Morgunblaðið - 20.05.1989, Qupperneq 48
48
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAI 1989
LYFTU
ÞÉR UPP
OG
OPNAÐU
PILSNER
6gils
...að sjálfsögöu!
fclk í
fréttum
Myndin er tekin eftir prestvígsluna í Dómkirkjuni á annan dag hvítasunnu. Frá vinstri eru: Kristín
Guðmundsdótdr og séra Sigurður Haukur Guðjónsson, þá koma foreldrar Þórhalls, séra Heimir
Steinsson og Dóra Þórhallsdóttir, og þeim næst eru Þórhallur Heimisson og kona hans Ingileif
Malmberg.
PRESTVÍGSLA
Þórhallur Heimisson vígður
Þórhallur Heimisson cand. theol. hlaut prestvígslu á annan
dag hvítasunnu í Dómkirkjunni, en hann heftir verið ráðinn
til að leysa séra Sigurð Hauk Guðjónsson, sóknarprest Lang-
holtskirkju, af í ársleyfi hans.
Biskup Islands, herra Pétur
Sigurgeirsson, vígði nýja prestinn,
en vígsluvottar voru dr. Einar
Sigurbjörnsson, prófessor, sem
lýsti vígslu, Jónas Gíslason, próf-
essor, séra Sigurður Haukur Guð-
jónsson og séra Heimir Steinsson,
prestur á Þingvöllum og þjóð-
garðsvörður þar, en hann er jafn-
framt faðir Þórhalls.
Þórhallur lauk guðfræðinámi
fyrir ári síðan og hefur hann frá
þeim tíma starfað hjá útideild
Félagsmálastofnunar Reykjavík-
urborgar. Þá hefur hann um ára-
bil annast barna- og unglinga-
starf í Langholtskirkju. Þórhallur
er 28 ára gamall, giftur Ingileif
Malmberg, sem einnig er guð-
fræðinemi og eiga þau eitt barn.
Þórhallur hyggur á frekara nám
að afloknu starfi sínu hjá Lang-
holtssókn.
UPPSKERUHÁTÍÐ
Fengu 200
þúsund
frá Kefla-
víkurbæ
U nglingalandsliðsmaðurinn
Nökkvi Már Jónsson var
tvímælalaust sá leikmaður i
meistaraflokki sem kom mest á
óvart í vetur. Hann var valinn
efhilegasti leikmaðurinn og auk
þess fékk hann sérstök verðlaun
fyrir að vera besta vítaskytta
allra flokka ÍBK í vetur.
MARAÞONHANDBOLTI í NJARÐVÍK
Spiluðu í 16 tíma
Stúlkurnar í 3. flokki UMFN
sem eru nýbakaðir íslands-
meistarar í sínum flokki léku mara-
þonhandbolta fyrir skömmu. Mark-
miðið var að safna peningum til
keppnisferðar og að greiða þjálfara-
laun. Stúlkurnar léku í 16 tíma og
náðu að safna um 200 þúsund krón-
um. Margrét Sanders íþróttakenn-
ari hafði umsjón með keppninni sem
hófst kl. 11 á sunnudagsmorgun
7. maí og lauk kl. 1 eftir miðnætti.
Hlé var gert á leiknum í 5 mínútur
á klukkustundar fresti og um kvöld-
matarleytið var tekið stutt matar-
hlé. Keppnin tókst vel og oft mátti
sjá góð tilþrif hjá stúlkunum sem
skoruðu rúmlega 1.000 mörk, þær
voru þó orðnar talsvert þreyttar
undir það síðasta.
BB
KÍNA
Poppstjarnan
Bluce
Splingsteen
Þessi ungi maður á myndinni
er enginn annar en skær-
asta poppstjarna Kínaveldis.
Nýlega var hann í London að
störfum en hann heitir réttu
nafni Cui Jian. Samkvæmt fag-
mönnum í tónlistinni er sköpun
hans langt frá því útþynnta
poppi sem heyrist giarnan á di-
skótekum þar austra og hafa
þeir líkt honum við meistara Bob
Dylan og Roiling Stones. Sumir
kalla hann jafnvel Bruce
Springsteen Kína og segja hann
eiga þá nafngift fyllilega skilið.
«
«
v
í
H