umræður frá þessu landsþingi. Fráfarandi stjórn var endurkjörin nær óbreytt og eins þær nefndir, sem starfa innan LÍF. Núverandi stjórn LÍF skipa þessir menn: Þór Þorsteins formaður, Hálfdán Helgason varaformaður, Ólafur Elíassori ritari og Jón Egilsson gjaldkeri. Blaðafulltrúi er Guðni F. Gunnarsson. Meðstjómendur eru Benedikt Antonsson og Sveinn Jónsson frá Kálfsskinni. Kemur Sveinn sem fulltrúi lands- byggðarinnar í stað Gunnars R. Einarssonar á Akureyri. Vara- menn stjómar em svo Sighvatur Halldórsson og Sigurður P. Gests- son. Kemur Sigurður í stað Óla Kristinssonar á Húsavík. í sambandi við þing LÍF var haldin frímerkjasýning, ÍSFÍL 89, en sakir þess þrönga stakks, sem þættinum er nú um stundir skor- inn í Mbl., verður frásögn af henni að bíða næsta þáttar. Miklaholtshreppur: 110 ára ártíðar minnst Borg: í Miklaholtshreppi. Við fermingarguðþjónustu í Fá- skrúðarbakkakirkju sunnudag- inn 7. maí sl. voru kirkjunni færð- ar tvær ljósakrónur og vegg- lampar, fagrir og vel gerðir grip- ir. Þessar fögru gjafir eru gefiiar úr Minningarsjóði Guðbjartar Kristjánssonar, fyrrum hrepp- stjóra og bónda á HQarðarfelli. 110 ár voru liðin þann 18. nóvem- ber sl. frá fæðingu Guðbjartar. Fyrir hönd gefenda var formanni sóknarnefndar, Erlendi Halldórs- syni bónda í Dal, afhent gjafabréf undirritað af syni Guðbjartar, Gunnari Guðbjartssyni, bónda að Hjarðarfelli. Þakkaði sóknamefnd- arformaður þessa höfðinglegu gjöf. Guðbjartur Kristjánsson bjó lengst- an hluta ævi sinnar ásamt konu sinni, Guðbröndu Þorbjörgu Guð- brandsdóttur, á Hjarðarfelli. Þeim hjónum var átta barna auðið. Tveir synir þeirra, Þorkell og Alexander, eru dánir. Guðbjartur var héraðs- höfðingi í bestu merkingu þess orðs enda mikils metinn og virtur af öll- um þeim, sem kynntust honum. Páll ÓSiLrfSlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.